Framsóknarblaðið - 30.05.1940, Page 1
3. árg. Vestmannaeyjum, 30. maí 1940 8. tbl.
Njómannadagnr
Vestmannaeyja
Hinum fyrsta sjómannadegi
Vestmannaeyja, sem og raunar
alls landsins, má líkja við barn-
ið, sem gengur hin fyrstu spor
frá vöggunni út í hið ólgufulla
mannlíf, að öðru leyti en því, að
æfidagarnir líkjast ekki manns-
æfinni. Því má óhikað gexa ráð
fyrir, að sjómenn íslands haldi
sjómannadag hátíðlegan meðan
aldir renna, til þess að minnast
lífsstarfs síns. Hins hættusama
starfs, sem aðeins hugdjarfir og
harðfengnir menn fá gegnt.
Það er gleðiefni öllum Vest-
mannaeyingum, að sjómenn
vorir hefjast nú handa um að
halda hátíðlegan sjómannadag
og velja til þessa hinn fegursta
tíma áfsins, eftir að hafa lokið
harðri baráttu, vetrarvertíðinni.
Myrkrið og vetrarélin eru horf-
in fyrir hækkandi sól, og endur-
minningin um hreystilega sókn
er sú undirmeðvitund, sem hlýt-
ur að vera sjómönnum það til-
efni, að fagna og gleðjast eftir
unna þraut.
Sjómannadagurinn er fyrst og
fremst til þess, að sjómennirn-
ir fagni þeim sigri, sem náðst
hefir, til minningar um unnin
hetjuverk, til hvíldar og gleði,
í hópi. stéttarbræðra og ástvina.
En verið minnugir þess, sjó-
menn, að dagurinn á einnig að
vera dagur minninganna, þar
sem þér og við öll minnumst
þeirra manna, sem látið hafa
lífið í hinni hörðu baráttu, og
hvíla nú i úthafsins djúpu gröf.
Það eru tilmæli mín til sjó-
manna Vestmannaeyja, að þér
helgið deginum minningu
drukknaðra stéttarbræðra yðar,
með því að styðja að þvi, að
vér sem fyrst getum reist hið
fyrirhugaða minnismerki, kap-
ellu. En sú bygging hefir tvenns-
konar markmið: Að heiðra :
minningu drukknaðra sjó-
manna um leið og hún á að
vera talandi tákn þeirrar virð- j
ingar og þakklætis, sem vér öll
viljum sýna sjómannastétt vorri,
lífs og liðnum.
Páll Oddgeirsson.
Mlnnist
sjómannadagsins
Sjómannastéttin íslenzka hef-
ir nú í tvö til þrjú síðustu ár
haldið árlegan hátíðisdag sjó-
manna. Að þessu sinni hefir 2.
júní verið valinn. í fyrsta sinn
ætla sjómenn hér í Eyjum að j
ganga í fylkingar stéttarbræðra '
sinna og minnast dagsins.
í tilefni þess hafa þeir undir-
búið daginn allrækilega og vilja
í hvivetna gera dag þennan
þann hátíðisdag, sem hann á
að vera.
Engum dylst, hve þýðingar-
mikið það starf er, sem sjómað-
urinn leysir af hendi. Það dylst
og engum, hve hætturnar eru
miklar. Allra sízt nú, þegar á
bárum hafsins hoppa vítisvélar
villimennskunnar, bíðandi eftir
að fá að granda fari og far-
mönnum, sem eru að fara með
björg í bú og afla nauðsynja
handa þeim, sem heima sitja.
Árlega gjalda sjómennirnir
mikla skatta til ægis, og oft er
skarð fyrir skildi í hópi stéttar
þeirra, þegar að loknu ofviðri
er horft yfir hóp þeirra.
Á síðustu árum hafa farar-
tæki þeirra batnað og öryggi
aukizt. Þeir hafa nálgast meir
heimili sín og land, eftir því
sem tækni nútímans hefir vaxið.
