Hamar - 08.06.1946, Blaðsíða 3

Hamar - 08.06.1946, Blaðsíða 3
H A M A R 3 Hafnfirzkir verkamenn! Varið ykkur á súrdeigi Fariseans Eftir mikið þref og bollalegg- ingar á „sellu“-fundum sísíai- ista hér í bænum, var sú „lína“ upp tekin, að varpa ljósmóð- uriimi fyrir borð, sem þing- mannsefni flokksins við alþing- iskosningar þær, sem nú fara í hönd, en senda í hennar stað fram á vígvöllinn hinn pólitíska leiktrúð, Hermann Guðmunds- son. Það er á allra vitorði í bæn- um, að fylgismönnum ljósmóð- urinnar, og þá ekki síður henni sjálfri, mun liafa þótt æði súrt í broti að verða að lúta í lægra lialdi fyrir sjónhverfingamönn- um Hafnarfjarðardeildarinnar í þessum átökum. Er mælt, að þeim þyki, sem vonlegt er, Sig- ríði illa launuð öll liennar mörgu spor milli vina og kunu- ingja fyrir síðustu alþingiskosn- ingar, þegar henni tókst að „hífa“ atkvæðatölu flokksins upp úr 206 atkvæðum í 260 at. kvæði. Þrátt fyrir allt þetta ómak hennar og dygga þjónustu við flokkinn í hvívetna, létu sósíal- istar ljósmóðurina þoka sæti fyrir manni, sem í pólitík liefur brugðið sér í allra kvikinda líki á undanförnum árum og enguni verið trúr stundinni lengur. Þá er ekki síður eftirtektar- vert í þessu sambandi og sannar ásamt svo mörgu öðru, óheilindi og blekkingaáróður sósíalista, að samtímis því sem þeir fidl- yrða dag eftir dag í Þjóðvilj- anum, að þeir séu eini flokk- urinn, sem taki fullt tillit til kvenþjóðarinnar í landinu, þá varpa þeir Sigríði Sæland fyrir borð liér í Hafnarfirði og skipa Katrínu Tlioroddsen í alger- lega vonlaust sæti á framboðs- lista sínum í Reykjavík. Það, sem talið er að riðið liafi baggamuninn í sósíalista- flokknum hér í Hafnarfirði við framboð til Alþingis, er það, að Hermann þótti passa betur en Sigríður í blekkinga-„kram“ flokksins, einkum vegna hinnar hverfilituðu fortíðar lians og samvizkidipurðar í stjórnmál- um og einnig vegna þeirrar að- stöðu, sem liann „í bili“ hefur í verkalýðshreifingunni í bæn- um. Síðan framboð Hermanns Guðmundssonar fyrir sósíalista- flokkinn var ákveðið, hafa bæði hann og sporviljugir smalar flokksins verið á þönum um bæinn í þeim erindum, að veiða verkamenn úr öðrum flokkum til fylgis við Hermann við næstu kosningar, — ekki sem sósíalista, því það þykir ekki sigurstranglegt — heldur sem fulltrúa verkamanna. Þetta á að verða aðal ber- bragð sósíalista liér í bænum í kosningabaráttu þeirri, sem nú fer í liönd. En þetta lierbragð mun ekki heppnast þeim. Hvað sem kann að vera um verkamenn í bænum, sem fylgt liafa Alþýðuflokknum að mál. um, þá er það alveg víst, að Sjálfstæðisverkamenn láta ekki blekkjast. Til þess muna þeir of vel gamla tíma, þegar alræði vinstri flokkanna sameinaðra í verka- lýðsmálunum var í algleym- ingi, þegar félags- og stéttar- legur réttur sérhvers verka- manns, sem ekki beygði sig i auðmýkt fyrir ofríkisvaldi þess- ara flokka, var gersamlega fyr- ir borð borinn, — þegar engir aðrir verkamenn en auðsveip- ustu jábræður vinstri flokk- anna fengu aðgang að allsberj- arþingum stéttarinnar, þar sem teknar voru ákvarðanir um mik ilsverðustu mál liennar og mörk uð stefna hennar og þróun í félagslega átt. Sjálfstæðisverkamenn hér í Hafnarfirði hafa áreiðanlega ekki gleymt þessum tímum, og þeir liafa lxeldur ekki gleymt þeirri liörðu baráttu, sem lieyja varð, áður en tókst að brjóta þessar ofríkisviðjar af verka- lýðnum að minnsta kosti uiu stundarsakir. Þeir minnast þess þá einnig í sambandi við núverandi fram- bjóðanda sósíalista, Hermann Guðmundsson, að það voru þeir, sem með baráttu sinni og starfi, ruddu brautina fyrir hann til áhrifa og valda innan verkalýðshreyfingarinnar og að þeir gerðu þetta í þeirri góðu trú, að hann væri það, sem hann þá þóttist vera — þ. e. sjálfstæðismaður —, maður, sem, eins og þeir, vildi vinna að því að verkalýðsfélagsskapn- um væri jafnan haldið utan við Eins og fyrirsögn þessara dálka ber með sér, er liugmynd- in sú, að liér birtist sitt af hverju, um menn og málefni, bæði úr hinu íslenzka þjóðlífi og utan úr heimi. líverskonar ábendingum og upplýsingum er tekið með þökkum og eru menn hvattir til að senda dálki þessum línur um áhugamál sín og óskir. Það mál, sem mest tekur upp liuga flestra Iselndinga nú um þessar mundir, er sjálfstæðis- mál þjóðarinnar. Mál þetta er mér, og ég hygg flestum Islendingum, heilagt mál. Það er mér viðkvæmt mál, og því sárnar mér, þegar rætt er um þetta mál án allrar alvöru og festu. Frá mínu sjónarmiði þarf þetta mál vandlega hugs- aða meðferð, smá yfirsjón gæti kostað okkur mikið. Um þetta mál hafa Þjóðvilja- menn mikið ritað og rætt. Því hefur sú spurning vaknað hjá mér, hvort kommúnistum sé treystandi í sjálfstæðismálum hinnar íslenzku þjóðar. — Til þess að komast fyrir það, verð- um við að leita til ýmissa til- vitnana og athuga livernig grundvöllurinn þar er. Samein- ingarflokkur alþýðu — Sósíal- istaflokkurinn — er stofnaður V hráskinnaleik hinna pólitísku afla í landinu. — Þeir trúðu því, að þessi mað. ur, sem þeir höfðu lyft upp úr röðum sínum til valda og virð- ingar myndi standa af alefli gegn því, að verkalýðssamtökin henti nokkurntíma aftur sú ógæfa að verða pólitískt fóta- skinn vinstri flokkanna eins og þau voni áður fyrr. — Það er all-langt síðan að sjálfstæðisverkamenn hér í bænum og raunar annars stað- ar á landinu, sáu, að þessi trú þeirra á Hermann Guðmunds- j son ætlaði að verða sér ræki- lega til minnkunar. Þeir hafa séð á síðustu tírn- um að hverju hefir borið í þessu efni. Þeir sáu æ betur og betur með liverjum deginum sem leið, að maðurinn, sem þeir eitt sinn höfðu falið að vera á verði gegn því, að hinar pólitísku ofríkisviðjar vinstri flokkanna yrðu aftur færðar á verkalýðs- samtökin, vann nú — undir niðri — markvisst að því, að þau yrðu drepin í einræðis- dróma sósíalista. Þegar lionum svo þótti næsta einsætt um úrslit þessa ljóta leiks, kastaði liann lilutleysis- grímunni og gekk opinberlega á mála hjá sósíalistum! Til fylgis við þennan mann láta sjálfstæðisverkamenn ekki blekkja sig. Þeir vara sig á súrdeigi fari- seans. — af kommúnistum og upp úr Kommúnistaflokknum. Til- gangurinn með þessari nafna- breytingu var auðsjáanlega ekkert annað en tilraun til að koma af stað ringulreið í her- búðum jafnaðarmanna. Þegar Hitler og Stalin voru vinir, kom bezt í ljós, að hinn núverandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — er alveg undir sömu yfirstjórn og Kommúnistaflokkurinn var, — sem sé Moskva.valdinu. Komni- únistaflokkur Islands var deild úr Alþjóðasambandi kommún- ista og því kemur ekki til greina nein föðurlandsstefna hjá þeim. Á undanförnum árum liefur ls- lendingum gefist kostur á að sjá, livernig kommúnistar hafa vanhelgað þjóðsöng Islendinga við ýmis tækifæri. — 1 Ávarpi Kommúnistaflokksins stendur á einum stað: „.. . og þá mun hin íslenzka alþýða leita til liinnar sigrandi alþýðu Sovétríkjanna“. — Þessi ummæli þarf ekki að skýra, þau skýra sig sjálf, og hið sanna innræti kommúnistanna. Stalin marskálkur segir á ein- um stað: Einmitt á því þrosk- ast stjórnmálaflokkar verka- lýðsins og styrkjast,er þeir losa sig við hentistefnumenn og end- urbótasinna, svo og ýmsa stór- ve\dÍ8-þjóSskrums-„föSurlands“ og ,,/riðar“-8Ó8Íalista. Athugið með hvaða lítilsvirð- ingu hann talar um föðurland- ið. — Islendingar geta búist við því, að áður en varir geti vald- hafarnir í Moskva dæmt þessa núverandi stefnu kommúnist- anna á íslandi í sjálfstæðismál. unum sem hentistefnu, og þá getum við séð, hvaða töggur eru í