Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 24.08.1983, Blaðsíða 2
1 framsóknarblaðið RITSTJÓRI OG ,\BVRGf)/VRMA})UR: Andrés Sigurmundsson RITNEFND: Sigurgcir Kristjánsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Búason, Jón EyjóUsson, Oddný Garðaisdóttir, Bima Þórhallsdóttir, Georg Stanley AðaJsteinsson, Jóhann Bjömsson. Setning og prentun: EYJ.VPRENT H.F. Stuttur reynslutími JVú eru liðnir rétt um þrír inánuðir síðan ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstceðisflokks var mynduð. Ekki er þ'að nú langur reynslutími ogþví naumast tímabœrt að fella dóm um störf hennar. Stjórnin, semýmsir vilja nú nefna neyðarstjórn, var mynduð við mjög erfiðar aðstœður, ört vaxandi verðbólgu og skuldasöfnun erlendis, þannig að í algjört óefni stefndi, yrði ekki griþið til mjög róttœkra aðgerða. Og því ber ekki að neita, að aðgerðir stjórnarinnar hafa verið róttœkar, ber þar vissulega langhœsl algjörfrysting launa og takmarkaðar verðbœtur á laun. Þetta hlýtur að koma hart niður til að byrja meðog ekkisístþegarþess ergœtt, að á sarna tíma eru verðhœkkanir vegnagengisfellingar að komafram,af fullum þunga. Þá hafa hœkkanabeiðnir opinberra fyrirtœkja verið með almesta móti að undanförnu og tvímœlalaust hefur veriðgengið oflangt í því að leyfa hœkkanir opnberrarþjónustu og sérstaklega hlýtur hin mikla hœkkun raforkuverðs að koma þungt niður á rekstri fyrirtœkja og ekki síður rekstri heimilanna. Hinar gengdarlausu rafmagnshœkkanir á undanförnum árum geta alls ekki talist eðlilegar og ber því að fagna þeirri ákvörðun iðnaðarráðherra, að láta hlutlausa aðila fara ofan í saumana á rekstri Landsvirkjunar og Rafmagnsveilnanna. En auðvitað ber að leggja áherslu á, að þegar niðurstöður þeirra rannsókna liggja fyrir, þá verði gerðar lagfæringar á rekstrinum í samrœmi við niðurstöðurnar, en ekki eins og oft vill verða, að skýrslur eru samdar og látið þar við sitja. A sama hátt þarf síðan að kanna rekstur fleiri opinberra Jýrirtœkja, sérstaklega peirra sem búa við aigjöra einokunaraðstöðu. Oft á tíðum virðist sem forráðamönnum þessara stofnana gleymist alfarið hjá hverjum þeir vinna og nœgir þar að minna á ummœli Jóhannesar JVordal í sjónvarpinu nýlega. Ekki var hœgt að skilja hann öðruvísi en svo, að Seðlabankinn vœri einhverskonar ríki í ríkinu, sem hefði grœlt svo á liðnum árum, aðhanngœti leyft sér að fara út í tugmilljóna króna byggingu, á sama tíma og öðrum ersagt að herðn nú ólina og ráðast ekki í nýjar fjárfestingar. Batnandi atvinnuhorfur Það duldist engum í vor, að atvinnuastand var ótryggt og pað svo, aö stefndi í verulegt atvinnuleysi, ef ekkertyrði að gert. Sem betur fer hefur ekki til þess komið og fari svo eins ogýmsar spár benda til, að í kjölfar ráðstafana ríkisstjórnarinnar fylgi minnkandi verðbólga og meiri stöðugleiki í peningamálum, þá er nokkuð víst að mönnum muni á ný aukast bjartsýni, sem nœgi til þess að ráðist verði í uppbyggingu nýrra alvinnugreina og þœr sem fyrir eru styrkist svo, að nœgi til þess að allir hafifuÍla atvinnu. Sérstaklega er ánœgjuleg sú þróun sem nú á sér stað í Eyjum, með stækkun skiþastólsins að undanförnu. Er þeim. sem að þeirri stœkkun standa, hér með óskað til hamingju og sú von látin í Ijós, að farsœllega mum til takast. Auðvitað vœri œskilegra að svona uppbygging œtti sér stað á samvinnugrundvelli, svo sem víða hefur sannast. A það hefur verið bent hér í blaðin áður, að séu atvinnufyrirtœkin og þá sérstaklega