Framsóknarblaðið - 20.12.1981, Side 8

Framsóknarblaðið - 20.12.1981, Side 8
FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Guðbjörg Sigurjónsdóttir: Ferð til Austurlanda 1981 Við íslendingarnir sem fór- um í þessa ferð erum tíu og komum við í gær 23. okt. til Kaupmannahafnar og gistum þar eina nótt. Það var mikil tilhlökkun í mér, ævintýrið mikla var að byrja spurningin var, hvað fæ ég að sjá og upplifa í þessu ferðalagi til þriggja landa Jórdaníu, ísrael og Egyptalands. ísrael var það land sem ég elskaði næst ísl- andi, gat það verið veruleiki að bráðum stigi ég fótum mínum á þá jörð, þar sem Jesú Kristur frelsari mannanna gekk um kring og kenndi og læknaði og lét að síðustu lífið fyrir okkur synduga menn. í því er hið ei- lífa líf fólgið að þeir þekki þig hinn eina sanna Guð og þann sem sú sendir Jesúm Krist. Um morguninn 24. okt., fórum út á flugvöll og hittum við þar hóp- inn frá Svíþjóð, sem við ætluð- um með, það voru átján manns, svo við vorum tuttugu og átta manna hópur. Við erum komin í loftið, það er glampandi sól í háloftinu og allir í besta skapi. Flugvélin sem við erum í er Boing 707, fljúgum í 10.000 m hæð og hraði 940 km á klst. Fljúgum yfir Þýskaland, Tékk- oslovakíu, Austurríki, Júgós- lavíu, Grikkland millilent í Aþenu. Ródos, Kýpur, Beirút, Damaskus, Amman. Sessu- nautur minn er fararstjórinn okkar og var hann að fræða mig á þessu sem á undan er sagt, einnig var hann að kenna mér eitt orð í arabisku, sukkerass sama og þökk fyrir. Þegar við komum til Amman höfuðborgar Jórdaníu þurfum við að flýta klukkum okkar um tvo tíma. Það gekk fljótt og vel að komast í gegnum tollinn, það var farið með rútu upp á hótel. Flerbergjunum fylgdi flott baðherbergi og nutum við þess að fara í bað eftir allan hitann í flugvélinni. í dag 25. okt. á að fara til Petra, það er löng leið þangað, fararstjórinn okkar er mjög léttur og skemmtilegur og heldur uppi góðum anda í hópnum með skemmtilegum sögum og skrýtlum. Á leiðinni sáum við bedúinatjöld, hér og þar og okkur var bent á tvo staði, þar sem voru húsaþyrpingar og sagt að ríkisstjórnin hefði látið byggja þessi hús handa bedú- inunum, en þeir vilja ekki búa í þeim svo þau standa að mestu auð. Við sáum mörg falleg hús í þyrpingu og voru margir ungir menn þarna fyrir utan, var okkur sagt að þetta væri bændaskóli og er það eini bændaskólinn í landinu. Það var stoppað við klettinn þar sem Móse sló með stafnum og spratt þá fram vatn mikið. Þetta gerðist þegar Móse var að leiða ísraelsþjóð til fyrirheitna lands- ins IV. Mósebók 20. kap. 1 l.v.. Sáum við klettinn og vatnslind- ina. Þegar við áttum eftir nokkra kílómetra til Petra var stoppað, voru þar þá fyrir karl- ar með hesta, sem þeir leigðu og var mikil ákefð í körlunum að leigja okkur hest og stigum við þar á hestbak og teymdu karlarnir undir okkur gegnum himinhá þröng hamragöng. Þetta var stórkostlegt ævintýri. þarna var sérstök stemming í þessu öllu, allt í einu opnast stórt svæði og erum við þá komin inn í þessa fornu borg sem hafði verið týnd svo lengi, en í jarðskjálfta sprakk bergið í sundur og þetta gil sem við fórum eftir myndaðist þá. Það var margt að sjá þarna t.d. kon- ungsgrafreit, stórt áhorfenda- svæði og margt fleira, klettarnir voru allir úthöggnir. Við fórum svo sömu leið til baka. 26. okt. Það er lagt af stað kl. átta og var nú ekið upp á Nebó, fjallið sem Móse fór upp á og leit þaðan fyrirheitna landið ísrael. Hann dó á þessu fjalli. Það var ekki gott skyggni þegar við vorum þarna og sáum við því mjög illa yfir til Israels. Það er hús þarna