Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 29.02.1956, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 29.02.1956, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ VfiTN [Framsóknar- j blaðið | ) RITSTJÓRI og | ( ÁBYRGÐARMAÐUR: ) ) ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON \ ) AFGREIÐSLU ANNAST: ) ( SVEINN GUÐMUNDSSON. ) ) GJALDKERI BLAÐSINS: ( ) SIGURGEIR KRISTJÁNSSON ) ( AUGLÝSINGAR ANNAST: ) ) SVEINBJ. GUÐLAUGSSON. ( Samvinnaa. í þjón- usfu fólksins Samvinnutryggingar hafa á- kveðið að endurgreiða til hinna tryggðu 2.818.000 krónur fyrir tryggingarárið 1955, og verður þessu fé skilað aftur til þeirra, sem tryggðu í brunadeild og sjó deild félagsins. Þá hafa Sam- vinnutryyggingar ákveðið, að brunatryggingar húsa hjá félag- inu skuli framvegis einnig gilda fyrir snjóflóð ári þess að iðgjald hækki, og má þannig segja, að allir, sem eiga iiús sín tryggð hjá samvinnutryggingum, fái nú ó- keypis snjóflóðatryyggingu. Stjórn Samvinnutrygginga tók þessar ákvarðanir á fyrsta fundi sínum á þessu ári, sem haldinn var fyrir nokkru, en Samvinnu tryggingar eiga íp ára afmæli síðar á árinu. Samvinnutrygging ar byrjuðu að endurgreiða tekju afgang sinn 1948 og hafa nú, að meðtöldum 2,8 milljónum 1955, endurgreitt því fólki, sem trygg- ir hjá félaginu, samtals 9,6 millj ónir króna. Tekjuafgangurinn verður að nokkru leyti greiddur út og að nokkru lagður í stofnsjóð við- skiptamanna Samvinnutrygg- inga. Allir þeir, sem hafa bruna tryggt á árinu, fá endurgreitt 15% af iðgjöldum þannig, að 10% verða dregin frá endurnýj unariðgjöldum, en 5% lögð í stofnsjóð. í sjódeild verða endur greidd 25% af iðgjöldum fyrir vörur tryggðar í flutningi, 10% útborguð og 15% lögð í stofn- sjóð. Fyrir skipatryggingar verða endurgreidd 10%, 5% útborguð og önnur 5% lögð í stofnsjóð og fyrir ferðatryygging ar 20%, þar af 10% útborguð og 10% lögð í stofnsjóð. Því miður er enginn tekjuaf- gangur af bifreiðatryggingum í Fulltrúar meirihlutans í bæj arstjórn liafa ekki sjaldan minnzt á þörfina á því að gera eitthvað raunhæft til að afla bæjarbúum meira vatns. Bæjarstjóri hefur samkvæmt ósk bæjarráðsmanna samkvæmt ósk bæjarráðsmanna, spurzt fyrir um það hjá verk- þar yrði um tæknilega aðistoð að ræða í þeim efnum. ár, og stafar það af hinni geig- vænlegu augningu umferða- slysa og árekstra, auk þess sem viðgerðir og efni til bifreiðavið- gerða hafa hækkað verulega. Varð afkoma bifreiðadeildar sem næst þannig, að iðgjöld og tjón stóðust á, en allur tilkosnaður deildarinnar var tap félagsins. Var afkoma á kaskotryggingum sérlega slæm. ÓKEYPIS SNJÓFLÓÐATRYGGING Snjóflóð valda oft tjónum og mannskaða hér á landi, eins og aljrjóð er kunnugt. Hafa flóðin valdið mjög tilfinnanlegum tjónum á ýmsum stöðum á land inu, en snjóflóðatryggingar hafa ekki verið til liér á landi fyrr, svo að ómögulegt hefur ver ið að forðast fjárhagslegt tjón af flóðunum. Framkvæmdastjóri Samvinnu trygginga liefur athugað mál Jjetta og komizt að þeirri niður stöðu, sem fram kemur f ákvörð un stjórnar trygginganna. Verða jjví öll hús í landinu, sem bruna tryggð eru hjá Samvinnutrygg- ingum, framvegis einnig trvggð fyrir snjóflóðum. U111 bætur fyrir slík tjón verður farið eftir sömu reglum og um brunatjón. Iðgjald húsatrygginganna verð- ur óbreytt þrátt fyrir þetta. IÐGJÖLD YFIR 30 MILLJÓNIR KRÓNA. Arið 1955 var langstærsta veltuár Samvinnutryygginga og jukust iðgjöld um 8,5 milljónir á árinu eða 38%. Námu heild- ariðgjöld samkvæmt bráðabirgða yfirliti rösklega 30 milljónum króna. Framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga er Jón Ólafsson, en auk lians í framkvæmdastjórn félagsins þeir Björn Vilmundar- son og Jón Rafn Guðmunds- son. I stjórn félagsins eru nú: Erlendur Einarsson, formaður, Jakob Frímannsson, Karvel Ög- mundsson, Kjartan Ólafsson og Isleifur Högnason. Skortur á nógu góðu og nógu miklu vatni, er eitt þeirra mála, er bíða úrlausnar til úrbóta. Öfl un meira vatns, og á annan liátt en af húsþökunum einum, fyrir bæjarbúa, hefur verið