Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 10.07.1963, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 10.07.1963, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Bindindishöllin... IFramsóknar-, blaðið RITNEFND SIGURG. KRISTJANSSON • JÖHANN BJÖRNSSON, áb. • AFGR. ANNAST: [ SVEINN GUÐMUNDSSON GJALDKERI: ' HERMANN EINARSSON Vinna barna Úr grein í Vísi. „Fyrir nokkru var hér á ferð liópur blaðamanna frá Norður- löndum. Er þeir hurfu brott að lokinni ferð um landið, luku þeir upp einum munni, að hér væri búsældarlegt um að litast og menning þjóðarinnar þótti þeim rótgróin og merkileg. En eitt hafði valdið þeim nokkurri furðu og vonbrigðum í senn. Það var barnavinnan á íslandi, sem þeir nefndu sumir barnaþrælkun. Þeir höfðu skoð að frystihús og fiskvinnslustöðv ar og ýmsar fleiri atvinnustöðv- ar. Á því, sem þeir þar sáu byggðu þeir þennan dóm. Þeir sögðust vel skilja það, að vinnu aflsskortur væri mikill í land- inu og mörg vellaunuð verk fyrir vinnufúsar hendur. En þeir efuðust um skynsemi þess, að foreldrar leyfðu börnum sín- um, jafnvel 11—12 ára gömlum að vinna erfiða vinnu langar dagstundir. Slíkt háttarlag þekk ist vart á hinum Norðurlöndun- um. Gott væri að vísu, að börn in kynntust atvinnulífinu, en sumrin væru ætluð þeim til hvíldar og þroska, en ekki erf- iðrar vinnu vi ðlilið hinna full- orðnu. Þessi ummæli mættu íslenzkir foreldrar gjarnan hugleiða. Eng um kemur til hugar, að þeir vilji börnum sínum annað en það bezta. En meðalhófið á vinnu barna er bezt, ekki síður en í öðrum hlutum. Vinna barna og unglinga gefur að vísu mikið fé í aðra hönd. nE á það hefur verið bent, vegna ýmissa atburða að undanförnu, að ef til vill séu hin ógnrúmu fjár- ráð ekki ávallt holl fyrir ungl- inga, sem telja sig þeirra vegna fullorðna menn áður en þeim er sprottin grön. Ásamt öðru er lenging skólatímans ef til vill hér lausn þessa máls.“ Framsóknarblaðið vil taka- undir framanskráð ummæli hinna erlendu þlaðamanna varðandi barnavinnu, en í þessu efni eru Vestmannaeying- ar engin undantekning. Frainhald af 1. síðu. eigi ekki fullan rétt á sér ennþá, þó tuttugu ár séu liðin? Vestmannaeyjar eru enn mesti útgerðarbær landsins, og hingað er á hverri vertíð þörf á fjölda fólks til starfa við fram- leiðsluna. Fiskiðjuverin hafa leyst húsnæðisvandamál þessa fólks með því að koma upp myndarlegum verbúðum. Hins- vegar hefur það að fáu að hverfa þegar frístundir gefast. Göturn- ar eru stikaðar fram og aftur, staðið við á sjoppum, bíóið og dansleikir eru sótt, en fyrst og fremst er það þó áfengisflaskan, sem það hallar sér að. Myndarleg og vel rekin sjómannastofa og áfengislaus samkomustaður mundi gefa þessu fólki tækifæri til hollari tómstundaiðkana. Síðustu árin hafa síldveiðar verið stundaðar á vetrum við suðurströnd landsins með góð- um árangri. Ber því svo til, að bátar, sem þessar veiðar stunda, liggja hér í höfninni langtímum saman. Sjómenn, sem þannig eru settir, hafa, meðan þeir dvelja hér, hvergi athvarf nema í skip- unum, sem þeir eru á. Mundi fjarri að ætla, að sumum æsku- mönnum, sem þannig dvelja fjarri heimilum sínum, þyki skammdegisvikan lengi að líða? Tækifæri þessara manna til að gera sér dagamun eru ekki mörg og áfengisneyzla verður í mörg- um tilfellum þeirra hlutskipti. Sjómannastofa í Bindindishöll- inni gæti, ef vel væri á haldið orðið þeirra annað lieimili, og múndi ef að líkum lætur, bjarga mörgu mannsefni frá því að drukkna í áfengisflóðinu. Á undanförnum vertíðum hef ur Jrað Jnáfaldlega komið fyrir, að bátar hafa ekki róið, vegna þess, að einhverjir af áhöfninni hafa ekki iiiætt vegna ölvunar. Sérstaldega á Jretta sér stað eftir landlegur, en þá er, minnsta kosti á netavertíðinni, þörfin mest að komast á sjóinn, þegar veðrunum slotar. Því verður ékki haldið hér fram, að sjó- mannaheimili mundi hindra slík vandræði, eða verða allra meina bót gegn áfengisbölinu, en slík stofnun mundi beint og óbeint vinna gegn því, og eins og annað, sem