Morgunblaðið - 06.10.2010, Qupperneq 2
Á SVELLINU
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Reykjavíkurliðin Björninn og SR buðu upp á frá-
bæra skemmtun í Egilshöllinni í gærkvöldi þegar
liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí karla. Úr
varð mikill markaleikur þar sem SR sigraði 7:5
og lagaði þar með slæma byrjun sína í mótinu
þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli fyrir Jötn-
unum úr SA.
„Tapið í fyrsta leiknum var svolítið spark í
rassinn fyrir okkur. Við áttuðum okkur á því að
við yrðum að gera miklu betur. Við höfðum eng-
an baráttuvilja í þeim leik og við þurftum ein-
faldlega að byrja að skauta og berjast,“ sagði
landsliðsmaðurinn Pétur Maack í samtali við
Morgunblaðið að leiknum loknum. Pétur myndar
hina heilögu þrenningu í sóknarleik SR, með
bræðrunum Gauta og Agli Þormóðssonum.
Þrenningin fór á kostum í gærkvöldi og sýndu
þeir félagar sparihliðarnar. Það verða þeir raun-
ar að gera ef SR á ekki að missa af úrslitakeppn-
inni eins og gerðist á síðustu leiktíð. Gauti skor-
aði þrennu og gaf einnig þrjár stoðsendingar.
Pétur skoraði tvívegis og átti þrjár stoðsend-
ingar og Egill gaf tvær stoðsendingar og skoraði
einu sinni. Þremenningarnir áttu stærstan þátt í
því að SR tókst að slá Bjarnarmenn út af laginu
í öðrum leikhluta. Að loknum fyrsta leikhluta
benti nefnilega ekkert til þess að SR myndi
sækja sigur í Grafarvoginn. Þá var staðan 3:1
fyrir Björninn og varnarmaðurinn Óli Þór Gunn-
arsson hafði kórónað góða byrjun heimamanna
með glæsilegu langskoti, skeytin og inn.
Gríðarleg umskipti urðu í öðrum leikhluta en
þá skoruðu SR-ingar fimm af sjö mörkum sínum.
Þar af gerðu þeir þrjú á um fimm mínútna kafla
og komust 4:3 yfir. Hvað gerðist eiginlega í öðr-
um leikhluta? „Þá kom baráttuviljinn loksins eft-
ir að við fengum að heyra það frá Gulla þjálfara.
Við áttuðum okkur á því að við yrðum að vinna
þessa Bjarnarhúna en það gerist ekki betra en
að vinna með þessum hætti. Þegar við vorum
komnir 4:3 yfir þá fundum við að þeir væru að
brotna,“ svaraði Pétur. Félagi hans úr landslið-
inu, Róbert Pálsson hjá Birninum, sagði Bjarn-
armenn hafa misst einbeitinguna. „Við misstum
hausinn og létum reka okkur alltaf of oft út af.
Þeir refsuðu okkur fyrir það. Eftir fyrsta leik-
hluta var andinn góður í liðinu en við létum reka
okkur út af snemma í öðrum leikhluta og þeir
nýttu sér liðsmuninn. Þeim tókst eiginlega að
gera út um leikinn á örskömmum tíma, því okkur
tókst ekki laga stöðuna þrátt fyrir að við ættum
einhverja möguleika í síðasta leikhlutanum,“
sagði Róbert þegar Morgunblaðið ræddi við
hann.
Hin heilaga þrenning SR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Laus pökkur Róbert Pálsson Birninum og Gauti Þormóðsson SR berjast um pökkinn í gærkvöldi.
SR skoraði 5 í öðrum
leikhluta gegn Birninum
Á SVELLINU
Einar Sigtryggsson
sport@mbl.is
Merkilegur leikur fór fram á Ak-
ureyri í gærkvöldi en þá léku tvö lið
Skautafélags Akureyrar gegn hvort
öðru á Íslandsmótinu í íshokkí. Þetta
voru Jötnarnir gegn Víkingum. Leik-
urinn fer aðeins í sögubækurnar fyr-
ir það að þarna mættust lið frá sama
félagi. Líklega hefur það aldrei gerst
áður í efstu deild karla í nokkurri
flokkaíþrótt hér á landi.
Víkingarnir voru mun sterkari
enda á það lið að vera flaggskip SA.
Jötnaliðið er hins vegar enginn ryð-
dallur en þar um borð eru m.a. þjálf-
arinn sjálfur, Josh Gribben, og Ingv-
ar Þór Jónsson landsliðsfyrirliði.
