Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 03.05.1968, Side 2

Framsóknarblaðið - 03.05.1968, Side 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Beiihor stoðreyndir Miklar breytingar til hins verra hafa orðið á högum þjóðarinnar undanfarna mánuði. Svokölluð verðstöðvunarlög voru afnumin í ágúst í fyrra og leiddi sú ráðstöf- un af sér verðhækkanir og álögur á þjóðina upp á mörg hundruð milljónir króna. Nokkrum vikum síðar vógu stjórnarvöldin enn 1 sama knérunn með gengisfellingu, sem dró á eftir sér nýja dýrtíðar- öldu. Til að fullkomna þessar að- gerðir var verðtryggingin á laun afnumin svo kjaraskerðingin skyldi nú öll koma niður á launa- fólkinu. Þar við bættist, að nú kom fram, að atvinnuvegirnir stóðu mjög illa og sérstaklega sjávarút- vegurinn, sem ekki hafði lengur raunverulegan rekstrargrundvöll. EINS OG REIÐARSLAG. —i_____ -ihinniíii’ Allt þetta kom eins og reiðarslag yfir þjóðina, og þó sérstaklega yfir það fólk, sem hafði treyst orðum stjórnarliðsins í kosningabarátt- unni. Hvað var eiginlega að ger- ast? Höfðu ekki formælendur stjórnarliðsins bent á verðstöðvun- arlögin eins og eilífan sigurfána á kumli dýrtíðardraugsins? Höfðu þeir ekki sagt, að unnt væri að standa af sér nokkrar verðlækkan ir á lýsi og mjöli, án þess að til kjaraskerðingar þyrfti að koma, þar sem til væri gildur gjaldeyris- varasjóður? Höfðu þeir ekki full- yrt, að gjaldeyri þjóðarinnar, ís- lenzka krónan, væri trygg og á traustum grunni? Og höfðu þeir ekki staðhægt, að atvinnuvegirnir væru reknir með blóma? Já, hvað var eiginlega að ske? Það skyldi þó ekki vera komið fram, sem framsóknarmenn sögðu í kosningabaráttunni, að verðstöðv unarlögin væru eins og stífla í á, sem hlyti að bresta fyrr en seinna, nema ný og skynsamlegri stefna yrði tekin upp í efnahagsmálun- um? Var það rétt, sem framsóknar menn höfðu sagt, að viðreisnar- stjórnin væri sí og æ að safna í nýjar og nýjar gengislækkanir? Og loks, var það að koma fram, sem Framsóknarmenn höfðu sagt, að atvinnuvegirnir ættu í vök að verj ast eftir átta ára góðæri og átta ára viðreisnarstjórn í landinu? Þannig mætti lengur telja, en þeir sem vöruðu háttvirta kjósendur í fyrra við óheilindum Framsóknar- manna, ættu nú að hugleiða fram vindu málanna. VERKALÝÐSHREYFINGIN SNÝST TIL VARNAR. Fjárhagsleg velmegun alþýðunn- ar hefur að mestu byggzt á löngum vinnutíma, það er: mikilli eftir- og næturvinnu. Nú, þegar fór að sverfa að atvinnuvegunum, fóru atvinnurekendur að segja upp starfsfólkinu og stytta vinnutím- ann. Bar því á atvinnuleysi yfir skammdegismánuðina og fjöldi manna stóð nú allt í einu frammi fyrir þeirri staðreynd, að dag- vinnutekjur hrökkva hvergi nærri fyrir heimilisþörfum. Greiðslu- vandræði sigldu í kjölfarið og fá- tæktin fór að berja að dyrum. Með afnámi verðstöðvunarlaganna sprengdi dýrtíðardraugurinn af sér alla fjötra og lék nú lausum hala. Framhald á 4. síðu. Mmmm Gunnais stofno m§\. Stuðningsmenn Gunnars Thoroddsens í Vestmannaeyjum hafa stofn- að samtök vegna forsetakosninganna og opna skrifstofu í Drífanda innan skamms. Formaffur nefndarimiar er Pétur Gautur Kristjánsson, bæjar- fógetafulltrúi. Kosningasíminn verffur 1080. Stuðningsmenn Kristja'ns stofno samtöh Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns hafa stofnað kosninganefnd hér í Eyjum. Nefndin mun opna á næstunni skrifstofu í Víðidal. Formaður nefndarinnar er Andri Hrólfsson, forstjóri Flugfélags íslands í Vestmannaeyjum. IR BIFREIÐAR HUSBUNAÐUR og minnst 5 BÍLAR í hverjum ílokki

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.