horfir til vaxandi menningar og bættrar aðstöðu Virðist tímabært að þetta mál verið tekið til athugunar og ein- hverjar skorður settar í því augnamiði, að æska landsins bíði ekki tjón af of mikilli barnavinnu. mundi sjómannaheimili verka í þá átt að draga hingað duglegt og myndarlegt fólk til að starfa á komandi tímum. Á því sem liðið er af öldinni liafa orðið miklar breytingar á högum íslenzku þjóðarinnar. M. a. að megin þorri þjóðarinnar er nú setztur að við sjóinn. í Jrétt býlinu skapast vandamál, sem sveitirnar höfuð ekki af að segja og eru uppeldismálin þar fram- arlega í flokki. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin, að börn eru farin að reykja, og sjást jafnvel undir áfengisáhrifum á strætum og gatnamótum. Að ekki sé talað um hópdrykkjuferðir ung- linga um landið, sem endar í reglulegu brennivísæði. Vestmannaeyjar eru síður en svo verr staddar en aðrir bæjir landsins á þessu sviði. Þó eru þeir í miklum meirihluta ungu mennirnir, sem neyta áfengis um helgar, þegar dansleikir eru í samkomuhúsunum og ungu stúlkurnar feta í sörnu slóðina. Skemmtisamkomur, þar sem á- fengi er útilokað er næstum því óþekkt fyrirbrigði. Þeir eru vafa laust til, sem telja ástæðulaust að vera að gera þessi mál að umræðuefni, en hitt er eins víst, að margir foreldrar kvíða þeirr- ar stundar, er börn þeirra koma heim í fyrsta sinn með tóbaks- reykinn og áfengisflöskuna. Reykjavíkurborg liefur síð- ustu misserin farið inn á nýjar brautir á sviði æskulýðsmál- anna. Eitt af kvikmyndahúsum borgarinnar var gert að æsku- lýðsheimili, Jrar sem tómstunda- iðja og skemmtiefni er valið með tilliti til hollra uppeldisá- hrifa. Vafalaust er, að úrvals- menn hafa Jrarna forystu, enda virðist höfuðborgin ekki spara fjármuni í Jiessu skyni. Þá hef- ur einkaaðili í Reykjavík gert tilraun með að reka eitt af stærstu samkomuhúsunum Jrar fyrir unga fólkið og er góðs að vænta af þeirri starfsemi. Akur- eyri hefur komið á fót æskulýðs starfsemi, sem stefni í sömu átt, auk þess, sem Akureyringar nýta vel sína góðu aðstöðu til vetrar- íþrótatiðkana. Sennilegt er, að fleiri bæjir fari þessa leið, að koma upp æskulýðsheimilum, sem mætti verða ungu fólki bæði til ánægju og þroska. Vestmannaeyingar hafa sér- stöðu um margt, þar á meðal eru ytri skilyrði til vetraríþrótta- iðkana og ferðalaga nokkrum takmörkunum háð. Þar að auki hafa miklar sveiflur í atvinnu- lífinu áhrif á bæjarlífið, og verð ur unga fólkið ekki sízt. fyrir þeim. Af Jieim ástæðum er þörf in brýnni að koma upp myndar- legri æskulýðsstarfsemi undir forystu hinna beztu manna. Mundi ekki slík framkvæmd skila hollari ávöxtum, þegar fram líða stundir ,en hin svokall- aða sjoppumenning, sem svo mjög hefur blómstrað hér í bæn um síðustu misserin? Hér að framan hefur verið minnst á Bindindishöllina í sam bandi við tvær stofnanir: sjó- mannastofu og æskulýðsheimili, og er Jiað að sjálfsögðu gert með tilliti til Jiess, að hvorutveggja mætti koina fyrir í húsinu. Svo er að halda áfram að liugsa um Jressi mál, vega og meta, hvort ekki sé kominn tími til að hefj- ast handa, og hvernig verði skynsamlegast að haga fram- kvæmdum og rekstri þegar að því kemur. Til sölu! Nú hefi ég m. a. til sölu eft- irtalið: 1 ) Spíral-frystikerfi í kæliklefa ca 3x3 m. ásamt hurð. Skilar 18 —12 stiga frosti, Hentugt fyrir heimahús eða kjötverzlanir. 2. ) Bifreiðar, m. a. Skoda 1955 Opel-Caravan station 1954, Moskvitch-bílar nýlegir o. fl. 3. ) Bátar frá 15—70 tonna af ýmsum gerðum. Húsin þarf ég varla að aug- lýsa. JÓN HJALTASON hrl Skrifstofa: Drífanda við Báru- stíg. Viðtalstími: kl. 4,30 — ó virka daga nema laugardaga kl 11 — 12 f. h. — Sími 847. Tilboð óskast. Tilboð óskast í sölu sælgætis og tóbaks á Þjóðhátíð Vest- mannaeyja 1963. Listhafendur hafi samband við Eggert Sígurl'ásson fyrir 15. Joessa mánaðar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öll- um. Knattspyrriufélaið Týr.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.