Morgunblaðið - 02.09.2010, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.09.2010, Qupperneq 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 2010 Þróttur Reykjavík vann sér í gær sæti í úrvalsdeild kvenna, Pepsi- deildinni, á næsta sumri þegar liðið lagði Selfoss, 3:1, á Valbjarnarvelli í síðari viðureign liðanna í undan- úrslitum 1. deildar. Þróttur var síðast í efstu deild kvenna fyrir sjö árum. Fríða Þórsdóttir kom Þrótti yfir snemma leiks í gær. Olga Færseth jafnaði metin síðla í fyrr hálfleiks. Rut Þórðardóttir og Margrét María Hólmarsdóttir innsigluðu sigur Þróttar í síðari hálfleik en liðið lék manni færra síðustu 12 mínúturnar eftir að Fríða var rekin af velli. Þróttur upp í efstu deild Sigurgleði Það ríkti mikil gleði í herbúðum Þróttar eftir að liðið vann sér sæti í úrvalsdeild kvenna á næsta keppnistímabili. Morgunblaðið/Eggert Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur bætt tveimur leikmönnum í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Tékkum í und- ankeppni EM sem fer í Tékklandi á þriðjudaginn í næstu viku. Varnarmennirnir Guðmundur Reynir Gunnarsson úr KR og Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki koma inn í hópinn. Óvissa hjá Hólmari Erni Jósef Kristinn Jósefsson úr Grindavík þurfti að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla og þá ríkir óvissa með þátttöku Hólmars Arnar Eyjólfssonar úr West Ham vegna meiðsla. Hann fer með liðinu til Tékklands á sunnudaginn og telur hópurinn því 19 menn. gummih@mbl.is Eyjólfur kallað á Guðmund og Elfar Veigar Páll Gunnarsson nýtur mikillar virðingar í Nor listir sínar með Stabæk í mörg ár. Veigar þekkir því N þeir hann, en liðin mætast í undankeppni Evrópumótsi á Laugardalsvelli. ,,Ég vil meina að þetta sé alger 50/5 úrlega aðeins sterkari en við á pappírunum. Á heimave sem flesta áhorfendur á bak við okkur þá held ég að þe held að þetta verði einfaldlega þannig að liðið sem sýni öll stigin. Þetta var svolítið þannig í síðustu keppni að v kom af fullum krafti í báða leikina en vorum leiðinlega taka ekki öll sex stigin á móti Noregi. Við verðum því a lítið betur núna,“ sagði Veigar við Morgunblaðið og ha ungu strákana styrkja hópinn til mikilla muna. ,,Ég er arlega sáttur við þetta. Þessir strákar eru hrikalega gó og sést á því hvernig 21 árs landsliðið hefur staðið sig. kemur mér því ekkert á óvart,“ útskýrði Veigar. kris@m Veigar Páll: „Norðm sterkari á pappírunPepsí-deild kvennaÚrvalsdeildin, 15. umferð: Afturelding – Breiðablik .........................0:1 - Hlín Gunnlaugsdóttir 67. Staðan: Valur 15 11 3 1 63:12 36 Breiðablik 15 10 2 3 32:19 32 Þór/KA 15 10 1 4 46:20 31 Stjarnan 15 7 4 4 33:14 25 Fylkir 15 7 2 6 25:23 23 KR 15 6 4 5 18:22 22 Afturelding 15 5 1 9 13:41 16 Grindavík 15 4 2 9 12:29 14 FH 15 3 1 11 18:50 10 Haukar 15 1 2 12 10:40 5 1. deild kvenna Úrslitaleikir um sæti í úrvalsdeild, síðari leikir: ÍBV – Keflavík...........................................4:1  ÍBV vann samanlagt, 8:1. Þróttur R. – Selfoss...................................3:1  Þróttur R., vann samanlagt, 4:2. Svíþjóð Úrvalsdeild kvenna: Örebro – Djurgården................................3:1  Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdótt- ir léku með Örebro frá upphafi til enda leiks.  Guðbjörg Gunnarsdóttir stóð í marki Djurgården allan leikinn. Malmö – Kristianstad ...............................5:3  Þóra Helgadóttir lék í marki Malmö. Dóra Stefánsdóttir er meidd og var ekki með.  Margrét Lára Viðarsdóttir kom inn á sem varamaður á 81. mínútu í liði Kristi- anstad, Guðný Óðinsdóttir og Erla Steina Arnardóttir tóku þátt í leiknum frá fyrstu til síðustu mínútu. Guðný fékk gult spjald. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins. KNATTSPYRNA Ragnarsmótið Æfingamót í karlaflokki á Selfossi: HK – FH ................................................34:32 Haukar – Fram......................................31:24 Þýskaland 1. deild: Hamborg – Ahlen-Hamm.....................36:21  Einar Hólmgeirsson skoraði tvö marka Ahlen-Hamm. Flensburg – Madgeburg.......................29:33 HANDBOLTI HM karla í Tyrklandi A-riðill: Serbía – Ástralía....................................94:79 Þýskaland – Angóla...............................88:92 Argentína – Jórdanía ............................88:79 Staðan: Argentína 4 4 0 331:295 8 Serbía 4 3 1 381:274 7 Ástralía 4 2 2 305:286 6 Angóla 4 2 2 285:338 6 Þýskaland 4 1 3 287:329 5 Jórdanía 4 0 4 288:355 0 B-riðill: Króatía – Túnis......................................84:64 Íran – Bandaríkin..................................51:88 Brasilía – Slóvenía.................................77:80 Staðan: Bandaríkin 4 4 0 363:274 8 Slóvenía 4 3 1 328:316 7 Króatía 4 2 2 321:315 6 Brasilía 4 2 2 306:280 6 Íran 4 1 3 241:302 5 Túnis 4 0 4 243:315 4 C-riðill: Kína – Rússland ....................................80:89 Fílabeinsströndin – Grikkland.............60:97 Tyrkland – Púertó Ríkó........................79:77 Staðan: Tyrkland 4 4 0 307:275 8 Grikkland 4 3 1 334:297 7 Rússland 4 3 1 292:277 7 Púertó Ríkó 4 1 3 307:313 5 Kína 4 1 3 320:335 4 Fílabeinsstr. 