Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 1
Útgefandi Framsóknarfélag Vestmannaevia. 26. árgangur. Málgagn Framsóknar- og sam- vinnumanna í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 20. marz 1963. 6. tölublað. Jhald og kommúnistar hafa gcfízt npp i h\ara- málum Eitt af því, sem einkennt hef ur feril núverandi ríkisstjórnar er hatrömm andstaða gegn öll- um skynsamlegum kjarabótum launastéttanna. Afleiðingin hef- ur verið sífelldur órói á vinnu- markaðinum, til mikils tjóns fyrir þjóðina alla. Varla hefur nokkur veníð haf izt án tafa sökum deilna um kaup og kjör, og þær atvinnu- stéttir eru ófáar, sem átt hafa í deilum á undanförnum árum, oft við ríkisstjórnina sjálfa, eða þá að hún hefur gripið fram fyrir hendur á samningsaðilum með fljótfærnislegum aðgerðum sem skapað hafa mikla erfið- leika við síðari samningagerðir. Stefnan í kjaramálunum hef- ur löngum verið mörkuð af bar- áttu lægst launuðu stéttanna, verkafólks og iðnverkafólks, og það er athyglisvert að virða fyr- ir sér, hvernig þeirri baráttu hefur verið hagað á síðustu ár- um. Ríkisstjórnin gerði það eitt af sínum fyrstu verkum að senda launafólki kveðju sína. Með stór felldri gengislækkun var dýrtíðin mögnuð úr hófi, en kaupgjaldi almennings haldið niðri. Til þess að ná sér enn betur niðri á þeim lægra launuðu voru bein ir skattar, sem falla þyngst á þá tekjuhærri, lækkaðir um nokkra milljónatugi, en í staðinn stór- hækkaðir óbeinir skattar, og hafa þeir hækkað á þessu kjör- tímabili um nál. 1000 millj. kr. Það var strax á það bent af hálfu Framsóknarmanna, að slíkar aðferðir fengju ekki stað- izt. Kjaraskerðingin, sem af þessu leiddi, var svo ferleg, að rétta hlut sinn. Var þanriig strax augljóst, að slíkar ráðstaf- anir leiddu beint til heiftúðugr- ar kjarabaráttu og stéttastríðs í þjóðfélaginu. Launþegasamtökin verða ekki með réttu sökuð um að hafa svar að aðgerðum ríkisstjórnarinnar með neinu fljótræði. Allt árið 1960 leið án þess að þau létu á sér kræla. En í upp hafi ársins 1961 fóru þau þess á leit við ríkisstjórnina, að eitt- hvað yrði slakað á þeim álögum, sem á höfðu verið lagðar og lofuðu að meta hverja slíka til- raun til jafns við kauphækkun. En ríkisstjórnin vildi ekkert bjóða og allt stóð fast. í byrjun janúarmánaðar logaði allt í verkföllum um allt land, og út- lit var fyrir, að síldin færi for- görðum. Þá tókst fyrir forgöngu samvinnumanna á Akureyri að ná viturlegum samningum. Sú kauphækkun, sem þessir samn- ingar gerðu ráð fyrir, var mjög hófleg í ljósi dýrtíðarflóðs, sem á undan var gengið. En það vakti þó öllu meiri athyglí, að samningarnir voru gerðir til tveggja ára og fólu í sér, að þeir yrðu óbreyttir þótt verðlag hækkaði um allt að 5%, en ít- arlegir útreikningar höfðu ver- ið gerðir og leiddu í ljós, að á- hrif kauphækkunarinnar á verð- lagið gæti verið innan þess ramma, ef að var gætt. norðanlands að ná viturlegum samningum. Eins og áður fólu þessir samningar í sér nokkurt þenslurúm fyrir þær verðhækk- anir, sem óhjákvæmilega hlutu af kauphækkununum að leiða. En ennþá þekkti ríkisstjórnin ekki sinn vitjunartíma, heldur gerði hún engar ráðstafanir til að halda verðlaginu í skefjum, sem þó hefði verið hinn hægasti vandi, og strax í október var vísitalan komin svo hátt, að sá rammi, sem samningarnir settu var sprunginn, og