Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 2

Framsóknarblaðið - 20.10.1983, Blaðsíða 2
2 FRAMSÓKNARBLAÐIÐ riXiKFANDI: ■ FRAMS(')KN.\K1>.I..\( VKSTMANNAKYIA MAI.ÍiAílN FRAMSOKNAR- 0(1 SAMVINNl \IA.NNA i \'i'..siM.\.N.NAi:\'ir\i ABYRGÐARMAÐUR Andrés Sigmundsson RITNEFND: Sigurgeir Kristjánsson, Sigurður Gunnarsson, Guðmundur Búason, Jón Eyjólfeon, Oddný Garðarsdóttir, Bima Þórhallsdóttir, Gcorg Stanley Aðalsteinsson, Jóhann Bjömsson. Seming og prentun: EYJAPRENT H.F. Ósannindi rekin til föður- húsanna Miklar umrœður hafa átt sér stað í haust, vegna þeirrar pólitísku ákvörðunar núverandi meirhíuta sjálfstœðismanna í bcejarstjórn Vestrnannaeyja, að flýta verkþœtti ríkisins við malbikun þjóðvega hér á eyjunm. Það hefur verið bent á, að þessi ákvörðun var aldrei tekin fyrir í bœjarstjórn Vestmannaeyja og ber því í bága við bœjarmálasamþykkt Vestmannaeyja- bœjar. Einnig, að enginn samningur var gerður ufn framkvœmdina milli ríkisins og bœjarstjórnar. Engar tryggingar voru fyrir hendi um endurgreiðslu af vegaáœtlun. Vegna ósanninda formanns bœjarráðs, Arnars Sigmundssonar, um hlut Jóns Helgasonar og Þórarins Sigurjónssonar þingmanna Framsóknar- flokksins í Suðurlandskjördœrni, þykir rétt að taka eftirjárandi fram: 3. október s. I. voru þeir Þórarinn ogjón hér í Eyjum og boðuðu til opins fundar. Við héldum, að formaður bœjarráðs, Arnar Sigurmundsson, myndi nota þetta tœkifceri og ræða um slöðu þessara mála og kœmi til með að standa við þœr fullyrðingar og ósannindi er hann hafði borið á Þórarinn og Jón. En formaður bœjarráðs, Arnar Sigurmundsson, kaus þann kost að láta ekki sjá sig. Það eitt ber ótvírœtt vitni um sannleiksgildi málflutnings formanns bœjarráðs. Enginn veit betur en Arnar Sigurmundsson, að Þórarinn Sigurjónsson hefur unnið að því manna harðast að leysa vanda bœjarfélagsins. Má þar m.a. nefna, er ekki var hœgt að borga út launin fyrir ári síðan, þá var það Þórarinn sem gekk í málið ogfékk því fram komið hjáþáverandi viðskiptaráðherra, að leyfi til erlendrar lántöku fékkst svo hœgt vœri að borga starfsmönnum Vestmannaeyjabœjar úl. Og Arnar veit það einnig manna best, að Þórarinn Sigurjónsson hefur unnið að því að leysa þann vanda sem núverandi meirihluti sjálfstœðismanna kom sér í varðandi malbikunarframkvœmdir fyrir ríkið. En, eins og bent var á áður, þá voru engar tryggingarfyrir endurgreiðsíu af Vegaáœtlun fyrir hendi, er verkið var hafið. Þetta er eitt klúðrið í viðbót. Það veit Arnar Sigurmundsson einmg. Þetla klúður hefði getað stórskaðað bœjarsjóð. Það var Þórarinn Sigurjónsson ásamt Þorsteini Pálssyni, sem þá hafði tekið málið úr höndurn Árna Johnsen. Þeir í sameiningu gerðu málið upp og gengu frá því eftir þeim leiðum sem lengst var hœgt að ganga til hagsmuna fyrir bœjarfélagið. Þetta veit formaður bæjarráðs Arnar Sigurmundsson manna best, þar sem hann mœtti á fundi 30. september s.l. og varð vitni að þessu og var sáttur við niðurstöðu ásamt öðrum bœjarráðsslarfsmönnum. Málflutningur Arnars er ódrengilegur og hvorki honurn né bæjarfélaginu til sóma. * A valdaferli núverandi meirihluta sjálfstæðismanna { Vestmannaeyjum hafa verið hinýmsu klúðursmál bæði stór og smá. Þetta er stórmál, sem með hjálp góðra manna var hœgt að bjarga. En svo eru hin ýmsu smámál, það er meira að segja svo, að ekki er hægt að draga um lóðir svo því sé ekki klúðrað. A.S Framhald af 1. síðu: gera hvoru tveggja. Auðvitað áttu forystumenn bæjarins að halda sínu striki, malbika drjúgan kafla af gatnakerfi bæjarins, og svo ríkisvegina líka. Þannig var hægt að skila öllu með sóma. Mikið í einu Ég er þeirrar skoðunar, að hagstæðast sé fyrir bæjar- félagið að láta vinna að mal- bikunarframkvæmdum, sem mest í einni lotu, eftir fyrir- fram gerðri áætlun, sem lægi fyrir strax á útmánuðum. Það er engin íhlaupavinna. Nú skilst mér, að upphaflega hafi átt, að hefja malbikunar- framkvæmdir 20. júní og Á- haldahúsið hafi svo verið í startholunum