Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.05.1940, Síða 2

Framsóknarblaðið - 30.05.1940, Síða 2
2 FRAMSÓKN ARBL AÐIÐ Flugvöllur í Vestmannaeyjum Tilkynning Eins og menn muna, kom Agnar Kofoed-Hansen flug- málaráðunautur hingað á síð- astliðnu sumri og athugaði flug- skilyrði. Síðan snerum við, sem áttum við þetta mál, okkur til vegamálastjóra og leituðum að- stoðar hans til þess að mæling- ar væru gerðar, í því skyni, að ganga úr skugga um, hvort unnt væri, og þá með hverjum til- kostnaði, að búa hér til flug- völl, sem unnt væri að lenda á og hefja sig til flugs frá, i sæmi- lega stórri vél. En með því var átt við flugvél, sepi tekið gæti fjóra farþega. Varð það til þess, að Jón J. Víðis kom hingað og mældi það landssvæði, sem til- tækilegast þótti. Einnjig gerði hann mjög nákvæma uppdrætti að landinu, með hallamæling- um o. fl. Að því loknu athug- aði Gústaf E. Pálsson verkfræð- ingur landið úr flugvél, og með hliðsjón af þessu og mælingum og uppdráttum J. Víðis samdi hann skýrslu, er hann sendi mér fyrir hönd nefndar þeirrar, sem um málið hefir fjallað. Útdráttur úr þessari skýrslu birtist nú hér. Verkfræðingurinn kemst þar svo að orði, (skýrslan er dag- sett 15. nóvember f. á.): „Eftir tilmælum Jóns J. Víðis og eftir að hafa skoðað landið úr flugvél 8. þ.m., hefi ég kom- izt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé nema um einn stað að gera í Vestmannaeyjum til flugvall- ar með viðráðanlegum kostnaði. Þessi staður er austanvert í Helgafelli og milli Helgafells og Sæfjalls. Þá er möguleiki á að lenda flugvél á sandinum sunn- an við Eiðið undir vissum veð- urskilyrðum. Til þess þarf þó að slétta sandinn, taka burtu girð- ingar og festa hann (valta eða bera grófan sand ofan í). Til þess að gera góðan flug- völl austanvert í Helgafelli þarf að leggja i mikinn kostnað. Aft- ur á móti má endurbæta stað- inn með litlu, og allt, sem gert er, er til bóta og gerir mögu- leikann tíl lendinga betri. Aust- anvert í Helgafelli er í túnun- um um 200 metra kafli, sem lítillar aðgerðar þarf til flug- vallar. Nú er þetta of stutt flug- braut og má með viðráðanleg- um kostnaði lengja hana í 300 metra. Þessi flötur hefir þann ágalla, að hliðarhalli er allmik- ill og sérstaklega hvað flötur- inn hefir lítla breidd. Þetta þýð- ir, að völlur er ekki nothæfur nema frá austri til vesturs. Til þess að fá aðra flugbraut þvert á þessa, virtist úr flug- vélinni séð, möguleiki til að gera flugbraut gegnum skarðið milli Helgafells og Sæfjalls. Þessi braut þarf að ná alla leið að veginum, sem liggur suður í Höfða, eða yfir hann og sam- einast vellinum í Helgafelli í góðum boga. Þetta er allmikil vinna að sameina þessa tvo staði, en til þess að byrja með, j mætti laga landið til, þannig, j að hægt væri að aka flugvél j milli staðanna. Þessi flugbraut j frá veginum upp í skarðið hefir j þann ágalla, að hún er brött. j Aítur á móti er sennilegt, að j oftast nær muni vera vindur í j skarðinu, sem hjálpi flugvélinni til þess að hefja sig til flugs. Mín tillaga til flugvallargerð- j ar verður því sú, að byrjað sé j að laga þann völl, sem til er, með því að lengja hann til aust- urs og jafna landið. Þetta verð- ur gert með því, að taka burtu hæðina, sem þar er, og sýnd er á uppdrætti J. J. Víðis. Réttast er að byrja austast, því að þá notast jafnóðum það, sem gert er. Með þessari fyrstu lögun j fengist flugvöllur, sem er um : 300 m. langur og 60—120 m. j breiður. 'i Til þess að framkvæma þetta, þarf að flytja um 7000 tenm. af j jarðvegi og jafna þeim í lautir j og útjaðra vallarins. Nú er mér j ekki kunnugt, hvernig jarðveg- j ur er á þessum stað, en geri ráð j fyrir að ekki þurfi sprenginga j við. Má þá áætla þennan kostnað I 30—40 þús. kr. Til vara legg ég til, að í fyrstu verði aðeins jafnað milli lín- anna .... Teningsmál í þessum hluta er um 3000 tenm........og myndi þetta sennilega ekki kosta nema 10—12 þús. kr........... Til þess að fá endanlega úr því skorið, hvernig hægt sé að gera flugvöll milli Helgafells og Snæfjalls í sambandi við þenn- an, sem hér hefir verið talað um, þarf frekari mælingar. En líklegt þykir, að vegna kostn- aðar verði ekki unnið þar fyrst um sinn, og hitt er víst, að það (Framh. á 3. síðuj tíl húsvátryggjenda utan Reykjavíkur Vegna Iiækkimar á byggingarkostnaði af völdum styrjaldarástaiidsms, vill Brimabóta- félagið gefa vátryggjendnm kost á að fá hækk- nn á vátry^ingnm lenseigna slnna um allt aSI 60% - sextíu af hundraði. — Mánari upplýsing- ar Isjá nmboðsmönnum og' aðalskrifstofu fé- lagsins. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANBS. Umsékeir um styrk þann, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja hefir ákveðið að verja til þess að styrkja efnilega sjómenn til náms í Stýrimanna- skólanum í Ueykjavík, sendist til bæjarstjórnarinnar fyrir 1. septembermánaðar næstkomandi. VESTMANNAEYJUM, 28. MAÍ 1940 Bæjarstjérinn. Orðsending írá F r amsókoarí élögnnum Framsóknarmeiui í Vestmannaeypim hafa í hyggju ;tð fara í skemmtifcrðalag um miðjan Jónímánuð upp í Árnes- og Rangárvallasýslur, et‘ veður og atSrar ástseður leyfa. Nánari uppl. veita Sigurjón Sigur- björnsson og Hermann Guðjónsson. SÍLDVEIÐIN í FAXAFLÓA EFNALAUGIN G L Æ S I R Eftir hvítasunnuhelgina byrj- uðu tveir vélbátar frá Akranesi síldveiðar í Faxaflóa. Öfluðu þeir þeir þá þegar dável, og hefir svo haldizt síðan. Síldin er ýmist fryst til beitu eða látin til vinnslu í síldarverk- smiðju kauptúnsins. Meginhluti síldaraflans er þó notaður til beitu. Skrifstofa Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Austurstræti 9. Opin daglega kl. 10—7. Sfmi 4809. Kemisk fatahreinsun og litun. Umboðsmaður í Vestmannaeyjum. Sveinn Guðmundsson Dvöl Aí hverju halda menn að aðallega mjög vand- látt fólk á lestrarefni kaupi Dvöl? Af þvi að hún er þekkt fyrir að flytja aðeins gott efni, sem greint og menntað fólk hefir ánœgju af að lesa. Vesfmannaeyíngar! Auglýsið í F ramsóknarblaðinu

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.