Hamar - 08.06.1946, Blaðsíða 1

Hamar - 08.06.1946, Blaðsíða 1
I. ÁRGANGUR HAFNARFIRÐI, 8. JÚNl 1946 1. TÖLUBLAÐ Frambod Sjálístædi^ manna í Hafnaríirdf Avarpsorö Þótt svo vir'Sist, aö nœgur bla'Sakostur sé í Reykjavík og Hafnfir'Singar þar í nœsta nágrenni, þá hefur mjög oft verÍS undir hœlinn lagt að þeir fengju inni í blóöum hóf- uöstaöarins meö áhugamál sín. Einnig er því svo vari'ö meö margan manninn, sem gjarnan vildi láta Ijós sitl skína, aö hann hliörar sér frekar hjá því aö láta uppi skoö• anir sínar í blóöum, sem gefin eru út utan bœjarins. Rœö- ur þar nokkru feimni, og eins hitt, aö þeir hafa þá skoö- un, aö utanbœjarmenn varöi lítiö um bœjarmálin hér, en þar skjátlast þeim oft illa. Sé aftur á móti blaö gefiö út í þeirra eigin bæ, þar sem fyrst og fremst bœjarmál eru rœdd og annaö þaö, sem viö kemur lífi bœjarbúa, finnst þeim þaö vera þeirra eigiö blaö. Þeir fylgjast mikiö betur en ella meö gangi nválanna, mynda sér skoöanir á þeim og veröur þaö oft og einatt til þess, aö heppileg lausn fœst á framkvœmd þeirra. Ný sjónarmiö koma fram og vakiö er máls á nýmœlum, sem geta oröiö bœnum og íbú- um hans til stórmikils gagns. Heilbrigöasta stjórnmálastarfsemin er sú, aö rökrœöa viö andstœöinginn í rœöu og riti um áhugamálin. Rœöu- formiö er mórgum annmórkum bundiö, oft erfitt aö ná til þeirra, sem helzt þyrfti aö ná til, málin afflutt og brengluö á alla vegu af andstœöingnum, einkanlega ef hann á tal viö þann, sem ekki hefur veriö viöstaddur, er rœöan var flutt. Þessa annmarka losnar maöur viö aö mestu, séu nválin rœdd í blaöi. Auk þess eru blööin alltaf mikil- vœg heimildarrit, sem nauösynleg eru til aö varpa Ijósi yfir störf bæjarbúa og hugsjónir, málefni bœjarins og framkvœmdir og annaö þaö, er snertir lífiö í bœnum. Eins og öllum er kunnugt, sem nokkuö hafa fengist viö blaöaútgáfu, þá er mjög erfitt meö slíka starfsemi, sé prentsmiöja ekki til á staönum. Þegar nú vissa var fyrir því, aö prentsmiöja tæki til starfa hér í súmar eöa hausl, samþykkti fulltrúaráö Sjálfstæöisflokksins hér, aö hefja út- gáfu vikublaös og fékk Þorleif Jónsson, framkvœmdar■ stjóra, sem mesta reynslu hefur í þessum málum af öll- um bœjarbúum, til aö vera ritstjóri og ábyrgöarmaöur blaösins. Vonar fulltrúaráöiö, aö blaöiö veröi bœjarbúum til gagns og ánœgju, veki dómgreind þeirra og áhuga fyrir öllum þeim nýmœlum, sem mœttu koma bœjarfélaginu aö notum, og framkvœmd þeirra mála, sem fyrir liggja. Geti blaöiö unniö aö þessu marki, er tilgangi útgefenda náö. FULLTRÍJ ARÁÐIÐ. Nú, þegar Alþingi og þjóð- in í heild, að verulegu leyti undir forystu Sjálfstæðis- flokksins, liefir formlega stigið lokaskrefið í sjálfstæð- isbaráttunni, þá lilýtur eðli- lega starf og viðleitni hinna komandi þinga fyrst og fremst að beinast að þeim verkefnum, sem líklegust má telja til tryggingar og við- halds endurheimtu sjálf- stæði voru. Stjórnarmyndun undir forystu Sjálfstæðis- flokksins og þau nýsköpun- aráform, í atvinnulífi þjóð- arinnar, sem við hana eru tengd, eru talandi tákn þeirr ar frjálslyndu og heillavæn- legu stefnu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefir í þjóðmál- um. Þau eru sönnun þess að þar er á ferð stjórnmála- flokkur, sem 'ekki lætur stefnu sína mótast af liverf- lyndi og tækifærispólitík, heldur flokkur, sem metur máleínin og gildi þeirra á mælikvarða þjóðarhags. Þannig hefir ávallt verið efsl á stefnuskrá flokksins að skapa og stuðla að þjóðlegri einingu um livert gott mál, sem fram hefir komið. Það er nú öllum góðum Islend- ingum ljóst, að hefði slík eining ekki verið fyrir hendi nú, þá hefði vel mátt svo fara, að þeim óvenju mikla gjaldeyri, sem þjóðin hafði aflað sér vegna ónormals á- stands í heiminum, hefði ver ið sóað í meira og minna fá- nýti, og hlutur þjóðarinnar orðið sá, að standa höllum fæti í liinni hörðu sam- keppni þjóðanna að styrjöld- inni lokinni. Sjálfstæðis- flokkurinn gat ekki horft á það aðgerðalaus, að hlut- skipti þjóðarinnar, sem hvgg ir land við auðsælustu fiski- mið heimsins, yrði