uppi og þar inni er mósaikgólf frá því 800 e.k. Við skoðuðum Jabbots-vað, þar sem Jakob glímdi við Guð. Eft- ir mat fórum við að skoða Jerash. Það var mikil borg á dögum Rómaveldis, rómverjar byggðu þarna stórkostleg mannvirki, við sáum mikinn leikvang sem tók um 4000 manns í sæti. Þetta var allt höggvið út í stein, við gengum flest upp öll þrepin, ég var svo- lítið lofthrædd þegar ég var komin alla leið upp. Þarna voru mikil súlnagöng. Það var margt stórkostlegt að sjá þarna, enda vorum við lengi að skoða þetta allt. Eftir þetta var farið í heim- sókn á barnaheimili sem sænsk kona rekur. Þetta heimili er fyrir vangefin og bækluð börn. Flún sýndi okkur dreng, hún sagðist hafa tekið hann og bræður hans tvo. Þeir höfðu fundist einir í kofa, faðir þeirra var dáinn og móðir þeirra hafði gifst aftur og maðurinn, sem hún giftist vildi ekkert með þá hafa og skildi móðirin þá drengina eina eftir. Mörg barn- anna þarna eru mikið bækluð og vangefin. í Jórdaníu er talið að illir andar séu í þessum börnum og þykir mikil skömm af þeim og þau eru því lokuð inni og falin. Nú er heimsókn okkar til Jórdaníu senn á enda. Þessir dagar hafa verið mjög spenn- andi við höfum upplifað og séð margt nýtt og framandi. 27. okt. Það er ekið að landamærum ísraels og fórum við þar í gegnum mikla toll- skoðun, var ég öll þukluð, skórnir mínir teknir og skoð- aðir, ég varð að smella af myndavélinni, ég var með sæl- gæti í stauk og var það tekið og hent. Þarna í tollstöðinni var pósthús, þar sem hægt var að fá skipt peningum, peningarnir í ísrael heita siklar. Loksins vor- um við komin í gegn um tollinn. Þarna á landamærunum skipt- um við um bíl og bílstjóra og einnig um leiðsögumann. Nú var ekið til Qumram að skoða hellana, þar sem Jesaja hand- ritin fundust og fleiri handrit. Þarna er gömul uppgrafin borg, þar höfðu búið menn sem köll- uðu sig syni ljóssins, Essenar. Þá var ekið ti! pálmaborgar- innar Jeríkó, þar skoðuðum við borgarmúrinn sem hrundi og húsið þar sem Rahab bjó. Það stendur svo í Biblíunni bls. 205. Fyrirsögn kaflans Almin Jerí- kó. En Jeríkó hafði lokað hlið- um sínum og var harðlokuð vegna ísraelsmanna, svo að enginn maður komst þar út né inn. Þá sagði Drottinn við Jósúa: Sjá, nú gef ég Jeríkó í þínar hendur, konung hennar og kappa. Og þér skuluð allir vígir menn, ganga kring um borgina, hringinn í kring um borgina einu sinni, svo skalt þú gera í sex daga. Og sjö prestar skulu bera sjö lúðra úr hrúts- hornum fyrir örkinni, og sjö- unda daginn skuluð þér ganga sjö sinnum kring um borgina, og prestar þeyta lúðrana. En þegar hrútshornið kveður við, þá skal allur lýðurinn æpa hróp mikið, jafnskjótt og þér heyrið lúðrahljóminn, mun þá borg- armúrinn hrynja til grunna og lýðurinn mega upp ganga, hver þar sem hann er staddur. Júsúa og lýðurinn gerði það sem Drottinn bauð- ,, Þá sagði Jós- úa við lýðinn, Æpið hróp, því Drottinn hefur gefið yður borg- ina. En borgin skal með banni helguð Drottni og allt sem í henni er, portkonan Rahab ein skal lífi halda svo og allir sem með henni eru í húsinu, því hún leyndi sendimönnum er við sendum. Borgarmúrarnir hrundu 1407 fyrir krist. Nú ók- um við til Tiberias það er falleg borg, hér munum við stoppa í tvo daga. Við fórum að synda í Genesaretvatni, borgin stendur við vatnið. Það var mjög góður hiti hér og leið mér mjög vel. Eftir kvöldmat komum við Islendingarnir ásamt fararstj- Qumran hellamir við Dauðahafið sem Jesaja handritin fundust í. Höfundur á úlfalda fyrir utan hótel í Jerusalem.

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.