Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 4

Framsóknarblaðið - 10.02.1983, Blaðsíða 4
4 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ TILLAGA I BÆJARSTJÓRN: VAXANDI ATHAFNASVÆÐI Frá athafnasvæði Skipalyftunnar. Endurbætur á Danska Pétri og Andvara. —Ljósm.: Guðmundur Sigfússon. Það fer vart fram hjá neinum er fer um svæði hafnarinnar að eftir er að reka niður stálþil á kafla milli Binnabryggju og viðlegukants Skipalyftunnar. Hjá bæjarfélagi eins og Vest- mannaeyjum sem á allt sitt undir fiskveiðum og vinnslu er okkur það kappsmál að búa vel að lífæð Eyjanna, sem er höfnin. Þaö þarf því að vinna stöðugt að því að bæta aðstöðu við höfnina. Á þessu svæði er vaxandi athafnalíf. Æskilegt er að loka þessum kafla svo hægt verði að laga til og malbika. Á síðasta fundi bæjarstjómar flutti ég þess vegna eftirfarandi tillögu til að reyna að flýta málinu: Bæjarstjóm Vestmannaeyja samþykkir að fela Hafnarstjóm að panta jám í stálþil, í því skyni að tengja saman Binnabrbyggju og viðlegukant Skipalyftu. Bæjarstjóm leggur áherslu á, að verkinu verði hraðað, svo sem kostur er. Meirihluti bæjarstjómar vildi ekki samþykkja tillögu mína, en samþykkti þess í stað að vísa henni til Hafnarstjómar. Það er rétt að taka það fram, að við öll slík verk eins og þessi þá greiðir bæjarsjóður 25% af kostnaði. Vil ég beina því til Hafnar- stjómar að þeir taki vel þessari sjálfsögðu tillögu, og sjái til að framkvæmdir sem eru til bóta fyrir höfnina fái eðlilegan fram- gang. Andrés Sigmundsson. Einar J. Gíslason í Fíladelfíu: „ÉG VIL AÐ TEK- IN VERÐI UPP HUITASKIPÍI” ■ Einar J. Gíslason er for- stöðumaður Hvítasunnusafnað- arins í Reykjavík en því starfi hefur hann gegnt frá 1. október 1970. Einar hefur unnið mikið að kirkjulegu starfi, innanlands sem utan, er menntaður frá Biblíuskóla í Svíþjóð og löngu þjóðkunnur fyrir skeieggar pre- dikanir sína í Fíladelfíukirkj- unni. Hvað er Einari efst í huga á nýbyrjuðu ári? „Mér er efst í huga þakklæti til guðs fvrir að búa í góðu landi. En minnistæðasti atburður síð- asta árs er sorgarslysið við Vest- mannaeyjar þegar belgíski togarinn Pclagus fórst. Mér er einnig ofarlega í huga hæn og ósk þjóðinni til handa. að hún hafi vit á því að standa saman og notfæra sér gæði þessa góða lands og þá stóru landhelgi sem við eigum. En til að það takist þarf kökunni að vera réttlátlega skipt." - Hvemig á að fara að því að skipta réttlátlega? „Ég hef mjög ákveðnar skoðanir á því. Ég var sjómaður í sautján ár. þar hafði háseti einn hlut, stýrimaður og vélstjóri 1 1/2 hlut og skipstjórinn hafði tvo hluti. Við gætum þá miðað við Dagsbrúnartaxtann sem verka- mannalaun. síðan fengju ráðu- neytisstjórar og aðrir háttsettir embættismenn 50% oían á þau vegna menntunar sinnar en síðan ættu ráðherrar. forseti og biskup að fá tvöföld verka- mannalaun og ekki meira. Pað ætti sem sagt að láta þessi gömlu hlutaskipti ráða. Binni í Gröf, sá landsfrægi aflamaður hafði aldrei nema tvo hluti, hásetarnir hans einn hlut og vélstjórinn fékk 1 1/2.“ ■ „Við gætum fætt hungraðan heim.