Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 25.04.1951, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 25.04.1951, Blaðsíða 1
Vestmannaeyjum 25. aprfl 1951 10. tölublað ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA Ritstjóri og óbyrgðarm.: Helgi Benediktsson Auglýsingastjóri: Ásmundur Guðjónsson. Prensmiðjan Eyrún h.f. Æðisgenginn skrípaleikur Opinberlega stimplaður skattsvikari Árið 1950, 27. janúar, var haldinn hér opinber bæjarmála- fundur, en bæjarstjórnarkosn- ingar fóru fram 29. s. m. eins og kunnugt er. Á þessum bæjarmálafundi las Guðlaugur kaupmaður Gísla- son, formáður Sjálfstæðisflokks- ins hér, upp bréf, sem hann kvað vera frá „Ráðuneytinu". í bréfi þessu var afdráttar- laust og umbúðalaust dróttað að mér skattsvikum, að ég hefði gert að því verulega tilraun að draga eignir mínar og tekjur undan skatti. Var þar minnzt á umræddar aukatekjur og hús- byggingu rnína. Hér var því lialdið áfram verki, sem skatt- stjórinn liafði lagt grundvöllinn áð, sem sé að þrýsta því inn í vitund almennings, að ég væri skattsvikari. Nú var það ráð- herrann, sem tók við, og notaði vikádreng sinn, Guðlaug kaup- mann Gíslason, til mann- skemmdanna. Þannig hugðust þessir „her- menn“ skiþta mannorðsklœðum minum d milli sin. Þetta „skattsvikabréf“ fékk ég aldrei að sjá. Þegar til málsókn- ar kom út af efni þess, var það talið tapað. Réttarvöldin virtust ekki því vaxin þá, að fá neitt sannað um þetta bréf umfram það, sem almenningur vissi um efni þess, en því var útvarpað í eyru almennings. Þar fékkst engu um þokað. Engar megin- kröfur mínar virtust teknar til greina, hvorki í málssókn né vörn út af upplestri •’bréfsins. Ég var hins vegar sektaður um kr. 1000,00 fyrir að láta undrun mína í ljós út af efni' þess og geta þess um leið, að sjálfur ráðherrann hefði verið sakaður um gjaldeyrisþjófnað og fakt- úrusvik. Nú loks víkur sögunni að stefnanda í þessu máli, herra Magnúsi Bergssyni kaupmanni og bakarameistara, sem var efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins við bæjarstjórnarkosningarn Niðurlag ó greinargerð stefnds í Þorsteini Þ. ar. Hann gekkst nú fyrir því, að fjármálaráðherra, Jóhanni Þ. Jósefssyni, höfundi „skattsvika- bréfsins,“ var sent skeyti, sem sannaðist að samið var á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins hér. í skeyti þessu voru orð mín um ráðherrann rangfærð. Undir skeyti þetta skrifuðu fjórir aðr- ir áberandi flokksmenn ráð- herrans ásamt stefnanda. Til málssóknar kom á hendur mér, vitnaleiðslu og svardaga. Fjórir Sjálfstæðismennirnir sóru þáð, að skeytið væri orðað samkv. heilögum sannleika. Þegar dró að réttarhöldum og vitnaleiðslu í málinu, hvarf herra Magnús Bergsson kaupmaður til Reykja víkur og þaðan vestur í Stykkis- hólm að fullyrt er. Enginn veit méð vissu enn mér vitanlega, hvaða nauðsyn knúði hann burt úr bænum á þessum örlaga og átakatímum. Það eitt er víst, áð stefnandl reyndist þá nægi- lega langt í burtu til þess að komast hjá því sjálfur að „bera sannleikanum vitni“ í málinu. Má hér nefna það, að fíflum hafi verið att á foræði? Mér tókst hinsvegar að sanna, að skeytið flutti ekki sannyrði, og var því dómurinn ekki byggður á orðuin þess, þrátt fyrir svardaga. Síðan hefi ég jafnan kennt fjandskapar frá stefnanda, og er það mín sann- færing, að málssókn þessi á ræt- ur að rekja til hans. 