Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 1

Framsóknarblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 1
n r ÚTGEFANDI: FRAMSÓKNARFÉLAG VESTMANNAEYJA MÁLGAGN FRAMSÓKNAR- OG SAMVINNUMANNA 1 VESTMANNAEYJUM \7. tölublað Vestmannaeyjum, 24. ágúst 1983 42. árgangur I FERÐASKRIFSTOFAN OTCtXVTK * __________j HRIKALEG STAÐA BÆJARSJÓÐS Þá er nú liðið á annað ár, síðan sjálfstæðismenn náðu sterkum meirihluta í Bæjar- stjórn Vestmannaeyja. Reynslan af því stjórnarfari er því að koma í ljós. Slagorð þeirra í bæjarstjórn var eins og mönnum er í fersku minni: Breytum til hins betra." Það átti að gæta fyllsta sparnaðar í rekstri bæjarfélagsins, skipu- leggja framkvæmdamálin bet- ur og auðvitað sögðust þeir strax ætla að endurskoða fjár- hagsáætlun bæjarins, sem þá lá fyrir. En hvað hefur nú áunnist í því efhi? Mér sýnist það næsta lítið nema síður væri. Og ég verð var við að fleírí en vinstri menn hér í bænum eru á sömu skoðun. Mér var t.d. sagt að einn harðsnúinn sjálfstæðismaður sem vann af öllum mætti í bæjarstjórnarkosningunum í þeirri barnslegu trú, að sjálf- stæðismenn myndu gerbreyta öllum bæjarrekstrinum til hins betra, hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum og segi nú:,,Lengi getur vont versn- að." Fyrrverandi bæjarstjórn Fyrrverandi bæjarstjórn, undir forystu vinstri manna skilaði af sér með sóma. Bæjarstjórinn, Páll Zophan- íasson gerði glögga grein fyrir málum eins og þau stóðu þá, og þar kom skýrt fram að fjár- málin voru í góðu lagi. Þá staðreynd undirstrikuðu allir sex fulltrúar Sjálfstæðisfiokks- ins í bæjarstjórninni með því að halda bæjarstjórahjón- unum virðulegt samsæti og aíhenda Páli virðulega gjöf fyrir vel unnin störf, sem var að sjálfsögðu maklegt. Mér dettur ekki í hug að telja það eftir, þó þessir sex bæjar- fulltrúar ætu um leiðofan ísig allan skætinginn og skítkastið um ráðhúsið og fyrrverandi bæjarstjóra. Það voru þó nokkuð stórir munnbitar, sem þeim voru hreint ekki of góðir. En þrátt fyrir áð skil- merkileg staða bæjarmála lægi frammi fyrir hinum sex fulltrúum meirihlutans, þótti þeim ástæða til að fá löggiltan endurskoðandá til að fara í saumana á þessu. Niðurstaða hans var staðfesting á því sem Páll hafði áður lagt fyrir, enda sögðu þeir já og amen við öllu saman. Og þar sem staða og þar með fjármál bæjarins var góð þegar nýi bæjarstjórnar- meirihlutinn tók við, gat hann spilað út á það fyrstu mánuðina. Það var líka gert af furðulegu fyrirhyggjuleysi. I stað þess að endurskoða fjárhagsáætlunina eins ogþeir sögðust ætla að gera, var hver málaflokkurinn eftir annan keyrður fram úr því sem á- ætlað var. Þá var ekki annað að heyra en fjármálasnill- ingar meirihlutans teldu að slík fjármálastjórn væri í besta lagi. Að minnsta kosti kom það fram, á opnum fundi í fyrrahaust, að forseti bæjar- stjórnar taldi sér það til gildis, að eyðslan í síðbornar upp- græðslutilraunir hefðu farið fram úr áætlun um fjárhæð, sem fremur mátti telja í milljónum króna, en í hund- ruðum þúsunda. Þvílík af- staða bæjarstjórnarmeirihlut- ans, túlkuð af forsetanum, kom mér á óvart. I þau 20 ár,, sem ég sat í bæjarstjórn varð ég aldrei var við annað en bæjarfulltrúar litu á framúr- keyrslur sm vandamál sem bæri að varast. Vandamál sem yrði að bregðast við og þá helst með því að draga úr eyðslu á öðrum sviðum. Ann- ars hlyti að stefha í greiðslu- erfiðleika og skuldasöfhun. Eg benti þá á, að tómahljóð mundi verða í bæjarkass- anum þá um haustið, ef fjár- málastjórnin væri á þessa bókina lærð. Núverandi ástand Það kom líka á daginn, því fjármálastjórnin strandaði nokkrum dögum seinna, á því skeri, að ekki var hægt að greiða starfsmönnum bæjar- ins. launin á réttum tíma. Þá var það einsdæmi í allri sögu bæjarstjórnarinnar, að taka erlend lán til að greiða starfsmönnum bæjarins laun- iri á rétturn tímá. En þeir sögðust nú ætla að stjorna sjálfir, þessir sex fulltrúar sjálfstæðisflokksins. Og það voru þeir búnir að gera í fimm mánuði, þegar svona var komið. Slíku ástandi var ekki spáð fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar, en hér er því miður um staðreyndir að ræða. Ríkisstjórnin bjargaði íhaldsmeirihlutanum í Vest- mannaeyjum með því að greiða fyrir gengistryggðum erlendum lánum svo unt væri að greiða starfsmönnum bæjar- ins og þar á meðal tveimur efstu leiðtogum flokksins laun- in sín. Auðvitað er hér um skulda- söfhun að ræða, sem skatt- borgarar bæjarins verða að standa skil á. En því miður hallaðist meir á verri hliðina í fjármálum bæjarins á árinu sem leið. Reikningar bæjar- sjóðs liggja fyrir og hafa verið samþykktir. Þar kemur m.a. fram, að skammtímaskuldir bæjarsjóðs Vestmannaeyja hækkuðu úr 9.533.852 kr. í 21.468.134 kr. En það er hækkun um 11.934.282 krónur. Langtímaskuldir hækka líka, eða úr 22.625.448 kr. í 41.231.667 kr.