þau stœrri í einkaeign, að þá er alltaf sú hœtta fyrir hendi að við eigendaskipti séu fjármunir fluttir burl úr byggðarlaginu, til ómetanlegs tjóns fyrir íbúana. Við skulum vona, að til þess komi ekki hér. Mismunandi lífsskoÖanir Það var athyglisvert að horfa á rökrœður þeirra Alberts Guðmundssonar núverandi fjármálaráðherra og Ragnars Arnalds fyrirrennara hans íþvíembœtti ísjónvarpinu s.l. föstudag. Svo sem við var að búast var mikill ágreiningur hjá þeim, hvað varðar þáttöku ríkisins í rekstri atvinnufyrirtœkja. Ekki var nú alveg samrœmi í málflutningi Alberts t.d. þegar hann mœlti með þátttöku ríkisins í rekstri Alafossverksmiðjunnar, á sama tíma og hann vill losa ríkið úr öllum atvinnurekstri. Ánœgjulegast er þó að heyra hversu mikill samvinnumaður Albert er ennþá, en hann varði miklum hluta af tíma sínum í að hvetja Siglfirðinga til að byggjasitt atvinnulíf upp, í samvinnuformi. Er gott til þess að vita að hann skuli enn búa aðþeirri undirstöðu sem hann fékk í Samvinnuskólanum á sínum tíma. Veist þúhverju þaðgetur forðað ir |JUMFERÐAR ■ Sú saga hefur gengið staflaust manna á meðal síðustu vikurnar, að skömmu eftir myndun núverandi neyðarríkis- stjórnar og meginráðstafanir hennar gegn verðbólgu hafi fréttastofa ríkisútvarpsins, eða einhverjir þáttaspyrlar þeirrar stofnunar, farið á fund hins margvísa manns, Björns Pálsson- ar, bónda á Löngumýri, og áður alþingismanns, og leitað véfrétta hjá honum og álits um ríkisstjórnina og gerðir hennar í því skyni að birta landslýðnum í sjálfu ríkisútvarpinu. Sagan segir að í spjalli sínu hafi Björn lýst stjórnarmyndun- inni svo, að þeir Geir og Steingrímur hafi setið ásamt vitringaliði sínu með tvær fötur á milli sín. í annarri var olía ei; hinni vatn. Spjall þeirra flokksfeðra og húskárla þeirra snerist um það, hver áhrifin yrðu ef innihaldinu úr fötunum væri skvett yfir efnahagslífið í landinu svo aJ sýna mætti þjóðinni svart á hvítu hvernig dæmið stæði. Komu allir útreikningar vísindamanna í einn stað, þann að það mundi æsa verðbólgubálið um allan helming, ef skvett væri úr olíufötunni, en sefa það og jafnvel slökkva ef haglega væri ausið á það úr vatnsfötunni. Ráðið væri þá að mynda ríkisstjórn sem beitti vatnsfötunni á bálið en kostaði sér allri til að verjast skvettum úr olíufötunni. En allt var komið í eindaga þegar menn höfðu lagt á ráðin um þetta slökkvistarf, og ríkisstjórnina varð að mynda í ■ „Það er ömurieg þverstxða að þjóð sem er flestum anðugri að ódýrri fossorku skuli búa við hxsta raforkuverð meðal nágranna sinna“. Myndin er frá Hrauneýjafossvirkjun. Olíufatan og vatnsfatan grænum hvelli. Þaö var gert og síðan gripið í dauðans ofboði til fötu. En þá segir sagan - og ber Björn á Löngumýri fyrir því,- að orðið hafi afleit misgrip, sem sé þau að ríkisstjórnin greip í ofboði olíufötuna í stað vatnsfötunnar og skvetti rösklega á verðbólgubálið. Hvort sem þessi flökkusaga er með réttu kennd við Bjöm á Löngumýri eða ekki, þá er hún skilgóð dæmisaga og túlkar vafalaust ailvel viðhorf almennings í landinu þessar vikurnar, og sé hún ekki frá Birni komin heldur vaxin upp úr þjóðarvitundinni, sýnir hún vel góðan hug sögugerðarmanna til Björns og almenningi finnst vel við eiga að gera hann að talsmanni sínum fyrir almenningsálitið með þeim snjalla og meinfyndna skírskotunarhætti sem hann er löngu þjóðfrægur fyrir. Sé sagan um útvarpsviðtalið og þessi ummæli Björns í því hins vegar sannleikur hljóta menn að