Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 14.11.1968, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 14.11.1968, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Framsóknar. blaðið Ritnefnd: Sigurgeir Kristjánsson Jóhann Björnsson, áb. Afgreiðslu annast: Sveinn GuSmundsson Gjaldkeri: Hermann Einarsson „OFT ER ÞÖRF EN NÚ ER NAUÐSYN” Það er ekki nýtt að við ís- lendingar eigum í erfiðleik- um með að halda fjármála- kérfinu innan réttra tak- marka, en nú er svo komið að við okkur blasir algjört hrun og öngþveiti. Ríkis- stjórn sú, sem setið hefur við völd undanfarin 8 til 10 ár, hefur streytzt við af öll- um mætti að halda uppi kerfi, sem margsinnis á þessu tímabili, hefur sannast að sé rangt og illa til fallið gágnvart íslenzkum atvinnu- vegum og þjóðfélaginu í heild. Ekki hefur þessi ríkis- stjórn enn, séð sóma sinn í því að segja af sér og hleypa nýjum mönnum að með nýj- ar hugmyndir og áhugamál, svo komist sé að orði líkt og hinn nýkjörni formaður Sjálfstæðisfélags Vestmanna eyja í Fylki þann 8. nóv. sl. í þessu blaði svarar hann spurningunni: „Hefur þú trú á, að stjórnir eigi að sitja lengi í félögum?”. Á þessa leið, orðrétt: „Eg vil, að stjórnarskipti séu sem örust í öllum félögum. Að mínu á- liti örvar það starfsemina mikið, ef nýir menn með nýj ar hugmyndir komast að með sín áhugamál.” Þarna kemur fram ákaflega athygl isvert sjónarmið, og vert er því að benda á, að til er hér á landi félag, er nefnist þjóð félag og hefur haft yfir sér, langvarandi, sömu stjórnend ur, sem sjáanlega eru orðnir þreyttir og hugmyndasnauð- ir. Það væri því verðugt verkefni fyrir hinn nýja for mann að berjast fyrir því, á- samt öðrum, að fá að skipta um menn í stjórn Þjóðfélags ins. Því oft er þörf en nú er nauðsyn. Bjflmi 09 Gylji jelln gengió i fjórðd in Síðastliðinn mánudag lét íslenzka ríkisstjórnin fella gengi íslenzku krónunnar um 35%. Það er fjórða geng isfellingin á því 10 ára tíma bili, sem núverandi stjórnar- samsteypa hefur setið að völdum hér. Bandaríkjajdoll ar kostar nú 88,00 kr. ís- lenzkar og önnur erlend mynt hækkar hlutfallslega. Fyrir 10 árum þegar „við- reisnarstjórnin” settist í stjórnarstólana var dollarinn metinn á kr. 16,32. Þvílíkt hrun gjaldeyrisins á sér vart hliðstæðu nema þegar þjóðir eru að jafna sig eftir styrjaldarátök, eða náttúruhamfarir, sem velta öllum úr skorðum. Þeim að- stæðum hefur ekki verið til að dreifa hér. Þvert á móti hafa góðæristímar verið lengst af síðasta áratuginn. Meinið liggur í lélegri fjár- málastjórn síðasta áratug- inn. Þessi ráðstöfun kemur þjóðinni ekki á óvart. Það er nokkur tími síðan Gylfi Þ. Gíslason hætti að tala um hagvöxtinn og Ingólfur Jóns son um gjaldeyrisvarasjóð- inn. Hvorugt var raunhæft. Þjóðir, sem hafa raunveru- legan hagvöxt fella ekki gjaldmiðilinn árlega eins og hér er nú gert. Og gjaldeyr- irinn er þrotinn og geigvæn legar erlendar skuldir hafa hlaðist upp. Er jafnvel farið að tala um skuldir, sem nema 13,5 milljörðum kr. Gengisfellingin þýðir lífs kjaraskerðingu, sem nær til allra þegna þjóðfélagsins. Menn eru hins vegar mis- jafnlega við henni búnir. Sumar stéttir skammta sér laun sjálfar og sennilega hefur launamismunur aldrei verið meiri hérlendis. En hvað má verkamaður með 8 stunda vinnudag missa í þessar hallærisráðstafanir? Honum er samt sagt að axla sínar byrðar og bera þær með þögn og þolinmæði. Þjóðinni er sagt ,að það sé komin kreppa, og það er tal að um aflabrest og verðlækk un á útflutningsafurðum. Þó var s.l. ár með beztu árum, hvað aflamagn og útflutn- ingsverðmæti snerti og næstu tvö ár á undan voru metár að þessu leyti, þar sem útflutningstekjurnar voru um það bil tvöfaldar við árið 1958. Þvílík góðæri komu eins og happdrættis vinmngur inn í þjíðarbúið, en þau auðæfi voru ekki notuð til að treysta atvinnu- vegina og undirstöður efna- hagslífsins. Dýrmætu.m gjald eyri var sóað í lítt þarfan innflutning, jafnvel hundrað millj. kr. í erlent kex og tertubotna, sem hægt var að framleiða í landinu sjálfu. Þetta var kölluð frjáls verzl- un, sem var hálofuð af liðs- oddum stjórnarliða. En hvað verður nú úr þeim dýrðar- ljóma. Þjóðin er gjaldeyris- laus með gífurlegar skuldir á bakinu, sem verður að standa í skilum með. Góðær in eru liðin hjá, og enginn veit, hvenær þau verða næst á ferðinni ef þannig má kom ast að orði. Árferði er nú sennilega svona í meðallagi og virðist eðlilegt að miða stjórnarráðstafanir við það. Og ef vel væri stjórnað get- j ur þjóðin búið við batnandi j lífskjör í landinu við þær að stæður. Það er ekki