þeim. Þegar kommúnistar ræða við kunningja sína um þessi og önnur stefnumál kommúnista, skírskota þeir til tilfinningar- innar og spyrja: Heldur þú, að ég og aðrir kommúnistar, sem þú þekkir persónulega, séu svo mikil fúl- menni, að þeir stefni markvisst að því að svipta bæði þig og aðra andstæðinga hinum ýmsu mannréttindum, eða gerast föð- urlandssvikarar, ef þeir kæm- ust til valda hér einir saman? Þessari spurningu mun ég hiklaust svara játandi, ef að við- komandi lýsti því ákveðið yfir, að hann væri sósíalisti, en nú vilhsvo til, að margir, sem hafa talið sig sósíalista, liafa komizt að raun um, við nákvæma yfir- vegun, að þeir eru það bara alls ekki. Greinilegast mun það þó koma í ljós, við í hönd farandi alþingiskosningar, live fylgi þeirra er þverrandi. 1 þessu sambandi vil ég benda á, að kommúnisminn viður- kennir ekki nema einn flokk, en þó geta verið til nafnlausir flokkar. Við skulum athuga, livað segir um það í sambandi við liinar frjálsu kosningar I Rússlandi og hvernig því er fyrir komið. Svo segir: „Komúnistar og utanflokks- menn munu því verða saman um alla frambjóðendurna. — Hver utanflokksframbjóðandi verður um leið frambjóðandi kommúnista og sérhver fram- bjóðandi kommúnista verður jafnframt frambjóðandi utan- flokksmanna“. Allir skilja, eða að minnsta kosti hljóta að sjá, þó að þeir ef til vill vilji ekki viðurkenna það, livílíkur skollaleikur slík- ar kosningar munu vera. Á einum stað í Þjóðviljanum viðurkennir ungur maður mannréttindaskerðingu almenn- ings í Rússlandi. Hann er að tala um, að andstæðingar sósíal- ista haldi því fram, að stefna sósíalista færi mannfélaginu m. a. svipting málfrelsis, trúfrels- is, skoðanafrelsis, eins flokks framboð ásamt fleiru, en svo segir hann: . . . „hinir mon- gólsku Rússar liafa ekki vogað sér að framkvæma helminginn af þessum stefnuskráratriðum“. — Betri er hálf viðurkenning en full, en ef til vill má búast við viðurkenningu hins helm- ingsins seinna. Hvernig á nú flokkur,. sem augljóslega traðkar á helztu mannréttindamálunum, að geta barist af lieilum hug fyrir helg- asta máli liverrar þjóðar, sjálf- stæði hennar. Forystusveitina í sjálfstæðis- máli Islendinga er ekki að finna lijá Þjóðviljamönnum. Tryggasti stjórnmálaflokkur- inn í þeirri baráttu er Sjálf- stæðisflokkurinn, og sjálfstæð- isnienn munu skipa sér í brjósl- fylkinguna. Framboðid Frh. af bls. 1. um liefir Þorleifur gegnt, og lætur það að líkum um slík- an hæfileikamann. Að lok- um má geta þess að hann var um tíma eigandi og rit- stjóri að hlaði, sem liann gaf út hér í bæ, og vann í anda Sjálfstæðisstefnunnar að auknum framförum og menningu bæjarbúa. Hafnfirzkir sjálfstæðis- menn, það er okkar lilutverk að standa fast sem einn mað- ur um framboð Þorleifs Jónssonar, frambjóðanda flokks okkar, og tryggja hon- um í kosningunum þann sig- ur, sem skapar Sjálfstæðis- flokknum sem bezta aðstöðu til þess að láta til sín taka á sviði þjóðmálanna um leið og við veitum með því liæfi- leikum Þorleifs Jónssonar sem stjórpmálamanns, verð- skulduð skilyrði til þess að njóta sín. Gunnar Ingvarsson. Hvítasunnumessur. Séra Sigurbjörn Einarsson’ dósent messar á Hvítasunnudag: Á Kálfa- tjörn kl. 11 f. h., á Bjarnastöðum kl. 2 e. h. og í HafnarfjariVarkirkju kl. 5 e. h. Fríkirkjan: Messað á Hvítasunnu- dag kl. 2 e. h., séra Kristinn Stefáns- son. Hafnfirðingar Frá og með laugar- deginum 8. þ. m. til 15. september n. k. verður skóvinnu- stofu minni lokað kl. 1 á laugardög- um, aðra daga kl. 6. Guðjón Magnússon. Fjölbreytt nesti í ferðalögin. Verzlun Þórðar Þórðarsonar Sími 9303. fslendingar! Burt með kom- múnismann úr hinu íslenzka þjóðfélagi. Evan. Á innlendum og erlendum vettvangi

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.