Voru þeir báðir á sjúkralistanum í
gær en fyrir utan þá félaga eru Jötn-
arnir með skemmtilegt samansafn af
leikmönnum, allt frá renglulegum
unglingum upp í hálffimmtuga harð-
jaxla. Þegar liðin eigast ekki við inn-
byrðis þá geta fjórir leikmenn skipt
um pláss og styrkt þannig hitt liðið.
Að auki mega leikmenn sem enn
voru 16 ára eða yngri þegar mótið
hófst skipta frjálst á milli liða. Ingvar
Þór segir þetta gott fyrir alla sem
æfa, því menn fái að spila miklu
meira og haldist lengur í sportinu
fyrir vikið.
Leikurinn í gær var hin besta
skemmtun þótt harkan og baráttan
hafi verið eitthvað minni en þegar
SR eða Björninn eru í heimsókn. Vík-
ingar tóku forustu fljótt og bættu
smám saman við en Jötnar áttu
nokkrar góðar sóknir og hefðu hæg-
lega getað kynt betur undir andstæð-
ingum sínum. Markmenn liðanna
voru í góðu formi og vörðu þeir oft
virkilega vel í leiknum. Atkvæða-
mestur í leiknum var hinn tröllvaxni
söngvari og þáttarstjórnandi Rúnar
Freyr Rúnarsson en hann setti tvö og
lagði upp eitt mark. SA-Víkingarnir
eru nú eina taplausa liðið í deildinni
en hún virðist ætla að verða einkar
skemmtileg í vetur.
SA fór létt með vængbrotið lið SA
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Barátta Það var hart barist í leik SA Jötna og SA Víkinga í Skautahöllinni á
Akureyri í gærkvöld. Þar fór lið SA létt með vængbrotið lið SA.
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010
Rakel Dögg Bragadóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður
norska úrvalsdeildarliðsins Levanger, meiddist í landsleik Íslendinga
og Hollendinga fyrir 12 dögum. Síðan hefur hún hvorki getað leikið
handknattleik né æft að nokkru gagni. Liðband í utanverðu hné togn-
aði í fyrrgreindum leik. „Hún er byrjuð í æfingum hjá sjúkraþjálfara
og verður vonandi klár í leik með okkur eftir 10 daga eða svo,“ sagði
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Levanger, í samtali við Morgunblaðið.
Levanger er í 9. sæti af 12 liðum norsku úrvalsdeildarinnar með
tvö stig að loknum fjórum leikjum. „Það hefur gengið þokkalega. Við
höfum gert tvö jafntefli og tapað tveimur viðureignum naumlega,“
sagði Ágúst. „Því miður er mikið um meiðsli í leikmannahópnum um
þessar mundir. Fimm leikmenn eru úr leik vegna meiðsla, þar af fjór-
ir landsliðsmenn. Það munar um minna,“ sagði Ágúst, sem stýrir Levanger-liðinu ann-
að keppnistímabilið í röð. Ramune Pekarskyte, fyrrverandi leikmaður Hauka, gekk til
liðs við Levanger í sumar. Ágúst segir hana hafa leikið afar vel það sem af er leiktíð.
iben@mbl.is
Rakel Dögg úr leik um tíma
Rakel Dögg
Bragadóttir
Danska úrvalsdeildarliðið FIF frá Kaupmanna
með, hefur verið svipt þeim fjórum stigum sem
ferðum dönsku úrvalsdeildarinnar. Það er ger
knattleiksdeild félagsins er gjaldþrota. Nýtt f
leikmenn karla- og kvennaliðs félagsins sem þ
minnsta kosti fram að áramótum. Vonast er t
byrjun næsta árs svo hægt verði að gera atvin
ins.
Að sögn Gísla eru leikmenn vitanlega vonsv
ins. Í ljós er komið að hann var byggður á san
að uppfylla þá samninga sem gerðir voru við
hluta af FCK-liðinu þegar það var leyst upp. A
FIF eru á bak og burt en nýir menn komnir í þeirra stað.
„Aðeins einn leikmaður úr karlaliðinu reri á önnur mið. Aðri
að nýir stjórnendur geti gert samning við okkur frá og með by
mikil óvissa hefur ríkt um framhaldið hjá FIF síðustu vikur.
Gísli leikur launalaust hjá F
Gísli
Kristjánsson
England
Neðrideildabikarkeppnin:
Huddersfield – Peterborough................. 3:2
Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan tím-
ann fyrir Huddersfield.
