Morgunblaðið - 22.05.2010, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 22. MAÍ 2010
Handbolti Kvennalandsliðið á tvo stórleiki fyrir höndum. Þarf eitt stig enn til að komast í úr-
slitakeppni EM í fyrsta skipti. Mætir Frökkum í Laugardalshöll og síðan Austurríki ytra. 2
Íþróttir
mbl.is
yrði frá keppni í sex mánuði. ,,Hann
er viss um að ég komi flottur til baka.
Það voru settar tvær skrúfur í hné
sem verða fjarlægðar eftir eitt ár og
ég fæ að eyða öllum mínum fríum í
þetta. Í fyrra sleit ég band í úlnliðn-
um og var í veseni með höndina allt
sumarið og nú þarf maður að finna
sér eitthvað annað að gera næsta
hálfa árið,“ sagði Guðjón sem
segist mega byrja að hreyfa sig
eftir um sex vikur.
Erfitt að réttlæta HM ef ég verð
ekki kominn í stand
Ef allt gengur að óskum ætti Guð-
jón að vera orðinn klár áður en flaut-
að verður til leiks á heimsmeist-
aramótinu sem haldið verður í
Svíþjóð í janúar á næsta ári. Íslend-
ingar unnu sér keppnisréttinn í úr-
slitakeppninni með því að ná brons-
inu á EM í Austurríki.
,,Þetta er búið að vera ansi leið-
inlegt hjá mér eftir frábært mót með
landsliðinu í Austurríki. Maður hefur
misst af öllum leikjunum með Rhein-
Neckar sem skipta máli og nú er útlit
fyrir að maður spili ekki fyrr en í
nóvember. Gummi þarf að hugsa sig
vel um hvort hann velji mig í lands-
liðið. Það er allt of snemmt að velta
þessu fyrir sér en ef ég verð ekki
kominn í stand skömmu fyrir HM þá
verður erfitt að réttlæta að ég verði
með. En við skulum vona að þetta
gengi að óskum og að batinn verði
góður,“ sagði Guðjón.
Hafði ekki
áhuga á að fá
nýjan hnélið
Morgunblaðið/Eggert
Endurhæfing Guðjón Valur Sigurðsson hefur þurft að horfa á félaga sína í Rhein-Neckar Löwen spila síðan í febr-
úar. Nú bendir allt til þess að hann leiki ekki aftur með liðinu fyrr en í lok nóvember vegna uppskurðarins í gær.
Guðjón Valur fór í aðra aðgerð á hné
í gær Verður frá keppni í hálft ár
Tvísýnt um þátttöku á HM í Svíþjóð
VIÐTAL
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur
Sigurðsson, fyrirliði þýska hand-
knattleiksliðsins Rhein-Neckar Lö-
wen, leikur ekki handbolta næstu sex
mánuðina en hann gekkst undir að-
gerð á vinstra hné í gær, því sama og
hann fór í aðgerð á fyrir þremur
mánuðum.
Guðjón hefur ekkert leikið með
Rhein-Neckar Löwen-liðinu á þessu
ári vegna meiðslanna og síðasti hand-
boltaleikur hans var í Austurríki í
janúar þegar Íslendingar tryggðu
sér á eftirminnilegan hátt brons-
verðlaunin á Evrópumótinu.
,,Það hefur verið vitlaust tog á
hnéskelinni og aðgerðin gekk út það
að færa hana til. Þegar ég fór í að-
gerðina fyrir þremur mánuðum var
búið til ákveðið plan en þegar ég fór
að æfa aftur þá gekk það einfaldlega
ekki upp. Ég var í sömu sporum og
áður en hefði getað haldið áfram með
því að bryðja töflur og fara í spraut-
ur. Það var hins vegar engin lausn og
ég hafði engan áhuga á að fá nýjan
hnélið eftir einhver ár,“ sagði Guðjón
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Læknirinn viss um að ég komi
flottur til baka
Að sögn Guðjóns heppnaðist að-
gerðin vel og læknirinn sem fram-
kvæmdi hana tjáði honum að hann
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,Redknapp vill halda Eiði og vilji Eiðs er að
halda kyrru fyrir hjá Tottenham,“ sagði Arn-
ór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs
Smára, í samtali við Morgunblaðið í gær en
lánssamningur Eiðs við Lundúnaliðið er
runninn út.
,,Ég reikna með að á næstu dögum muni
Tottenham hefja viðræður við Mónakó með
það fyrir augum að fá að halda Eiði og von-
andi verður það bara niðurstaðan. Ég er
bjartsýnn á að svo verði en þegar peningar
eru annars vegar er aldrei hægt að slá neinu
föstu. Eiður er mjög ánægður hjá félaginu og
ég sjálfur teldi það besta kostinn fyrir hann
að vera áfram hjá Tottenham. Það er alltaf
erfitt að koma til liðs á miðju tímabili eins og
Eiður gerði og hann myndi vilja taka gott
undirbúningstímabil með liðinu og spila með
því á næsta tímabili,“ sagði Arnór.
Eiður gerði þriggja ára samning við Móna-
kó í fyrrasumar og á því tvö ár eftir af samn-
ingi sínum við liðið frá furstaríkinu. Í janúar
á þessu ári var hann lánaður til Tottenham
þar sem hann kom við sögu í 14 leikjum, þar
af 11 í úrvalsdeildinni, og skoraði í þeim 2
mörk.
Fregnir bárust af því í enskum fjölmiðlum í
gær að Aston Villa væri með Eið Smára í
sigtinu og gæti farið í samkeppni við Totten-
ham um að fá hann frá Mónakó.
,,Ég sá þessar vangaveltur en ég hef ekki
heyrt neitt frá Aston Villa. Ég veit að það var
mikill áhugi hjá Martin O’Neill að fá Eið áður
en hann ákvað að halda kyrru fyrir hjá
Barcelona en hvort hann ætlar að reyna aftur
að fá hann veit ég ekki,“ sagði Arnór.
„Redknapp vill halda Eiði Smára“
Eiður vill vera kyrr hjá Tottenham Reiknað með viðræðum Tottenham og Mónakó fljótlega
Reuters
Áfram? Eiður Smári gæti leikið áfram með
Tottenham á næsta keppnistímabili.
íþróttir