Dagsbrúnarblaðið - 23.12.1936, Blaðsíða 4

Dagsbrúnarblaðið - 23.12.1936, Blaðsíða 4
4 DAGSBRÚNARBLAÐIÐ Tííhíakkanir mannanna eru margar og margvíslegar, en sú almenn- asta er þó verulega góður kaffisopi. G. S. kaffíbætír fullnægir bezt þeirri tilhlökkun. Biðjið verzlun yðar um G. S. Heímtíð það bezta Látið ekki bjóða ykkur annað en Freyjíí-konfekt Athugið, að vörumerki okkar standi á hverjum kassa. Konfektgerðín Freyja Hóísfjalía hangíkjötíð er sjálfkjörið á jólaborðið. 1,05 og 1,15 pundlð. Kiddabúð. Hvers vegna er Héðni Valdimarssyni illa við að „Dagsbrúnar“-menn ræði saman um áhugamál sín? Á deildarstjórafundi í „Dags- brún“ á sunnudaginn var, flutti Héðinn Valdimarsson tillögu, sem fól í sér vítur á Pétur G. Guðmundsson og Árna Ágústs- son fyrir það, að þeir hefðu boð- að til fundar með Dagsbrúnar- mönnum. Var deildarstjórunum með tillögu þessari nánast fyrir- skipað að mæta ekki á slíkum fundum Dagsbrúnar-manna. — Þessi ávítunartillaga Héðins er að því leyti brosleg, að Pétur og Árni stóðu ekki að Dagsbrúnar- manna-fundinum í K. R. húsinu. Fyrir fundinum stóðu nokkrir áhugasamir verkamenn, sem vildu kynna sér og ræða saman um breytingartillögur þær, sem komið hafa fram við lög „Dags- brúnar“. Þessir verkamenn fóru fram á það við ritara „Dags- brúnar“ og Pétur G. Guðmunds- son, að þeir töluðu á fundinum. Auðvitað urðu þeir við þessari sjálfsögðu beiðni félaga sinna. Fyrir þetta fá þeir þungar ávít- ur hjá Héðni Valdimarssyni. En til hvers eru þessar ávítur flutt- ar? Er það til þess að hræða verkamenn frá því, að ræða mál sín saman á öðrum fundum en þeim, er hann sjálfur stjórnar með þjónustumönnum sínum, og verkamenn fá ekki að tala, eins og á Bíó-fundinum fræga! En getur ekki Héðinn skilið það, að ef honum tekst að koma vilja sínum í gegn með nýju skipulagi „Dagsbrúnar“, að fækka almennum félagsfundum og draga stórkostlega úr mál- frelsi verkamanna innan vé- banda „Dagsbrúnar", þá muni þeir tala saman um áhugamál sín á öðrum vettvangi? Og til þess að útiloka það, að verkamenn njóti verndar stjórn- arskrárinnar til slíkra umræðna um mál sín, jafnvel þótt Héðinn sé ekki viðstaddur sem fundar- stjóri, þá þyrfti hann að koma fram þeirri breytingu á stjórn- arskránni, sem felldi niður þau ákvæði hennar, sem tryggja al- mennt málfrelsi. Stjórnarskrá „Dagsbrúnar" má þá helzt ekki vera afturhaldssamari en stjórn- arskrá ríkisins, því að þá er ekki að vita nema verkamenn haldi því áfram, að boða til funda um mál sín, án Héðins. Og hvaða gagn er í því, þótt Héðinn ávíti afbrotamenn sína, úr því að stjórnarskrá ríkisins verndar þá? Skyldi íhaldið ekki verða fúst til þess að breyta stjórnarskránni og kosningalögunum til sam- ræmis við „umbætur“ Héðins á lögum „Dagsbrúnar“? Samfylking og lýðræði. Framhald frá 1. síðu. ná fram að ganga, er lýðræðið í félaginu svo að segja úr sög- unni. Það má vel vera, að foringj- arnir hugsi heilt í þessu máli, það sé sannfæring þeirra, að með þessu verði sköpuð nauð- synleg festa í samstarfinu. Eg hefi enga ástæðu til að gruna þá um græsku. En sé þetta sann- færing þeirra, þá yfirsést þeim hrapallega. Verkamenn