Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 2

Framsóknarblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 2
2 uam FRAMSÓKNARBLAÐIÐ M rehur Þó að dagarnir séu nú farnir að lengjast, grúfir skammdegismyrkr- ið enn yfir, skýjabólstrar hrannast um himinhvolfið og hvert stór- viðrið rekur annað, dag eftir dag og viku eftir viku. Það er íslenzk skammdegisveðrátta, þó með hrjúf ara móti. Einnig er lítið farið að birta til á himni íslenzkra þjóðmála nú, þeg ar rúmur mánuður er liðinn af ár- inu'. Þrátt fyrir stjórnarathafnir, svo sem afnám verðstöðvunarlaga og gengislækkun, virðast fjárhags- erfiðleikar blasa hvarvetna við og efnahagslegt jafnvægi vera fjar- lægur draumur. Atvinnulífið er í drómá, og atvinnuleysi hefur gert vart við sig og fer vaxandi með hverri viku, sem líður. Væntan- lega rætist nú úr því hér, þegar vertíðin er að fara í gang og tíð batnar, því tæplega er hægt að gera ráð fyrir, að svo illa ári, að heimafólk a.m.k. hafi ekki nóg að gera á vertíðinni hér í Eyjum. Hitt er svo annað mál, að tekju- missir, vegna styttri vinnutíma og stopullar vinnu seinustu mánuði ársins, sem var að kveðja, verður ekki unninn upp á komandi ver- tíð. Þar er um að ræða tjón, sem verkafólkið fær ekki bætt. Þeir eru fáir, sem í raun og veru hafa efna hagslegt þol til að bera þetta tjón vegna minnkandi vinnutekna, mið- að við undanfarin ár. Allir vita, að stórfé vantar upp á, að unnt sé fyrir venjulega fjölskyldu að lifa á tekjum átta stunda vinnudags, og horfur eru á, að það hlutfall fari versnandi á næstunni, vegna vaxandi dýrtíðar og aukinnar skattheimtu, sem rekja má til at- beina stjórnarvalda. HVER Á SÖK Á VANDANUM. Þegar þannig harðnar í ári hjá miklum þorra þjóðarinnar, og framtíðin er óviss, en erfiðleikar blasa við hjá mörgum, er ekki nema eðlilegt, að menn hugleiði, hvers vegna svona er komið. Þær hugleiðingar mega ekki eingöngu byggjast á sleggjudómum eins og því, að aflabresti á s.l. ári og slæm um viðskiptakjörum sé um að kenna. Það eru staðreyndir, að s. 1. ár, var fjórða mesta aflaár, sem komið hefur, og viðskiptakjörin voru ekki verri en svo, að þau náðu meðaltali nokkurra s.l. ára. Þetta eru undirstöðuatriði, sem ekki verður gengið framhjá, þeg- ar menn í ró og næði hyggja að ástandinu og skyggnast eftir í hverju erfiðleikarnir liggja. MEÐALÁRFERÐI OG GRUNDVÖLLURINN. Þegar verð á landbúnaðarvörum er ákveðið, er meðalbústærðin lögð til grundvallar. Sama mun vera uppi á teningnum, þegar fisk- verð er ákveðið, þá mun talað um meðalafla á bát og reiknað eftir því. Sömu lögmál gilda varðandi þjóðarbúið eða þjóðarskútuna. Þar virðist skynsamlegast að halda sig við meðallagið, bæði hvað snertir árferði og viðskiptakjör. Það er ekki skynsamlegt að reikna alltaf með toppári framundan, þó um nokkurt skeið hafi svo verið. Góð- ærin og uppgripin á að nýta til að búa í haginn fyrir framtíðina. Það sagðist núverandi ríkisstjórn líka hafað verið að gera, en í dag blasa staðreyndirnar við, efnahagsvand- ræði og jafnvel atvinnuleysi við bæjardyrnar. RÍKISSTJÓRNIN OF VEIK TIL AÐ STJÓRNA. Slíkt ástand ber stjórnarfari síð- ustu ára hér á landi ekki gott vitni og er að vonum, þó menn furði sig á, að svona skuli vera komið eftir langt góðæris og uppgripa tíma- bil. En nú blasa staðreyndirnar við, þeim verður ekki leynt leng- ur. Það var ekki safnað í korn- hlöður á góðu árunum. Gjaldeyr- isvarasjóðurinn, sem mest var gum að af í kosningabaráttunni á s.l. ári, gengur nú óðum til þurrðar, enda gifurlegur halli á utanríkis- viðskiptunum. Margt af því, sem Framsóknarmenn bentu á, að nú- verandi stjórnarstefna leiddi af sér er nú að koma fram. Ríkisstjórn, sem ekki ræður þróun verðlags- mála og hefur litla stjórn á fjár- festingu í landinu er of veik til að sitja. EETRA AÐ SEGJA AF SÉR EN SITJA OG RÁÐA EKKI VIÐ MÁLIN. Vinstri stjórnin, sem sat hér að völdum á árunum 1956—1958 kom miklu til leiðar, þar á meðal að færa landhelgi íslands út í 12 míl- ur, sem er eitt mesta afrek, sem unnið hefur verið á stjórnmála- sviði hérlendis. Hermann Jónas- son, forsætisráðherra, sýndi þá sem oftar, að hann hafði þrek og dug til að takast á við verkefnin. Þeg- ar hins vegar kom að því, að ekki var samstaða í ríkisstjórninni um úrræði til að stöðva verðþensluna í landinu, sagði hann af sér og þar með var ríkisstjórnin fallin. Hann vildi ekki bregðast þeim loforðum, sem hann í nafni ríkisstjórnarinn- ar hafði gefið, og hann vildi ekki heldur bera