“ SVtaUharðu,. skeliinus Jæja mín kæru! Margir hafa yfírgefið Sjálfstæðisflokkinn nú á síðustu dögum. Einn góðan vin hef ég eignast sem þekkir vel til á kærleiksheimili íhaldsins. Ekki vill hann láta nafns síns getið en segist vera fús til að veita upplýsingar um allt það sem er að gerast í undirdjúpum Sjálfstæðisflokksins. Skallharður Skelfínus þykir nú heldur betur hafa vænkast sinn hagur á síðustu dögum og óhætt er að upplýsa svona sitt af hvoru tagi. Skallharði fínnst gott til þess að vita að þó hann láti eitt og eitt „fast skot” fara. Þá hafa landsfeðumir séð svo um að nú er stofninn friðaður. Já mín kæru. Hvalastofninn er friðaður og ekki löglegt, siðlegt né leyfilegt fyrir nokkurn mann að ráðast að hvalastofninum sem Skallharður til- heyrir. Mikið finnst Skallharði sjálfstæðismenn alltaf vera seinheppnir að velja minn kæra frænda Valla víðförla sem tákn fyrir sinn flokk. Nær hefði verið fyrir þá að leita vel í ríki náttúrunnar að hval sem ef til vill býr sér tíl „hreiður” tU að verpa í sem tákn fyrir sinn flokk. SkaUharður hefur frétt það eftir hinum „nýja vini sínum” að aldrei hafí valdabaráttan verið meiri en einmitt nú innan Sjálfstæðisflokksins. Siggi Vídó, sem var skæðasta stjama flokksins fyrir síðustu kosningar, hefur átt í miklu basU við að halda Uðinu saman. Munu þeir er vilja verja hinn „gamla aðal” innan flokksins reynt aUt hvað er þeir gátu tU að tryggja áfram sín völd innan flokksins. Var úrslitabaráttan háð í síðasta prófkjöri. Þá fékk hinn „gamU aðaU” aldeUis að finna fyrir því að þeir ráða ekki ferðinni lengur og hin „skæða stjama” Siggi Vídó mun hafa tjáð þeim að það væri eins gott fyrir þá að fara sér hægt. Því hann réði þvi hverjir það væm er flokknum skulu stýra. Oft hefði hann staðið við stýrið og ætlaði sér að halda því áfram, hvað sem hinir „gömlu skarfar” innan flokksins rauluðu eða tautuðu. Sú varð einnig raunin. Siggi Vídó kom, sá og sigraði. Hann greip handfylli sína af atkvæðum og henti nýrri stjömu upp á stjórnmálahimininn. Einhverjum Áma er ku víst búa í Reykjavík. Ekki þekkir Skallharður haus né sporð á þessum Áma. En „gamli aðallinn” innan Sjálfstæðisflokksins mun nú vera allur í sámm og hugsar „atkvæðasmalaranum” nú þegjandi þörfína. Verður spennandi að fylgjast með þeirri baráttu sem ömgglega á eftir að vera innan Flokksins. Ljóst er á öUu að Siggi Vídó er sá sem ræður ferðinni. Svo em sumir sem bera kápuna á báðum öxlum og munu það að sögn vera þrír bæjarfuUtrúar flokksins. Tala með „gamla aðlinum” en vinna á fuUu með leiðtoga sínum Sigga Vídó. Skallharður hefur það eftir nýja vini sínum, að bæjarfuU- trúar Sjálfstæðisflokksins hafí orðið ákaflega ánægðir þegar að úrsUt lágu fyrir í Steinker málinu. Ekki vegna þess hver fékk hvað, heldur yfir því að geta áfram framfylgt sinni eigin stefnu. Að klúðra öUu. FORSETINN. FORSETINN. FORSETINN KVAÐ... Áfram ekkert múður þó á minnihluta sé snúður. Blásum í vom lúður ég veit þetta er klúður. Svo kyrjaði íhaldið í bæjarstjóm undir með forsetanum. Samþykkjum, samþykkjum, samþykkjum klúður við hlustum ei á neitt and... múður. Blásum I, blásum í, vom íhalds lúður. Við vitum, við vitum að þetta er voðalegt klúður. • • • • GULLKORNIÐ • • • • Eg veit að það er klúður. En ég styð það samt. Og þegi þú svo Ar... skrækur og skammastu þín.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.