Morgunblaðið - 04.06.2010, Síða 3
varð okkar banabiti. Við fengum því-
líkt dauðafæri til að gera út um leik-
inn þegar leikurinn var við það að
fjara út en því miður tókst Alfreð ekki
að skora. Mér fannst við vera með góð
tök á leiknum en þegar út í vítakeppni
er komið getur allt gerst,“ sagði Ólaf-
ur Helgi Kristjánsson, þjálfari
Breiðabliks við Morgunblaðið eftir
leikinn.
Guðmundur Pétursson kom Blik-
unum yfir eftir skemmtilega sókn
þeirra á 71. mínútu en Alfreð Finn-
bogason stakk boltanum með glæsi-
brag á Guðmund sem vippaði bolt-
anum laglega yfir Gunnleif.
Guðmundur hafði í fyrri hálfleik kom-
ið boltanum rétta boðleið en var
dæmdur rangstæður og líklega var
um rangan dóm að ræða. Blikarnir
voru rétt hættir að fagna markinu
þegar ,,óþekki“ strákurinn Björn
Daníel Sverrisson skoraði með góðu
skoti en arkitektinn að markinu var
Atli Guðnason.
Gunnleifur verður að teljast maður
leiksins en Tommy Nielsen stóð hon-
um ekki langt að baki. Daninn átti
stórleik í vörninni og fórnaði sér fyr-
ir málstaðinn undir lok leiksins með
því að fá sitt annað gula spjald þegar
Arnór Sveinn var að sleppa í gegn.
Hákon Hallfreðsson og Atli Guðna-
son áttu einnig góðan leik í liði FH
sem er hægt og bítandi að eflast.
Í jöfnu og góðu liði Blika stóðu
þeir einna helst upp úr þeir Kristinn
Jónsson, Kári Ársælsson og Jökull
Elísabetarson.
Morgunblaðið/Ómar
Vítabani Gunnleifur Gunnleifsson gómar boltann í leiknum í gærkvöld. Hann varði þrjár vítaspyrnur á sínum gamla
heimavelli, Kópavogsvellinum. Gunnleifur varði mark HK um árabil áður en hann gekk til liðs við FH-inga í vetur.
Gunnleifur magnaður
Varði þrjár vítaspyrnur og tryggði Íslandsmeisturunum sigur á bikarmeist-
urunum 1:1 jafntefli eftir framlengingu en þá tók Gunnleifur til sinna ráða
Á VELLINUM
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
,,Mér fannst við allir vera frábærir og
ég vil ekkert þakka mér frekar en öðr-
um að við skyldum hafa þetta,“ sagði
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður
FH-inga, eftir leik Breiðabliks og FH
í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar í
gærkvöld. Staðan var jöfn, 1:1, eftir
venjulegan leiktíma og framlengingu
en í vítaspyrnukeppninni sýndi Gunn-
leifur og sannaði að hann er besti
markvörður landsins. Hann gerði sér
lítið fyrir og varði þrjár síðustu spyrn-
ur ríkjandi bikarmeistara og bjargaði
liðinu og sá einn og sér um að tryggja
liði sínu farseðilinn í 16-liða úrslitin en
FH-ingar byrjuðu vítakeppnina ekki
gæfulega því tvær fyrstu spyrnur Ís-
landsmeistaranna rötuðu ekki rétta
boðleið.
,,Mér finnst ekki gaman að tapa á
Kópavogsvellinum og það kom ekki til
greina að liggja aftur fyrir Blikunum.
Baráttan í liðinu var til fyrirmyndar
og ég held að þetta sé allt á réttri leið
hjá okkur,“ sagði Gunnleifur, sem hef-
ur verið þekktur fyrir að vera vítab-
ani. ,,Þetta er oftast heppni. Ég er
með ákveðnar reglur í þessu og þetta
féll með mér í dag,“ sagði Gunnleifur.
Hann kom liði sínu einnig til bjargar í
uppbótartíma undir lok venjulegs
leiktíma þegar hann varði dauðafæri
Alfreðs Finnbogasonar.
Það bar ekki mikið á milli meist-
araliðanna í leiknum og sigurinn hefði
getað endað hvorum megin sem var.
Liðin skiptust á að ná undirtökunum í
leiknum og greinilegt var að hvorugt
lið ætlaði sér að falla úr leik. Það kom
hins vegar í hlut Blikanna að þessu
sinni svo Kópavogspiltarnir ná ekki að
verja bikarmeistaratitil sinn en
Breiðablik fagnaði sínum fyrsta bik-
artitli í fyrra.
