Morgunblaðið - 05.08.2010, Síða 3

Morgunblaðið - 05.08.2010, Síða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Hinir ungu leikmenn Breiðabliks komu heldur betur frískir undan verslunarmannahelginni og burst- uðu Valsmenn 5:0 á Kópavogsvell- inum í gærkvöldi. Var þetta fyrsti leikurinn í 14. umferð Pepsi-deildar karla og með sigrinum tókst Breiða- bliki að komast í toppsætið, um stundarsakir að minnsta kosti. Breiðablik og ÍBV eru bæði með 29 stig en Blikar eru með betra marka- hlutfall. Nú er svo komið að Íslands- meistarar FH eru komnir sjö stigum á eftir og deildin gæti því hæglega þróast þannig að um tveggja hesta hlaup verði að ræða. Bikarmeistarar Breiðabliks eru í afar góðri stöðu til þess að gera al- mennilega atlögu að Íslandsmeist- aratitlinum. Sennilega hefur það aldrei gerst í íslenskri sparksögu. Margur kann að spyrja sig hvað hafi breyst hjá Blikum í ár sem verður þess valdandi að þeir eru núna af fullri alvöru í toppbaráttunni. Við því er ekkert eitt rétt svar en eitt getur undirritaður bent á og það er sú staðreynd að Blikar hafa öðlast drápseðli sem fylgir sigurvegurum í boltagreinum. Það sýndu þeir í gær- kvöldi. Í stað þess að láta staðar numið í stöðunni 2:0 sem dæmi þá fundu Blikarnir blóðbragðið, nýttu sér veikleikana og slátruðu andstæð- ingnum. Slíkum vinnubrögðum var ekki fyrir að fara hjá Breiðabliki í fyrra eða sumarið þar á undan. Þá léku Blikar ljómandi vel á löngum köflum en áttu það til að henda frá sér stigum í leikjum þar sem þeir höfðu völdin á vellinum. Ólafi Kristjánssyni, þjálfara virð- ist hafa tekist að fá leikmenn sína til þess að einbeita sér að einhverju stærra og mikilvægara en djammi um verslunarmannahelgina. Miðað við leikinn í gærkvöldi virðast ungu hvolparnir hans hafa verið að lepja mjólk um helgina. „Þetta eru íþróttamenn og þeir eru í íþróttum til þess að ná árangri. Það gilda sömu lögmál um þessa helgi eins og allar aðrar. Við erum að stunda okk- ar íþrótt og mjólk er góð,“ sagði Ólafur og gat leyft sér að slá á létta strengi eftir gott dagsverk. Hann bætti þó við ögn alvarlegri. „Eftir langa leikjalotu þá æfðum við lítið í síðustu viku. Við ræddum þetta að- eins og menn ætluðu bara að vera heima og einbeita sér að leiknum.“ Morgunblaðið/Jakob Fannar Ójafnt Alfreð Finnbogason og samherjar í Breiðabliki voru á tánum í gærkvöldi en Arnar Geirsson og samherjar í Val á hælunum. Blikar sýndu drápseðli  Slátruðu Valsmönnum í síðari hálfleik  Íslandsmótið gæti þróast út í kapp- hlaup tveggja liða  Ungir leikmenn Blika ákváðu að vera heima um helgina Kópavogsvöllur, Pepsi-deild karla, 14. umferð, miðvikudaginn 4. ágúst 2010. Skilyrði: Hlýtt, sólskin en gola. Völl- urinn leit vel út. Skot: Breiðablik 12 (9) – Valur 8 (5). Horn: Breiðablik 5 – Valur 6. Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Ingv- ar Þór Kale. Vörn: Arnór Sveinn Að- alsteinsson (Árni Gunnarsson 69.), Kári Ársælsson, Elfar Freyr Helga- son, Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson (Rannver Sigur- jónsson 79.), Guðmundur Krist- jánsson, Jökull Elísabetarson. Sókn: Haukur Baldvinsson, Alfreð Finn- bogason, Kristinn Steindórsson (Elv- ar Páll Sigurðsson 87.). Lið Vals: (4-4-2) Mark: Kjartan Sturluson. Vörn: Stefán Eggertsson, Atli Sveinn Þórarinsson, Martin Ped- ersen, Greg Ross. Miðja: Rúnar Sig- urjónsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Jón Vilhelm Ákason, Baldur Aðal- steinsson. Sókn: Guðmundur Haf- steinsson (Diarmuid ÓCaroll 64.), Arnar Geirsson (Þórir Guðjónsson 78.). Dómari: Erlendur Eiríksson – 4. Áhorfendur: 1.316. Breiðablik – Valur 5:0 Alfreð Finnbogason fór fremstur meðal jafn- ingja í spræku liði Breiðabliks í gærkvöldi. Al- freð fékk nægt pláss til þess að athafna sig í síðari hálfleik og skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í leiknum. „Við vorum voðalega lausir þarna frammi í seinni hálfleik. Kannski voru þeir þreyttir eftir erfiða helgi. Alla vega fengum við meiri tíma í seinni hálfleik og nýttum okkur það vel. Við er- um að koma úr tíu daga fríi og það var kannski eðlilegt að menn væru eitthvað ryðgaðir í fyrri hálfleik. Þá átti ég til dæmis að setja tvö eða þrjú mörk. Valsmenn fengu einnig tækifæri til þess en Ingvar Kale hélt okkur inni í leiknum. Þetta jafnaðist því út í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik settum við í þriðja gír og rúlluðum yfir þá,“ sagði Alfreð í spjalli við Morgunblaðið að leiknum loknum. Hinir ungu leikmenn Breiða- bliks virtust vera ansi brattir þegar á leið leik- inn og því vaknaði sú spurn- ing hvort þeir hefðu bara verið stilltir yfir hina al- ræmdu verslunarmanna- helgi. „Óli þjálfari bað okk- ur um að vera skynsama. Allir sem ég veit af voru ró- legir og með augun á mark- miðinu. Það skilaði sér í dag á meðan Valsmenn virtust vera smáþreyttir,“ sagði Al- freð og sagði gott að geta sett pressu á ÍBV í toppbaráttunni. „Við sett- um pressuna á ÍBV núna en því hefur verið öf- ugt farið vegna þess að þeir hafa oftar en ekki spilað á undan okkur og hafa sett pressu á okk- ur. Núna snerist þetta við og það verður að koma í ljós hvort þeir standast þá pressu sem við settum á þá.“ kris@mbl.is „Bað okkur að vera skynsama“ Alfreð Finnbogason Hlutskipti Atla Sveins Þórarinssonar, fyr- irliða Vals, var ekki skemmtilegt í miðri Valsvörninni á Kópavogsvellinum í gær. Valsmenn fengu á sig fimm mörk í leiknum, þar af fjögur í síðari hálfleik. Atli við- urkenndi fúslega að hann kynni engar skýr- ingar á þessu hruni hjá Val í síðari hálfleik, þegar Morgunblaðið fékk hann í viðtal strax að leiknum loknum. „Eins og þú segir þá hrundi okkar leikur bara. Blikarnir gengu á lagið og þeir eru góðir í því að sækja hratt. Þeir sýndu það og sönnuðu í dag. Við vorum í lagi í fyrri hálf- leik en það er ekkert sem réttlætir 0:5 tap. Staðan var 0:1 að loknum fyrri hálfleik og það skiptir því litlu hvort við spiluðum vel eða illa í þann tíma. Þótt það hafi ekkert ver- ið í spilunum eftir fyrri hálfleik að þeir myndu rúlla yfir okkur þá gerðist það engu að síður. Ég hef engar sér- stakar skýringar á þessu en það er alla vega ljóst að þeir fá þrjú stig út úr leiknum en við ekki neitt. Maður er hálftómur eftir þetta,“ sagði Atli og var í framhaldinu spurður að því hvort Valsmenn hefðu verið