Cheltenham – Plymouth.......................... 0:2
Kári Árnason var ekki í leikmannahópi
Plymouth.
Hartlepool – Bradford ............................. 1:0
Ármann Smári Björnsson lék allan tím-
ann með Hartlepool.
KNATTSPYRNA
Þýskaland
A-DEILD:
Wetzlar – Lemgo.................................. 24:24
Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5
mörk fyrir Wetzlar.
Melsungen – Flensburg....................... 20:31
Staðan:
Füchse Berlin 6 6 0 0 156:130 12
Flensburg 8 6 0 2 243:201 12
Kiel 6 5 0 1 199:137 10
Hamburg 6 5 0 1 204:157 10
RN Löwen 6 5 0 1 185:169 10
Gummersbach 6 5 0 1 183:167 10
Grosswallst. 5 4 0 1 138:131 8
Göppingen 6 3 2 1 175:162 8
Lemgo 7 3 2 2 201:198 8
Magdeburg 5 3 0 2 155:146 6
Friesenheim 7 1 2 4 174:203 4
N-Lübbecke 5 1 0 4 132:154 2
Burgdorf 5 1 0 4 125:155 2
Rheinland 5 1 0 4 109:139 2
Balingen 6 0 2 4 160:196 2
Wetzlar 7 0 1 6 169:196 1
Ahlen-Hamm 6 0 1 5 152:182 1
Melsungen 6 0 0 6 140:177 0
HANDBOLTI
2. deild
Karlar, 3. umferð:
KDK-D – ÍR-Nas ..............................1,5:18,5
KDK-A – KFA-ÍA-W..............................2:18
KFR-JP.Kast – ÍR-G........................13,5:6,5
ÍR-M – ÍR-Keila.is ..................................15:5
ÍR-T – KR-C............................................3:17
ÍR-Blikk sat hjá
Staðan: KFA-ÍA-W 43 stig, ÍR-M 40, KR-C
38 ÍR-G 33,5, KFR-JP. Kast 32,5, ÍR-
Keila.is 31, ÍR-Nas 31, ÍR-Blikk 21,
KDK-D 14, ÍR-T 10, KDK-A 6.
KEILA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild kv., Iceland Express-deildin:
Ásvellir: Haukar – KR ..........................19.30
Grindavík: Grindavík – Fjölnir ............19.30
Hveragerði: Hamar – Snæfell..............19.30
Njarðvík: Njarðvík – Keflavík .............19.30
Í KVÖLD!
Íslandsmót karla, 3. umferð:
SA Jötnar - SA Víkingar..........................1:5
Mörk/stoðsendingar:
SA-Jötnar: Orri Blöndal 1/0, Sigurður
Reynisson 0/1.
SA-Víkingar: Rúnar Freyr Rúnarsson 2/1,
Jón Benedikt Gíslason 1/0, Sigurður Sveinn
Sigurðsson 1/0, Gunnar Darri Sigurðsson
1/0, Stefán Hrafnsson 0/2, Andri Mikaels-
son 0/1, Einar Valentine 0/1.
Björninn – SR............................................5:7
Mörk/stoðsendingar:
Björninn: Brynjar Bergmann 2/0, Úlfar
Jón Andrésson 1/0, Óli Þór Gunnarsson 1/0,
Matthías Sigurðsson 1/0, Einar Sveinn
Guðnason 0/2, Trausti Bergmann 0/2, Ró-
bert F. Pálsson 0/1.
SR: Gauti Þormóðsson 3/3, Pétur Maack
2/3, Egill Þormóðsson 1/2, Steinar Veigars-
son 1/0, Kári Valsson 0/2, Andri Þór Guð-
laugsson 0/1, Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1,
Guðmundur Björgvinsson 0/1.
ÍSHOKKÍ
Paulo Bento, nýráðinn landsliðs-
þjálfari Portúgala, hefur þurft að
gera tvær breytingar á leik-
mannahópi sínum fyrir leikina gegn
Dönum og Íslendingum í und-
ankeppni EM sem fram fara á föstu-
dag og þriðjudag.
Framherjinn Liedson úr Sporting
Lissabon og Miguel Veloso leik-
maður Genoa á Ítalíu eru meiddir og
hefur Bento valið í þeirra stað þá
Ruben Micael úr Porto og Manuel
Fernandes úr Valencia. Þess má
geta að uppselt er á leik Íslands og
Portúgal sem fram fer á Laug-
ardalsvelli.
Meiðsli hjá
Portúgal