Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2010, Blaðsíða 1
Annar leikjahæstur » Hermann hefur verið í her- búðum Portsmouth frá árinu 2007 og varð enskur bik- armeistari með liðinu árið 2008. » Hermann er annar leikja- hæsti leikmaður íslenska landsliðsins, Hann hefur leikið 85 landsleiki og hefur í þeim skorað 5 mörk. MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 íþróttir Áfangi Hrafnhildur Lúthersdóttir fékk skólastyrk hjá sterkasta bandaríska háskólaliðinu. Stór áfangi fyrir sundkonuna úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Stefnan er sett á ÓL í London. 3 Íþróttir mbl.is VIÐTAL Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Ég tel okkar lið betra en það skoska en við gerum okkur vel grein fyrir því að þetta verða tveir mjög erfiðir leikir,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, við Morg- unblaðið fyrir æfingu liðsins á Laugardals- velli í gærkvöld. Á morgun mæta íslensku strákarnir liði Skota í fyrri viðureigninni í umspili um sæti í úrslitakeppni Evr- ópumótsins og mátti vel greina þann mikla hug sem er í leikmönnum Íslands þegar þeir hófu æfinguna í gær. Þeir ætla sér í lokakeppnina og brjóta þar með blað í sögu landsliðsins. ,,Skotarnir eru baráttuglaðir, spila sterk- an og agaðan varnarleik og hlaupagetan er mikil í þeirra liði. Ég tel hins vegar mögu- leika okkar á að slá Skotana út góða. Við höfum spilað virkilega vel í þessari keppni, strákarnir eru í fínu standi og það er virki- lega góð samstaða í hópnum,“ sagði Eyjólf- ur, sem teflir fram ógnarsterku liði eftir að U21 ára liðið fékk forgang á A-landsliðið. Eyjólfur telur mjög mikilvægt að ná góð- um úrslitum í fyrri leiknum og fara til Ed- inborgar í næstu viku með gott veganesti. „Lykillinn að því að komast áfram er að ná mjög góðum úrslitum í heimaleiknum. Helst þurfum við að halda hreinu og ná að setja nokkur mörk á Skotana. Ég finn að strákarnir eru mjög vel einbeittir og þessi umræða um U21 árs liðið og A-landsliðið hefur ekkert truflað þá,“ sagði Eyjólfur. Spurður hvort það verði ekki erfitt að velja byrjunarliðið miðað við þann úrvals- hóp sem hann hefur úr að spila sagði þjálf- arinn; „Nei, nei. Vissulega er hópurinn sterkur og samkeppnin hörð og það er bara af hinu góða. Það eru allir á tánum og ég vel bara besta liðið sem ég tel henta hverju sinni. Ég vona bara að fólk fjölmenni á leikinn og standi með okkur í þessari bar- áttu. Þessir strákar eiga það skilið.“ Erum með betra lið en Skotarnir  Eyjólfur Sverrisson reiknar með tveimur erfiðum leikjum gegn Skotum  Mikill hugur í íslensku leikmönnunum  Eru vel einbeittir og láta umræðuna um A-landsliðið ekkert trufla sig Morgunblaðið/Árni Sæberg Undirbúningur Íslenska U21 árs liðið í knattspyrnu á æfingu fyrir leikinn mikilvæga gegn Skotum sem fram fer á Laugardalsvellinum á morgun. Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Hermann Hreiðarsson hefur náð samkomulagi við enska 1. deild- arliðið Portsmouth um nýjan eins árs samning með möguleika á fram- lengingu um eitt ár. Hermann skrif- ar undir samninginn í dag en sem kunnugt er hefur hann verið frá keppni í rúmlega hálft síðan hann sleit hásin í leik með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í mars. Hann hefur æft af krafti með Portsmouth- liðinu undanfarnar vikur og væri búinn að spila með varaliðinu ef það væri til en það var lagt niður í sum- ar vegna fjárhagsörðugleika félags- ins. „Samningurinn við Portsmouth er klár og ég á bara eftir að skrifa und- ir hann. Ég er ánægður að þessi mál skulu vera komin á hreint og það var alltaf fyrsti kostur hjá mér að vera áfram hjá Portsmouth. Ég er búinn að æfa á fullu í þrjár vikurog bara kominn í fínt stand en skortir bara leikæfingu,“ sagði Hermann í samtali við Morgunblaðið í gær. Hermann var valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Portúgölum sem fram fer á Laug- ardalsvellinum á þriðjudaginn. Spurður hvort sé tilbúinn að spila- þann leik sagði Hermann; „Ég er maður í allt en við sjáum hvað setur,“ sagði Eyjamaðurinn sterki, sem lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Hollendingum á Laugardalsvellinum í júní 2009. Landsliðið kemur saman á föstu- daginn og eftir æfingarnar um helgina mun Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari meta það hvort Hermann sé klár í slaginn en hann segir afar gott að fá fyrirliðanna aft- ur í hópinn hvort sem kemur til með að spila eða ekki. „Var alltaf fyrsti kosturinn“ Góður Hermann Hreiðarsson er kominn í landsliðs- hópinn á ný.  Hermann Hreiðarsson skrifar undir nýjan samning við Portsmouth í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.