eitthvað slappir eft- ir verslunarmannahelg- ina. „Já, greinilega. Hvað sem menn höfðu fyrir stafni um helgina þá voru menn greinilega slappir eftir hana. Þeir unnu 5:0 og það er ekkert mikið meira um það að segja,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson sem saknaði félaga síns Reynis Leóssonar í leiknum sem alla jafna leikur við hlið hans í vörn Vals. kris@mbl.is „Ekkert réttlætir 0:5 tap“ Atli Sveinn Þórarinsson 1:0 42. Jökull Elísabetarsonfékk boltann rétt við víta- teigslínuna hægra megin frá Alfreð. Jökull smellti boltanum neðst í fjær- hornið, stöngin og inn. 2:0 59. Kristinn Steindórssonfékk boltann frá Alfreð inn fyrir vörn Vals. Kristinn gaf sér góð- an tíma áður en hann skoraði með vinstri fæti frá vítapunkti. 3:0 70. Haukur Baldvinssongaf inn fyrir vörn Vals á Guðmund Kristjánsson. Þegar Kjartan Sturluson kom út á móti Guðmundi þá renndi hann boltanum til hliðar á Alfreð Finnbogason sem skoraði í opið markið. 4:0 73. Guðmundur Krist-jánsson skallaði glæsilega í netið eftir hornspyrnu Kristins Jónssonar frá hægri. 5:0 76. Haukur Baldvinssontók við boltanum hægra megin við vítateiginn. Leit upp og gaf fyrir á Alfreð Finnbogason sem skoraði með viðstöðulausu skoti úr teignum. I Gul spjöld:Kári (Breiðabliki) 26. (brot), Stefán (Val) 38. (brot), Pedersen (Val) 54. (brot), Arnór (Breiðabliki) 64. (brot). I Rauð spjöld: Enginn. MMM Enginn. MM Alfreð Finnbogason Breiðabliki M Ingvar Kale (Breiðabliki) Kristinn Jónsson (Breiðabliki) Jökull Elísabetarson (Breiðabliki) Guðmundur Kristjánss. (Breiðabliki) Haukur Baldvinsson (Breiðabliki) Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) Kjartan Sturluson (Val)  Írinn Diarmuid O’Carroll kom við sögu hjá Val í fyrsta skipti í sumar en hann gekk til liðs við félagið í lok júlí. Hann var ekki í byrjunarliðinu í gær en kom inn á sem varamaður á 64. mínútu í stöðunni 0:2. Hann náði ekki að setja mark sitt á leikinn enda var leikurinn eign Blika síðasta hálf- tímann. Ekki ýkja skemmtileg byrj- un hjá Íranum.  Að loknum fyrri hálfleik var stað- an 1:0 fyrir Breiðablik en þá höfðu nokkur dauðafæri litið dagsins ljós og áttu Valsmenn þá einnig sín tæki- færi. Arnar Geirsson fór til að mynda tvívegis illa með upplögð marktækifæri. Á 29. mínútu slapp Arnar aleinn inn fyrir vörn Breiða- bliks eftir stungusendingu frá Baldri Aðalsteinssyni og fékk nægan tíma til að athafna sig en Ingvar Kale sá við honum. Á 44. mínútu slapp Arnar aftur einn á móti Ingvari en renndi boltanum til hliðar á Guðmund Haf- steinsson sem náði ekki valdi á bolt- anum og færið rann út í sandinn.  Haukur Páll Sigurðsson virtist eiga að vera í byrjunarliði Vals ef marka má afrit leiksskýrslunni sem dreift var fyrir leikinn. Þegar til kastanna kom tók Haukur ekki þátt í leiknum og kom Rúnar Már Sig- urjónsson inn í byrjunarliðið í hans stað. Þetta gerðist í Kópavogi eitt- nur n s, ð æri, hjá . yrn- kert i. - ngið örð- hef- fé- gja on, mtali aira nn stu eir eru na um að- all í att- R og dur æti o- k á nu nið- að m p aðir a í ð- om- - r , Lio- lona rið í oru rk str- ag. og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.