skyn- samlegt að gera þjóðarskút- una út á sífellt meiri afla og betri viðskiptakjör á kom- andi ári. Þetta var þó gert, og af því verður að súpa seyðið. Það er betra minna og jafnara, segir máltækið. Og stjórnin situr. Viðræð- um stjórnmálaflokkanna er lokið. í þeim kom fram, að ríkisstjórnin vill ekki breyta um stefnu í grundvallarat- riðum. Hún virðist ætla að stýra eftir sama striki og að undanförnu. Húnn biður þjóðina um gott veður á þeirri siglingu. Það er bráðum hálft ann- að ár síðan alþingiskosning- ar fóru fram. En þar var þjóðinni sagt að „viðreisnin” hefði heppnast. Það væri mikill hagvöxtur, stór gjald- eyrisvarasjóður, verzlunar- frelsi og atvinnuvegirnir stóðu á traustum fótum. Já, þannig var sungið um við- reisnardýrðina fyrir 18 mán- uðum. Hver hefði þá trúað pví, að tvívegis yrði þessi sama „viðreisnarstjórn” bú- in að fella gjaldmiðilinn stór kostlega, og stæði uppi gjald eyrislaus segjandi þjóðinni, að nú væri eina ráðið að herða að sér sultarólina, og það innan þriggja missera. En þetta er þó staðreynd í dag. Nú eru það ekki komm- únistar og vondir Framsókn armenn, sem ferðast um landið með hrakspár og svartsýni. Það er sjálf „við- reisnarstjórnin”, sem ber að dyrum og býður upp á hall- ærisráðstafanir. Svo mikið er hennar gengisleysi. Ferskar hugmyndir í Fylki Fyrir nokrkum árum ræddu Framsóknarblaðið og Brautin dálítið skattamál og lögðu áherzlu á, að eftirlit með framtölum yrði hert, svo meira réttlæti kæmi fram í skattaálögum. Þá brá svo við, að Guðlaug ur Gíslason, alþingsmaður og bæjarstjóri brást hinn versti við og kvaðst harma að ábyrgir aðilar um bæjar- málin brigsluðu einstakling- um og heilum stéttum skatt- svik og þjófnað. í Fylki 17. júlí 1964 segir hann orðrétt: „Eg álít það illa farið, að ábyrgur aðili í bæjarmálum skuli láta sig inn á, að reyna að sá tortryggni og úlfúð manna og stétta á milli hér í þessum bæ í sambandi við skattaframtöl þeirra, sem miklu fremur er einkamál viðkomandi aðila og skatta- yfirvaldanna en umræðu- grundvöllur pólítískra blaða, sem óendanlegar yrða, ef fara ætti að ræða opinber- lega framtal livers og eins”. Með öðrum orðum, leið- togi Sjálfstæðisflokksins vildi þagga umræður um skattamálin niður og taldi þau vera einkamál. Samt hefur það nú komið í ljós, að hér var maðkur í mys- unni og málflutningur vinstri blaðanna var ekki al veg út í hött. Þegar það lá fyrir, nú fyrir skömmu breytti Fylkir alveg um skoð un í þessu efni, og fordæmir skattsvikara tæpitungu- laust. Ef til vill eru þessi skoðanaskipti fram komin í samræmi við nýja forystu í flokknum, sem af lítillæti telur það hlutverk sitt að koma fram með nýjar og ferskar hugmyndir, sem geta hrifið fólk með sér. Er því ekki úr vegi að vekja at- hygli á nokkrum setningum í síðasta Fylki, sem túlkar nýjar og ferskar hugmyndir um skattamálin. Þar segir m.a. „Segja má að skattsvik séu þjóðaríþrótt íslendinga. Allir, sem nokkra möguleika hafa á, svíkja meira og minna undan skatti. Ekki eru samt allir svo lánsamir að komast í slíka lúxus- stöðu.” Þetta eru nýjar og ferskar hugmyndir í Fylki. Ef til vill væri þó réttara að kala skattsvik löst en íþrótt. Þá telur greinarhöfundur alla seka, en er það fjar- stæða að til séu í þessu efni heiðarlegar undantekning ar? Loks er svo þessi lúxus- staða, sem sumir eru svo lánsamir að hreppa. Ný og fersk hugmynd í Fylki. En það er meira blóð í kúnni. „Margir af þeim mönnum, sem ekki finnast í útsvars- skránni ellegar bera vinnu- konuútsvar leyfa sér að búa í höllum, sigla árlega, aka um á dýrum dollaragrínum o.s. frv. Ný hugmynd í Fylki til að hrífa fólkið. Það er von maðurinn spyrji: „Er nokkur furða þótt láglauna- mönnum svíði slíkt órétt- læti? Svo kemur hneykslun- arhellan hans Guðlaugs. Fylkir segir: „Skattsvik eru ekkert annað en dulbúinn þjófnaður. Þeir eru margir þjófarnir, því allir stela und an, sem geta. Og það er miklu stolið, því auk hinna almennu skattsvika, sem er á hugmyndamáli Fylkis þjóð aríþrótt, þá er söluskattur- inn. Af honum segir Fylkir að lítill hluti skattsins komi til skila. Samt fékk nú ríkis- sjóður í sinn hut 1966 út úr söluskattinum 1260 millj. kr. þar af 19 millj. héðan úr Eyj um. En þessar 1260 milljón- eru bara lítill hluti af allri upphæðinni, hinu er stolið eftir því sem nýjar hugmynd ir og ferskar segja í Fylki þ. 8. nóv. s.I. En þvílíkt ástand í þjóð- félaginu eftir hart nær 10 ára viðreisn. Og eru það nú ekki einmitt sjálfstæðismenn sem fara með skattamálin? Þeirra er valdið og máttur- inn.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.