Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 23.09.1953, Page 4

Framsóknarblaðið - 23.09.1953, Page 4
4 FRAMSOKNaRBLAÐIÐ Framhald af 2. síðu. því öllu saman, þegar líður á hatistið. Þegar hér var komið málum, virtuust fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn tvístíg- andi um sölu skipanna, gátu í hvorugan fótinn stigið. Þeir virtuust þó sjá hvert stefndi, en hræðslan við kjósendur kitlaði þá, svo að fiðringur fór um þá og kvíði settist að þeim, blessuð- um. Sú hræðsla helur aldrei þjáð mig. Annað livort fell ég með málstað mínum eða stend. Hvorutveggja ber okkur að reyna að taka með jafnaðargeði. Háu útsvörin. Á þessu ári voru lagðar á F.yja búa yfir 7 milljónir króna í út- svörum. Þetta eru efnalegar drápsklyfjar. Eðlileg og sann- gjörn útsvarsupphæð hér í Eyj um er 5—5,3 milljónir. Það sem umfram er, eru byrðir af tog- araútgerðinni. Á síðustu fjárhags áætlun bæjarins var gert ráð fyr ir tæpri milljón til að greiða vexti og afborganir af skuldum útgerðarinnar, en rúmar 700 þúsundir var áætlað væntanlegt tap á útgerðinni á þessu ári. Þó gengum við út frá því vísu, þeg ar fjárhagsáætlunin var samin, að ekki mundi veita af 3—5 hundruð þúsundum að auki til þess að mæta hallanum. Nú er komið í r]ós,<að hallinn af út- gerðinni nemur á þessu ári á þriðju milljón. Það skortir því á um 14 hundruð þúsundir eða tæpa 1,5 milljón að hin háa útsvarsupphæð hrökkvi til. Hvar lendir þetta. Hvar endar þetta? Verkamenn í kaupstöðunum verða nú þegar að standa undir drápsklyfjum útsvara. Allt að fjórðungi teknauna er tekinn í útsvarsgreiðslur og önnur opin- ber gjöld. Þó hefðu útsvörin þurft að vera 8,5 milljónir til þess að standa undir töpum af togaraútgerðinni á þessu ári. Hvar er ábyrgðartilfinning þeirra manna, þeirra bæjarfull- trúa, sem vilja halda þessu á- standi áfram óbreyttu? - Máí mitt er orðið langt. Eg læt því staðar numið að sinni. Síðasta orðið er eftir. Eg vona að grein þessi sannfæri hleypi- dómalausa lesendur um það, að áhugamál mín um velferð bæj- arins og framfarir, eru ekki bundin Gagnfræðaskólanum ein vörðungu, og ég get ekki fund- ið, að ég hafi af mér dregið eða reynt.'að ota skyldum mínum við bæjarfélagið á aðra fulltrúá, gert kröfur til þeirra, án þess að leggja mig fram sjálfur. Eg -... 7, fullyrði, að störf mín fyrir bæ- inn umliðið kjörtímabil hafa verið í fullu samræmi við stefnu Framsóknarflokksins í bæjarmálum, þar sem vinna skal að alhliða framförum og hag almennings án tillits lil einka- hags eða sérhagsmuna vissra manna. Þ. Þ. V. KviHun. Eg hef lesið lnakyrtar níð- greinar um mig í Þjóðviljanum og Eyjablaðinu, vegna þess að ég get ekki vitað togara bæjarins liggja lengur aðgerðarlausa við bryggju á sama tíma, sem þcir cru að sökkva bæjarlelaginu í botnlaust skuldafen. Þessar níð greinar ertt nafnlausar. Það er þó á vitorði almennings í bæn um, að höfundur þeirra er Karl Guðjónsson, uppbótarþingmað- ur hér. Karl skrifaði margar rógi meingaðar greinar fyrir síðustu þingkosningar, en birti þær á- vallt nafnlausar. Karl reynir þannig að skríða upp eftir baki almennings í skjóli annarra eins og kunnur sexfætlingur lætur sauminn skýla sér og bítur tir launsátri. Við, sent þekkjum Karl vel, vitum, að honum er ýmislegt annað betur gefið en heilindin og hreinlyndið. Þetta eðli hans hefur m. a. gert hann óhæfan til samstarfs í verkalý^shreyf- ingu bæjaríns á undanförnum árum. Eg mun koma nánar að þessum manní í næsta Fram- sóknarblaðí. Þ. Þ.V. Ný ríkissfjóm. Hinn 11. september s. 1. baðst ríkisstjórn Steingríms Steinþórs sonar lausnar. Hinn sama dag var mynduð ný ríkisstjórn und- ir forsæti Ólafs Thors. Hin nýja ríkisstjórn er samsteypu- stjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Ólafur Thors er forsætis- og sjávarútvegsmálaráðherra. Ey- steinn jónsson, fjármálaráðherra, Steingrímúr Steinþórsson, land- búnaðar- og fé I agsmálaráðheræa, dr. Kristinn Guðmundsson, utan ríkismálaráðherra, Bjarni Bene- diktsson, dóriis- og mtenntamála ráðherra, Ingólfur Jónsson, við- skiptamálaráðherra. Bœjarfréttir Aflabrögð. Undanfarnar vikur hefur þorri Éyjabáta verið á reknet- um. Afli hefur verið misjafn, frá 20 upp í 150 tununur. Afli hefur verið sæmilegur bæði í dragnót og á línu. Síldarsöltun. Síldarsöltun hófst hér fyrir nokkru síðan. Megin hluti síld arinnar er söltuð, og mun nú vera búið að salta hér um 5000 tunnur. Talið er að búið sé að liysta 4—5 þús. tunnur, og eitt- hvað rnagn hefur verið látið í bræðslu. í Karfavinnsla. Nokkrir aðkomutogarar hafa hafa lagt hér upp karfa til vinnslu. Atvinna hefur því ver- ið geysimikil í bænum, bæði við flökun í hraðfrystihúsunum, og svo við síldarsöltun. M ásegja að marga daga hafi atvinnulífið hér verið jafn blómlegt, eins og á vertíð, er bezt gengur. T ogarkaupanefnd. Um síðustu helgi var hér nefnd manna frá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, til viðræðna við sölunefnd bæjartogaranna hér. Munu Hafnfirðingar hafa gert tiiboð í v/s Elliðaey. Stjórn Bæj arútgerðarinnar hér og bæjar- stjórn mun ekki vera búin að afgreiða málið. Óbrennt kaffi Verzlunin BORG Kvenhailar Hef til sölu kvenhatta. Tek einnig breytingar á gömlum höttum. — Til við tals eftir kl. 8 á kvöldin. Margrét Þorgeirsdóttir. Skólaveg 33. Sími 211. Karlmannaföt SOLID-SN’Ð OG STÆRÐIR. KARLMANAFÖT — 1. floks efni. — GABERDINE-FRAKKAR — margir litir og stœrðir. •óéóéóéö*oéöéöéöéc*ö»ö«ð»ó*öéöeö*öiö*ö»öööiöéö«5éö«ö«ó«o«o«o«o«? örðsending írá öagnfræðaskóianum skólinn verður settur 1. október n. k. kl. 2 e. h.. SKÓLASTJÓI. Aukafundur í Bœjarstjórn Vestmannaeyia, verður haldinn í Sam- komuhúsinu kl. 8,30 e. h. í kvöld. Fundarefni: Rekstur og sala bœjartogaranna. Fundurinn er haldinn í Samkomuhúsinu til þess að aimenningi gefist kostur á, að hlusta á rœðuhöld bœjar- fulitrúa.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.