Framsóknarblaðið - 01.11.1943, Side 1
ð
6. árg.
Vestmaniiaeyjiiiii, nóvember 1943
8. tbl.
g?—
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn í Vestmannaeyjum
Drengskapur
Olíumálin
Því er haldið á lofti, þegar
rætt er um stjórnmál og stjórn-
málamenn, að lítils drengskap-
ar gæti oft í málflutningi. Mál-
efnin jafnan túlkuð þannig, að
þau jöfnum höndum gylla mál-
stað málflytjenda og sverta
andstæðinginn og andstæðar
skoðanir. Það má vera, að eitt-
hvað sé rétt í þessu, en sem bet-
ur fer, er þetta aðeins önnur
hliðin á stjórnmálabaráttunni,
og þá líka sú dekkri, enda nær
hún og frekar eyrum manna.
Hins sjá menn síður getið, eða
um talað, er drenglyndi er sýnt
í málflutningi, og þó er það
vissulega ekki ósjaldan.
í þessu sambandi kemur manni
í hug mál, sem vakið hefur mikla
athygli upp á síðkastið. Löng,
og má segja allhörð, deila hef-
ur undanfarið átt sér stað milli
málgagna Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins vegna
vanefnda á samkomulagi, er varð
milli ráðherra flokkanna, þeirra !
Hermanns Jónassonar og Ey-
steins Jónssonar annarsvegar og
Ólafs Thors og Jakibs Möllers
hinsvegar, um afgreiðslu kjör-
dæmamálsins. Út af deilu þess-
ari hefur Ólafur Thors flutt
varnarræðu á Alþingi, en Her-
mann Jónass. og Eysteinn Jónss.
hafa svarað henni með ýtarlegri
greinargerð. í Tímanum, 105. tbl.
frá 28. okt. s.l. Samkvæmt þeirri
greinargerð hafði Ólafur Thors
lofað og lagt við drengskap sinn,
að flokkur hans félli frá því, að
kjördæmamálið yrði afgreitt á
því þingi (vetrarþingið 1942).
Að lofa einhverju og leggja við
drengskap er enn talið meðal
siðaðra manna, næg trygging
fyrir efndum, sem skriflegt væri.
Alþjóð veit, að kjördæmamálið
var afgreitt á þinginu, og kosn-
ingar fóru í hönd. Ráðherrar
Framsóknarfl. sögðu af sér. Á
miðstjórnarfundi Framsóknarfl.
14. maí ’42, er miðstjórn og þing-
menn voru mættir á, var skýrt
frá drengskaparloforðinu er gef-
ið var af Ólafi Thors þann 17.
jan. s.l. Lögðu þeir H. J. og E. J.
til að rofnu drengskaparheiti Ó-
lafs Thors yrði ekki hreyft í
kosningunum, vegna þeirrar
smánar er þáverandi forsætis-
og utanríkisráðherra Ólafur
Thors sýndi drengtákaparheit-
inu, og alveg sérstaklega vegna
þess, að gerðir þjóðarinnar, og
ekki sízt þessa manns, er með
æðsta valdið fór, væri „undir
smásjá tveggja stórvelda.“ Orð-
rétt færði H. J. þessi rök fyrir
því, samkv. gerðabók miðstjórn-
ar: „.... En þótt þetta sé svona,
þá lít ég svo á, að þetta mál sé
sérstakt og þannig vaxið, að
ekki megi nota það í kosning-
unum né skýra frá því. Við erum
hér í nábýli við tvær þjóðir, og
megum ekki láta þær sjá, hve
eymd okkar getur orðið mikil.
Við Eysteinn Jónsson höfum
mikið um þetta mál rætt, og
förum þess eindregið á leit, að
þetta vopn verði látið óhreyft
í þessum kosningum, og verði
tryggt með samþykki.“ Eysteinn
Jónsson tekur í sama streng og
segir, orðrétt úr gerðabókinni:
„Ég staðfesti það; sem forsætis-
ráðherra hefur sagt um loforð-
in um kjördæmamálið og stjórn-
arskrárbreytinguna. Ég legg á
það hina mestu áherzlu, að þetta
mál verði ekki notað í kosninga-
baráttunni."
