Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 05.07.1968, Side 1

Framsóknarblaðið - 05.07.1968, Side 1
31. árgangur Vestmannaeyjum, 5. júlí 1968 8. tölublað Dr. Kristján Eldjárn var kjörinn forseti íslands Hlaut yfirgnæfandi meirihluta í öllum kjördæm- um landsins. Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, sigraði í forsetakosningun- um sl. sunnudag með algjörum yfirburðum. Hlaut yfirgnæfandi meiri- hluta í öllum kjördæmum landsins, minnst 60,4% í Reykjavík, mest 80,9% í Austurlandskjördæmi. Kristján Eldjárn verður því forseti íslands Kristján 26.460 eða 60,4% 4.455 eða 67,3% 3.284 eða 64,2% 3.486 eða 67,1% 8.528 eða 75,5% 4.655 eða 80,9% 5.820 eða 64,8% 10.876 eða 64,8% næsta kjörtímabil, sem hefst Reykjavík Vesturlandskjördæmi Vestfjarðakjördæmi Norðurlandskjördæmi vestra Norðurlandskjördæmi eystra Austurlandskjördæmi ....... Suðurlandskjördæmi ........ Reykjaneskjördæmi ......... 1. ágúst nk. Gunnar 16.900 eða 36,6% 2.168 eða 32,7% 1.796 eða 35,8% 1.709 eða 32,9% 2.697 eða 24,5% 1.099 eða 19,1% 3.161 eða 35,2% 5.908 eða 35,2% 35.438 eða 34,96% 67.564 eða 65,04% Framsóknarblaðið óskar frú Halldóru og dr. Kristjáni Eldjárn til ham- ingju með þennan glæsilega sigur, og óskar þess að störf þeirra megi verða þjóðinni til blessunar. Þdð tru dtrðar hröfur til Albingismanna Álögur ríkisins. Það var góður siður alþingis- manna, að halda leiðarþing á vor- in, þegar þeir komu heim eftir vetrarsetu á Alþingi. Þar gáfu þeir kjósendum sínum yfirlit um þing- mál og þróun þjóðmála á hverj- 'um tíma. Þetta verður nú fátíðara og a.m.k. gerir Guðlaugur Gísla- son ekki mikið að því, að ræða um þjóðmál eða þingmál, þegar hann dvelur hér á milli þinga. Það væri t.d ekki óeðlilegt að þingmaður- inn gerði grein fyrir því hvers vegna fjárlög ríkisins og þar með opinberar álögur hafa meira en sexfaldast þessi ár, sem hann hef- ur setið á þingi og þá ekki síður sæmilegur umræðugrundvöllur, að skattheimta ríkisins í einu eða öðru formi skuli vera nálega 6 þúsund millj. kr. á þessu ári. Nán- ar tilgreint munu það vera 30 þús- kr. á hvert mannsbarn í landinu, eða 150 þús. kr. á hverja fimm manna fjölskyldu. Hér er um skatt heimtu að ræða, sem þingmaður- inn greiðir atkvæði með á Alþingi og ber því ábyrgð á. Það skiptir ekki máli þó skattheimta ríkisins sé lúmsk að því leyti, sem hún er tekin í gegnum verðlag og af mat- arpeningum fólksins. Hér við bæt- ist svo útsvör, sem einnig er til- finnanlegur gjaldaliður, þó þar sé um lítið hlutfall að ræða móti þeim ósköpum, sem ríkið inn- heimtir af þegnum þjóðfélagsins. Þess vegna væri það heiðarlegt af þingmanninum, að ræða fyrst um skattheimtu ríkisins og svo um út- svör. Það gerir hann ekki, hann steinþegir um álögur ríkisins, sem hafa sexfaldast þessi ár, sem þing maðurinn hefur beitt áhrifum sín um á Alþingi. Stórmál í sviðsljósinu. Það eru fleiri stórmál, sem þing maðurinn hefur ástæður til að ræða og útskýra fyrir fólkinu hér í okkar heimabyggð. Afnám verð- stöðvunarlaganna í ágúst í fyrra væri verðugt umræðuefni. Þá kemur svo gengisfelling seint á fyrra ári og síðan afnám verð- tryggingar launa, sem dró á eftir sér eitt víðtækasta verkfall, sem háð hefur verið hér á landi. Þá er það gjaldeyrisvarasjóðurinn, sem gengur til þurrðar, viðskiptahall- inn og ríkisskuldirnar. Því næst væri ekki úr vegi fyrir alþingis- manninn að minnast á atvinnu- leysi, sem skaut upp kollinum á s.l. vetri og í framhaldi af því af- komu atvinnuveganna og bullandi tap hjá flest öllum rekstri í land- inu á s.l. ári hvort sem einstakl- ingar eða félagssamtöök stóðu þar á bak við. Nú er svo verkfall á Framhald á 2. síðu

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.