Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.11.1968, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 14.11.1968, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIö TttíÍÍV i Landakirkja. Messa n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Sr Jóhann Hlíðar pred- ikar. Fyrstu hækkanir af völdum gengisl'ækkunar- innar eru komnar fram. Ben zín hækkaði úr kr. 9,80 pr. 1, í kr. 11,00 og kyndiolía úr kr. 2,76 í kr. 3,27. Nýtt fyrirtæki. Rögnvaldur Bjarnason lögregluþjónn og Birgir Guð steinsson, kennari, hafa sett á laggir nýtt fyrirtæki hér í bæ, Plastver s.f. Fram- leiðsla er þegar hafin á leik- föngum. Síðar verða línu- belgir framleiddir og e.t.v. fleiri plastvörur. Iðnaður þessi er til húsa að Hólagötu 32. 5 ár frá Surtseyjargosinu. I dag, 14. nóvember eru 5 ár liðin síðan gosið hófst hér suður í hafinu, þar sem nú er Surtsey. Virðast náttúru- öflin nú vera að minnast þessa hrikalega fyrirbæris með jarðhræringum, sem eiga upptök sín í hafinu suð ur af Eyrarbakka. Kjördæmisþing Framsókn arflokksins í Suðurlandskjör dæmi var haldið að Hvoli, sunnudaginn 10. þ.m. Þing- ið sátu um 70 manns, fulltrú ar og gestir. Almiklar umræður urðu um skipulagsmál og laga- breytingar. Ritari flokksins, Helgi Bergs, hélt ræðu um stjórn- málaviðhorfið og gerði m. a. grein fyrir viðræðum við st j órnarf lokkanna. Fráfarandi formaður sam- bandsins, Sigurfinnur Sig- urðsson, baðst undan endur- kosningu, en í hans stað var kosinn Arnór Karlsson, bóndi að Bóli í Biskupstung- um. Varaformaður var kosinn Jón R. Hjálmarsson, skóla- stjóri, Selfossi. Fulltrúar úr Vestmannaeyj um voru Jóhann Björnsson og Jónas Guðmundsson, Landakoti. GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður Sunnndagslestor í hagshýrslum stórum stíl. Á því ári eydd- ust meira en þúsund milljón ir af inneignum bankanna erlendis og þar að auki varð að taka stór lán erlendis til að jafna viðskiptahallann. Á LAUGARDAGINN var bárust mér í hendur verzlun arskýrslur Hagstofunnar, fullprentaðar fyrir árið 1967 En það er eitt af því, sem þakka má véltækni nútím- an,s, að slíkar skýrslur eru nú fyrr á ferð en þær áður voru og koma því betur að gagni. Þetta er, rúmlega 200 blaðsíðna bók, full af töl- um um utanríkisviðskipti ís- lands á síðastliðnu ári, vöru- tegundir útfluttra og inn- fluttra, magn þeirra og verð mæti, viðskipti við einstök lönd o.s. frv. En þar eru líka stórfróðlegar samanburðar- töflur, sem Hagstofan hefur reiknað út og fjallar um ut- anríkisviðskipti margra ára. Þessar samanburðartöflur gera mönnum hægara fyrir að átta sig á þeim breyting- um, sem orðið hafa frá ári til árs. I einni slíkri töflu er til- greint árlegt verðmæti út- fluttra vara undanfarin 10 ár, 1958-1967. Á þessum tíma hafa sem kunnugt er verið í gildi fjórar mismunandi skráningar á erlendum gjald eyri, þannig að t.d. er Banda ríkjadoilar, sem fyrsta árið var skráður á kr. 16,32 nú í lok síðasta árs skráður á kr. 57,00. En Hagstofan reiknar út útflutning allra varanna á sama gengi, þ.e. þeirri skráningu, sem í gildi var frá 4. ágúst 1961 til 24. nóv. 1967. Samkvæmt þessu hefur árlegur útflutningur verið sem hér segir: Árið 1958 2825 millj. kr. Árið 1959 2799 millj. kr. Árið 1960 2874 millj. kr. Árið 1961 3075 millj. kr. Árið 1962 3628 millj. kr. Árið 1963 4043 millj. kr. Árið 1964 4776 millj. kr. Árið 1965 5563 millj. kr. Árið 1966 6042 millj. kr. Árið 1967 4210 millj. kr. Samkvæmt þessu var með alverðmæti þessara tíu ára 3983,5 milljónir króna og eru í fjögur ár yfir meðal- lagið þ.e. 1964—1967 að báð- um meðtöldum. í annarri töflu eru sýndar verðvísitölur útfluttra vara miðað við íslenzkar krónur allan tímann frá 1935 til árs ins 1967 að báðum meðtöld- um. Vegna gengisbreytinga eru þessar vísitölur ekki sambærilegar nema fyrir þann tíma sem skráning er- lends gjaldeyris var óbreytt. Á árunum 1962—1967, að báðum meðtöldum, veita þær nokkurn veginn rétta hugmynd um breytingu á verði þessara vara erlendis á þeim tíma. Verðvísitölur þessara sex ára eru sem hér segir miðað við 100 árið 1935: Árið 1962 1771 Árið 1963 1829 Árið 1964 2054 Árið 1965 2298 Árið 1966 2345 Árið 1967 2120 Þessar vísitölur sýna, að verðlag íslenzkra vara er- lendis, hefur orðið hæst á árunum 1965 og 1966. En næstu þrjú ár á undan var miklu lægra og raunar tals- vert lægra, en árið 1967. Verðvísitalan 1967 er 9,6% lægri en á metárinu 1966. En