í þessum ummælum og fram-
komu þeirra ráðherranna H. J.
og E. J. kemur fram svo mikill
drengskapur, að ekki má óhreyft
liggja. í þessu tilfelli lá hinn
Fátt hefir vakið meiri furðu
cg eftirtekt, heldur en skýrsla
sú, sem ríkistjórnin gaf á Al-
þingi nú nýverið um olíumálin.
EÍ'ns og menn rekur minni ril,
þá hófu Síldarverksmiðjur rík-
isins á næstliðnu sumri olíusölu
til síldveiðiskipa þeirra, er síld
lögðu upp hjá þeim, og lækkuðu
verðið um þrettán aura kílóið
og mun sú lækkun svara til um
hálfrar þriðju miljónar lækk-
unn á árseyðslu íslenzka fiski-
flotans, en olíufélögin héldu
verði sínu óbreyttu.
Síldarverksmiðjurnar fengu
olíuna keypta fyrir atbeina at-
vinnumálaráðherra, Vilhjálms
Þór.
Samkvæmt skýrslu þeirri, sem
ríkisstjórnin gaf Alþingi, þá er
það nú upplýst, að olíufélögin
kaupa olíuna á seytján cg hálf-
an eyri kílóið upp í Hvalfirði og
hafa til skamms tíma selt hana
á fimmtíu og einn eyri kílóið til
veiðiskipanna.
pólitíski andstæðingur Fram-
sóknarfl. alveg sérstaklegavelvið
höggi og hefði áreiðanlega gold-
ið nokkuð afhroð. En til þess
að forða þjóðinni frá þeirri
smán, sem hún hlaut að verða
fyrir útávið, er það vitnaðist,
að æðsti maður þjóðarinnar mat
drengskaparheit sitt ekki neins,
var sverðið slíðrað.
Við Framsóknarmenn sjáum
ekki eftir því að láta hjá líða,
að höggva á viðkvæman blett
andstæðinga okkar í þetta sinn.
Strandvegurinn.
í haust hefir verið unnið að
því að steypa Strandveginn. Var
áætlað til þess um kr. 300 þús.
Vegurinn er 10 m breiður.
Eftir framkomu þessara upp-
lýsinga báru fjórir þingménn,
sinn úr hverjum stjórnmála-
fiokki, fram tillögu um að opin-
ber rannsókn yrði látin fara
fram á rekstri olíufélaganna, og
þar á meðal að rannsökuð yrðu
skattaframtöl þeirra og hvort
þau hefðu blekkt verðlagseftir-
litið í landinu og reyndi enginn
nema Ólafur Thors að bera í
bætifláka fyrir olíuokrið.
En hvað skeður? Þegar tillaga
þessi kom til umræðu á Alþingi,
þá fengu Sjálfstæðismennirnir
því til leiðar komið, að því var
vísað til nefndar, hvort rann-
sóknar skyldi beiðast.
í olíumálunum verður Sjálf-
stæðisflokkurinn að ganga undir
prófraun, þar sem rekast á hags-
munir nokkurra flokksmanna
hans og aftur á móti allra sjó-
manna og útgerðarmanna í
landinu.
En meðal nnnarra orða, hvað
hefði verið gert við smásölu-
verzlanir, sem hagað hefðu
verðlagningu sinni hliðstætt við
olíufélögin.
Reykvíkingar o; blöð þeirra
eru nú að springa af vandlæt-
ingu um mjdlkurmálin. Hvort
mjólkin er eins góð og æskilegt
er, skal ekki rætt hér, en það er
óumdeilt, að allur dreifingar-
kostnaður Mjólkursamsölunnar
nemur ekki nema um sex pró-
sent af útsöluverði hennar, og
er þó mjólk afgreidd í smáum
máleiningum alla leið niður i
pela, en brennsluolían, sem bát-
arnir nota og oft er-afgreidd í
tonnatali, og ekki í minni mál-
einingu en hundruðum kílóa. Á
henni nemur dreifingarkostn-
aðurinn nær tvö hundruð pró-
sentum.
H. B.