Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 28.04.1965, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 28.04.1965, Blaðsíða 2
2. SlÐA PRAMSÖKNARBLAÐIÐ JÓNAS FRÁ HRIFLU, ÁTTRÆÐUR Framhald af 1. síðu. hún var á fermingaraldri, en fram að þeim tíma hafði hún alizt upp með foreldrum sínum á Sílalæk í Aðaldal. Sílalækur stendur við jaðar Aðal- dalshrauns fyrir botni Skjálfanda- flóa. Þar er frábær náttúrufegurð, vel til þess fallin að móta listrænan smekk í hrifnæmt barnsgeð. Norð an bæjarins skiptast á veiðivötn og engjar með fjölskrúðugu fuglalífi. Á söndunum við sjóinn brotnar haf aldan og í nokkurri fjarlægð renna tvö furðu ólík fallvötn til sjávar, Laxá og Skjálfandafljót, en í suð- urátt er hraunið vaxið kjarri og lit- ríku blómaskrúði með breytilegum svipmyndum, en Kinnarfjöll rísa há og svipmikil vestan Skjálfanda. I djörfum, framsæknum hug Guð rúnar brann löngunin til aukinnar menntunar og stórra verkefna. Út- þráin brann í blóði hennar og hún fann vængi sína vaxna og fleyga, og er hún núlgaðist tvítugsaldurinn lagði hún leið sína til Reykjavíkur, þar átti hún hauka í horni þar sem var Benedikt Sveinsson, síðar al- þingisforseti og kona hans Guðrún Pétursdóttir frá Engey, skörungur í lund og drengur góður. Um vet- urinn gekk Guðrún í Kvennaskóla í Reykjavík, sem var nefndur Sigríð arstaðir eftir forstöðukonunni. Sumarið eftir réðist svo Guðrún til starfa að nýstofnuðu mjólkurbúi í Flóanum. Næsta haust fór Guðrún svo í Kvennaskólann á Blönduósi, sumarið eftir tók svo Guðrún að sér að stýra mjólkurbúi, sem Ljósvetn- ingar höfðu stofnað og stýrði hún búi þessu nokkur sumur, eða þar til hún fluttist úr héraðinu. Á vetr- um var Guðrún heimiliskennari í Þingeyjarsýslu, á Akureyri og loks húskennari á Egilsstöðum á Völl- um. Guðrún Stefánsdóttir gerði með vissum hætti miklar kröfur til annarra, en þó alltaf mest til sjálfr- ar sín. Skapgerðin var bæði traust og heil. Hinn mikli árangur ævi- starfs þeirra Jónasar og Guðrúnar verður ekki skilinn og skýrður án þess að víkja að vissum þáttum í uppvexti þeirra og menntun og hinna traustu ættboga, sem þau voru bæði komin af. Uppvöxtur Jónasar í Hriflu í austanverðu Ljósavatnsskarðinu, er opnast eins og hlið milli hinna frjó- sömu og litríku byggða Þingeyjar- sýslu með sískiptandi ljósbrygðin á Ljósavatninu, sem dalur þessi ber nafn af. Samvistir Guðrúnar við afann, Jónas á Sílalæk, sveitarbjargvætt- inn, á bernskuárunum. Hið breyti- lega landslag á Sílalæk með hið gróskumikla Aðaldals hraun á aðra hönd, straumhörð fallvötn, berg- vatn og jökulvatn, Laxá og Skjálf- andafljót til beggja handa og auða sanda Skjálfanda til norðurs með hinn rómsterka hafgný og Kinnar- fjöllin rísandi í tign og veldi í vestrinu, voru ákjósanlegar ytri að- stæður til þess að þroska og treysta meðfædda heilsteypta skapgerð. Guðrún og Jónas lifa og hrærast meðal trausts og vel mennts bænda- fólks í þeirri sýslu landsins, þar sem ísabrot hinnar rísandi aldar voru að ryðja nýjum stefnum og straumum farvegi, og í fallvötnum til beggja handa við æskuheimili sitt sér Guðrún þessi sömu öfl á hverju vori brjóta vorinu braut og hin þingeysku ungmenni hafa í hug um sér séð tröllbrot rafar og eims skapa risastig líka norður við Dumbshaf. Guðrún Stefánsdóttir hafði ásamt Jónasi þann sérstaka eiginleika að eiga traust og trúnað samferðafólks síns í alveg óvenjulega ríkum mæli enda hafa þau ekkert mannlegt lát- ið sér óviðkomandi. Þegar litið er til baka yfir upp- vaxtar- og þroskaár Guðrúnar Stef ánsdóttur, þá er engu líkara en að forsjónin hafi með sérstökum hætti búið hana undir ævihlutverkið að verða eiginkona og lífsförunautur mesta þjóðarleiðtoga íslendinga á tuttugustu öldinni. Með samblandi af sjálfsnámi, skólanámi og sjálfs- uppeldi og kynnum og stofnun vin- áttubanda við kjarna hins uppvax- andi fólks í landinu hefur verið grunduð sú mannhylli, sem þau hjónin, Guðrún og Jónas, hafa not- ið alla ævi umfram venjulegt fólk. Á þessari öld hefur engan íslenzk an stjórnmálamann borið jafn hátt eins og Jónas Jónsson. Hann hefir verið mest umtalaður allra íslend- inga á þessari öld, dáður og elskað ur af samherjum sínum og vinum og virtist allra manna mest hatað- ur af andstæðingum sínum, en ef dýpra er skyggnzt, þá hefur hið svo kallaða hatur ekki átt sér djúpar rætur og við kynni venjulega snú- izt upp í viðurkenningu á yfirburð um Jónasar og