Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.02.1983, Side 2

Framsóknarblaðið - 24.02.1983, Side 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ Það er hált á hneykslunarhellunni Blaðstjóm: Andrés Sigmundsson (ábm.) - Sigurgeir Kristjánsson Jón Eyjólfsson - Georg Stanley Aðalsteinsson Sigurður Gunnarsson - Jóhann Bjömsson Oddný Garðarsdóttir - Bima Þórhallsdóttir Guðmundur Búason FRAMBOÐSRAUNIR Það dylst engum sem með landsmálum fylgjast, að miklar hræringar eiga sér nú stað innan stjórnmála- flokkanna. Nú standa yfir prófkjör vegna komandi alþingiskosninga og í þeim hefur hin mikla togstreita, sem er í þjóðfélaginu endurspeglast alveg greinilega. Er þess skemmst að minnast að í prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík þá hrapaði formaður flokksins, Geir Hallgrímsson, niður í 7da sæti, sem þýðir það, miðað við óbreytta skipan kjördæmamála, að hann kæmist alls ekki inná þing. Og heldur væri sú staða einkennileg sem upp kæmi, ef formaður stærsta flokksins næði ekki kjöri til alþingis, eða hver myndi t.d. leiða stjórnarmyndunar- viðræður fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar þar að kæmi, ef svo færi. Yrði Albert sem óneitanlega kom út sem sigurvegari í prófkjörinu í Reykjavík, yrði það varaformaðurinn Friðrik Sophusson, eða kæmi ef til vill einhver nýr maður til? Mér finnst eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort ástæða sé til að styðja þann flokk sem ekki hefur meira álit á formanni sínum en svo að hann er settur niður í 7da sæti. En það er víðar en í Reykjavík sem Sjálfstæðismenn hafa átt erfiða daga vegna framboðslista sinna og er reyndar ekki séð fyrir endann á þeim raunum ennþá. Á Vesturlandi og Norðurlandskjördæmi vestra héldu þeir prófkjör nýlega og í báðum kjördæmum sigruðu stuðningsmenn Gunnars-armsins með miklum yfir- burðum. Á Vestfjörðum brá Geirs-armurinn á það ráð að ákveða listann einhliða í kjördæmisráðinu, til þess að útiloka stuðningsmenn Gunnars, en eftir fréttum að dæma virðist það muni leiða til þess að Gunnars-menn verði þar með sér framboð. Hér í Suðurlandi urðu miklar sviptingar hjá þeim, sem enduðu með því að Guðmundur Karlsson alþm. féll niður í fimmta sæti í prófkjöri, en í hans stað skaust Árni Johnsen, fyrrverandi Eyjamaður, upp í annað sætið og má ætla að mörgum Vestmannaeyingum og þá sérstaklega þeim sem í atvinnurekstri standa, þyki það ekki góð skipti, þar sem Guðmundur er vel kunnur atvinnurekstri hér í Eyjum og starfaði þar framarlega, áður en hann fór á þing. Svipaða sögu er að segja úr fleiri kjördæmum og allt virðist þetta benda til þess sama og það er að stuðn- ingsmenn Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn eru í raun mjög fjölmennir. Og þetta undirstrikar, að mínu áliti, þær geysilegu og ég vil segja næstum ótrúlegu vinsældir, sem núverandi stjórn nýtur enn og hefur jafnan notið meðal þjóðarinnar. Hjá Alþýðuflokknum e'r hver höndin upp á móti annarri og hefur reyndar verið svo allt frá því að Kjartan Jóhannsson hrifsaði til sín formennskuna í flokknum af Benedikt Gröndal á heldur lágkúrulegan hátt að margra áliti. Er þess skemmst að minnast er Vilmundur yfirgaf flokkinn til þess að gangast fyrir stofnun Bandalags jafnaðarmann. Og nú síðast sögðu tveir af forystu- mönnunum af sér öllum trúnaðarstöðum í þágu flokksins. Okkur Framsóknarmönnum