Hamar - 08.06.1946, Blaðsíða 2

Hamar - 08.06.1946, Blaðsíða 2
2 H A M Á R Prestaskipti vid Fríkirkjuna VETTVANGUR HAMAR Útgefandi: Sjálfstæðisflokkuiinn i Hafnarfirði. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Þorleifur Jónsson (Símar: 9099 og 9228). Afgr. í Sjálfstæðishúsinu, Strand- götu 29, kl. 2—5 e. h. Sími 9228. Hamar kemur út einu sinni í viku. Áskriftarverð lcr. 25,00 á ári Prentsmiðja Jóns Helgasonar 30. júní Sunnudaginn 30. júní eíga að fara fram í landinu fyrstu alþingiskosningarnar eftir að ísland endurlieimti frelsi sitt til fulls og gjörðist lýðveldi. Það er margt sem bendir til þess, að meginþorri þjóð- arinnar muni ganga til þess- ara kosninga undir merki þeirrar þjóðmálastefnu, sem ætíð bar liæst í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, — þeirrar stefnu, sem ein var þess megnug að sameina vilja allrar þjóðarinnar til lokaátaksins í þeirri baráttu fyx-ir tveimur árum, — þeirr ar stefnu, sem síðan hefir haft forystuna um það, að treysta meginstoðir efnaliags legs sjálfstæðis þjóðarinnar með margföldun framleiðslu tækjanna og eflingu atvinnu lífsins, — og þessi stefna er sjálfstœ'öisstefnan. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í landinu, sem nú gengur lieill og ó- skiptur til þeirrar kosninga- baráttu, sem framundan er. Hann er eini flokkurinrt, sem skilur til hlítar, liversu lífsnauðsynlegt það er binu unga lýðveldi, að frjálsir og framtakssamir einstaklingar séu studdir og livattir af í'ík- isvaldinu til starfs og at- liafna til ávinnings fyrir þjóðarheildina, en ekki þok- að til bliðar vegna íhlutun arsemi ríkisins. — Hinir stjórnmálaflokkarn- ir liafa ekki þessi sjónarmið sem heild, en vissulega eru í þeim ýmsir menn, fleiri eða færri, sem viðurkenna í lijarta sínu stefnu sjálfstæð- rnanna í framfaramálum þjóðai'innar, og er núvei-andi stjórnarsamvinna gleggst vitni um þetta. En þessir menn í hinum flokkunum verða venjulega að láta í minni pokann fyr- ir þjóðnýtingarpostulnm og einræðisseggjum flokka sinna. Og þess vegna er það, að þessir flokkar ganga nú til kosninga meira og minna sjálfum sér sundurþykkir, og Nýlega hafa orðið presta- skipti við Fríkirkjuna hér í bænuin. Séra Jón Auðuns lét af störf- um eftir 16 ára þjónustu við kirkjuna, en við starfinu tók cand. theol. ICristinn Stefáns- son, og var liann vígöur til kirkjunnar þann 22. apríl s. 1. Séra Jón Auðuns flutti fyrstu messu sína í kirkjunni þ. 27. apríl 1930, en vígðist til safnað- arins þ. 17. ág. sama ár. Hann kvaddi söfnuðinn með guðs- þjónustu í kirkjunni þann 28. apríl s. 1. Hann var kosinn dóm- kirkjuprestur í Reykjavík á síðaslliðnum vetri, þegar séra Friðrik Hallgrímsson dómpró- fastur lét þar af störfum fyrir aldurs sakir, eftir langa þjón- ustu. Séra Jón Auðuns ávann sér miklar vinsældir og virðingu hvers manns, meðan hann dvaldi og starfaði hér í hæn- um, bæði sem prestur innan kirkju og utan og einnig vegna sérstakrar prúðmennsku í öllu dagfari, alúðar og hlýju í við- móti við hvern sem í hlut átti, háan sem lágan. Um störf hans sem prests og kennimanns skal ekki fjöl- yrt hér, enda óþarfi, þar sem liann er þegar víðrómaður sem einn af glæsilegustu prestum landsins, bæði sökum afburða ræðumennsku og kreddulausrar víðsýni í andlegum málum. Miðvikudagskvöldið fyrir Uppstigningardag liélt fri- kirkjufólk og nokkrir aðrir hæjarhúar séra Jóni og konu hans kveðjusamsæti að hótel „Þresti“. Var samkvæmi þetta fjöl- mennt og rnargar ræður fluttar, séra Jóni þökkuð störf lians hér í bænum á liðnum 16 ár- um og honum og konu lians árnað allra heilla og blessunar