óeigingirni og oft snúist upp í vináttu, sem hafin er yfir flokkssjónarmið. Allir vita, að Jónas hefur unnið íslandi allt. Þess munu fá dæmi, að einn maður hafi verið jafn víðfeðmur og jafnvígur á alla þætti þjóðlífsins eins og Jón- as Jónsson, en hugðarmál hans eru alls staðar. í fulla fjóra áratugi hefur Jónas Jónsson verið áhrifa- mesti stjórnmálamaður landsins og afköstin eftir því. Hann hefur allt- af rétt hverju góðu máli lífgandi hönd til viðbótar því að vera for- göngu og upphafsmaður allra hinna stærstu og merkustu. Fáir menn hafa lifað það að sjá jafnmargar hugsjónir sínar og óskir rætast eins og Jónas frá Hriflu. Reykjavík væri sjónarsviptir að því, ef hin reisulegu mannvirki, sem Jónas hefur haft forgöngu um að risu þar, væru ekki í borginni. Hvernig myndi Reykjavík líta út án háskólabygginganna, Þjóðleik- hússins, Sundhallarinnar, Landssíma byggingarinnar, Sambandshússins, Arnarhvols, svo stiklað sé á stóru. Framsýni Jónasar í menntamál- um þjóðarinnar setur svip sinn á þjóðlífið allt. Hvernig væru Norð- lendingar settir hefði Jónas ekki breytt þar gagnfræðaskóla í mennta skóla, hvað um alla héraðsskólana og þá löggjöf, sem tryggðu tilveru þessara stofnana, svo mætti lengi telja. Það er að sjálfsögðu forgangan um hinar stóru þjóðmálafram- kvæmdir, sem greipa nafn Jónasar á spjöld sögunnar en í hugum sam- ferðafólksins ber þó hærra öll hlýju handtökin og hinn brákaði og brot- gjarni mannlífsreir, sem hann hef- ur stutt og rétt við. Á þrennum merkum aldursmörk um í ævi Jónasar Jónssonar hafa vinir hans efnt til mikils mannfagn- aðar, og svo hefði enn orðið, ef Jónas hefði verið hérlendis á þess- um tímamótum, en þótt aldur hafi samkvæmt ártölum færzt nokkuð yfir Jónas, þá leiddi hann enn skip sitt í langferð laust fyrir páska og dvaldist í Jerúsalem á þeirri hátíð til þess að auka kynni sín af menn- ingu þjóða þeirra, er þar byggja, og hina gömlu menningu Gyðinga, sem hafa aldrei látið menningu sína gegn gjaldi fala. Hyggst Jónas að færa löndum sínum heim aukin kynni' af hinni fornu menningu við austnvert Miðjarðarhaf. Líkams- þrek Jónasar er að sjálfsögðu ekki það sama og á baráttutímunum, þótt hinn andlegi þróttur hrörni ekki, og þó er það svo, að er Jónas tekur að ræða áhugamál sín og vina sinna í sinn hóp, þá er eins og aldur og þreyta séu í einu auga bragði strokin af honum og hann verður að útliti ungur á ný og aug- un, þessi fallegu djúpsæju augu, loga af áhuga. Jónas hefur alltaf lifað eftir eftir þeirri reglu að fullheimta ei daglaun að kveldi, hann hefur aldrei krafizt neins af þjóð sinni, en gefið henni allt sitt mikla og margþætta ævistarf og eiga aldnir og óbornir þar geymda mikla og ó- brotgjarna auðlegð í hugsjónaauði Jónasar. Vinir Jónasar hafa fengið mesta og færasta listamann þjóðarinnar á sínu sviði, Ríkharð Jónsson, mynd- höggvara, til þess að gera líkneski af Jónasi og er frummyndinni lok- ið fyrir nokkru og vinnur listamað- urinn nú að því að fullgera verk sitt svo hægt verði að steypa það í varanlegt efni, og mun þeim, sem þess óska gefinn kostur áað gerast þátttakendur í þessari framkvæmd, þegar verkinu miðar frekar áfram og kemst á lokastig. Um Jónas Jónsson stóð lengi mik- ill styrr. Þar sannaðist, að það stendur um stóra menn stormur úr hverri átt, en þótt Jónas sé sístarf- andi að ritstörfum og öðrum hugð- armálum sínum, þá má kalla að hann sitji nú á friðarstóli eins og kalla má að aldri hans sæmi og umhverfis hann ríkir vaxandi heið- ríkja vaxandi viðurkenningar á miklu ævistarfi má þannig með réttu segja á þessum tímamótum: Þú hef- ur sigrað Þingeyingur! Helgi Benediktsson. HMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMGHMG GOLFTEPPI ui 1 2: o X 2: o X 2: x 2: o X 2 o X 2 o DWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWH9WHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHÐWHSWH0WHÐWHSWH O S X e> 3 x o s ____________ _________ X o Z Húsgagna- og gólfteppaverzlun O 5 X o s X ÍS/I HoriÉ Guðmundssonar Brimhólabraut 1. — Sími 1200. Horna á milli klæðum við húsið fyrir yður með hinum landskunnu WILTON-ofnu tepp- um frá ÁLAFOSSI og VEFARANUM. Við höfum upp á að bjóða yfir 60 mynstur og litarprufur. Vinsamlegast, gjöriö pantanir tímanlega, vegna afgreiðslufrests frá verksmiöjum. ALLTAF EITTHVAÐ NYTT! a o* Ol a. PS. as ”53 a ss- «5 3 § & a "S as a ** o* re> IX. a. a.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.