Hamar - 29.03.1947, Blaðsíða 1

Hamar - 29.03.1947, Blaðsíða 1
8. TÖLUBLAÐ II. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI LAUGARDAGINN 29. MARZ 1947. Síðastliðna viku hefir veðrið verið hið ákjósanlegasta til skíðaiðkana, og er það von allra, sem skíðaíþróttina iðka, að sama veðrið haldizt yfir helgina og gerast margir svo djarfir að ráðleggja hinar mestu skíðaferðir um páskana, þar á með- al er Skiða og Skautafélag Hafnarfjarðr, — því skíðafæri er hvarvetna hið ákjósanlegasta. Upplýsingar varðandi ferðum S.S.H. er hægt að fá í verzlun Þorvaldar Bjamasonar. Myndin sýnir Jón Þorsteinsson, frá Siglufirði, — í stökki — er hann vann sæmdar heitið „Skíðakappi Islands 1947“, á hinu nýafstaðna Skíðamóti íslands, er haldið var að Kol- viðarhóli. Tuttugu ára afmæli landsmálafélagsins „Fram“. Feröasögupistlar frá Mið-Evrópu. unnar ^Jn^uat'ióon,. SJDTTA GREIN faramálum í þessum bæ og i Síðastliðinn laugardag minnt ist landsmálafélagið Fram tutt- ugu ára afmælis síns með hófi í Sjálfstæðishúsinu. Landsmálafélagið Fram var stofnað 13. nóvember 1926 og átti því tuttugu ára afmæli 13. nóvemher s. 1., en vegna ým- issa atvika drógst það úr hömlu að minnast þessara merku tíma móta í æfi félagsins þar til nú. Afmælishófið var fjölmennt og fór hið bezta fram. For- maður félagsins, Stefán Jóns- son forstjóri, setti hófið og stjómaði því. Setið var að sam- eiginlegri kaffidrykkju frá kl. 9—12 en eftir það var skemmt sér við dans og spil langt fram á nótt. Meðan setið var undir borð- um vom margar ræður flutt- ar og þess á milli sungnir ætt- jarðarsöngvar; einnig söng hafnfirzkur kvartett undir stjórn Þórðar B. Þórðarsonar, mörg fjömg og skemmtileg lög, samkvæmisgestum til mikillar ánægju. Formaður félagsins, Stefán Jónsson, flutti aðalræðuna í samkvæminu og rakti sögu fé- lagsins og starf á liðnum tutt- ugu ámm. Auk hans tóku til máls: Þorleifur Jónsson, Bjami Snæbjörnsson, frú Jakobína Mathiesen, Loftur Bjamason, Páll Daníelsson og Guðjón Magnússon. I fyrstu stjórn Fram áttu sæti: Sigurgeir Gíslason formað ur, Sigurður Kristjánsson ritari og Ingólfur Flygenring gjald- keri. Auk Sigurgeirs hafa þess- ir menn haft á hendi for- mennsku í félaginu á liðnum tuttugu árum: Jón Mathiesen, Þorleifur Jónsson, Bjami Snæ- björnsson, Loftur Bjamason og Eyjólfur Kristjánsson. Núverandi stjórn félagsins skipa þeir Stefán Jónsson for- maður, Jón Mathiesen ritari og Júlíus Nýhorg gjaldkeri. Um leið og blaðið þakkar Fram fyrir gott og giftudrjúgt starf að ýmsum þrifa- og fram- þágu sjálfstæðisstefnunnar í landinu á liðnum aldarfimmt- ungi, þá ámar það félaginu allra heilla og góðs gengis í störfum sínum í framtíðinni. Véjbáturinn Ásbjörg Slitnar upp á höfninni og rekur í land undir Hamr- inum. Báturinn er talinn það mikið skemmdur, að ekki muni svara kostnaði að gera við hann. Um kl. 5 síðastliðinn mánu- dagsmorgun, slitnaði v.b. „Ás- björg" frá'bóli sínu á höfninni og rak í land fyrir neðan Ham- arinn. Er þarna uppfylhng gjörð af stórgrýti, sem sprengt var úr Hamrinum þegar Strandgatan var lögð þama fyrir neðan. Rifnaði kjölurinn undan bátnum og háðar síð- urnar rifnuðu einnig all mikið. Báturinn var mannl. er hann strandaði. Bátnum hefir nú verið náð út aftur og honum lagt upp í fjöru á öðrum stað. Skoðunarmenn, sem athugað hafa skemmdimar á bátnum, hafa látið það álit i ljós, að ekki muni borga sig að gera við hann. Þegar báturinn slitnaði upp var norðvestan stormur og all- mikill sjór í höfninni. Er tal- ið að orssök þess, að báturinn slitnaði upp, hafi verið sú, að keðja bátsins hafi slitnað, en með hvaða hætti það hefir gerst, er ekki vitað. Vélbáturinn „Ásbjörg“ er eign Bátafélags Hafnarfjarðar, og er það óbætanlegt tjón fyr- ir félagið, að missa bátinn nú á miðri vertíð. Eg hvarf þar frá síðast, er við höfðum hreiðrað um okkur hjá ekkjufrú N. í österbrogade. Þar dvöldumst við i dágóðu yf- irlæti í þrjá daga áður en við gátum haldið áfram suður á bóginn. Þetta vom síður en svo neinir sældardagar. Við vomm á sífelldum þönum frá einni skrifstofunni til annarr- ar og ýmislegt smáskrítið kom þá fyrir, sem hér er ekki rúm til að fjalla um. Það er tæp- lega til þess ætlandi, að við gætum komist til botns i Dansk inum á þessum þrem dögum, enda er slíkt víðsfjarri. Allir voru þó sammála um það, að hér hefði á orðið stór breyting frá þvi fyrir styrj- öldina. Ibúar Kaupmanna- hafnar virtust þjást af nokk- urskonar mórölskum eftirstríðs timburmönnum, sem höfðu rænt þá glaðlyndi og gaman- semi fyrirstríðsáranna. Hinni svörtu samvizku föðurlands- svikaranna hafði frelsisherinn stefnt fyrir dóm himnaföðurs- ins á eigin ábyrgð; grunaðir biðu dóms í fangelsum ríkis- ins, og því er ekki hægt að neita, að þó nokkrir höfðu að ósekju verið drepnir eða sví- virtir af þessum sama frelsis- her. Tortryggni og óvild var enn ekki að fullu svæfð, þó að fleiri og fleiri væru nú farnir að átta sig á þeirri sstaðreynd, að mikill meirihluti þjóðarinn- ar varð, lífsafkomu sinnar vegna, að hafa samstarf við Þjóðverja, þó það að visu væri misjafnlega náið. Þetta hefir efalaust ruglað frelsisher- inn í ríminu fyrst í stað, er honum láðist að draga marka- línu millli hreinna landráða og þesss sem ekkert átti við slík- an verknað skylt, sbr. vig Guð- mundar Kamban. Sem betur fór komu þó frelsiskappamir til sjálfs síns áður en þeir höfðu sálgað miklum hluta þjóðarinnar, en ennþá hefir ekki að fullu gróið um heilt eftir mörg af þeim hryðjuverk- um, sem þá voru unnin. Marg- ir vilja halda því fram, að frelsisbarátta Dana hafi lítil sem engin verið. Um það skal ég ekkert dæma, en sem gésti fannst mér hálf hjákátleg til- raun margra þeirra til þess að gera sem mest úr þessari bar- áttu. Það kom ekki ósjaldan fyrir að heyra rígmontna bílstjóra, uppbelgda af föðurlandsást og hetjumóði, lýsa af hárfínni ná- kvæmni vigi einhvers Schults- er eða Baumanns, (auðvitað háttsettir nazistar) og svo gleymdu þeir ekki að láta þess getið, að forsjónin hefði verið þeirra hátvirtu persónu svo hliðholl, að veita henni tæki- færi til þess að leggja sínar eigin hendur á helv .... skálk- ana. Af þessu og mörgu fleiru, er það ljóst, að frelsisbarátta Dana, að minnsta kosti í lok styrjaldarinnar, hefir ekki bor- ið æskilegan árangur; hún hef- ir verið misheppnuð og hlut- verk hennar misskilið af þeim, sem í hreyfingunni voru. I staðinn fyrir að gerast verndarar laga og réttar, moln- aði allt réttarfar í höndum þeirra, en ógnastjórn með alls- kyns hryðjuverkum og lög- leysu hélt innreið sína í þjóð- félagið. Persónuleg óvild verð- ur orsök morða, svívirðinga og fangelsana. Þessi lögleysa, sem átti upptök sín í sigurvímunni yfir Nazismanum, var að vísu löngu liðin hjá, og Danmörk aftur orðin land laga og réttar, en þó hafði enn ekki náðst full- komið jafnvægi eftir þessa drungalegu sigurdaga. Grun- urinn um hæpið réttmæti ým- issra verknaða frá þessum dög- um var gremjublandinn, og flestir þeir, sem í frelsishem- um voru þá og væntu þess að hann yrði verndari laga og réttarfars í landinu, hafa nú yfirgefið hann og sagt skilið við ævintýramennina með handleggsborðana. Samúð um- heimsins með frelsisbaráttu Dana hefir sökum ýmissra mis taka orðið minni en vonir þeirra stóðu til og mörgum Frh. á 3. síðu

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.