Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 04.08.1954, Qupperneq 1

Framsóknarblaðið - 04.08.1954, Qupperneq 1
17. árgangur Vestmannaeyjum 4. ágúst 1954- 10. tölublað. Útgef andi: Framsóknarfélag Vestmannaeyja. Málgagn Framsóknar- og samvinnu manna í Vestmannaeyjum. Islendingar lifðu mismunandi giaðir við sitt í þ,essu landi í 1000 ár án þess að siðir, lífsvenj- ur eða daglegir lilnaðarhættir fólksins breyttust neitt verulega a. m. k. í 600 ár. Allt hjakkaði í sama farinu öld af öld. Á síðari hluta 19. aldar tók að bóla á nýjum straumum í þjóðlífinu. Framtakshugur þjóð- arinnar tók að giæðast með nýj- um frelsisvonum. Á þessari öld liafa síðan framfarirnar á flestum sviðum sífellt farið vaxandi ára- tug af áratug og gripið æ víðar inn í líf einstaklingsins og líf þjóðarinnar í heild, eins og lijót, sem er í örum vexti. Straumur- inn harðnar, farvegurinn breikk- ar. Vatnsflaumurinn flæðir vfir víðar lendur. í þessum stríða Straumi til aukinnar menningar og framfara með okkur íslendingum hefir margt gott skola/.t burt með hinu, sem mátti missa sig, ein- skisvirði var. í ýmsum atriðum stendur þar naumast steinn yfir steini, allt rifið til grunna. Svo er það t.d. í atvinnumálunum, félagsmál- um og fræðslumálum. Þegar allaf þessar gjörbreyt- ingar í íslenzka þjóðlífinu eru hugleiddar, má það sannarlega merkilegt lieita, að árshátíð Vest- mannaeyinga skuli hafa haldizt ara. við lýði um 80 ára skeið án verulegra breytinga frá fyrstu tíð. Ekki er ástæðan sú, að hinir nýju straumar framfaranna, gjörbreytingarinnar, hafi ekki gengið yfir Eyjarnar sem önnur byggð ból þessa lands. Óvíða munu framfarirnar f landinu hafa orðið stórstígari en hér. Þjóðhátíð Vestmannaeyja helir sem sé staðizt hinn geysi hraða straum tímans nú síðustu 80 árin. Ástæðan er sú„ að þessi sér- kcnnilega árshátíð liefur átt sér svo djúpar rætur í hug og hjarta l'ólksins frá fyrstu tíð og sam- rýmist hugsun þess, vilja og lífs- venjum. Ekki dreg ég það í efa, að æskulýðurinn hér á sinn ríka þátt í því, hversu þjóðhátíðin stendur djúpum rótum með Eyjabúum. Sá lráttur hefir reynzt hallkvæmur og rótfest fremur en ella þjóðhátíðina í bæjarlíf- inu, að íþróttafélögin hafa skipzt á um að halda lrana, annast hana og gert hátíðahöldin að metn- armáli sínu. Mætti það verða svo um langan aldur. Mér er ekki um það kunn- ugt að Þjóðhátíð Vestrnanna- eyja eigi sína svipsystur nokkurs staðar í landinu. Hvar á það sér stað með þjóðinni nema hér, að svo að segja heilt sveitarfélag flytji að nokkru leyti búferlum til þess, að halda sameiginlega hátíð 2 til 3 daga í fánum prýddri tjaldborg í fjallasal? Þjóðhátíðin er einskonar sumarjól Vestmannaeyinga í efnalegum skilningi. Undir- búningur hátíðarinnar minnir á undirbúning jólanna á ýmsan hátt.— Bæði börn og fullorðn- ir eignast ný föt, nýja skó. Hver fer í „þjóðhátíðarkött- inn?“. Verzlun í bænum fær svip af jólaverzlun. Þjóðhátíðin er því vatn á myllu verzlunar- rekendanna, jafnvel gullkvörn- in sjálf þeim ti1 handa. Þeir hafa því, sem vonlegt er mik- inn áhuga á þjóðhátíðinni. Þess cru dæmi, að sumir ein- staklingar miði ýmsar fram- kvæmdir sínar við þjóðhátíðina. Verki skal lokið fyrir þjóðhátíð. Verk skal hefja eða ferðalag eftir þjóðhátíð. Á seinni árum helur þeirrar venju orðið vart, að kunningj- ar og vinir úti á landi sæta fær- is og koma til Eyja á þjóðhátíð. Þannig fyllast sum heimili hér af gestum þjóðhátíðardagana, svo að hátíðin verður lítil hvíld arstund blessuðum húsmæðr- unum okkar, sem fyrst og fremst fá áhyggjurnar af öflun mat- væla handa gestunum sínum, sem Btundúm er erfiðleikum bundin á þessum tíma árs, með- an hörgull er á dilkakjöti í land- inu. Og svo eru það aukin heim- ilisstörf, sem að meStu leyti bitna á húsmóðurinni. Eg veit að ánægjan af gestakomunni bætir þetta stundum upp, en ekki alltaf. Allur þessi straumur fólks í bæinn fyrir þjóðhátíðina veldur því, að sérstaklega sumum eldri Vestmannaeyingum finnst þjóð- hátíðin ekki lengur nein skemmtun „fyrir þá“ eða „okk- ur“. Þetta verður hver og einn að gera upp við sjálfan sig. „Þetta er ungt og leikur sér“ sagði karlinn, sem bjó yfir full- miklum þolgæðum gagnvart gjá lífum börnum sínum. Eldri MÓÐURMÁLSÞÁTTUR. Nýlega las ég í einu af Reykjavíkurblöðunum þessa setningu. „Fólkið draup höfði í sorg“. Þessa grein skrifaði landkunnur háskólaborgari. Hér ruglast greinarhöfnudur auðsjáanlega á tveim sögnum í málinu. Önnur sögnin er drjúpa = leka. Kennimyndir hennar eru þannig: drjúpa, draup, drupum, dropið. Hin sögnin er drúpa. Merk- ingin er sú að hneigja höfuð af sorg eða söknuði. Kennimyndir sagnarinnar að drúpa eru þann- ig: drúpa, drúpti drúpt. „Fólkið draup höfði“, þýðir því nánast, að fólkið hafi lát- ið höfuðið LEKA af sér af ein- skærri sorg! Nei, fólkið drúpti höfði, hefir drúpt höfði. Dropinn drýpur; hann draup, þeir drupu, þeir hafa dropið. Hann drúpir höfði í sorg, Hann drúpti, þau drúptu, þau hafa drúpt höfði. kynslóðin á oft erlitt með að skilja þá yngri. Eg sé ekki heiminn fara versnandi í þessum efnum, þó að ýmsir þykist viss- ir um það. Lofum æskulýðnum að dansa og skemmta sér á heil- brigðan hátt, bæði á þjóðhátíð og ella, en gerum jafnframt þær kröfur til hans, að hann vinni, dugi og geri skyldur sínar til hins ítrasta. Skugginn yfir þjóðhátíðinni frá mínum bæjardyrum séð, bindindismannsins, er drykkju- skapurinn. Eg veit þess mörg dæmi að á þjóðhátíðinni hafa unglingar hér drukkið fyrsta staupið og margir aldrei biðið þess bætur, að þeir stigu það óheillaspor. Það þarf styrk til að standa af sér straum drykkju- skaparvenjunnar. Því miður reynist margur æskumaðurinn okkar eiga þann styrk á þjóð- hátíð Vestmannaeyja. Þar þurfa foreldrar að vera á verði sem oftar.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.