Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 25.04.1951, Síða 2

Framsóknarblaðið - 25.04.1951, Síða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Skrípaleikur Atvinnu- horíur \£,etrarvertíðinni er nú senn lokið. Má segja að aflarýrð hafi verið í öllum veiðistöðvum og mun allur þorri útgerðarmanna bíða mikið fjárhagstjón, en sam- an hefur farið lítill afli og mik- ill tilkostnaður. Bændur eiga aftur á móti við óvenjuleg harðindi að stríða, og er ekki enn séð fram út um það, hvort tekst að bjarga búpeningi frá felli í mestu harðindahéruð. unum. Óvissa hin mesta ríkir um atvinnuhorfur og atvinnumögu- leika. Að sjálfsögðu verður reynt að halda útgerð áfram við þorsk- veiðar fram eftir vori, en þó mun mörgum reynast það erfið þol- raun við sívaxandi tilkostnað og þverrandi aflamagn. Atvinnuvegirnir eru staddir á tímamótum. Á undanförnum ár- um hefur allur tilkostnaður auk- izt frá ári til árs, bæði að þörfu og óþörfu. Hlutaskiptin hafa að vissu marki haldið útgerðinni á floti, en hlutaskiptin eru ekki nógu víðtæk, þau þurfa líka að ná til vinnunnar í landi. Það er ekki réttlætanlegt, að fengur þeirra, sem aflann sækja í greip- ar Ægis, verði gerður lítill vegna óhófslegs landkostnaðar. Umtal um þessa hluti er að sjálfsögðu léttara heldur en raunhæfar úr- bætur, og valdhafarnir verða að gera sér það Ijóst, að þeim ber skylda til þess að hafa forgöng. una. Ríkið verður að draga úr til- kostnaði sínum eftir því sem tök eru á. Það á að meta hæfileg vinnuafköst starfsmanna í opin- berri þjónustu, og haga fólks- haldi í samræmi við eðlilegar þarfir, en ekki að hafa ríkis- reksturinn fyrir hreina atvinnu- bótavinnu hinna betur settu í þjóðfélaginu. Sá hluti þjóðarinnar, sem fram leiðslustörfin vinnur og þyngstar ber byrðarnar gerir þá kröfu til valdhafanna, að þeirra hlutur sé ekki rýrður og þyngdur frá ári til árs til þess að koma sí-stækkandi hóp á jötur ríkis og bæja. Þegar raunhæfar aðgerðir kæmu af hálfu stjórnarvalda í þessum efn- um stæði vart á almenningi að bera eðlilegan hlut sameigin. legra byrða þjófélagsins. En það nærtækasta til að mæta vaxandi atvinnuörðugleik- um er lækkun tilkostnaðar og aukin nýtni. Framhald af 1. síðu. fékk á sig við að hopa af hólmi í fyrra. Nú eru leidd fram tvö vitni, sem bera allt annað og stað- festa, en stefnt er út af í máli þessu og tilgreint er í sáttakæru. Þau segja og sverja, að ég hafi sagt, að stefnandi væri sjálfur undir áhrifum áfengis hvern dag. Þetta er í rauninni það eina, sem vitnunum ber saman um, enda leidd fyrir rétt með fjögurra daga millibili og við- urkenna samfundi sína milli réttarhalda. Stefnandi fullyrðir hinsvegar, að ég hafi sagt hann fullan hvern dag eða a. m. k. annan hvern. Allt er hér í einu ósamræmi, framburður vitn- anna, sakarefni og framburður stefnanda. „Þar fór allt í graut“, eins og þar stendur. Mætti ég biðja háttvirtan dómarann að fylgjast með því, sem skráð er í bæjarþingbók Vestmannaeyja um framburð Páls Þorbjarnarsonar fyrir rétt- inum 19. marz s. 1. Má ég biðja dómarann að rannsaka, hvernig vitnið orðar svör sín við spurningum mínum varð- andi málsatvik. Vitnið Páll Þor- bjarnarson, foringi Alþýðu- flokksins hér og fyrrv, forstjóri bæjarútgerðarinnar, nú trúnað-^ armaður verðgæzlustjóra ........ kváðst halda „ kvaðst halda “, „ heldur minni hann ...“, „... kvaðst hann ekki muna....“, „... hann heldur....“ „..að því er vitnið minnir..... „.. og kvaðst hann halda ......“, „.. gæti vel verið, að hann ...“, „.... ekki væri sér unnt að sanna ...“, .... hann kvaðst ekki muna .......“, „.. hann kvaðst ekki muna ........“, hann kvaðst ekki muna ........“, „.. „Hann kvaðst halda ......