í framtíðinni. Komu greinilega í ljós í þessu samkvæmi þær einlægu og al- mennu vinsældir, sem séra Jón Auðuns nýtur lijá Hafnfirðing- um. Við þetta sama tækifæri var hinn nýi prestur Fríkirkjunn- ar, séra ICristinn Stefánsson, boðinn velkominn til starfsins, en ltann og kona hans voru gestir samkvæmisins. einn þeirra — Fraxnsóknar- flokkurinn — beinlínis klof- inn í tvo flokka, númer eitt og númer tvö. Það virðist því ekki þurfa neina spádómsgáfu til þess að sjá fyrir, hver vei'ði veg- ur þessara flokka að kosn- ingum loknum, enda er vit- að, að þeir liafa búið sig undir það að tapa. Hinsvegar gengur Sjálf- stæðisflokkurinn ótrauður, heill og sjálfum sér samþykk- ur til baráttunnar. Þess vegna mun ltann vinna. Séra Kristinn liefir ekki veriö þjónandi prestur áður. Hann lauk guðfræðiprófi með hárri einkunn árið 1928 og stundaði síðan framhaldsnám í Þýzka- landi. Eftir það veitti liann for- stöðu um nokkurt árabil Reyk- holtsskóla í Borgarfirði, en varð að hætta því starfi sökum lieilsubrests. Síðustu árin liefur liann gegnt störfum hjá Kirkju- málaráðuneytinu og mun halda þeim störfum áfram ásaxnt prestsstarfinu. Séra Kristinn liefur í lengri tíð tekið mikinn og virkan þátt í starfi Góðtemplarareglunnar og liefur nú um nokkurra ára skeið gegnt embætti Stórtempl- ars. Nýtur hann mjög mikils trausts og almennra vinsælda innan' Reglunnar. — Séra Kriatinn er gáfaður mað- ur, víðsýnn og velviljaður, og vænta menn sér alls hins bezla af honum sem presti í Frí- kirkjusöfnuðinum. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafn- arfirði liefur nú starfað í 33 ár, var stofnaður 18. apríl 1913. — Söfnuðurinn er ekki ýkja fjöl- mennur, en innan hans ríkir mikil samheldni og samstarf. Innan safnaðarins starfa tvö félög, kvenfélag og hræðrafélag, sem livoru tveggja vinna ötul- lega að liag og heill kirkjunnar og eflingu safnaðai-lífsins í livi- vetna. Þ. J. Tilgangur þessa þáttar. Ætlast er til, að þessi þáttur, vett- vangur vikuunar, koiui reglulega út í liverju 6137(1, og er h'ugmyndin, að hann flytji lesendum sínum ýmislegl úr daglegu lífi hæjarhúa. — Jú, og við hverju má þá hijast? Verður það ekki efst á baugi að nöldra, nöldra yfir því, sem aflaga fer lijá einstak- lingum og hjá bæjarfélaginu í heild? Jú, vafalaust verður það. Við erum nú einu siniii svo gerð, að okkur þykir gaman að narta svolilið í ná- ungann, halda á loft því, sem miður er. En þessháttar hvíslmn við bara að hezlu vinum okkar í fyllsta trún- aði, því að við viljum ómögulega að eitthvað ljótt urn þennan eða hinn, þessa eða hina, sé haft'eftir okkur. Munurn þa'S, sem vel er gert. En jafn minnug og eftirtektarsöm og við erum á misgjörðir náungans, þá erum við gleymin og blind fyrir því, sem gott er í fari hans og hann hefur vel unnið. Það verður því einnig tilgangur þessa þáttar, að gela góðra verka, sem eru til sóma þeim, sem unnið liafa og öðruin til gagns. Alit lesandans. Þó að ég vilji e. t. v. hafa orðið að inestu leyti og láta ljós mitt skína, er mjög nauðsynlegt, að lesendurnir sjálfir fái að koma fram með álit sitt, aðfinnslur sínar á því, scm aflaga fer og þakkir sínar fyrir það, sem vel er gert. Hugmyndin er því sú, að í þessum þælti fái bæjarbúar að ræða um VIKUNNAR ýmis ábugamól sín, og verða birt bréf, kaflar úr þcim eða efni þeirra að einhverju lcyli, ef þau þykja eiga erindi til lesenda blaðsins. Bærinn okkar. Okkur þykir öllum vænt um bre- inn okkar, enda viljum við, að hann líti sein bezt út, sé hreinn og snyrti- legur, eftir því sem liægt er. Noklc- ur áherzla verður því lögð á, að þessi þáttur