verkalýðsfé- lögin sögðu þá almennt upp samningum. í janúarmánuði settust Akur- eyringar á ný á rökstóla til að kanna leiðir til úrbóta. Þar þótti rétt að á það reyndi, hvort ríkisstjórnin reyndist ábyrgari í verðlagsmálunum, ef samið yrði undir hennar verndarvæng í Reykjavík, og það varð því að samkomulagi að leika nokkurs- konar biðleik. Engir samningar voru gerðir en vinnufriður tryggður með því, að atvinnurekendur féllust á að greiða 5% hækkun á kaup hinna lægst launuðu til samræm is við hækkanir, sem aðrar stéttir höfðu fengið. Nú reyndi á, hvernig atvinnu rekendur í Reykjavík og verka- iýðsfélög þar undir forystu í- halds og kommúnista stæðu undir því forystuhlutverki, sem þau þykjast hafa í kjaramálum. Og hvað skeði? Það skeði þáð eitt, að farið var beint í fótspor samvinnu- manna og verkamanna á Norð- urlandi. Þannig skutu íhaldið og kommúnistar sér undan því að gera nauðsynlega samninga, og enn er samningslaust um allt land og vinnufnður hangir á bláþræði. En um leið er fólgin í þessu viðurkenning á því, að Norð- lendingar hafi sýnt það með á- byrgum og skynsamlegum að- gerðum sínum á undanförnum árum, að þeir eru líklegri til þess að hafa farsæla forystu í þessum málum og koma í veg fyrir þau vandræði, sem ríkis- stjórnin hefur stofnað til með á- byrgðarleysi í verðlagsmálum. Helgi Bergs. Gengisfelling Fáar þjóðir Vesturlanda hafa átt við að búa óstöðugra verð- lag og meiri gengissveiflur en íslendingar frá styrjaldarlokum. Ber að sjálfsögðu margt til þess og sumt þess eðlis, að engan veg inn hefur verið á okkar valdi að hamla gegn þeirri þróun. Stundum hefur því miður mátt óhugsandi var annað en laun- þegar og aðrir þeir, sem tekjur hafa í hlutfalli við þá, hlytu að rekja rætur gengissveiflanna og Þarna var skapaður grundvöll . óstöðugleikans til misviturra ráðstafana okkar eigin stjórnar- valda, er skammsýn sjónarmið hafa leitt af sér örlagaþrungn- ar afleiðingar fyrir efnahagslífið og valdið hinum mestu erfið- leikum, þegar fram í sótti. Aldrei mun þessi skammsýni þó hafa verið eins augljós og í hefndarráðstöfunum þeim, sem núverandi ríkisstjórn greip til í bráðræði sínu og stór- mennskuofsa, er hún ónýtti lausn þá, er samvinnufélögin og ur fyrir vinnufrið í 2 ár. En ríkisstjórnin þekkti ekki sinn vitjunartíma. í ágústmánuði 1961 lækkaði hún gengið á nýjan leik og hækkaði þar með verðlag á öllum innfluttum vörum um 13% og sprengdi þar með alla ramma, sem kaupgjaldssamning- arnir höfðu sett. í marzmánuði 1962 vofðu þess vegna enn yfir verkföll víða um land og enn á ný tókst fyrir forgöngu samvinnumanna verkalýðsfélögin liöfðu fundið á þrálátu launastríði sumarið 1961 og tryggja átti vinnufrið og skapa upphaf nýrrar þróunar í kaupgjaldsmálum. Ríkisstjórnin gat ekki unað því, að aðrir leystu vanda sam- félagsins íslenzka, en hún ein, jafnvel ekki þótt áður hefði í ljós komið að hún var þess ómegnug sjálf. — Afleiðingin var hefndargengisfellingin, sem fræg er að endemum og mun líklega einsdæmi í efnahagssögu Vesturlanda. Flestir munu hafa gert sér ljóst, að mikið óheillaspor var stigið. Ekki aðeins var reynt með þessu að undirstrika, að í lýðræðisríkinu íslandi mættu stærstu og þróttmestu samtök al- mennings ekki taka á sig vanda, sem því fylgir að gerast ábyrgir Framhald á 2. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.