Þaðerhækk- un um 18.606.219 kr. Niður- staða Samtals hækka því skuldir bæjarsjóðs á s.l. ári um 30 millj. 540 þús. 501.00 kr. Það er fast að því helmings hækkun skulda hjá bæjar- sjóði eða fasta að 100%. Mér finnst rétt að draga þessar tölur fram í dagsljósið eins og þær standa í bæjar- reikningunum fyrir árið 1982. Til glöggvunar á því hvað hér hefur verið að gerast má taka það fram, að höfuð- tekjustofn bæjarsjóðs, útsvör- in, voru á s.l. ári rúmar 30 milljónir eða sem næst sama fjárhæð og skuldasöfnunin varð á árinu. Athugið! Svo er rétt að taka það fram, að hér er aðeins rætt um bæjarsjóðinn, stofrianir bæj- arins svo sem hitaveita og hafriarsjóður eru alls ekki með í þessum tölum, en þar er staðan stórum verri. Verður ef til vill komið að því síðar. En ég vil undirstrika að fjár- málastefnan, sem fram kemur í framangreindum tölum,: er harkaleg. Það kemur að skuldadögunum. Sigurgeir Kriátjánsson \ Á ;;;l| 2—=¦¦¦ ¦ - — ~ , | ; ¦ ^ 1 m ^ ¦^ m | * , Ríkið malbikar Svo það valdi ekki misskilningi, þykir rétt að taka fram, að malbikun Dalvegar er á kostnað ríkisins. En Dalvegur, Dalavegurog Stórhöfðavegur eru þjóðvegir og allur kostnaður við þá eru á vegum Vegagerðar ríkisins. Einnig er rétt að það komi fram, að á vegum bæjarsjóðs hefur efsti kafli lllugagötu veriðmalbikaður. Það er það eina sem hefur verið malbikað á kostnað bæjarsjóðs á þessu ári. Hætt við byggingu dælustöðvarinnar Snemma á þessu ári, er unnið var við gerð fjárhags- áætlunar bæjarsjóðs, var hald" inn sérstakur tundur í bæjar- stjórn, að frurnkvæði þeirra, er nú skipa meirihluta bæjar- stjórnar, þeirra er öllu ráða. Þessi fundur var gagnlegur á margan hátt. Arnar Sigur- mundsson, formaður bæjar-. ráðs, virtist virka þar sem „æðstiprestur" þeirra meiri- hlutamanna. . Sérstaka athygli vakti á aessum fundi, er hann tók Dað fram, og lagði sérstaka á- íerslu á, að bygging Dælu- stöðvar til 'að koma koma skolpinu út úr höfhinni aust- anmeginn væri FORGANGS VERKEFNI þeirra Sjálf- stæðismanna. Þar ætluðu þeir að sýna í verki hvers þeir væru megnugir. En eins og ílestum er kunnugt var unnið að hreinsun hafnarinhar í tíð fyrrverandi meirihluta. Á síðasta kjörtímabili var allt skolp úr vesturbænum leitt út úr höfriinni. Geysistórt verk var unnið við lagningu þriggja leiðsla e-r liggja frá eystra kannti Básaskersbryggju og yfir höfriina, út á Eiði. Skurð- urinn sem gerður var fyrir þessar leiðslur er feiknalega mikið mannvirki og til marks um stærð hans má geta bess,, að það hetði verið hægt að koma Gagnfræðaskólanum endilöngum ofan í hann. Verk þetta var unnið af starfs- mönnum hafnarinnar og köf- urum og eiga þeir heiður skilið fyrir dugnað. Bæði þetta verk, sem og mörg önnur, sáust ekki. Því héldu margir, að ekki væri, unnið að brýnustu framfara- málum okkar. Það er sár- grætilegt, ab verk, sem voru svo mörg og beindust öll að því að bæta hag íbúana hér, voru ekki ofanjarðar, saman- ber þetta verk og einnig hitaveitan, skyldu vera verð- launuð á þann hátt sem bæjarbúar gerðu við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Ég hef áður látið þá skoðun í ljós, að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Á ég þar sérílagi við fyrrverandi bæj- arstjóra, sem er einn sá mesti dugnaðarþjarkur sem við höf- um átt. Halla ég þá ekki á aðra sem unnið hafa Eyjun- um vel. Svo oft hefur það gerst í sögunni, að smámálin eru gerð að stórmálum, og ég full- yrði að það reið bagga- muninum. Ég er ekkert hissa þegar ég heyri í dag, að margur sjái eftir því. Framhald á baksiðu.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.