undrast hvað dvelji Orminn langa á þeim bæ, því að samtalið við Björn hefur ekki heyrst enn á öldum ljósvakans - eða hefur það fari fram hjá mér? Ég hef engan hitt sem hefnr heyrt það heldur. Orkuhækkunarskvettan Þótt ýmsum þætti sem fötumisgrip hefðu orðið í upphafi herfararinnar gegn vérðbólgunni í höndum ríkisstjórnarinnar er hitt þó sýnu verra, að þessi sömu misgrip virðast hafa átt sér stað hvað eftir annað síðan. Þó skal alls ekki fyrir það synjað að í sumum tilvikum hafi verið gripið til vatnsfötunnar með nokkrum árangri. Hitt skilst ríkisstjórninni augsýniléga ekki nógu vel, að baráttan við verðbólguna er tvíhliða eins og flest önnur nýtileg úrræði í bjástri manna. Það er ekki nóg að leggja þungar byrðar á mannfólkið í krossferð gegn verðbólgu. Herstjórnin verður líka að sjá til þess að burðardýrin fái orku til þess að rísa undir byrðunum. Annars er herförin vonlaus. Síðasta dæmið um forsjárbrest af þessu tagi er orkuhækkunarskvettan, sem augsýnilega var úr olíufötunni eins og fleiri, það er nóg að kunna að leggja saman tvo og tvo til þess að skilja, að þessi skvetta hlýtur fyrr en síðar að hafa í för með sér meiri háttar ósigur á einhverjum vígstöðvum í verðbólgustríðinu. Þessi byrði var ekki lögð á landsfólkið í þágu verðbólgustríðsins, heldur er þetta augsýnilega styrkur til ómaga, sem kominn er á landssveitina fyrir ónytjuhátt sinn og landsfeðra, og þessi sveitarþyngsli skerða mjögþað framlag sem hægt væri annars að leggja til verðbólgustríðsins. Það er engin afsökun að segja, að þetta stafi af því að fyrrverandi ríkisstjórn hafi verið of treg til hækkana á orkuverði og ekki farið að kröfum orkustofnana. Það er engu að síður staðreynd að íslenskt orkuverð er orðið þyngra á herðum íslenskra heimila og atvinnuvega en í orkusnauðum nágrannalöndum eins og Danmörku, sem enga fossa á, hvað þá í Noregi og Svíþjóð, jafnvel svo að fimmfalda má orkuverð til heimila sumra þeirra landa svo að nái orkuverði okkar. Orkuverð til íslensjcra heimila og atvinnuvega hefur mörg undanfarin ár verið fullkomlega nógu hátt, miðað við næstu lönd, til þess að standa undir orkuframleiðslunni, ef ekki væru maðkar í mysunni. Hér hlýtur að koma tvennt til: Ófyrirgefanleg afglöp Alþingis og ríkisstjórna við ákvörðun stórvirkjana, lántökur vegna þeirra og orkugjafir til erlends stóriðnaðar í landinu. Á refUstígum Það hefur lengi verið básúnað, að óbeislað vatnsafl íslands væri einhver mesta auðlind okkar. Á árunum eftir stríð var sú hætta talin yfirþyrmandi, að kjarnorkan væri í þann veginn að leysa vatnsafl af hólmi sem ódýrasti orkugjafi til rafmagns- framleiðslu. Þess vegna yrðum við að ganga berserksgang í stórvirkjunum fallvatna og finna orkukaupendur til þess að missa ekki alveg af strætisvagniaum og láta koma í veg fyrir að fossamir yrðu verðlausir í höndum okkar. Þetta var og er afsökun þeirra - ef afsökun skyldi kalla - sem óðu fyrirhyggju- laust í stórvirkjanir sem byggðar vom á ókjarasamningum við erlendan og ósvífinn álhring. En svo undarlegt sem það er þá hefur þessi sami söngur glumið úr barka margra alþingismanna og ráðherra flestar stundir síðan þótt forsendur séu gérbreyttar og fyrir löngu sé komið á daginn að fossum okkar stafar ekki sú hætta af samkeppni kjarnorkunnar, sem menn töldu við blasa fyrir þremur áratugum. Menn láta enn sem lífið liggi á að virkja - og virkja sem allra stærst fyrir markað erlendrar stóriðju. Ömurieg þverstæða Það var ekki of fast að