hefur sem betur fer tekist að leysa okkar framboðsmál á farsælan hátt víðast hvar, enn sem komið er og er nú alllangt síðan gengið var frá listanum bæði hér í Suðurlandskjördæmi og víðar. Fyrir bæjarstjórnarkosningar á s.l. vori Iofuðu fulltrúar sjálf- stæðismanna bæjarbúum gulli og grænum skógum ef þeir næðu meirihluta í bæjarstjórn- inni. Þeir gáfu fyrirheit um sparnað í rekstri bæjarfélags- ins. Útgjöld til Ráðhússins og tæknideildar, sem voru sérstak- lega illa ræmd í þeirra skrifum, skyldu verða stórlega skorin niður. Nú þegar framkvæmdir á vegum bæjarins eru að falla saman, og umsvif þeirra vegna stórminnka, ber furðu lítið á sparnaði í þessum liðum í ný- afgreiddri Fjárhagsáætlun bæjarins. Jafnvel fyrrverandi kjósendur Sjálfstæðisflokksins, furða sig nú á því hvað grænu skógar íhaldsins felldu laufin og fölnuðu snemma á sumrinu í fyrra. Leikur grunur á að fúa- sveppir sýndarmennskunnar hafi leynst í trjástofnunum og hæpið að þeir beri sitt barr framar. Önnur hneykslunarhella voru hitaveitugjöldin. Þar þóttust fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins heldur betur hafa tromp á hendinni, þar sem fyrir lá fræðilegur útreikningur, sem benti til að þörf væri á hækkun upp á 30% fyrsta maí á fyrra ári, ef miðað væri við 10 ára nýtingartíma hraunvarmans. Forsendur voru þær, að hita- veitan stæði undir sér fjárhags- lega, og orkuöflunarmann- virkin á hrauninu ásamt lögn- um að dælustöð yrðu að fullu greidd og afskrifuð á sama tíma, það er á 10 árum. Miklar hækkanir á hitaveitugjaldi eru stórmál, sem ábyrgir bæjarfull- trúar taka ekki nema þeir séu sannfærðir um að hjá því verði ekki komist. Mér fannst t.d. rökin fyrir því að hraunvarminn entist aðeins í 10 ár ekki nógu sterk, og taldi að þörf væri á að kanna það mál, með það í huga að unnt kynni að vera að dreifa greiðslubyrðinni á lengri tíma. Þá lagði ég áherslu á, að hraða tengingu þeirra húsa og bygg- inga, sem ekki voru komnar í samband til að auka tekjurnar. Hugmyndir um hagstæðari langtímalán komu einnig til umræðu í fyrrverandi meiri- hluta, í því skini að létta rekst- urinn. Fregnir herma að Hita- veita Suðumesja hafi þegar komið sínum málum fyrir með þdim hætti. Pá leit ég svo á að hugsanlegt væri, að bæjar- sjóður hlypi eitthvað undir baggann, svo sem gert var varðandi Vatnsveitu Vest- mannaeyja á sínum tíma. Þá komst maðdr ékki hjá því, að hlusta á raddir frá Alþingi um —Sigurgeir Kristjánsson að jafna bæri hitakostnað í landinu, sem er réttlætismál, og þýðingarmikið varðandi búsetu fólksins í landinu. Framanrituð atriði em nokkur rök fyrir því, að það var ekki rétt sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins báru fram, að vinstri menn væru búnir að ákveða hækkun hitaveitugjalda um 30% strax eftir kosningar ef þeir héldu meirihluta. 30% hækkun á hitaveitugjöldum ofan á aðra „skattpíningu” vinstri manna, varð í skrifum og munni fulltrúa sjálfstæðis- manna slík hneykslunarhella og fordæming að langt verður að leita til að finna annað eins. Fyrir kosningar kunnu þeir ráð til að láta hitaveituna bera sig án þess að hækka gjaldið um eitt einasta prósent fram yfir verðlagshækkanir. Meira að segja bólaði á því að þeir teldu unnt að lækka það hlutfallslega með því að reikna verð- hækkanir eftir kaupgjaldsvísi- Þegar fyrrverandi meirihluti bæjarstjórnar fór frá, var gerð úttekt