4 0 4 246:338 4 D-riðill: Kanada – Nýja-Sjáland ........................61:71 Líbanon – Spánn ...................................57:91 Litháen – Frakkland.............................69:55 Staðan: Litháen 4 4 0 307:275 8 Frakkland 4 3 1 281:257 7 Spánn 4 2 2 331:289 6 N.-Sjáland 4 2 2 273:356 5 Líbanon 4 1 3 273:356 5 Kanada 4 0 4 263:290 4  Fjögur efstu liðin úr hverjum riðli kom- ast í 16-liða úrslit. Tvö stig eru gefin fyrir sigur og eitt stig fyrir tap. KÖRFUBOLTI KNATTSPYRNA 1. deild karla: Þórsvöllur: Þór – KA.............................18.00 HANDKNATTLEIKUR Ragnarsmótið: Selfoss: HK – Selfoss ............................18:30 Haukar – Valur......................................20:00 Í KVÖLD! Íslands- og bikarmeistarar Hauka fóru vel af stað á Ragnarsmótinu í handknattleik karla á Selfossi í gær. Þeir unnu afar sannfærandi sigur á Fram, 31:24, eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Í hinum leik kvöldsins vann HK hitt Hafnarfjarð- arliðið, FH, 34:32. Ragnarsmótið þykir marka ákveðið upphaf í hand- knattleiksvertíðinni ár hvert. Það er nú haldið í 21. sinn. Það er haldið af handknattleiksdeild Selfoss til minningar um Ragnar Hjálmtýsson, handknattleiks- mann frá Selfossi, sem lést um aldur fram 1988. Í dag mætast HK og Selfoss kl. 18.30 og Haukar og Valur kl. 20. Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu á Selfossi. Aðgangur er ókeypis en einnig er hægt að fylgjast með útsendingu leikja á sporttv.is. Haukar unnu en FH-ingar töpuðu Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Grétar Rafn Steinsson er á meðal leikreyndari leikmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Hann er ánægður með ungu mennina sem eru að koma inn í A-landsliðið og ætlar að gera sitt ýtrasta til þess að hjálpa þeim að aðlagast. Grétar seg- ir það erfiðara en margir halda að taka skrefið úr 21 árs landsliðinu og upp í A-liðið. Íslendingar mæta Norðmönnum á föstudaginn á Laug- ardalsvelli í fyrsta leiknum í und- ankeppni Evrópumótsins. „Hópurinn lítur vel út. Margir ungir leikmenn eru í hópnum og þeir eiga að nýta tækifærið og sýna að þeir séu þess verðugir að vera í landsliðinu. Ég er því bara spenntur að sjá þessa stráka taka næsta skref því þeir eiga það virkilega skilið. Norðmennirnir eru fullkomið verkefni fyrir þessa stráka og fyrir okkur eldri leikmennina til að styðja við bakið á þeim og hjálpa þeim að taka þetta skref. Þetta er erfiðara skref en marga grunar en með góð- um stuðningi frá leikmönnum og fólkinu í kring ætti þetta að verða auðveldara fyrir þá. Það verður samt sem áður mikil pressa á öllum að byrja vel í riðlinum og ef þessir strákar eiga að fá hlutverk í leikn- um á föstudaginn er eins gott að þeir séu vel undirbúnir. Við munum styðja þá eins og við getum. Einnig væri frábært ef fólk myndi fjöl- menna á völlinn og sýna strákunum stuðning. Ég er virkilega spenntur fyrir þessu verkefni og ég tel að þrjú stig séu eitthvað sem við eigum að stefna að,“ sagði Grétar í samtali við Morgunblaðið og er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn á móti Norð- mönnum. „Það er alltaf möguleiki. Þetta verður hörkuleikur. Manni skilst að þeir séu ekki með John Ca- rew og það er mikill missir fyrir þá. Aftur á móti erum við ekki með Eið Smára sem er mikill missir fyrir okkur. Við erum hins vegar með unga stráka sem eru að koma inn í þetta og það eru ákveðin kynslóða- skipti hjá okkur. 21 árs landsliðið hefur staðið sig vel og þetta eru mjög góðir leikmenn. Það er ekkert nema jákvætt. Möguleikarnir eru alltaf fyrir hendi. Ef við verðum vel skipulagðir og nýtum okkar færi þá er allt hægt. Fyrst og fremst er þetta fyrsti leikurinn í riðlinum og menn vilja byrja vel. Það er mjög mikilvægt að gera það því það er ekki mörgum stigum til að dreifa.“ Morgunblaðið/Eggert Einbeittur Grétar Rafn Steinsson og félagar hans í íslenska landsliðinu undirbúa sig fyrir erfiðan leik gegn Noregi á föstudag á Laugardalsvelli. ,,Erfiðara skref en marga grunar“  Grétar Rafn Steinsson telur að Ísland eigi að stefna að sigri gegn Noregi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.