það, að lenda að styrjöldinni lokinni á sömu vonarvöl og fyxúr stríð, þegar ríkið varð að lifa á bónbjörgum hjá erlendum bröskurum, og snúa þó oft- lega bónleitt til búðar. Þeir voru þess minnugir að sök- Þorleifur Jónsson. um þess hve vinnutækni landsmanna stóð langt að baki tækni annara þjóða, og þess, liversu tæki þau, sem til voru í landinu voru fá og úrelt, gat fjárhagur rík- isins ekki átt meginstoð sína í atvinnu og athafnalífi þjóð- aiúnnar, eins og þó hvert heilbrigt þjóðfélag hlýtur að gera kröfu til. Sjálfstæðis- flokkurinn sá, að hamingja þjóðaiinnar og velferð um ófyrirsjáanlega framtíð lilaut að byggjast að veru- legu leyti á því, að takast mætti að skapa þjóðlega ein- ingu uni það aðkallandi nauðsynjamál að fá ný og fullkomin atvinnutæki inn í landið. Þetta sjónarmið varð svo undirstaða þess, að flokk urinn tók lxöndum saman við pólitíska andstæðinga sína, til þess að tryggt yrði, að svo miklu leyti sem slíkt er unnt, efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar, og þannig lagður annar mikilvægasti horn- steinninn að frjálsu og óliáðu þjóðfélagi framtíðarinnar. Það er viðurkennd stað- reynd, að innan Sjálfstæðis- flokksins er val mannkosta- manna, þjóðlegra athafna og gáfumanna, sem bezt er til þess treystandi að skapa nýtt og lieilbrigt þjóðfélag íir deiglu aldagamallrar erlendr ar áþjánar — efnahagslegt og pólitískt frjálst og fram- sækið þjóðfélag. Kosningabarátta sú, sem nú fer í hönd, kemur fyrst og fremst til með að sýna, hvort þjóðin hefir trú og traust á hinum djörfu ný- sköpunaráformum. Um vilja þjóðarinnar til þess að varð- veita frelsi sitt í hverri mynd, getur enginn efast. Is- lendingar vilja ekki einungis viðhalda sjálfstæði sínu, heldur einnig treysta það sem mest má verða. Þessa stefnu hafa Sjálfstæðismenn markað, og um hana munu þeir halda vörð hvar sem þess gerist þörf, jafnt í söl- um Alþingis sem í þjóðlíf- inu sjálfu. Sjálfstæðisflokk- urinn í Hafnarfirði vill í samræmi við þessa yfirlýstu stefnu flokksins leggja fram sinn skerf til þess að þetta megi takast. Hann hefir því með almennri prófkosningu valið sem frambjóðanda sinn til Alþingis mann, sem kunn ur er að fylgi sínu við þá, sem ólu með sér djörfustu hugsjónirnar um frjálst og fagnandi ísland. Þessi mað- ur er Þorleifur Jónsson, fyr- verandi bæjarfulltrúi. Þor- leifur er fæddur 16. nóvem- ber 1896, og fluttist til Hafn- arfjarðar árið 1919. Hann hefir frá upphafi fyllt þann flokkinn, sem stórstígastur hefir viljað vera í sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar. Hin eðlilega afleiðing þessa varð því sú, að hann veitti Sjálf- stæðisflokknum brautar- gengi, þeim flokki, er setl hafði þessi stefnumál efst á baug. Hann hefir margsinnis tekið virkan þátt í kosninga- baráttu flokksins við bæjar- stjórnarkosningar, og átt sæti í bæjarstjórn um langt ára- bil. Frambjóðandi flokksins til Alþingiskosninga var hann við kosningarnar 1934, og munaði litlu einu að hann yrði kjörinn þingmaður. Einnig var hann i kjöri fyr- ir flokkinn við alþingiskosn- ingarnar 1938 og báðar kosn ingarnar 1942. Þorleifur hefir haft á hendi mörg og mikilvæg trúnaðarstörf, bæði sem bæjarfulltrúi og innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hefir lengst af verið í stjórn landsmálafélagsins Fram og formaður þess imx langt árabil. Formaður full- trúaráðs var hann frá byrj- un til ársins 1941, og hefir liann manna bezt og ötulast unnið að því að skipuleggja og sameina krafta flokksins í undangegnum kosningum til bæjarstjórnar og Alþing- is. I skattanefnd átti hann sæti frá 1921—30, og í nið- urjöfnunarnefnd í mörg ái’. Hann hefir og gegnt mörg- um fleiri mikilvægum störf- um, meðal annars átt sæti í bæjarráði, í vinnvuniðlun- arstjórn frá byrjun, í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar í mörg ár og á þar setu enn. I fiskimálanefnd hefir Þor- leifur átt setu frá 1938, og formaður hennar frá 1941. Fjölda mörgmn störfum öðr- Frh. á bls. 3.

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.