verðlækkunin erlendis sam- kvæmt útreikningum Hag- stofunnar varð raunar 11,6% og stafar mismunurinn (á 9,6 og 11,6%) af gengisbreyt ingunni 24 .nóvvember. En til þess að fá rétta mynd af verðbreytingum þessara sex ára, verður að hafa í huga, að frá árinu 1962 til ársins 1966 hafi verðlag útflutn- ingsvaranna hækkað um meira en 30%, eins og vísi- tölurnar sýna. í sambandi við útflutn- ingsverðmætið og verðlag út flutningsvaranna, eins og það er tilgreint í verzlunar- skýrslum, er ástæða til að til greina hér einnig árlegt verðmagn sjávarafla upp úr sjó, eins og það kemur fram í hagskýrslum um það efni, en aflamagnið hefur undan- farin 10 ár verið sem hér segir: Árið 1958 580 þús. tonn Árið 1959 641 þús. tonn Árið 1960 593 þús. tonn Árið 1961 710 þús. tonn Árið 1962 832 þús .tonn Árið 1963 782 þús. tonn Árið 1964 972 þús. tonn Árið 1965 1199 þús. tonn Árið 1966 1240 þús. tonn Árið 1967 895 þús. tonn Það sést á þessu að árið 1967 var hið fjórða í röðinni að ofan að því er aflamagn varðar á þessum áratug. Og að því er varðar verðlag er- lendis á útfluttum vörum, var það hið þriðja í röðinni. Aðeins þrisvar sinnum var afli meiri á þessum áratug. Aðeins tvisvar sinnum var verðlag hagstæðara. Sá, sem ókunnugur væri á íslandi en sæi tölurnar, sem tilgreindar eru hér að fram- an, um aflamagn verðlag út- flutningsverðmæti í heild t. d. í alþjóðaskýrslum, myndi álykta sem svo, að árið 1967 hefði verið gott ár hér. Gott ár fyrir útflutningsatvinnu- vegina og gott ár fyrir utan- ríkisverzlunina. Við íslendingar vitum hins vegar, að árið 1967 var í reyndinni erfitt ár, erfitt fyr ir útflutningsframleiðsluna og ekki síður erfitt í utanrík isviðskiptum. í lok sl. árs j barðist útflutningsfram | leiðslan í bökkum, svo ekki [ sé meira sagt og myndi hafa stöðvazt ef ekki hefðu kom- ið til opinberar aðgerðir í Þann 26. nóvember 1967 komum við nokkrir ungling- ar hér í bæ á stofn Ung- templarafélaginu Hamar. Stefnumark félagsins er að hjálpa ungu fólki til að meta rétt gildi jákvæðs félags- starfs og heilbrigðra skemmt ana þ.e.a.s. án áfengis, og veita æskunni þannig auk- inn félagsþroska. Félagið hef ur reynt að hafa dansleiki reglulega annan hvern fimmtudag. Þar hafa ávallt verið samankomnir um 150- 200 unglingar. Knattspyrnu- félagið Týr hefur reynzt okk ur vel með húsnæði fyrir dansleikina o.fl. Hljómsveit- in Taktar hefur spilað fyrir okkur endurgjaldslaust, sem hefur verið okkur mikil hjálp en því miður mun fé- lagið ekki njóta hjálpar Takta í bili, þar eð þeir eru við skólanám. Félagið hafði bundið miklar vonir með að Templarahöllin yrði tilbúin að einhverju leyti fyrir skól- ann og í því sambandi hafði fél. gert mikil kaup á leik- Ástæðurnar eru augljósar: Verðbólga, sem hafði verið að magnast árum saman, gerði útflutningsatvinnuveg unum ókleift að taka á sig 11,6% verðlækkun. Hún gerði þeim ókleift að þola meðal verð og þó hærra væri. Hún gerði þeim ókleift að komast af með meðal afla. Ótakmörkuð notkun gjaldeyris til vörukaupa og annars á árinu hafa skapað hinn geigvænlega halla í ut- anríkisviðskiptunum. Bank- arnir eru víst ekki í vafa um hvernig færi fyrir þeim, ef þeir veittu hverjum sem hafa vildi lán, sem um er beðið og hægt er að setja brúklega tryggingu fyrir. Og lánsfjárhöft hafa hér þótt góð latína, en gjaldeyrishöft ekki. tækjum og var ætlunin að hafa svokallað „opið hús” öðru hverju. En því miður Templarahöllin ekki tilbúin og því höfum við ekki getað haft „opið hús”, þar til nú að Eyjólfur Pálsson, skóla- stjóri G.Í.V. hefur sýnt fé- laginu þann skilning og vilja að leyfa félögum Hamars og nemendum skólans inni í skólanum einu sinni í mán- uði eða þar um bil. Mun fé- lagið því halda fyrsta „opið hús” í þessum mánuði og munu þá margvísleg leik- tæki s.s. bobb, borðtennis, fótboltaspil, íshockey töfl o. fl. Félagið mun fá góðan skákmann til leiðbeiningar í skák. Félagar Hamars eru j orðnir 200 talsins og má því glögglega sjá, að það nýtur mikilla vinsælda meðal ung- linganna. í stjórn Hamars eru nú: Form. Þorkell Guðfinnsson, Gjaldk. Kolbrún Óskarsd. Ritari, Bjartmar Guðlaugss. Meðstj. Birgir Óskarsson og Inga Jóna Jónsdóttir. Þökkurn innilega auðsýnda samúð og vinátta við andlát og jarðarför JÚLÍUSAR MAGNÚSSONAR endurskoðanda Þórunn Gunnarsdóttir og synir systkin og aðrir vandamenn. UNGTEMPLARAFÉLAGIÐ HAMAR

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.