Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 4

Framsóknarblaðið - 09.02.1968, Qupperneq 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Bæjaimál Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, heldur ræðu. Skátaheimili vígt Fremur hljótt hefur nú um skeið verið um bæjarmálin í blöðum bæjarins. Er þó að vonum, að bæj- arbúar vilji fylgjast með því, sem gerist enda hefur Framsóknarblað- ið oft birt fréttir frá bæjarstjórn. Vatnsveitan er að sjálfsögðu höfuðmálið, sem nú er unnið að, og náðist í því á s.l. sumri stór á- fangi með leiðslunni .frá Syðstu- Mörk til sjávar. Kostnaður við þann hluta framkvæmdarinnar mun nú vera ca. 15 millj. kr. Af þeirri upphæð greiddi ríkissjóður á árinu sem leið kr. 2,7 millj., eða svipaða upphæð og greidd var í tolla af vatnsveituefninu. Þá var svo sem kunnugt er unn- ið mikið í bæjarkerfinu á s.l. ári. Austurbærinn var að mestu graf- inn í sundur og eru margar götur komnar í samband við væntanlegt vatnsveitukerfi. Nú í skammdeg- inu hefur verið lagt í Brekastíg og síðan er byrjað á vatnslögn í Vest- urveginn. Þannig þokast bæjar- kerfið áfram þó ekki kæmi fleira til. Þá er þess að geta í sambandi við vatnsmálið, að gengislækkunin gerir þar strik í reikninginn, þar sem hækkun, sem af henni leiðir, nemur a.m.k. 16 millj. kr. Við þá breytingu á kostnaði raskast allar áætlanir í sambandi við fjárhags- jhliðina, og verður að vinna það upp aftur eftir því, sem við á. En hvað sem því líður er vatn- ið komið niður í Landeyjasand og sjóleiðslan kemur næsta sumar og iþar með fer það að renna hingað til Eyja. Dælustöðin, sem fyrirhug. uð er í Landeyjasandi er mál út af fyrir sig, og er fyrirsjáanlegt að hún verður dýrari en búizt hafði verið við. Er nú unnið að því máli í samráði við efnahagsstofnun rík- isins, sem hefur hönd í bagga varð andi fjárútvegun til framkvæmdar innar. Á s.l. ári var mikið unnið við IÐNADARM.FÉL. Framhald af 2. síðu. Bók þessi er vel fallin til að glæða áhuga iðnaðarmanna á sögu stéttar sinnar í heild, vekja stolt þeirra yfir að vera starfsbræður slíkra áhuga- og dugnaðarmanna, sem gerðu sannarlega sitt til þess að gera garðinn frægan. Þess ber þó að geta að endingu, að eins og viðeigandi er um slíka bók, hefir Prentverk Odds Björns- sonar gert hana svo vel úr garði, sem kostur hefir verið á. endurnýjun Friðarhafnarbryggj- unnar og fer sú framkvæmd nú að nálgast lokastig. Alls mun það verk kosta nálægt 20 millj. kr. og hefur Hafnarsjóður ekki getað staðið undir þeim greiðslum. Bæj- arsjóður hefur hlaupið undir bagg- ann og á nú hjá Hafnarsjóði 12 millj. kr. Hafnarsjóður á þó svip- aða upphæð hjá ríkissjóði í ó- greiddum lögboðnum framlögum til hafnarinnar. Standa vonir til að sú upphæð greiðist eitthvað niður á næstunni og er full þörf á því. Það er ekki hægt til lengdar að byggja upp höfnina með útsvör- um bæjarbúa. Mikið var unnið á árinu í holræs um og gatnagerð. Má þar nefna Illugagötuna, Suðurveg og Nýja- bæjarbraut. Auk þess var möl bor. in í næstum alla vegi á Eyjunni og er þar um að ræða allkostnaðar- samar framkvæmdir. Annars er illt til þess að vita hve efnið er lélegt, sem við höfum í vegavið- hald og gatnagerð, *,ar sem mölin úr Helgafelli er. Má nú sjá í rign- ingunum hvernig hún rennur úr vegunum og skilur þar eftir skurði og skorninga. Hér er sem víðar þörf á nýjum úrræðum, sem þeg- ar eru fyrir hendi, þótt vegna kostnaðar verði að bíða um sinn. Myndlistarskóli Vestmannaeyja hefur starfað óslitið síðan 1954. Ekkert skipulagt