25. júlí 1950 skrifaði ég dóms málaráðuneytinu og bað um rannsókn á því, hver væri höf- undur „skattsvikabréfsins" og hvaðan efnið var fengið í það. mólfnu Magnús Bergsson gegn Víglundssyni Dómsmálaráðuneytið virðist hafa brugðizt vel við í fyrstu og mun bráðlega liafa fyrirskip- að bæjarfóegta hér að rannsaka málið. Margir menn voru yfir- heyrðir og afrit af bókum rétt- arhaldanna send ráðuneytinu að rannsókn lokinni. Ég bað þá bæjarfógeta hér að lofa mér að kynnast því, hvað í ljós liefði komið við réttarhöldin, fá af- skrift úr lögregluþingbókinni. Bæjarfóg. neitaði því vinsaml. en afdráttarlaust og vísaði mér um það suður til dómsmálaráðu neytisins. Jafnframt bauðst hann til þess að stuðla áð því, að ég fengi þetta sjálfsagða leyfi. Mánuðir liðu og ekkert svar barst frá ráðuneytinu. 12. desember 1950 skrifaði ég ráðuneytinu aftur og beiddist útskriftarinnar. Var mér fyrir- munað áð ná rétti mínum í þessu máli? Var allt réttarfarið svona rotið og vilhalt? Gat það verið, að réttarvaldið væri not- að til verndar vissum mönnum, þegar svo bar undir, og til að- stoðar þeim, þegar þeir þyrftu að mannskemma andstæðinga sína? Var dómsmálaráðuneytið nú skálkaskjól sjálfstæðis- manna? — Ég gat ekki varizt þessum spurningum. 7. jan. s. 1. skrifaði ég svo dómsmálaráðuneytinu þriðja bréfið. Enn skyldi ég knýja á. Það var hótunarbréf. Ég hótaði að gera málið opinbert og birta bréf mín ahnenningi, ef ég fengi ekki fullnægjandi svar. Og sjá, eftir nokkra daga hafði ég fengið útskriftina úr lög- reglubókinni. Þar kom í ljós, sem mig grunaði, að Guðlaugur Gíslason kaupmaður, formaður Sjálfstæðisflokksins hér, hafði neyðzt til að lýsa yfir því í rétt- arhöldunum, að höfundur „skattsvikabréfsins" var enginn annar en sjálfur fyrrverandi fjármálaráðherra Jóhann Þ. Jósefsson, stórkaupmaður og þingmaður Vestmannaeyinga. Þannig hafði ráðherrann not- fært sér bréf skattstjórans, um- boðsmanns stefnanda í þessu máli. Mundi dómarinn treysta sér til þess að sálgreina slíkan ráðherra, æðsta vandsmann skattalaganna og verndara þeirra? Hafa mál þessi nokkúð skýrzt fyrir dómaranum? Er honum nú ekki ljósara en áður sam- spilið í öllum þessum skrípa- leik, þar sem hann er neyddur til að vera einn rulluhafinn. LTm síðustu áramót hófust ný átök hér í verzlunarmálum bæj- arins. Ég fyllti af fúsum vilja flokk þeirra áhugamanna, sem beittu sér fyrir viðreisn verzlun- arsamtaka almennings í bænum. Ég tók að mér að sinni for- mennsku þeirra samtaka. Þá hófust á ný kærur, málaferli og aðrar ásóknir á hendur mér með svipuðu eðli og áður, und- ir sömu forustu, tveim kaup- mönnum bæjarins og foringj- urn Sjálfstæðisflokksins, þeim Guðlaugi kaupmanni Gíslasyni og Magnúsi kaupmanni Bergs- syni. Þessi ásókn er mér áttaviti, sannar mér það, að við erurn öll á réttri leið í félagsmálum almennings og hagsmunamál- um. Á bæjarstjórnarfundum eftir áramót hafa þessir menn reynt að grípa ádeiluorð mín, ef und- an hefur sviðið, breytt skilorðs- . bundnum viðtengingarháttum í framsögu og fullyrðingar, kippt þeim úr samhengi og kært til lögreglustjóra eða efnt til málssóknar. Lögreglustjóri hefur til þessa séð í gegnum netið og látið kyrrt liggja. Nú hefur Magnús Bergsson kaupmaður farið sjálfur á stúf- ana. Vill hann nú reyna að reka af sér slyðruorðið, er hann Framh. á *. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.