á stöðu bæjarsjóðs og stofnana hans miðað við 31. maí 1982. Sú úttekt var unnin af löggiltum endurskoðanda, Gunnari Zoéga. í ljós kom, að fjárhagsstaða bæjarsjóðs og stofnana hans var góð og engin athugasemd gerð af endur- skoðanda. Síðan gerðist það eftir valda- töku núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokksins, að allt fer úr böndum og síga fer á ógæfu- hlið. Sú góða samvinna sem fyrrverandi meirihluti bæjar- stjórnar hafði haft við lána- stofnanir var eyðilögð og stjómleysi í peningamálum bæjarins tók við. Jafnframt fór samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 1982 úr skorðum seinni hluta ársins vegna óstjórnar og tölu í stað byggingarvísitölu. En hvað er þá orðið okkar starf í þessu máli, gæti bæjar- stjómarmeirihlutinn spurt sjálfan sig. Það fór fljótlega að heyrast úr herbúðum sjálfstæðisfulltrú- anna, að þeir hefðu í huga að hækka hitaveitugjaldið í áföng- um. Við þá ákvörðun hafa þeir staðið, meira að segja á kosningaárinu, með því að ljúka tveimur fyrstu áföng- unum og þar með nálega 20% hækkun umfram verð- hækkanir, sem enn eru reikn- aðar eftir byggingarvísitölu. Svona harkalega er hægt að hrasa á hneykslunarhellunni. Svo em minni spámenn í flokknum famir að skrifa um þessi mál, tvær greinar í sama blað. Annars vegar er, að vísu óljóst, dregið fram hvað bæjar- búar þyrftu að greiða í hitunar- kostnað miðað við olíukynd- ingu, og þá verið að minna á, að þrátt fyrir allar hækkanir sé hitaveitan hagstæð. Hins vegar er skuldalisti hitaveitunnar birtur, að því er virðist til að réttlæta þegar framkomnar hækkanir á hitaveitugjaldinu, og boða meira af svo góðu. Þannig eru þá efndimar á einu helsta kosningaloforði fulltrúa sjálfstæðismanna fyrir bæjarstjómarkosningamar. aðhaldsleysis þannig að í lok ársins 1982 fóm framúr- keyrslur yfir svo milljónum skiptir. Greinilegt er, að fjár- hagsáætlun 1983 er bein af- leiðing þessarar óstjómar og verða til dæmis verklegar framkvæmdir með alminnsta móti, sem hér hefur verið um árabil. Verklegar framkvæmdir hafa verið miklar í Vestmanna- eyjum á undanfömum ámm. Við hörmum að stjóm Sjálf- stæðisflokksins skuli verða til þess, að samdráttur á verk- legum framkvæmdum eigi sér stað. Það er nú ljóst, að bæjar- sjóður á í mestu greiðslu- erfiðleikum sem hann hefur átt í um áraraðir eftir aðeins 8 mánaða forystu Sjálfstæðis- flokksins. Af þessum sökum munum við ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um fjárhags- áætlun bæjarsjóðs Vestmanna- eyja og stofnana hans fyrir árið 1983 eins og hún liggur fyrir við seinni umræðu og lýsum allri ábyrgð vegna fjárhagsáætlunar á hendur núverandi meirihluta bæjarstjómar. Vestmannaeyjum, 15. feb. ’83 Sveinn Tómasson (sign) Þorbjöm Pálsson (sign) Andrés Sigmundsson (sign) Ekki þarf það nú að vera einhlítur mælikvarði á gæði flokka, hvernig þeim gengur að koma saman framboðs- listum sínum, en óneitanlega hlýtur maður að efast um hæfni flokkanriá til að takast á við stjórnun landsmála, ef þeim tekst ekki að koma saman framboðslista sínum svo skammlaust sé. Og lágmarkskrafan hlýtur að vera sú að stuðnings- menn hvers flokks beri það mikið traust til formanns síns, að þeir treysti sér til að styðja hann í öruggt sæti á framboðslistanum. FJARH AGS AÆTLUN: BOKUN MINMIILUTANS Guðmundur Búason

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.