tómstundastarf hefur verið stundað hér í bæ leng- ur. Nemendafjöldi hefur að miklu leyti miðast við húsrýmið, sem hópurinn hefur fengið afnot af. I ár er starfað í þrem deildum, barnadeild, unglingadeild og kvöld deild. Fastir kennarar eru þrír: Magnús Á. Árnason, Sigurfinnur Sigurfinnsson og Páll Steingríms- son. Nemendafjöldi á skólaárinu er 83. Skólinn nýtur nokkurs styrkjar frá ríki og bæ. KVENFÉLAGIÐ „LÍKN” þakkar hjartanlega öllum, sem lagt hafa félaginu lið á liðnu ári og nú síðast fyrir veitta aðstoð við skemmtun eldra fólks, þann 10. janúar. Jafnframt þökkum við öll- um, sem sóttu skemmtunina fyrir komuna. Óskum bæjarbúum árs og friðar á nýja árinu. Stjórnin. Laugardaginn 3. febrúar, var skátaheimilið í „Stúkuhúsinu” formlega vígt. í tilefni þessara merku tíma- móta í sögu skáthreyfingarinnar var haldið boð inni fyrir bæjar- stjórn og fleiri gesti. Elías Baldvinsson, formaður hús- nefndar, bauð gesti velkomna og bað þá að gera sér að góðu, er fram var reitt, en það var hið bezta heimabakað brauð, framreitt af föngulegum kvenskátum. Elías fór síðan nokkrum orðum um heimilið, lýsti húsaskipan, og gangi framkvæmda. Á s.l. ári var skát- hreyfingunni úthlutað um helm- ing af kjallara „Stúkuhússins”, hefur í haust verið unnið ötullega að innréttingu af félögunum, eldri sem yngri, svo og öðrum. Hefur innréttingin tekist með prýði, hafa skátarnir þarna til umráða, 3 fund arherbergi, eldhús, er einnig má nota sem fundarherbergi, 2 snyrti- herbergi, geymslu og fjölritunar- herbergi, þar sem áætlað er að vinna að smærri að stærri fjölrit- unarverkefnum fyrir félagsstarf- semina og aðra er þessarar þjón- ustu óska. Einnig gat hann þess, að innan tíðar fengi félagið til afnota sal í kjallara hússins er tæki um 50 til 60 manns í sæti. Elías þakkaði siðan öllum, sem unnið hafa að því að láta þennan langþráða draum verða að veru- leika, einkum þakkaði hann bæj- arstjórn fyrir velvilja og fynr- greiðslu alla. Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, tók næstur til máls og sagði það vera sér mikil ánægja að afhenda skátahreyfingunni húsakynni þessi til afnota, færði hann hreyfingunni sínar beztu árn aðaróskir og vonaði að allt starf í húsakynnum þessum mætti verða æsku þessa bæjar og byggðarlagi til heilla. Aðrir veizlugestir er tóku til máls, voru: Helgi Benediktsson, Jón Runólfsson og Magnús Magn- ússon, bæjarstjóri. Halldór Ingi Guðmundsson, skáta foringi, þakkaði fyrir hönd Skáta- félagsins Faxa, alla þá fyrir- greiðslu, er þeim hafi verið veitt svo og fögur orð og árnaðaróskir. Mikil gróska er nú yfir starfi „Faxa”, nær 200 börn og unglingar eru virkir meðlimir, pá starfar einnig deild eldri skáta með um 80 félögum, einnig er starfandi hjálparsveit og sjóskátasveit. Bœjarfréttir. Nýr knattspyrnuþjálfari. Í.B.V. hefur ráðið knattspyrnu- þjálfara, Hreiðar Ársælsson frá Reykjavík. Hann er þegar tekinn til starfa. Landakirkja. Messa kl. 2 nk. sunnudag. Séra Jóhann Hlíðar predikar. Andlát og jarðarfarir. Sveinn Ársælsson, útgerðarmað- ur, Túngötu 16, andaðist að heim- ili sínu 3. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju á morgun kl. 2 e.h. Um 60 bátar munu nú vera byrjaðir róðra og hefur afli verið allgóður síðustu daga. i ______..._.._____________„ I i Framsóknar- blaðið Rhnefnd: Sigurgeir Kristjánsson, Jóhunn Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: Sveinn Guðmundsson. Gjaldkeri: Hermann Einarsson.

x

Framsóknarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.