veiti almenningi rúm til að ræða uin á livern hátt sé hezt og ódýrast að fegra bæinn og bæta úr því, Sem aflaga fer, enda er nauð- synlegt að raunhæfur árangur náist í þessum efnum. Fólk jœr aö svara fyrir sig. Vel getur verið, að eitllivað hirtist í vettvangi vikunnar, sent er þess eðlis, að einstaklingum eða stofn- unum þylci nærri sér höggvið, af mér eða öð'rurn, og mundi þá lilut- aðeigandi fá rúm í þessum þætti til að bera hönd fyrir höfuð sér. Enda verður kappkostað, að málin liggi sem ljósust fyrir og það eitt haft, sem réttast reynist. Nöjn. Ég vil vekja athygli þeirra, sem koma til með að senda þessum þætti bréf, sem þeir vilja fá birt að ein- hverju eða öllu leyti á því að þeir verða að láta fylgja fullt nafn og heimilisfang, þó að það komi ckki fyrir augu ahuennings. Bréf, sent send verða þessum þætti, skal skrifa utan á til blaðsins og merkja þau vettvangi vikunnar. V eSrið. Það er gamall og nýr siður hjá okkur íslendingtim að tala um veðr- ið, þegar við hittumst á förnum vegi. Ég held því að það ætti ekki að hneyksla neinn, þótt ég minntist á þá veðurblíðu, sem verið liefur und- anfarna daga og vikur. Ég hitti ný- lega mann norðan úr landi, og sagði hann að enginn í sinni sveit teldi sig muna jafnmikinn gróður í maí- lok eins og nú í vor. Við erum og megum líka vera þakklát fyrir að vcl vori, þeim mun auðveldara eigum við með að lirista af okkur skammdegis- drungann og ganga að vinnu glöð, hraust og iðandi af lífsfjöri og starfs- löngun. En jlest dregur dilk á eftir sér. Þótt við fyllumst fögnuði, þegar veðurhlíðan er inest og sólin skín skærast, þó fylgir hvimleiður dilk- ur, göturykið, sem fyllir skilninga- vit okkar og er á margan hátt til ama og óþæginda. — Er það sér3íak- lega tilfinnanlegt í hæ eins og Hafn- arfirði, sein hefur aðeins nokkurn hluta af einni götu steyptan og enga götu malbikaða. Barnaleikvellir. En þótt illt sé fyrir fullor&ið fólk að þola göturykið, þá er það miklu verra fyrir börnin, en þau hafa litið annað en götuna að leika sér á, fari þau út fyrir húsdyr. Barnaleikvellir eru engir til hér í bæ, eins og er, þó er hafin bygging á einum leik- velli, en það er mjög lítil úrbót. — Bæjaryfirvöldin verða að sjá sóma sinn í því, og sýna það í verki, að þau virði betur hér eftir en liingað til þarfir og tilverurétt minnstu borg- ara þessa bæjar. VILLI VILBERGS. Illllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Grðsending til sjálfstæðisfólks \ Skrifstofa Sjálfstæðisflokksiiis í Hafnarfirði beinir eftirfarandi til kjósenda flokksins og annarra sluðnings- manna í bænum: 1. Gerið skrifstofunni sem allra fyrst aðvart urn þá sjálfstæðiskjósendur, sem þið vitið að muni dvelja utanbæjar á kjöi'degi. 2. Kjósendur flokksins, sem fara úr bænum fyrir kjör- dag, eru minntir á að kjósa hjá bæjarfógeta áður en þeir fara. Skiúfstofa bæjarfógeta er opin alla virka daga frá kl. 10—12 f. h. og 1—4 e. h. 3. Kosningaskrifstofa flokksins er í Sjálfstæðislnisinu og er opin alla daga. — Sími 9228. — Þar eru gefnar allar leiðbeiningar og upplýsingar varðandi alþingiskosningarnar. 4. Komið á skrifstofuna til skrafs og ráðagerða. Stuðlið að því, með starfi ykkar, að öll atkvæði, sem sjálfstæðisstefnan á í bænum, komi til skila. 5. Munið, að framgangur Sjálfstæðisflokksins tryggir framtíð livers þjóðfélagsþegns, og um leið andlegt og efnalegt sjálfstæði þjóðarinnar í heild. 6. Gleymið aldrei, að sigur sjálfstæðisstefnunnar er einnig sigur þjóðarinnar. Heil til starfa í krafti þeirrar staðreyndar! FULLTRÚ ARÁÐIÐ. iiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.