orði kveðið hjá forsætisráðherra á dögunum, að verð innlendrar orku væri orðið uggvænlega hátt. Þetta er ömurleg þverstæða, að þjóð sem er flestum auðugri að ódýrri fossorku skuli búa við hæsta raforkuverð meðal nágranna sinna, jafnvel helmingi dýrara en þeir sem verða að framleiða rafmagn með kolum! Það liggur nú á borðinu, æpir jafnvel framan í þjóðina úr skýrslu sjálfrar Orkustofnunar, að íslensk heimili verða nú að greiða stórfé í orkuverðii með þeirri orku sem álverið fær nú. Þannig er komið um þann máttarstólpa sem átti að tryggja okkur ódýra osku. Sá samningur er og var frá upphafi glapræði skamm- sýnna manna og í dómi sögunnar verður hann frægur að endemum, því að ekki eru öll kurl komin til grafár enn. Hins vegar mala þær virkjanir, sem gerðar voru fyrir innanlandsmarkað á sínum tíma, okkur gull hvem dag, þó að það dugi skammt í álhítina. En þetta getur vart verið ema stcýringin á ófatnaði okkar í orkumálum. Þar hlýtur að bætast við fyrirhygsuskortur í þessu virkjanaflani og er líklega varla nema vóneins og til er. sto.fnað af reynslulítilli þjóð. Það er vel að iðnaðarráðherra héfur efnt til athugunar á þessum rekstri og falið hana aðila utan ríkiskerfisins. Slík athugun þarf sífeiit að fara fram, og stjórn Alþingis og ríkisstjórnar á orkumalum öarf að vera miklu styrkari en hægt er að fá með pólitískrébytoigaaðferð. Orkumál þjóðar með mesta vatnsafl álfunoarentnú komin í þvílíka sjálfheldu og sjálfskaparvíti, að líklegt er að þav verði verulegur dragbítur á árangur í viðskiptum við verðbólg1 una og skerði burðarþol almennings mjög á næstu árum. Draumurinn sem orðinn er að marlröð Alla þessa öld fram yfir lýðveldisstofnun var orka íslenskra fossa inntak stærstu velmegunardrauma þjóðarinnar. Skáldin ortu fagnaðarljóð um að leggja á bogastreng þeirra kraftsins ör, er mundi færa þjóðinni veimegun, blessun og framfarir. Sumt hefur ræst í þeim draumi, en jafnframt er hann orðinn að mestu martröð í efnahagslífi þjóðarinnar tsn þessar mundir af því að við kunnum ekki með framkvæmdina að fara. Gullstóllinn er orðinn að gapastokk. Til þéss að losna úr honum þarf ný viðhorf, nýjan manndóm og nýjan þjóðmetn- að. Þegar málin stóðu svona, að orkuverðið var þegar orðið allt of hátt, lá í augum uppi að ný stórhækkun væri væn olíuskvetta á verðbólgubálið en ekki siökkvistarf. Þá var betra að láta orkuframkvæmdir dragast saman í bili eða grípa til annarra ráða með tilfærslu. Olíuslettan í lánskjaravísitölunni Annað skýrt dæmi um það að slett hafi verið úr olíufötu í stað vatnsfötu á verðbólguna er iánskjaravísitalan sem ríkisstjórnin gleymdi óheftri á burðardegi sínum og hefur síðan þóst vera að líma við með byltum einum mánuðum saman. Og enn er þar aUt í sama ráðaleysi. Engin lausn f augsýn. Forynjan heldur aðeccs áfram að sjúga þrótt úr þeim sem bera eiga byrðar herkostoaðar gegn verðbólgu og draga þannig úr viðnáminu gegn henm. Og slíkar olíuálettur í stað vatnsgusu eru því miður orðnar allt of margar. Sagan um lánskjaravísitöluna er mjög táknræn um ráðaleysi og stðleysi stjómvalda, að því að allt réttlæti mælti með því að vísitölumar tvær - kaupgjalds og lána - fylgdust að, og unnt átti að vera að hefta hana engu síður en hina. Ríkisstjómin hefur raunar játað þessa synd sína eftir á en virðist ekki hafa siðgæðisþrótt til betrunai. Hér eftir verður brotíð ekki bætt nema að hluta. AK Andrés Rristjánsson skrifar

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.