“, „... ekki kváðst hann geta fullyrt það með vissu ... Þannig eru svör vitnisins Páls Þorbjarnarsonar við spurn- ingum mínurn. Hverskonar svör eru táknræn fyrir pólitískt ljúgvitni? Virðist ekki dómar- anum, að minni vitnisins sé æði gloppótt? En svo allt í einu fær vitn- ið gott minni. Það fullyrðir: „Hann segir, að Þorsteinn Þ. Víglundsson hafi látið orð falla á þá leið, að á lista sjálfstæðis- manna hafi verið hrúgað saman fyllibyttum við síðustu bæjar- stjórnarkosningar“. Þessa lexíu mundi vitnið Páll Þorbjarnar- son vel og staðfesti síðan þenn- an framburð með eiði. Vitnið vissi þó ekki með vissu, hvort það væri í þjóðkirkjunni, en á Guð kvaðst það trúa. Þegar ég svo reyni dreng- skap stefnanda og spyr hann, hvort hann hafi heyrt mig segja þessi orð á bæjarstjórnarfundin- um, þegir hann fyrst lengi, berst við sjálfan sig, og neitar síðan áð svára spurningunni éða óskar að geyma sér það. Þannig stóðst stefnandi dreng- skaparprófið. Vitnið Jóhann Friðfinnsson minnist þess ekki, að hafa heyrt mig segja þessi orð- á bæjarstjórnarfundinum og sver það. Aðspurður fullyrðir stefnandi í réttinum, áð ég hafi sagt, að hann væri ofdrykkjumaður. Bæði vitnin neita því afdrátt- arlaust. Allt ber að sama brunni í þessum skrípaleik. Ég hefi skrifað nokkrum val- inkunnum mönnum, er sátu umræddan bæjarstjórnarfund 18. jan. s.l., bæjarstjóra, bæjar- stjórnarritara, bæjarfulltrúum og einum áheyranda. Ég hefi beðið þessa menn um svar við þessari spurningu: Minnizt þér þess, að þér á bæjarstjórnar- fundi 18. jan. s.l. hafið heyrt mig segja eða viðhafa þau orð, að á lista sjálfstæðismanna hér liafi verið hrúgað saman fylli- byttum við síðustu bæjarstjórn- arkosningar? Svör þessara manna eru á málsskjölum nr. 6, nr. 7, nr. 8, nr. 9. Öll eru svörin undirrituð eigin hendi svarenda, og öll eru þau á einn veg: Þeir minnast þess ekki, að ég hafi á nefndum fundi sagt þessi orð, sem vitnið Páll fullyrðir, að ég hafi sagt og hefur staðfest með eiði. Ég óska að taka það fram, að þetta votta tveir yfirlýstir sjálfstæðis- menn, tveir sósíalistar og bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins. Ég læt dómarann um þáð að meta sannleiksgildi þeirra orða, sem vitnið Páll Þorbjarnarson fuliyrti í réttinum 19. marz s.l. mér til sakar og dómsáfellis, meta þau öll til sanngildis. Ég mótmæli þeim öllum sem raka- lausum ósannindum og krefst þess, að Páll verði dæmdur til refsingar fyrir sannanlegt mein- særi. Mér ofbýður svo meðhöndlan Guðs nafns í þessum skrípaleik, að ég hefi afráðið að leiða eng- in vitni fram til varnar mínum málstað í þessu máli og verða þannig að því valdur, að Guðs vald sé meir en orðið er lagt við slíkan hégóma. Þetta meðal annars hefi ég sannað í þessari greinargerð og tek fram: 1. Umboðsmaður stefnanda hefur verið víttur af dómara fyrir ósvífið orðbragð í minn garð. 2. Umboðsmáður stefnanda á það til að staðhæfa staðleysur og vera ómerkur í orðum. 3. Málbúnaður þessi og mál- flutningur er með þeim ein- dæmum að undrum sætir, og mundu víða vera taldir órækt vitni um sérstaka hæfni héraðs- dómslögmannsins! 4. Ég held fast við fullyrð- ingu mína á réttarskjali nr. 4 um það, að ég hafi aldrei nokkru sinni séð stefnanda und ir áhrifum áfengis eða vitað með neinni vissu, hvort hann neyti þess nokkru sinni. Jafnframt endurtek ég þau mótmæli mín, að ég hafi átt við stefnanda, eins og vitnin sverja á mig, er ég á bæjarstjórnarfund inum ræddi um áfengisneytend- ur, sem stundum gætu þó feng- ið áhuga fyrir bindindi. Ég mót mæli því framburði vitnanna Páls Þorbjarnarsonar og Jó- hanns Friðfinnssonar orði til orðs að því leyti, sem hann fer í bága við málstað minn, máls- rök og málflutning. 6. Ég held fast við þá kröfu mína, að málinu verði vísað frá dómi af ástæðum, er áður eru greindar í greinargerð þessari. Til vara krefst ég þess, áð ég verði sýknaður af öllum sákar- giftum og kröfum stefnanda, umboðsmanns hans og hinna framleiddu vitna, og að mér verði dæmdur málskostnaður eftir mati réttarins og stefnandi dæmdur til að greiða mér hæfi- lega þóknun fyrir tilefnislausa áreitni í minn garð með máls- liöfðun þessari. Legg ég svo málið í dóm með fyrirvara. Vestmannaeyjum, 1. apríl 1951 Þorsteinn Þ. Viglundsson Til bæjarþings Vestmannaeyja. Til söiu Kommóður, Stólar, Blómasúlur Með vorinu verða nokkrar jarð. arberjaplöntur til sölu ættaðar fró Atvinnudeild Hóskólans. MAGNÚS MAGNÚSSON Hvítingaveg 10 H. B.

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.