rætt um og ritað meðal bæjarmanna mörg undanfarin ár. Tilraun var gerð hér fyrir nokkrum árum að bora eftir vatni, og til þess var varið all- miklu fé ,en án nokkurs árang- urs. Að svo fór í það sinn, ætla ég að stafað hafi m. a. af skorti á tækni. Síðan hefur orðið stór- felld framför í tækni til að bora eftir vatni. Seint á s. 1. kjörtímabili bæj- arstjórnar hér leitaði hún um- sagnar og athugunar Atvinnu- deildar Háskólans á möguleik- um til að ná meira vatni til neyzlu og aukinna iðnaðarþarfa. Átti ég nokkurn þátt í því, að hingað kom Tómas Tryggvason jarðfræðingur, og gerði hann at- huganir hér að lútandi. Benti hann bæjarstjórn jafnframt á tiltækilega möguleika til vatns- öflunar. Þáverandi bæjarfulltrú ar fengu umsögn jarðfræðings- ins til athugunar. Jarðfræðingurinn taldi aðal- lega tvær leiðir, er til greina gætu komið: 1. Ná ofanjarðar- vatni, og nefndi þá til þess svæðið milli Háar og Hellna- nefs. Miðað við meðal regnfall und- anfarin 10—20 ár, taldi hann. að vatnsmagn af því svæði, er hægt væri að beizla, mundi nægja bæj arbúum. um sinn og jDeim iðn- aði, er j>á var rekinn hér. En fyrst og fremst voru ]>ó þarfir hafnarinnar og iðnaðarins hafð ar í huga, er þessi leið til vatns- öflunar var rædd. Reynslan hef- ur líka sýnt, við endurbætur á Vatnspóstinum í Botni, er stuttu síðar var gerður með leng ingu á skurði undir Hellnenef, að um verulegt vatnsmagn er hér að ræða, og auka má það' stórlega. Veldur hér miklu uui, hve móbergið Iieldur vel vatni eftir að það liefur orðið mettað. Öflun vatns á þennan liátt mundi kosta tiltölulega sáralítið fé. Víðar á eyjunni má afla vatns á þennan hátt. Verður þó ekki farið nánar út í það hér. 2. Bora eftir vatni og ná á þann hátt grunnvatni frá landi. Á Jrví leikur nú enginn vafi, að tæknilega er það hægt. En að sjálfsögðu eru á því ýmsir örðugleikar. í fyrsta lagi er undir hælinn lagt, að lijót- lega takist að liitta á vatnsæð. Gera verður því ráð fyrir, að boraðar verði nokkrar holur, áð ur en árangur fæst. í öðru lagi má gera ráð fyrir, að hraunið á eyjunni standi alldjúpt, en beztu skilyrðin til djúpborunar er fast berg. Hraunið er hylskið, og lausar steinvölur geta torveld að mjög borun. Á milli lands og Eyja mun sumstaðar vera allt að 50 faðma dýpi. Líklegt má telja að bora þyrfti að minnsta kosti 200 m. djúpa holu. Þessi leið til vatnsöflunar verður bersýnilega fjárfrek, mundi sennilega kosta nokkrar milljónir króna, en hún hefur ó- neitanlega alla aðra kosti fram yfir öflun ofanjarðarvatns á Heimaey. Nýtt atriði kemur og hér til greina, er styður að því að reynt verði að bora eftir djúp vatni. Síðan kjarnorkuöld rann upp, hefur kornið á daginn, að geisla virk ský frá sprengingu kjarn- orkusprengja berast landa á milli óraleiðir, og geta jiar með gert regnvatn skaðvænt. Við, sem aðeins höfum vatn af þökum, erum því í nokkurri hættu af þessum skaðvaldi. Bæjarstjórnin hefur með fram angreindri samþykkt horfið að j)ví ráði að gera tilraun með að bora eftir vatni. Vatnsöflun er aðkallandi mál fyrir bæjarbúa og atvinnulífið hér. Enn hefur það, sem af er þessu kjörtímabili, orðið að sitja á hakanum vegna enn nauð synlegra framkvæmda, þ. e. hafnarframkvæmdanna. Vonir standa til, að tilraun verði gerð á næstunni með borun eftir vatni. Við hana eru bundnar miklar vonir um góðan árangur, og reynt verði með tiltækileg- um ráðum að láta margra ára draum fólksins hér rætast um ferskt, gott og nægjanlegt vatn öllum til handa. S. G. Fiskiðjuver. Framhald af 1. síðu. afstöðuna til jiessara eiginhags- munamanna, þó að þeir hafi áð- ur troðið sér inn í miðstjórnir pólitískra flokka, sem hlynna vilja að samvinnustefnunni og efla hana. 7g leyfi mér að mælast til þess við forustumenn okkar, sem unna samvinnustefnunni og hafa aðstöðu til að vinna að framgangi hennar á „æðri stöð- um“, að þeir hreyfi þessu stór- máli, stofnun fiskiðjuvers á samvinnugrundvelli, og ræði það við valdamenn á veldisstólum hið allra fyrsta. Þ. Þ. V.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.