í einn mánuð, eða til 20. júlí. Þá var malbikað í tvo daga, síðan bið í nokkra daga og svo mal- bikað aftur í tvo daga í’yrir Þjóðhátíð. I ágúst var svo unnið við malbikun á Stór- höfðavegi og þessum 300 m. af Illugagötunni. Þá var unnið vel og ekki um tafir að ræða af hendi bæjaryfirvalda. I september var svo planið hjá OLIS malbikað og nokkr- ir metrar austan við Fisk- iðjuna. Þá var malbikunar- vélin látin hvíla sig í nokkra daga ogsíðan tekin dagsstund til að setja yfirlag á stuttan kafla af Strandvegi. En hvers vegna var þetta ekki gert í einni lotu, sem ég fullyrði að hefði verið hagstæðara. Hér þarf bæjarstjórnarmeirihlut- inn, að breyta vinnubrögðum sínum til hins betra, með hagsmuni bæjarfélagsins fyrir augum. Margt ógert Á bæjarstjórnarfundi, snemma í sumar, svaraði hafnarstjórinn Sigurgeir Ol- afsson fyrirspurn Andrésar Sigmundssonar varðandi fram- kvæmdir á sumrinu, á þá leið, að höfuðverkefnið væri mal- bikun Nausthamarsbryggj- unnar. Það er ógert. Og nú á fundi bæjarstjórnar 13. okt- óber upplýsir Arnar Sigur- mundsson, að ákvörðun um malbikun Dalavegar verði tekinn á mánudaginn 17 þ.m. Hann bætti því við, að ennþá væri eftir að taka hæða- punkta og rétta veginn af, sem myndi, með hjálp Vega- gerðarinnar taka hálfan mán- uð. Grundvöll- ur fram- kvæmda Fjármálin eru aðsjálfsögðu grundvöllur framkvæmd- anna. Þar er nú staðan sú, að yfirdráttur á hlaupareikningi bæjarins er 13 millj. Fjár- magnskostnaður vegna hans var í september á fjórða hundrað þúsund krónur. Það er hreint öngþveitismál, sem bæjarstjórnarmeirihlutinn ber ábyrgð á. Það er engin hjáróma rödd í Framsóknar- blaðinu, heldur bláköld stað- reynd. Sigurgeir Kristjánsson Breyttu lífs mynstrinu Jafnvel á fundi hjá Málfreyjum. Farðu í sund eða leikfimi, gerðu eitthvað annað en að bara hugsa um stritið. Slakaðu á. Þá hefur Málfreyjudeildin Hafrót hafið starf að loknu hléi í sumar. Var fundurinn fræðslufundur haldinn í Hall- arlundi 10. okt. s.l. Þetta var mjög skemmtilegur fundur, eins og alltaf hjá Málfreyjum. Ræðuefni fundarins var streita og vöðvabólga. Ræðu- menn voru Björn Gunnlaugs- son læknir og Omar Torfason sjúkraþjálfi. Fluttu þeir greinargóða framsögu um streitu ogvöðva- bólgu. Á eftir fóru fram líflegar umræður á fundinum um efnið og fóru fundargestir fróðari af fundinum. Gaman væri að fleiri kynntu sér starf Málfreyja, því það er mjög lærdómsríkt. O.G Hækkun á hita- veitu Nýlega var samþykkt í bæjarstjórn tæp 7% hækk- un á hitaveitunni. Ef til vill muna einhverjir eftir hátíðlegum loforðum sjálf- stæðismanna um, að ef þeir kæmust til valda myndu engar hækkanir umfram vísitölu vera leyfð- ar. Þeir hafa ekki staðið við það frekar en svo margt annað sem þeir lofuðu, því hitaveitan hefur margsinnis verið hækkuð eftir að þeir tóku til við að reyna að stjórna. Umboð í Vm: Páll Helgason Hólagötu 16 Sími 1515 UMFERÐIN -VIÐ SJÁLF. Þing verka manna Nú um helgina var Þing verkamannasambandsins haldið hér í Eyjum. Um- ræður á þinginu mótuðust að sjálfsögðu all mikið af þeim efnahagsráðsstöfun- im sem nú eru í gangi hjá ríkisstjórninni. Það er ekki óeðlileg krafa hjá verkamanna- sambandinu, að launþega- hreyfingin endurheimti samningsréttinn sem at- numinn var til bráða- birgða s.l. vor. Þá hlýtur sú krafa þeirra að lágmarkslaun verði 15 þúsund kr. á mánuði. að ’teljast í hæsta máta eðlileg, en miðað við efnahags- ástandið í dag, yrði að koma í veg fvrir að sú hækkun gengi í gegn um allan launastigann, eins og jafnan hefur orðið reynd- in. Enda þýddi það ein- faldlega nýja verðbólgu- holskeflu ef svo færi, sem leiddi síðan af sér enn frekari kjararýrnun þeirra lakar settu, svo sem reynsl- an hefur kennt okkur. það ber annars að fagna því, að svona þing skuli haldið hér í Eyjum og verður að vinna að því, að framhald verði þar á, þar sem aðstaða öll til ráðstefnu- halds hefur batnað hér mjög upp á síðkastið.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.