Morgunblaðið - 21.08.2010, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010
1. deild Mikill hiti var í Breiðholtinu í gærkvöldi þegar Leiknir og ÍR mættust í 1. deild karla
í knattspyrnu. Leiknir hafði betur en Víkingur og Þór unnu einnig sína leiki. 04
Íþróttir
mbl.is
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Merab Jordania, kaupsýslumaður
frá Georgíu, hefur fest kaup á hol-
lenska úrvalsdeildarfélaginu Vi-
tesse Arnhem. Hann tók við á
mánudag sem aðaleigandi og jafn-
framt forseti, og lýsti því yfir að
hann ætlaði sér að styrkja liðið
verulega og gera Vitesse að hol-
lenskum meisturum innan þriggja
ára.
Jordania er fyrsti útlending-
urinn sem eignast knattspyrnu-
félag í Hollandi. Það sem hins-
vegar er merkilegt við málið fyrir
Íslendinga er að hann lék á sínum
tíma með einu knattspyrnuliði ut-
an heimalands síns, og það var
Stjarnan úr Garðabæ.
Skoraði mark á Ísafirði
Jordania kom til liðs við
Stjörnumenn síðla sumars 1992, þá 31 árs
að aldri. Georgía varð sjálfstætt ríki árið
áður eftir að hafa tilheyrt Sovétríkjunum
fram að því. Jordania spilað fimm leiki með
Stjörnunni í næstefstu deild og skoraði eitt
mark í leik gegn BÍ á Ísafirði.
Að öðru leyti hefur Jordania starfað í
heimalandi sínu og þar varð hann forseti og
eigandi Dinamo Tbilisi, þekktasta knatt-
spyrnufélags landsins árið 1994. Hann var
kjörinn forseti knattspyrnusambands
Georgíu árið 1999 og gegndi því embætti
um nokkurra ára skeið.
Hæglátur og góður félagi
Bjarni Benediktsson, núverandi formað-
ur Sjálfstæðisflokksins, lék með Stjörnunni
um þetta leyti og man vel eftir Jor-
dania.
„Þetta var hæglátur og þægileg-
ur maður og reyndist góður félagi.
Mér heyrðist á honum að hann
kæmi beint úr stríðsátökum í
heimalandi sínu og hann var af-
skaplega feginn að komast hingað,“
sagði Bjarni við Morgunblaðið og
telur að Grigol Matsjavariani, sem
var þekktur georgískur Íslands-
vinur á þessum árum, hafi aðstoðað
Jordania við Íslandsförina.
„Merab var ágætur fótboltamað-
ur og var að ljúka sínum ferli þegar
hann lék með okkur. Mjög lunkinn
með boltann og með frábærar
aukaspyrnur,“ sagði Bjarni og
kvaðst hafa af og til heyrt af Jor-
dania eftir Íslandsdvöl hans.
Seldi Kinkladze til Man. City
„Það næsta sem ég vissi var að
hann var í Englandi að ganga frá
sölu á Georgi Kinkladze, þekktasta knatt-
spyrnumanni Georgíu, til Manchester City.
Hann mun hafa verið góður vinur forseta
landsins, Eduards Shevardnadze, og lið Di-
namo Tbilisi flaug víst jafnan með ríkis-
þotum á þessum árum. Nokkrum árum síð-
ar bar Eggert Magnússon mér kveðju frá
Merab sem þá var orðinn forseti knatt-
spyrnusambandsins í Georgíu og Eggert
hafði hitt hann á fundum hjá UEFA.
Það er gaman að fá þessar fréttir af Me-
rab og það verður fróðlegt að fylgjast með
því hvernig gengur hjá honum í Hollandi,“
sagði Bjarni Benediktsson.
Vitesse er með þrjú stig eftir tvær fyrstu
umferðirnar í hollensku úrvalsdeildinni en
liðið endaði í 14. sæti af 18 liðum í fyrra.
Fyrrum Stjörnu-
maður kaupir
hollenskt lið
Bjarni
Benediktsson
Merab
Jordania
Jordania lék með Stjörnunni 1992 Ætlar
að gera Vitesse að hollenskum meisturum
Bjarni Benediktsson ber Jordania vel söguna
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sænska fyrstudeildarfélagið Sundsvall hefur
áfrýjað tveggja leikja banni sem Ari Freyr
Skúlason, leikmaður liðsins, var úrskurðaður í
fyrr í þessari viku af aganefnd sænska knatt-
spyrnusambandsins, fyrir óvenjulegar sakir.