,,Við tókum einfaldlega bara slakari
vítaspyrnur en FH-ingarnir og það
Íþróttir 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010
SpánverjinnRafa Bení-
tez er hættur
sem knatt-
spyrnustjóri
enska stórliðsins
Liverpool eftir
sex ár við stjórn-
völinn þar. Á
þeim tíma fagnaði
liðið einum Evrópumeistaratitli og
einum bikarmeistaratitli auk þess að
verða í 2. sæti ensku úrvalsdeild-
arinnar á næstsíðustu leiktíð. Á ný-
afstaðinni leiktíð náði liðið hins veg-
ar aðeins 7. sæti. „Ég get ekki lýst
því hve þakklátur ég er fyrir að hafa
þjálfað hér í þessi ár og verið ykkar
stjóri. Takk enn og aftur og munið:
Þið munuð aldrei ganga einsömul (e.
yoúll never walk alone),“ voru skila-
boð Benítez til stuðningsmanna.
Nokkrir hafaþegar verið
nefndir sem
hugsanlegir eft-
irmenn Benítez
hjá Liverpool og
þar á meðal goð-
sögn félagsins
Kenny Dalglish
sem verið hefur
yfirmaður akademíu félagsins, sem
og Martin O’Neill, Roy Hodgson og
Hollendingarnir Louis Van Gaal og
Guus Hiddink.
Danski landsliðsmaðurinn LarsChristiansen lék sinn síðasta
heimaleik með þýska liðinu Flens-
burg í fyrrakvöld þegar liðið sigraði
Lemgo, 34:31. Þessi frábæri horna-
maður er að kveðja Flensburg sem
hann hefur leikið með undanfarin 14
ár og var hann hylltur af þúsundum
stuðningsmanna Flensburg eftir
leikinn en Christiansen hefur sallað
inn mörkum fyrir félagið og er einn
mesti markaskorari í sögu þýsku 1.
deildarinnar. Christiansen hefur
ákveðið að halda heim á leið og mun
líklegast ganga í raðir Kolding.
Danski línumaðurinn JesperNøddesbo hefur framlengt
samning sinn við spænska liðið
Barcelona en Daninn fór á kostum
með liðinu í úrslitaleiknum gegn
Kiel í Meistaradeildinni um síðustu
helgi þar sem Kiel vann nauman sig-
ur. Sænski landsliðsmaðurinn
Magnus Jernemyr hefur sömuleiðis
gert nýjan samning við Börsunga en
Svíinn er talinn vera í hópi bestu
varnarmanna heims.
Portúgalinn Andre Villas Boas,lærisveinn hins magnaða José
Mourinho, nýskipaðs þjálfara Real
Madrid, hefur verið ráðinn þjálfari
portúgalska liðsins Porto til tveggja
ára. Hann fetar þar með í fótspor
Mourinho sem þjálfaði Porto og
gerði að Evrópumeisturum 2004.
Villas Boas er aðeins 32 ára gam-all og verður yngsti þjálfarinn í
sögu Porto. Hann starfaði með Mo-
urinho í sex ár, frá 2003 til 2009, hjá
Porto, Chelsea og Inter en hann hóf
sinn þjálfaraferil í fyrra með liði
Academica Coimbra og undir hans
stjórn varð liðið í 11. sæti í portú-
gölsku deildinni í ár. Porto endaði í
þriðja sæti í deildinni í ár eftir að
hafa unnið titilinn fjögur ár í röð.
Avram Grantvar í gær
ráðinn knatt-
spyrnustjóri
enska úrvals-
deildarliðsins
West Ham og
hann tekur við af
Gianfranco Zola
sem var sagt upp störfum í lok nýlið-
ins keppnistímabils. Grant hætti á
dögunum sem stjóri Portsmouth en
samningur hans við West Ham er til
fjögurra ára.
Fólk sport@mbl.is
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Danir mæta með öflugt lið til Íslands en þjóðirnar
mætast í tveimur vináttulandsleikjum í Laugardals-
höll í næstu viku. Leikirnir eru liður í undirbúningi
Dana fyrir leikina gegn Sviss í umspili um sæti í úr-
slitakeppni HM sem fram fer í Svíþjóð í janúar á
næsta ári. Fyrri leikur Dana og Svisslendinga verð-
ur í Bröndby þann 13. júní og viku síðar mætast
þjóðirnar í St.Gallen. Íslendingar tryggðu sér far-
seðilinn á HM með árangrinum á Evrópumótinu í
Sviss en þar hafnaði Ísland í þriðja sæti.
