Framsóknarblaðið


Framsóknarblaðið - 05.12.1983, Blaðsíða 3

Framsóknarblaðið - 05.12.1983, Blaðsíða 3
„TREYSTI MER EKKI TILAÐ VERAÍEYJUM" Fyrrverandi eiturlyfjaneytandi í viðtali við Framsóknar blaðið, segir eiturlyfjaneyslu mun útbreiddari en fólk almennt heldur hér í Vestmannaeyjum.__ í góðviðrinu hér á dög- unum, var ég úti að aka ogók þá m.a. austur fyrir Helga- fell. Þar ók ég fram á manneskju, sem þar var á gangi. Þar sem ég taldi mig þekkja viðkomandi, stöðv- aði ég bílinn og bauð bíltúr, sem þeginn var með þökkum. Var þarna á ferð gamall kunningi minn, sem ég hafði þó ekki séð lengi. Tókum við nú tal saman um daginn og veginn, þar til ég spurði hvar hann hefði alið manninn undanfarið. Við þessari spurningu minni setti vin minn hljóðan, en sagði eftir drykklanga stund. Eg er fyrir nokkru kominn úr meðferð af drykkjumannahæli, þar sem ég hef- verið í endurhæfingu alllengi vegna ofneyslu á- fengis og annarra vímugjafa. Það kom þó nokkuð á mig við þessa hreinskilnu yfir- lýsingu, sem vonlegt var, því síst af öllu heíði mig grunað að næstum allan þann tíma, sem vinur minn hafði verið íjarverandi héðan úr Eyjum, sem voru nokkur ár, hefði hann ýmist verið á valdi eiturlyfja eða í meðferð vegna ofneyslu þeirra. Og þar sem á eftir fór í samtali okkar, varð til þess að ég spurði vin minn hvort ég mætti ekki hafa við hann blaðaviðtal, til að opna augu almennings hér í Eyjum fyrir því ógnarástandi, sem ríkir í þessum málum hér hjá okkur. Og fáir, sem utan við þennan vítahring standa, vita nokkuð um. Aftur setti vin minn hljóð- an, langa stund, en sagði svo: Ef það gæti orðið til þess, að eitthvað verði gert í þessum málum hér í Eyjum, skal ég ekki skorast undan en ég þori ekki að láta nafn mitt uppi. Við ákváðum síðan að hittast aftur og þá ætlaði vinur minn að svara nokkr- um spurningum mínum og lýsa ástandinu hér í Eyjum í þessum málum frá sínum bæjardyrum. Það var svo nokkru seinna, að við hittumst aftur á förnum vegi og bað ég hann þá aftur um viðtal og fer það hér á eftir. Eg spurði hann fýrst: Er langt síðan þú neytt- ir fyrst fíkniefna og hver voru þau og hvar skeði það? í fyrsta skipti sem ég prufaði aðra vímugjafa en áfengi, var á Þjóðhátíðinni 1977. Hvaða efni það var veit ég ekki fyrir víst, en við reyktum eitthvað og af því varð ég veikur í fyrstu . Það var á laugardeginum, ég hafði verið á slarki um Dalinn með vinkonu minni úr Reykjavík, er við rákumst á nokkra krakka, sem höfðu þetta efni undir höndum. Eg reyndi svo aftur um kvöldið og það fór á sömu leið. A sunnudeginum var svo reynt í þriðja sinn og þó komst ég í vímu, sem entist stutt, en varð áhrifarík fyrir mig. Eg fór upp frá því að nota hvert tæki- færi, sem bauðst til að reykja hass og önnur efni, sem ég komst yfir. Varst þú var við að margir væru í Eyjum, sem notuðu þessi efni um þetta leyti? Já, hér voru um það leyti nokkuð margir, sem notuðu þessi efni. Telur þú, að nú í dag sé ástandið betra eða verra en það var þá? I dag er ástandið hér í Eyjum þannig, að ég treysti mér ekki til að vera hér. Eger ekki það sterkur, að ég geti staðist þær freistingar, sem fyrir mér eru hér. Kér eru mjög margir, sem reykja og líka dópistar og framboð efna hér er mjög mikið og auðvelt að komast yfir það. Heldur þú, að hér sé um verulegt vandamál að ræða og álítur þú, að lögreglunni sé kunnugt um ástandið? Já, ég tel vandamáíið stórt nú þegar, og miklu verra en það var fyrir nokkrum árum og nú verð ég sérstaklega var við hvað miklu fleiri reykja ,,hass“ en gerðu áður. Eg held að lögreglan hér viti sáralítið um hvað hér er að gerast í þessum málum. Þó veit ég um nokkra aðila hér í Eyjum, sem eru á skrá, sem eitulyfjaneytendur. Það veit ég fyrir víst, vegna þess, að þegar ég hef verið til yfir- heyrslu hjá lögreglunni í Reykjavík, hefégveriðspurð- ur um þetta fólk. Er ekki erfítt að fá þessi efni, sem þú hefur talað um hér? Nei, síður en svo. Hér í Eyjum er betra fyrir neyt- endur að komast yfir vímu- efni allskonar en á Reykja- víkursvæðinu. Sama er að segja um áfengi. Hvar þá og hvernig? Ja, til dæmis „cannabis- efni“ færðu h ér viðdanshúsin um helgar og svo eru hér nokkrii „smásalar“ sem mjög auðvelt er að ná í, ef mann vantar. Hér ganga líka alls- konar pillur hjá sömu mönn- um. Nú áfengi er auðveldara að ná í hér en mjólk. Hér er áfengisútsala á daginn og vínveitingar á kvöldin og er enginn vandi fyrir næstum hvern sem er að fá afgreiðslu þar. Þetta á við um helgar. Aðallega. Telur þú að lögreglan viti um þetta? Það getur varla annað verið. Þó vil ég ekki full- yrða um það, svona hlutir ske oft án þess að nokkur taki eftir því. Hvernig koma þessi efni á markað hér í Eyj- um? Með millilandaskipum, Dátum og togurum, að utan og svo koma líka hingað „Pimpar“ úr Reykjavík. „Pimpar“. Hvað er það? Dópsalar eða svo fólk viti hvað ég meina, eitulyfja- salar. Eru þessir neytendur hér með samtök sin á milli? Já, yfirleitt er hér um hópa að ræða. Er þetta fólk á öllum aldri? Já, hér eru neytendur allt niður í 12 ára og uppúr. Mundir þú vilja upp- lýsa hjá lögreglunni, það sem þú veist um þessi mál hér í Eyjum? Nei, því miður eru málin það ílókin fyrir mig per- sónulega, að ég gæti ekki fengið þá vernd sem ég þyrfti eitir að vera búinn að gefa lögreglunni upplýsingar. í>ú segir vernd. Telur þú að einhverjir myndu reyna að gera þér mein, ef þú færir til lögregiunnar? Já, alyeg örugglega. Flestir af þeim sem ég hef kynnst í þessum eiturlyfjabransa, sem hafa látist af ofneyslu, hafa verið neyddir til inntöku of stórra skammta. Ertu hræddur um að svo færi fyrir þér? Já. Þegar hér var komið vildi vinur minn slíta samtalinu. Eg horfði á eftir honum niður Nausthamarsbryggju og upp fyrir mér rifjuðust orð föður hans, sem hann sagði við mig á férmingardag þessa ólánssama vinar míns. „Því geturðu trúað, að þessi dreng- ur á aldeilis framtíð fyrir sér“.

x

Framsóknarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.