munu almennt ekki trúa því — og eg trúi því ekki heldur — að sigurvænleg- asta aðferðin í verklýðsbarátt- unni sé sú, að leggja lýðræðið á hilluna. Við getum ekki unað því, að leggja allt vald og öll ráð í verklýðsmálum í hendur örfárra manna, — hversu fag- urt sem þeir mæla — og það manna, sem ekki eru í verka- mannastétt og ekki eiga við kjör verkamanna að búa. Við unum því ekki, að þessir menn svifti hina eiginlegu verkamenn málfrelsi og tillögurétti um sín eigin mál. Svo bezt verða hugir verkamanna samstilltir til sam- eiginlegra átaka, þegar mikið liggur við, að ekki sé á þá litið sem óæðri verur. Foringjar Alþýðusambandsins hafa barið hart og drengilega á íhaldsflokkunum fyrir ofbeldi þeirra og einræði og lítilsvirð- ingu þeirra fyrir lýðræði. Foringjar Alþýðuflokksins komast ekki hjá því að gera sig tortryggilega í augum verka- lýðsins, ef þeir ætla að fara að beita sömu ofbeldis- og einræð- isaðferðum innan verklýðssam- takanna. Það er ekki annað sýnt, en hér sé geigvænleg hætta á ferð- um, sem verkalýðurinn verður að gjalda varhuga við og rísa gegn með öllum di'engilegum og heilhuga ráðu,m, sem hann á völ á. Verkalýðurinn verður afslátt- arlaust að krefjast fullkomins lýðræðis innan verklýðssamtak- anna, og fullkominnar samvinnu allra frjálslyndra manna í land- inu, þegar til stórra átaka kem- ur við sameiginlega andstæð- inga lýðfrelsis og almennx-a mannréttinda. Pétur G. Guðmundsson. Gelið íslenzkar bækur i fólag)ðf! Við erum vel birgir af öllum beztu bókum ársins. BÓkklö&ÚH Lækjargötu 2. - Sími 3736. Útgefandi: Nokkrir deildarstj. í „Dagsbi'ún" ísafoldarprentsmiðja h.f. ALLIR KJÓSA hina heims- frægu mynda- tökuaðferð Einkarétlur: Kaldal oto fæst aðeins lijá KALDAL LAUGAVEG 11 r Italskar danzplötur hafa aldrei sézt hér fyf né heyrst, nema á ítölskum útvarpsstöðvum. Komið og heyrið! Komizt í gott skap! Hljóðfærahúsið BANKASTRÆTI 7 NB. Gleymið ekki að gefa konunni og börnunum tösku í jólagjöf lö% afslátfui’! Kaupið jólabækur ykkar í Heimskringlu, Laugaveg 38. Beztar eru: RAUÐIR PENNAR, safn af sögum, ljóðum og ritgerðum eftir flesta beztu rithöfunda þjóðarinnar. HINIR TÓLF, ljóðaflokkur eftir rússneska skáldið Alexander Block, þýðing eftir Magnús Ásgeirsson. KYSSTI MIG SÓL, ljóð, eftir Guðmund Böðvarsson, eitt af yngstu skáldunum. Fær ágæta dóma. SKUGGARNIR AF BÆNUM, skáldsaga eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Höfundurinn er 18 ára gamall, mjög efnilegur. Handa stálpuðum drengjum er Æfintýrið af Hróa Hetti langbezta jólagjöfin. VAKNA, ÞÚ ÍSLAND. — Söngvar alþýðu. — Gefin út af Karlakór verkamanna. Höfum einnig margskonar jólavörur. — Komið fljótt og veljið Bókaverzlunin Heimskringla Laugaveg 38. Sími 2184. NAFTA-BENZIN Bifreiðaeigendur! Bifreiða s tj ó rar! Notíð eíntmgís Nafta- benzín og tryggíð yðtir þanníg áfram- haídandí sanngjarnt benzínverð* Besta þingeyska hangikjötið Kostar 1.00 og 1.15 V2 kg$. Versínnín KJÖT&FISKUR SÍMAR 3828 og 4764. ►

x

Dagsbrúnarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrúnarblaðið
https://timarit.is/publication/796

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.