Morgunblaðið - 21.08.2010, Page 4
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2010
01.09.2010
Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leik ÍBV og Grindavíkur
Mættu við innganginn og framvísaðu Moggaklúbbskortinu til að fá miða
BÝÐUR ÁSKRIFENDUM ÁVÖLLINN
ÍBV - GRINDAVÍK
22. ágúst kl. 18 á Hásteinsvelli
Á VELLINUM
Stefán Stefánsson
ste@mbl.is
Heldur betur dró til tíðinda í Efra-
Breiðholtinu í gærkvöldi þegar ná-
grannaslagur Leiknis og ÍR fór fram
því eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik
brast á með 2 rauðum spjöldum og
tveimur mörkum en það var ÍR sem
fékk spjöldin en Leiknir mörkin í 2:0
sigri. Sigurinn heldur Leikni enn á
toppi deildarinnar með 38 stig en ÍR
heltist úr lestinni en tölfræðin segir
þó að enn sé von.
Leiknismenn voru með strekk-
ingsvind í bakið fyrir hlé en tókst
ekki að nýta sér það til fulls. Nokkr-
um sinnum var mikil þvaga við mark
ÍR-inga en með skynsemi og því að
halda boltanum sjálfir tókst þeim að
hemja nágranna sína.
Hamagangurinn hófst þegar níu
mínútur voru liðnar af síðari hálfleik
en þá fékk Tómas Agnarsson, varn-
armaður, ÍR rautt spjald fyrir brot,
strangur dómur. Heldur hitnaði í
kolunum og þrjú gul spjöld fylgdu í
kjölfarið næstu mínúturnar auk þess
sem liðsstjórinn var sendur upp í
stúku. Leiknismaðurinn Óttar
Bjarni Guðmundsson fékk líka gult
spjald fyrir leikaraskap inni í víta-
teig ÍR. Dramatíkin fór ekki vel ÍR-
inga og ekki bætti úr skák þegar
Gunnar Einarsson, varnarmaður
Leiknis, þrumaði boltanum í hönd
Elvars L. Guðjónssonar úr ÍR á 65.
mínútu svo dæmt var víti. Aftur
strangur dómur en úr vítinu skoraði
Kjartan Andri Baldvinsson af ör-
yggi. Leiknismenn létu kné fylgja
kviði og áttu mörg færi en ÍR líka
eitt þegar Árni Freyr Guðnason tók
aukaspyrnu, sem Eyjólfur Tómas-
son í marki Leiknis varði með herkj-
um í horn. Það kom því fáum á óvart
þegar Kristján Páll Jónsson kom
Leikni í 2:0 þegar þrír Leiknismenn
voru gegn tveimur ÍR-ingum í
skyndisókn en hún hófst á því að
boltinn fór greinilega í hönd Leikn-
ismanns en ekkert var dæmt. Í lokin
fékk Árni Freyr sitt annað gula
spjald og var vikið af velli. Þrátt fyr-
ir allt var sigurinn sanngjarn en ÍR-
ingar fá hrós fyrir baráttu og að
hætta ekki þó þeir væru einum og
tveimur færri.
„Þetta var frábær leikur og góð
skemmtun fyrir áhorfendur því það
var nánast allt á suðupunkti allan
leikinn,“ sagði Kjartan Andri Bald-
vinsson sem skoraði fyrra mark
Leiknis. „Baráttan var gríðarleg en
svo náum við tökum á leiknum í
seinni hálfleik og stjórnum honum.
Síðan missir ÍR menn út af og þá
varð þetta léttara því þeir missa að-
eins einbeitinguna og byrja að safna
spjöldum. Það var jafnvel stress í
byrjun því leikurinn var mjög mikil-
vægur fyrir bæði lið en síðan róaðist
aðeins hjá okkur og spilið komst í
gang svo að við fengum fullt af fær-
um en ég held að ÍR-ingar hafi ekki
átt neitt færi,“ bætti Kjartan Andri
við og þrátt fyrir góða stöðu Leiknis
í deildinni ætlar hann að halda haus.
„Við vitum að efstu liðin liðin unnu
sína leiki svo að staðan í toppbarátt-
unni breytist ekki neitt og við tökum
bara einn leik fyrir í einu, hver leik-
ur er einskonar bikarúrslitaleikur og
við verðum að halda okkar striki. Við
erum ekkert að hugsa um neitt
nema næsta leik, megum ekkert
vera að spá of mikið í stöðuna heldur
halda hausnum rólegum og fara í
hvern leik til að vinna – alveg eins og
við höfum gert frá byrjun móts.“
Hamagangur
í Breiðholts-
slagnum
Morgunblaðið/Eggert
Rautt Tómas Agnarsson úr ÍR horfir forviða á Vilhjálm Alvar Þórarinsson dómara sýna sér rauða spjaldið á 54.
mínútu gegn Leikni í gærkvöldi. Samherji hans Haukur Ólafsson fylgist með.
