Morgunblaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.08.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 2010 01.09.2010 Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leik Grindavíkur og Fram Mættu við innganginn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu til að fá miða BÝÐUR ÁSKRIFENDUM ÁVÖLLINN GRINDAVÍK – FRAM 5. ágúst kl. 19:15 á Grindavíkurvelli VIÐTAL Kristján Jónsson kris@mbl.is Þormóður Árni Jónsson verður á meðal keppenda á HM í júdó sem haldið verður í Tókýó 9.-13. sept- ember. Þormóður mun fara ásamt sjö öðrum Íslendingum á Opna þýska mótið um næstu helgi. Þar mun hópurinn dvelja í um viku- tíma til þess að undirbúa sig fyrir HM. Æfingabúðir í Þýskalandi Þormóður sagði ekki veita af því þegar Morgunblaðið ræddi við hann, því hann hefur ekki keppt á móti síðan í apríl og tímabilið er rétt að fara af stað. „Menn mæta á opna þýska mótið til þess að und- irbúa sig fyrir HM og margar Evrópuþjóðir senda sína sterkustu menn. Í framhaldinu verðum við í æfingabúðum í Þýskalandi. HM í Japan sparkar af stað undirbún- ingnum fyrir Ólympíuleikana í London árið 2012. Þá fer maður að safna stigum til þess að vinna sér inn keppnisrétt á leikunum,“ sagði Þormóður í samtali við Morg- unblaðið. Hann keppti á Ól í Pek- ing og komst þar í sextán manna úrslit. HM í Japan verður hans þriðja heimsmeistaramót en Þor- móður hefur komist í sextán manna úrslit í báðum HM keppn- unum hingað til. „Mitt markmið hlýtur því að vera að komast í átta manna úr- slit. Það yrði þá framför en mótið er auk þess orðið stærra en áður. Nú mega þjóðirnar senda tvo keppendur í hvern flokk en máttu áður aðeins senda einn,“ sagði Þormóður. Tveir aðrir Íslendingar eiga keppnisrétt á HM en það eru þeir Hermann Unnarsson, sem keppir í 81 kg flokki og Kristján Jónsson sem keppir í 73 kg flokki. Eru þeir báðir að taka þátt á HM í fyrsta skipti en Bjarni Friðriksson þjálf- ari fer með þeim. Hermann varð annar á Norðurlandamótinu sem fram fór í fyrra í -81 kg flokknum. Kristján komst einnig í úrslit á Norðurlandamótinu í -73 kg flokknum og þar tapaði hann úr- slitaglímunni. Þormóður komst í 16-manna úr- slit á HM í Hollandi á síðasta ári. Þar keppti hann í +100 kg flokki og sat hjá í fyrstu umferð. Hann glímdi við Ástralann Semir Pepic í 32-manna úrslitum og hafði betur. Í 16-manna úrslitum mætti Þor- móður Abdullo Tangriev frá Ús- bekistan og tapaði hann þeirri við- ureign. Á síðasta ári varð Þormóður Norðurlandameistari í +100 kg flokki. Þrír Íslendingar fara á HM í júdó Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á leið á HM Þormóður Jónsson og Bjarni Friðriksson verða í eldlínunni á HM í Japan í september.  Þormóður, Hermann og Kristján til Japans HM í júdó » Heimsmeistaramótið fer fram í Tókýó í Japan 9.-13. september. Keppt er í átta þyngdar- flokkum í karlaflokki -60, -66, -73, -81, -90, -100, + 100 og opinn flokkur. Aðeins er hægt að keppa í tveimur flokkum, einum þyngdarflokki og opna flokknum þar sem engin þyngdarmörk eru. Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Spennan er farin að nálgast hættu- mörk í Pepsídeild karla í knattspyrnu og gæti færst enn nær þeim í kvöld þegar 14. umferð lýkur með fimm leikjum. Þeirra á meðal eru tveir leik- ir sem teljast mega til stórleikja sum- arsins hingað til. Íslandsmeistarar FH geta blandað sér af krafti í tit- ilbaráttuna með sigri á ÍBV í Vest- mannaeyjum, og nýliðaslagur Hauka og Selfyssinga að Hlíðarenda snýst nánast um líf og dauða. Haukar eru fyrir leikinn á botni deildarinnar með sjö stig og hafa enn ekki unnið leik, en Selfoss er með stigi meira. Grindvíkingar hafa svo níu stig, og þessi lið munu eflaust berjast sín á milli um að halda sæti sínu í deildinni. „Þetta er átján stiga leikur. Eig- um við ekki bara að segja það?“ sagði Kristján Ómar Björnsson, leikmaður Hauka, léttur í bragði aðspurður um mikilvægi leiksins. Það lætur nærri lagi, en Kristján var þó fljótur til að draga úr mikilvæginu.„Fyrir mót eru náttúrlega allir leikir jafn mikilvægir og við ætlum okkur náttúrlega ekki bara að vinna Selfoss, heldur öll hin liðin. Í fyrri umferðinni töpuðum við með hvað mest afgerandi hætti gegn Selfyssingum [3:0 á Selfossi] þannig að okkur finnst við kannski frekar eiga inni sigra gegn öðrum liðum. Þetta er ekki alveg „do or die“ leikur en að sjálfsögðu ætlum við okkur þrjú stig og það er mikið sjálfstraust í okk- ar liði. Við höfum verið að spila vel í fleiri leikjum en Selfyssingarnir þó að þeir eigi stig á okkur,“ sagði Kristján, en þessi tvö lið léku sem kunnugt er bæði í 1. deild í fyrra. „Leikir lið- anna hafa verið hörkuspennandi og skemmtilegir síðustu ár og það er gaman hve marg- ir leikmenn eru enn í báðum liðum þó þau séu komin í úrvalsdeild, þó þeir séu nú fleiri hjá Selfossi. Mér finnst reyndar alveg aðdáunarvert hve margir hjá þeim eru enn í liðinu sem voru að spila í 2. deild með því fyrir nokkrum árum. Það er skemmtilegra að deildin sé ekki bara eins og skipti- bókamarkaður Reykjavíkur,“ sagði Kristján. Eyjamenn stimpluðu sig ræki- lega inn í Íslandsmótið í 3. umferð þegar þeir unnu 3:2 sigur á FH í Kaplakrika. Síðan þá hefur leiðin leg- ið uppá við hjá þeim en Íslandsmeist- arnir eru enn skammt undan. Leik- urinn í kvöld er hins vegar lykilleikur uppá framhaldið fyrir FH-inga sem með tapi eru orðnir 10 stigum á eftir ÍBV. KR fær breytt lið Stjörnunnar í heimsókn en besti maður Garðbæ- inga, Steinþór Freyr Þorsteinsson, var seldur fyrir helgi. Grindavík og Fram eigast við suður með sjó og Fylkismenn taka á móti Keflvík- ingum, en bæði Keflavík og Fram eiga möguleika á að komast upp í 3. sætið á kostnað FH. „Þetta er átján stiga leikur“  Haukar og Selfoss mætast í mikil- vægum botnslag  Eyjamenn geta „losað sig við“ FH í titilbaráttunni Kristján Ómar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.