Eftir leik Sundsvall gegn Väsby á dögunum,
þar sem Ari var í leikbanni, sendi dómarinn frá
sér skýrslu um orð Ara í sinn garð eftir leik-
inn. Á henni var úrskurður aganefndarinnar
byggður.
Ari sagði við Morgunblaðið í gær að málið
væri tóm vitleysa frá upphafi til enda. „Þetta
er allt með ólíkindum. Við sátum þrír sam-
herjar í liðinu uppi í stúku, allir í leikbanni í
þessum leik, og fórum svo niður í búningsklef-
ann til að fagna sigrinum. Ég gekk framhjá
öðrum aðstoðardómaranum og sagði við hann í
mestu rólegheitum: „Þetta var ekki ykkar dag-
ur í dag.“ Hann svaraði engu og ég velti þessu
ekki frekar fyrir mér. Svo var mér tilkynnt að
það væri búið að setja mig í bann vegna
skýrslu dómarans þar sem skrifað hefði verið
að ég hefði hlaupið að aðstoðardómaranum,
öskrað á hann, og sagt ljót orð um dómara
leiksins. Það er fjarri lagi að ég færi að haga
mér á þann hátt, og hvað þá eftir sigurleik
okkar þar sem ég var í rólegheitum á meðal
áhorfenda,“ sagði Ari.
Hann vonast eftir að bannið verið stytt niður
í einn leik. „Það kom fram vitni sem staðfesti
að mín frásögn væri rétt og Sundsvall hefur
áfrýjað úrskurðinum. En við eigum leik um
helgina og ég kemst ekki hjá því að taka út
leikbann í honum. Vonandi sér knattspyrnu-
sambandið hvernig í málinu liggur og fellir
niður hinn helminginn af banninu,“ sagði Ari
Freyr Skúlason sem hefur verið í lykilhlut-
verki hjá Sundsvall í ár en liðið á afar góða
möguleika á að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni.
Vitni staðfestir sakleysi Ara Freys
Morgunblaðið/Matthías Árni Ingimarsson
Leikbann Ari Freyr Skúlason með Sundsvall.
Sundsvall áfrýjar leikbannsúrskurði sænska knattspyrnusambandsins Ari segir málið tóma vitleysu
Sigurður Ragnar Eyjólfsson,
þjálfari A-landsliðs kvenna í
knattspyrnu, tilkynnti í gær-
kvöldi byrjunarliðið gegn
Frökkum í hinum mikilvæga
leik í undankeppni HM 2011 á
Laugardalsvellinum í dag kl.
16:00.
Katrín Jónsdóttir fyrirliði
hefur jafnað sig af ökkla-
meiðslum og verður með í leikn-
um, en Þóra B. Helgadóttir er
fjarri góðu gamni vegna
meiðsla og verður hún ekki
heldur með í leiknum gegn
Eistlandi á miðvikudag.
Byrjunarliðið er þannig skipað:
Markvörður:
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Hægri bakvörður:
Rakel Hönnudóttir.
Vinstri bakvörður:
Ólína G. Viðarsdóttir.
Miðverðir:
Katrín Jónsdóttir fyrirliði og
Sif Atladóttir.
Tengiliðir: Edda Garðarsdóttir
og Sara Björk Gunnarsdóttir.
Hægri kantmaður: Dóra María
Lárusdóttir.
Vinstri kantmaður:
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Sóknartengiliður: Margrét
Lára Viðarsdóttir.
Framherji:
Dagný Brynjarsdóttir.
Þeir leikmenn sem verða utan
18 manna hóps að þessu sinni
eru Sylvía Rán Sigurðardóttir,
Harpa Þorsteinsdóttir og
Thelma Björk Einarsdóttir.
Katrín fyrirliði klár í slaginn
gegn öflugu liði Frakka
Morgunblaðið/Kristinn
Skallatækni Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir er íslenska liðinu mikilvæg í föstum leikatriðum.
íþróttir