Leiknir vann nágrannaslaginn við ÍR
2:0 og heldur efsta sætinu í 1. deild
Ekkert toppliðanna í 1. deild karla í
knattspyrnu var tilbúið til þess að
gefa eftir í baráttunni um sæti í
Pepsídeildinni að ári, þegar fimm
leikir fóru fram í gærkvöldi.
Þórsarar eru í 3. sæti deild-
arinnar, fjórum stigum á eftir topp-
liði Leiknis og tveimur á eftir Vík-
ingi. Akureyringar fóru á kostum
þegar þeir fengu Seltirninga í heim-
sókn í Eyjafjörðinn. Jafnræði var
með liðunum fyrstu 70 mínútur
leiksins eða svo en þrátt fyrir það
sigraði Þór 5:0. Þórsarar voru yfir,
1:0, í hálfleik en í síðari hálfleik skor-
uðu þeir þrívegis á fjögurra mínútna
kafla og gerðu út um leikinn. Ár-
mann Pétur Ævarsson var í miklu
stuði og skoraði þrennu fyrir heima-
menn en þeir Jóhann Helgi Hann-
esson og Kristján Steinn Magnússon
skoruðu sitt markið hvor. Þór hefur
34 stig í 3. sæti en Grótta er með 17
stig í 10. sæti og nýliðarnir eru í mik-
illi fallhættu þótt þeir séu ekki í fall-
sæti.
Tvö mörk Marteins Briem
Víkingar gættu þess að hleypa
Þórsurum ekki upp fyrir sig og sigr-
uðu Þrótt 3:0. Rétt eins og í leiknum
fyrir norðan var sigurinn ekki eins
sannfærandi og tölurnar bera með
sér. Hinn 18 ára gamli Sigurður Eg-
ill Lárusson kom Víkingum á bragð-
ið strax á 9. mínútu og fleiri mörk
voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.
Fyrsta korterið í síðari hálfleik
höfðu Þróttarar öll völd á vellinum
en Magnús Þormar, markvörður
Víkings, sá nokkrum sinnum við
þeim með góðri markvörslu. Vík-
ingur gerði svo út um leikinn með
tveimur mörkum frá Marteini Briem
á sex mínútna
kafla. Fyrra
markið kom á 71.
mínútu og hið síð-
ara á 77. mínútu.
Víkingur er með
36 stig eftir 18
leiki en Þróttur
er í 8. sæti með 21
stig. Með þessum
sigrum gær-
kvöldsins tókst
Leiknismönnum, Víkingum og Þórs-
urum að slíta sig frá ÍR-ingum en
Fjölnismenn eiga veika von um að
hanga inni í toppbaráttunni. Þeir
þurfa þá að vinna KA í leik sem þeir
eiga til góða og koma sér þannig í 31
stig.
Austfirðingar bitu frá sér
Fjarðabyggð tók á móti HK og
vann afar mikilvægan sigur en
Fjarðabyggð er í fallsæti með 15
stig. Eftir 2:0-sigur á HK er Fjarða-
byggð aðeins tveimur stigum á eftir
nýliðum Gróttu og fjórum stigum á
eftir HK. Bæði mörkin komu í seinni
hálfleik. Sveinbjörn Jónasson skor-
aði á 64. mínútu með þrumuskoti
upp í þaknetið frá vítateig. Fannar
Árnason innsiglaði sigurinn með
marki á 87. mínútu. Austfirðingar
eru nú fjórum stigum fyrir ofan
Njarðvík sem situr á botni deild-
arinnar með 11 stig.
Njarðvík tapaði á heimavelli 1:2
gegn Skagamönnum og var þetta
áttundi tapleikur liðsins í röð. Gary
Martin var drjúgur fyrir Skaga-
menn og skoraði bæði mörk ÍA á 9.
og 25. mínútu. Hinn 18 ára gamli
Andri Fannar Freysson svaraði fyr-
ir Njarðvík á 27. kris@mbl.is
Toppliðin gáfu
ekkert eftir
Þrenna Ármanns Péturs Ævars-
sonar fyrir Þór Martin skoraði tvö
Ármann Pétur
Ævarsson