Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 30.05.1940, Qupperneq 4

Framsóknarblaðið - 30.05.1940, Qupperneq 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ. Hugleiðingar Halls Hálendingfs Því var stungið að blaðinu af gaman. sömum náunga, hvort það vildi ekki heita einhverjum verðlaunum fyrir að gizka á fyrir hvað Gunnar Ólafsson hefði fengið stórkrossinn á dögunum. Þótti manninum þetta tilvalin verð- launagáta. Blaðið vildi þó ekki taka þetta upp. Það er hrætt um, að Gunnar vinni sjálfur verðlaunin eða orðunefnd- in. Aðrir komast fráleitt nálægt því rétta. Menn hafa veitt því eftirtekt, að eftir að samkomuhúsið varð til, ber lítið á að bíóin tvö beri opinber gjöld svo nokkru nemi. Hvorugt þessara fyr- irtækja hefir talið fram til skatts. Nýja Bíó eru gerðar um 3200 kr. tekjur, en samkomuhúsinu um 3500 kr. Útsvar Nýja Bíós er 1200 kr., en samkomu- hússins 640. kr. Auk bíósins hefir sam- komuhúsið mikla veitingasölu og tekjur af dansleikjum o. fl. Á „veltu“ verzlana, útgerðar o. fl. er lagt, enda þótt tap sé eða hafi verið. Það er auðséð, að bæði skattanefnd og niðurjöfnunar- nefnd telja ekki rétt að láta hinn skemmtanasækjandi almenning borga skatt hér eins og annarsstaðar. Því síð- ur þá, sem græða á skemmtununum. Það er annað með útgerðina eða verzl- anirnar eða þá, sem kaupa uppsprengd- ar vörur. Og þá er nú ekki síður vel- vildin í garð Alþýðuhússins og dansins þar. Eigandi þess er hvergi nefndur á nafn í skattskrá eða útsvarsskrá. Já, það er gott hér í bæ, að hafa tekjur af skemmtunum. Það er munur að vinna fyrir þeim með höndunum. Verðlaunagáta: Hve margir aurar af þúsund krónum er veltugjaldið á ofan- nefndar stofnanir? Frá bæjarstjóra barst bæjarfógeta nýlega bréf, þar sem honum var til- kynnt, að bæjarstjórn hefði samþykkt, að þeim Stefáni Gíslasyni og Friðrik Jessyni hefði verið veitt leyfi til þess að halda „þarfahunda sína“, en að leyfið væri „eingöngu bundið við nú- verandi hund þeirra“. Sem í beiðnun- um eru nefndir „Prins" og „Nora". — Ennfremur er tekið fram, að bæjar- stjórnin óski, „að öllum öðrum hundum hér í Vestmannaeyjum verði útrýmt svo fljótt sem kostur er á.“ Eftir þessu eru það eiginlega nefndir tveir hundar (eru þeir hjón?), sem bæjarstjórnin hefir litið í náð sinni til. Þyldr ástæða til að óska hundum þess- um og bæjarstjórninni til hamingju. Hundunum fyrir að útrýmingin er ekki látin ná til þeirra. Bæjarstjórninni fyrir lífgjöfina og réttsýnina. En úr því að farið er að tala um hunda, má benda á fleiri hunda, sem virðast vera eins miklir þarfahundar og þeir, sem bæjar- stjórnin hefir „sett á“, og ættu eig- endur þeirra að athuga, hve hundar þeirra eru vel liðnir í bæjarstjóminni, áður en hundarnir verða sendir í mið- stöðina. Laxfoss heldur nú uppi ferðum milli Eyja og höfuðborgarinnar og hefir gert um nokkurt skeið. Fyrir nokkru breytti skipið um komu. og brottferðardaga hingað. Við því var ekkert að segja. En svo virðist, að með breytingu þess- HITT OG ÞETTA Saltfisksverð. Ólafur Thors segir í viðtali við Mbl., að verð á saltfiski hafi hækkað um helming, miðað við ísl. krónu frá því í fyrra. Ráðherrann telur, að verð á salt- j fiski tryggi það, að útgerð smábáta j geti borið sig. Ríkisstjómin, segir Ól. j Th., mun gera allt, sem í hennar valdi ■ stendur, til þess að örfa menn til að J gera út og hagnýta sér þennan mögu- leika til atvinnuaukningar, eftir því sem hægt er. Neyðin kennir naktri konu að spinna, segir gamalt íslenzkt orðtak. Horfur um atvinnu fyrir verkamenn og sjómenn hafa ekki hin síðari ár verið ískyggi- legri en nú, enda em tímamir nú hinir alvarlegustu, hvað viðskipta- og at- J hafnalíf snertir. Undanfarna daga hafa nokkrir menn j hér, sér til gamans, farið á sjó með j færi og aflað vel. Væri ekki athugandi 1 fyrir atvinnulausa menn að fara að i þeirra dæmi og fara að róa á árabát ! með færisstúf meðan einhver afli er. : Þessa dagana kaupir niðursuðuverk- j smiðja S. í. F. hér keilu og löngu til í niðursuðu. Að vísu er hér ekki völ á ! mörgum hentugum árabátum til slíkra j sjósókna sem þessara nú orðið.en í góðu ; og einsýnu veðri mætti sennilega notast > við léttibáta vélbátanna hér. En þau litlu tækifæri í atvinnumálum, sem hér I bjóðast, þarf að notfæra til hins ítr- asta. ari hafi komizt á allmikil ringulreið á brottferðartíma skipsins héðan. Hefir það valdið óþarfa óþægindum, því ekki verður séð, að afgreiðsla skipsins hér gæti ekki að skaðlausu auglýst brott- farartímann. Sérstaklega úr því að hefðbundnum tima um brottför var breytt. Þannig er málum komið, að „Laxfoss“ hefir í tvígang a. m. k. farið héðan um miðjan dag, í stað þess að fara kl. 6 síðd., eins og hann gerði á meðan hann kom hingað um helgar. Æskilegast væri, ef afgreiðslan sæi sér það fært, að hlutast til um að brott- faratími skipsins verði framvegis aug- lýstur. T. d. um leið og afgreiðsla „Lax- foss“ í Reykjavík auglýsir brottferðir , skipsins í útvarpinu, svo úr þessum j agnúa verði bætt, og komið í veg fyrir í óþarfa leiðindi í framtíðinni. Veit ég, I að forráðamenn skipsins lagfæra þetta ! þegar í stað. KOL selur HELGI BENEDIKTSSON S í m i 9 0. Teðdelldln hefir krafist sölu á miklum fjölda hnseigna hér. Auglýsingar verða sendar með Laxfossi 4» 13. júní n. k. Frekari aðvörun verðnr ekki né frestnr gefinn, nema Veðdeildin ákveði eða isóstkvittnn sé sýnd. Bæjarfógetinn i Vestmannaeyjnm 27. maí 1940 Kr. Limiet. Vorið er komlð. Knattspyrnuæfingar hafnar. Knatt- spyrnnskórnir, allar stærðir, ný- komnar. Creijuil. Cróðfnslega Pantið í sunnudagsmatinn á föstudaglnn, fyrir þann tima sem verzlunum er lokað. Lokunartími er kl. 2 á laug'ardögum og kl. 6 á föstudögrum. ísiélagf Vestmannaeyja. Flöskur og glös Við kanpnm fyrst um sinn allar algengar tegundir af tómiim flösknm og ennfremur tóm glös af öllum tegundum, sem frá okkur ern komin, svo sem undan bökunardropum, hár- vötnum og ilmvötnum. Áfengisverzlun ríkísins.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.