Danir mæta með nær sama lið og þeir tefldu fram
á Evrópumótinu í Austurríki í janúar en þar höfn-
uðu þeir í 5. sæti. Ísland og Danmörk voru í sama
riðli á Evrópumótinu og höfðu Íslendingar betur í
rimmu liðanna, 27:22. Línumaðurinn Jesper Nød-
desbo, leikmaður Barcelona, hlaut náð fyrir augum
Ulriks Wilbeks, landsliðsþjálfara Dana, á nýjan leik
en Wilbek sá Nøddesbo skora sex mörk fyrir Barce-
lona í úrslitaleiknum gegn Kiel í Meistaradeildinni
um síðustu helgi þar sem Kiel hafði betur.
Hópurinn sem Wilbek hefur valið er þannig skip-
aður:
Markverðir:
Niklas Landin, BSV
Søren Rasmussen, AaB Håndbold
Útispilarar:
Lars Christiansen, Flensburg
Anders Eggert, Flensburg
Lasse Svan Hansen, Flensburg
Hans Lindberg, Hamburg
Jacob Bagersted, FCK Håndbold
René Toft Hansen, Kolding
Henrik Toft Hansen, AaB
Thomas Mogensen, Flensburg
Mads Christiansen, AaB
Lasse Boesen, Flensburg
Nikolaj Markussen, Nordsjælland
Simon W. Kristiansen, BSV
Bo Spellerberg, Kolding
Jesper Nøddesbo, Barcelona
Henrik Møllgaard, AaB
Kasper Søndergaard, Kolding
Mikkel Hansen, FC Barcelona
Kasper Nielsen, Faaborg HK
Danirnir mæta með öflugt lið
Keflvíkingar, toppliðið í úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu, þurfti svo sann-
arlega að hafa fyrir því að sigra 2.
deildarlið KS/Leifturs, 1:0, í 32ja liða
úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöld.
Leikið var á núverandi heimavelli
Keflvíkinga, Njarðtaksvellinum, í
talsverðum vindi.
Keflvíkingar voru með hann í bakið
í fyrri hálfleik en náðu samt sjaldan
að ógna þéttri og vel skipulagðri vörn
norðanmanna. Andri Steinn Birgisson
var næstur því að skora en hann átti
þrjár góðar skottilraunir sem þó geig-
uðu allar.
Heimamönnum
gekk betur að spila
í seinni hálfleik og
um hann miðjan
skoraði Magnús
Þórir Matthíasson
af stuttu færi eftir
sókn upp hægri
kantinn. Litlu
munaði að hann
bætti öðru marki
við úr skyndisókn
undir lokin en markvörður KS/
Leifturs varði þá skot hans á glæsi-
legan hátt. vs@mbl.is
Mark Magnúsar Þóris skildi
að Keflavík og KS/Leiftur
Magnús Þórir
Matthíasson
Fjölnismenn skiptu við Hauka eftir
síðasta tímabil, féllu úr úrvalsdeild-
inni og Hafnarfjarðarliðið kom í stað-
inn. En í gærkvöld voru það Fjöln-
ismenn sem höfðu betur í bikarslag
liðanna á gervigrasinu á Ásvöllum í
Hafnarfirði, unnu 2:0 og eru komnir í
16-liða úrslitin. Haukar, sem loks léku
á rétta heimavellinum, eru þar með
enn án sigurs á þessu keppnistímabili
en Fjölnismenn, sem byrjuðu 1. deild-
ina á þremur jafnteflum, eru hins-
vegar taplausir og virðast til alls lík-
legir.
Fjölnir komst yfir snemma þegar
Kristinn Freyr
Sigurðsson sendi
boltann fyrir
Haukamarkið frá
hægri og Guð-
mundur Karl Guð-
mundsson af-
greiddi hann í
netið með hörkus-
kalla. Guðmundur
Karl var síðan aft-
ur á ferðinni seint í
leiknum þegar hann fékk boltann frá
Aroni Jóhannssyni og skoraði af
stuttu færi, 2:0. vs@mbl.is
Haukar féllu á heima-
vellinum gegn Fjölni
Kristinn Freyr
Sigurðsson