En þrátt fyrir alla tækni og ör-
yggi, er sjómannastéttin sá hluti
Stýrimannaskólinn
í nýútkomnu blaði las ég nöfn
þeirra, sem lokið _ höfðu skip-
stjóraprófi á Stýrimannaskól-
anum síðastl. vetur og var það
stór hópur manna. En það, sem
ég hlaut um að lesturinn, var
það, að í hópnum var enginn
Vestmannaeyingur. Þetta má
aldrei framar endurtaka sig.
Það er ekki vanzalaust fyrir
okkar þróttmiklu sjómannastétt
í Eyjum, að hér skuli ekki vera
nema einn starfandi skipstjóri,
sem hefir menntun til þess að
stýra stærra skipi en 75 smálesta
og að sigla á milli landa, auk
tveggja eldri manna, sem lagt
hafa sjósókn niður.
Sumir vilja afsaka þetta með
með því, að hér hafi ekki verið
völ á skipum, sem gerðu
meiri menntun en vélbátaskip-
þjóðarinnar, sem alltaf horfist
í augu við hina mestu erfiðleika.
Þeir dvelja til langframa langt
frá heimilum sínum og vensla-
fólki. Þeir lifa og hrærast á fari
sínu mestan hluta æfi sinnar.
Þeir eru ánægðir með hlutskipti
sitt. Þeir óska einskis fremur en
að geta sótt björg í bú, og að
í framtíðinni sem hingað til
verði það þeir, sem verða líf-
fjöður í athafnalífi þjóðarinnar.
Framsóknarblaðið óskar sjó-
mönnum í- Vestmanaeyjum, svo
og sjómönnum á öllu landinu,
að þeir á sjómannadeginum fái
óskir sínar uppfylltar um happa-
sælt starf á þeim áfanga, er
næstur er. Að erfiðleikar þeir,
sem nú standa fyrir dyrum í
sjávarútveginum, megi hverfa
sem dögg fyrir sólu. Að fiski-
floti landsmanna geti sótt afla
sinn í faðm ægisdætra, án þess
að þurfa að örvænta um eigið
líf eða framtíð hinnar íslenzku
þjóðar.
stjórn nauðsynlega, en þetta
er engin afsökun. Sjómanna-
skólinn hefir á undanförnum
áratugum verið sóttur ekki hvað
sízt af svo að segja öllum út-
kjálkastöðum, en úr Eyjum,
stærstu veiðistöð landsins, og
þeim stað, sem vart getur orðið
um aðra uppistöðuatvinnu að
ræða en sjósókn í ýmsum mynd-
um, hefir skólinn alls ekki verið
sóttur.
Ungu Eyjasjómenn, aflið ykk-
ur þess siglingatíma sem með
þarf til þess að komast í Stýri-
mannaskólann, og setjið ykkur
það mark, að innan hóflegs
tíma, verði hér úrval manna með
þekkingu og réttindum til þess
að sigla skipum af öllum stærð-
um. Þótt hér sé að vísu ekki
ennþá um stór skip að ræða, þá
bendir þróunin í þá átt, að skip-
in haldi áfram að stækka og
verði til fjölbreytilegri notkun-
ar en verið hefir hér og Vest-
mannaeyingar hafa alla mögu-
leika til þess að skapa sér virðu-
legan sess meðal íslenzkra far-
manna. H. B.
ÚTVEGURINN.
Góður fiskafli nyrðra
Að því er frá er skýrt í frétt-
um dagblaða um þessar mundir,
hefir verið góður fiskafli norðan
lands hinar síðustu vikur.
í Skagafirði hefir 4il dæmis
fengizt inni í fjarðarbotni, þeg-
ar náðst hefir í síld til beitu.
í Eyjafirði hefir einnig verið
ágætur afli.
Víðar að hafa fréttir borizt um
góðan afla norðlenzkra báta í
vor.
4