ábyrgð á þeim vand- ræðum, sem verðbólguþróunin leiddi af sér.. Hermann Jónasson leit á málin frá því sjónarmiði, að hlutverk ríkisstjórnar væri að stjórna fremur en að sitja. AÐ LÁTA REKA Á REIÐANUM. „Við sitjum á meðan sætt er”, sagði draugurinn á Fróðá forðum. Það virðist líka vera stefna nú- verandi stjórnarflokka. Þeir gáfu í upphafi mikil fyrirheit. Það átti að stöðva dýrtíðarþróunina í land- inu, og viðreisn atvinnuveganna var þeirra höfuðmál. Efndirnar eru þrjár gengisfellingar á átta ár- um og óðaverðbólga, sem ríður í öldum yfir þjóðfélagið. Fjárfesting in hefur verið stjórnlítil og handa- hófskennd. Atvinnuvegirnir eiga allir í vök að verjast og bátaflotinn var stöðv aður fyrsta mánuð vertíðarinnar. Þannig er grundvöllurinn eftir átta ára „viðreisn”. En ríkisstjórnin situr þó að þjóðarskútan reki á reiðanum. Saga Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík Þegar skráð verður menningar- og félagsmálasaga Reykjavíkur, til dæmis í sambandi við 1100 ára af- mæli íslands byggðar, þarf ekki að leita langt til að finna ágætt heim- ildarrit, um einn þátt hennar. Það er „Saga Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík”, sem Gísli Jónsson, kennari við Menntaskólann á Ak- ureyri, hefir skráð að ósk stjórnar félagsins. Iðnaðarmannafélagið í Reykja- vík var stofnað 3. febrúar 1867, svo að það fyllti nýlega öldina, og það var vegna þessara merku tímamóta að Gísli Jónsson, var fenginn til að taka saman sögu þess. Hefir hann skapað heillega mynd af þróttmiklu félagsstarfi, sem hefir ekki síður verið til heilla fyrir þjóðfélagið í heild en það bæjar- félag, sem er starfsvettvangur fé- lagsins, því að áhrifin hafa að sumu leyti náð til þjóðarinnar allr- ar, svo sem sýnt verður hér á eft- ir. Það er augljóst af sögu Iðnaðar- mannafélagsins, að þar hafa alltaf verið vakandi umbótmenn við for- ustu, en hún hefði þó lítt dugað, ef ekki hefði einnig komið til á- hugi hinna óbreyttu liðsmanna inn an raða félagsins. Þeir studdu stjórnina að hverju góðu máli, og það mun í rauninni undrunarefni margra, sem bókina lesa, upp á hversu mörgum góðum málum fé- lagið hefir brotið. Hér skal fátt eitt talið af þessu tagi. Félagið hefir alltaf verið mjög áhugasamt um menntun iðnaðar- manna, og það var aðeins 2ja ára þegar það byrjaði kennslu fyrir iðnaðarmenn. Henni var haldið uppi með litlum hléum þar til ár- ið 1901, þegar fastur kvöldskóli var stofnaður, en fáeinum árum síðar reistu félagsmenn hús yfir þennan skóla sinn, svo að hann þyrfti ekki að vera á hrakhólum með húsnæði. Um svipað leyti réðst félagið í annað stórvirki. Það reisti sam- komuhús það, sem síðan hefir ver- ið nefnt Iðnó, og þar dafnaði ís- lenzk leiklist áratugum saman, unz við áttum svo menntaða leikara- stétt, að þeir gátu tekið við Þjóð- leikhúsinu og leikið þar við góð- an orðstír. Frá Iðnó hefir leik- listin breiðzt um landið. Iðnaðarmannafélagið barðist líka fyrir því, að íslenzka þjóðin eign- aðist myndastyttu Einars Jónsson- ar af Ingólfi Arnarsyni og sýndi enn hugvit sitt í sambandi við það mál, því að enn réðust félagsmenn í að reisa hús, sem var síðan boð- ið, sem vinningur í happdrætti, er efnt var til vegna myndastyttu- málsins. Sýnir þetta, eins og margt annað, hversu hugkvæmir þeir hafa verið, og ekki síður, hvað þeir hafa viljað leggja í söl- urnar fyrir þau málefni, sem þeir tóku upp á sína arma. Gísli Jónsson getur þess í for- mála bókar sinnar, að hann hafi meðal annars byggt hana á bókum félagsins, en það hefir jafnan verið mjög heppið með ritara sína og bókara. Þeir hafa skráð fundar- gerðir og annað af mikilli elju og samvizkusemi. Auk þess hefir hann vitanlega leitað víða í blöð- um að efniviði, því að félagsins og starfa þess hefir að sjálfsögðu viða verið getið á prenti. Hefir hann því haft mikinn og góðan efnivið, sem hann hefir kunnað vel með að fara, því að frásögn hans sýnir glögglega, að félagið hefir ætíð átt fjölmörg áhugamál og barizt fyrir þeim af kappi. Höfundur telur, að bókin sé ekki nein meiri háttar sagnfræði. Það má til sanns vegar færa að því leyti, að hún segir ekki frá kóngum eða hershöfðingjum, sem fara sigrandi um löndin, en þegar á það er litið, að hún fjallar um þá viðleitni lítils hóps manna að gera sér og öðrum lífið bærilegra, þá er hér um merka sögu að ræða, sem felst þó víðar undir yfirborð- inu en að hún blasi hvarvetna við augum lesenda. Framhald á 4. síðu.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.