Morgunblaðið - 06.10.2010, Síða 3

Morgunblaðið - 06.10.2010, Síða 3
ahöfn, sem Gísli Kristjánsson leikur m það hafði unnið sér inn í fyrstu um- rt þar sem hlutafélagið sem rak hand- félag hefur verið stofnað og munu allir það vilja leika sem áhugamenn að il að búið verði að safna nægu fé í nnumannasamning við leikmenn félags- viknir hvernig fór með rekstur félags- ndi þannig að aldrei var möguleiki á leikmenn í sumar þegar FIF tók við Allir stjórnendur handknattleiksfélags ir ætla að þreyja þorrann og treysta á yrjun næsta árs,“ sagði Gísli í gær en FIF VIÐTAL Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig sem sundkonu að komast inn í svona stóran skóla og mun aðstoða mig mik- ið við að búa mig sem best undir þátt- töku á Ólympíuleikunum í London eftir tvö ár,“ segir sundkonan Hrafn- hildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði sem á dögunum fékk inngöngu í Uni- versity of Florida. Skólinn hefur á að skipa afar sterku sundliði, kallað The Gators, sem m.a. varð bandarískur háskólameistari í kvennaflokki í vor. Yfirþjálfari sundliðsins er Gregg Troy en hann var kosinn þjálfari árs- ins af bandaríska sundþjálfara- sambandinu. Einnig var hann þjálfari bandaríska landsliðsins á Kyrrahafs- leikunum. Öll umgjörð fyrir íþróttir í skólanum er frábær og eru t.d. fimm þjálfarar sem þjálfa sundliðið, auk styrktarþjálfara. Þjálfarar skólans munu verða í nánu samstarfi við Klaus Ohk, þjálf- ara Hrafnhildar hjá Sundfélagi Hafn- arfjarðar, þar sem undirbúningur fyrir Ólympíuleikanna 2012 í London er þegar hafinn. Spennandi tækifæri Hrafnhildur segist ekki hafa gert upp við sig ennþá í hvaða nám hún ætlar. „Ég reikna með að byrja í al- mennu námi og sjá síðan til. Ég hef aðeins verið að velta sálfræðinni fyrir mér en það á allt eftir að koma í ljós með tíð og tíma. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig, bæði séð út frá sundinu og námi, þar sem skólinn er fyrsta flokks,“ segir Hrafnhildur sem fær fullan skólastyrk, sem er nokkuð sem ekki stendur öllum til boða. „Ég er bæði glöð og þakklát fyrir að standa til boða eins veglegur styrkur og raun ber vitni,“ segir Hrafnhildur sem er hæverskan upp- máluð þegar hún er spurð hvort þessi veglegi skólastyrkur stafi ekki af því að hún er bæði framúrskarandi námsmaður og sundkona. „Jú, að hluta til.“ Hrafnhildur er Íslandsmethafi í 50, 100 og 200 m bringusundi og 400 m fjórsundi í 50 m laug og í 100 m bringusundi í 25 m laug. Hún hefur tekið stórstígum framförum síðustu árin enda lagt hart að sér við æfingar án þess þó að gefa eitthvað eftir við námið. Nóg að gera í desember „Ég fer út á milli jóla og nýárs og sest á skólabekk strax í byrjun nýs árs. Ég er svo spennt að ég get varla beðið. Ekki síst vegna þess að ég fór í heimsókn til skólans í ágúst og þar var tekið svo vel á móti mér. Það voru allir mjög vinalegir við mig,“ segir Hrafnhildur sem hefur nóg að gera þangað til því framundan er að ljúka stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði skömmu fyrir jólin auk þess sem hún ætlar að taka þátt í heimsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug í Dubai 15.-19. desember. „Það verður því nóg að gera hjá mér á næstunni. Útskrift úr Flens- borg, HM í Dubai og eftir það að flytja út og standa á eigin fótum í fyrsta sinn. Það breytist því margt hjá mér en ég held að þetta sér bara allt mjög spennandi,“ sagði þessi unga og upprennandi sundkona sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og hikar greinilega ekki við að stökkva út í djúpu laugina. „Ég ætla að keppa sem mest á næstu vikum og freista þess að bæta mína bestu tíma eins og kostur er áður en ég held út til Dubai á HM,“ sagði Hrafnhildur en auk hennar hefur Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR einnig sett stefnuna á þátttöku á heimsmeist- aramótinu í Dubai. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að komast undir handleiðslu svo góðra þjálfara sem eru við skólann nú í undanfara Ólympíuleikanna,“ segir Hrafnhildur, sem nýlega varð 19 ára og er staðráðin í að að taka þátt í sín- um fyrstu Ólympíuleikum í London sumarið 2012. Þeir eru aðalmark- miðið um þessar mundir. Önnur íslensk sundkona leggur stund á nám við skólann í Flórída, Sara Blake Batemann. „Hún er voða fín, tók á móti mér og sýndi mér allt í skólanum þegar ég kom í heimsókn í sumar,“ sagði sundkonan efnilega Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafn- arfirði. Hrafnhildur í sterkasta skólaliði Bandaríkjanna Morgunblaðið/Ómar Stór áfangi Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir mun æfa og keppa með gríðarlega sterku háskólaliði á næsta ári.  Fær fullan skólastyrk  Hefur í mörg horn að líta á næstunni  Stefnir á ÓL 2012 ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Arnór Smára-son leik- maður danska úr- valsdeildarliðsins Esbjerg verður frá keppni í 4-6 vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Nordsjæll- and um helgina. Arnór missir því af báðum landsleikjum U21 árs liðsins gegn Skotum í umspili um laust sæti í úrslitakeppni EM í Danmörku. Arnór meiddist undir lok fyrri hálfleiks en um er að ræða tognun á liðbandi í hné. Sjúkraþjálfari Es- bjerg segir í frétt á heimasíðu fé- lagsins að meiðsli Arnórs séu ekki alvarleg en hann þurfi í það minnsta fjórar vikur í endurhæfingu.    Handknattleiksdómararnir Arn-ar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, sem stóðust alþjóðlegt dómarapróf á síðustu leiktíð, hafa nú fengið sitt fyrsta verkefni í Evr- ópukeppninni í handknattleik. Þeir hafa nú verið settir dómarar á báðar viðureignir H.A.C. Handball frá Frakklandi og Colegio Joao de Bar- ros frá Portúgal í Evrópukeppni fé- lagsliða í kvennaflokki, en leikirnir fara fram í Frakklandi 23. og 24. október.    Hollenski harðjaxlinn Nigel deJong er enn í fréttunum. Nú hefur José Enrique, varnarmaður Newcastle, lagt til að miðjumað- urinn verði dæmdur í keppnisbann sem standi þar til Hatem Ben Arfa, sem hann fótbraut á sunnudaginn, geti spilað fótbolta á ný. Frakkinn er tvíbrotinn á fæti og verður vænt- anlega frá keppni fram í mars. At- vikið átti sér stað eftir nokkrar mín- útur í leik Manchester City og Newcastle á sunnudaginn.    Stjórn kvennaráðs knatt-spyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa kom- ist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grinda- víkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin 3 ár. Grindavík hafnaði í 7.sæti í Pepsi- deildinni á nýafstaðinni leiktíð.    Alex, brasilískivarnarmað- urinn hjá Eng- landsmeisturum Chelsea, meiddist undir lok leiksins við Arsenal á sunnudaginn og nú er ljóst að hann verður frá keppni í einar þrjár vikur. Hann dró sig í gær útúr brasilíska landsliðs- hópnum en Brasilíumenn leika við Íran á fimmtudag og Úkraínu á mánudag. Ljóst er að auk landsleikj- anna verður Alex ekki með Chelsea gegn Aston Villa í fyrsta leik úrvals- deildarinnar eftir landsleikjahléið, og ekki heldur gegn Spartak Moskva í Meistaradeild Evrópu. Fólk folk@mbl.is Jón Páll Pálmason hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Jón Páll þjálfaði karlalið Hattar í 2. deildinni í sumar og undir hans stjórn hafnaði Egils- staðaliðið í fjórða sæti deildarinnar en þar áður þjálfaði hann yngri flokka FH með góðum ár- angri. Jón tekur við Fylkisliðinu af Birni Kristni Björnssyni en hann hefur þjálfað Árbæjarliðið undanfarin fjögur ár og hafnaði liðið í 5. sæti í Pepsi-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. „Mér líst bari ansi vel á þetta starf og hlakka til. Það er fínn efniviður til staðar hjá Fylki og margar stelpur sem hafa spil- að með yngri landsliðunum. Fylkir hefur síðustu tvö árin endað um miðja deild en nú er stefnan að taka næsta skref fram á við,“ sagði Jón Páll í samtali við Morgunblaðið. gummih@mbl.is Jón Páll þjálfar Fylki Jón Páll Pálmason Íslandsmótið í körfuknattleik kvenna hefst í kvöld þegar heil umferð fer fram í Iceland Express-deildinni. Alls eru átta lið í deildinni en Fjölnismenn eru nýliðar í deildinni og taka sæti Vals sem féll síðastliðið vor. Titilvörn KR hefst gegn Haukum á útivelli. Forráðamenn Hauka tóku þá ákvörðun að segja upp samningi félagsins við bandaríska leikmanninn Alysha Harvin og verður hún ekki með Haukum gegn KR. Liðin áttust við í árlegum leik meistarar meistararanna í Stykkishólmi um síðustu helgi þar sem Ís- landsmeistararar KR-inga höfðu betur en vesturbæjarliðinu er spáð öðru sæt- inu í deildinni. Grindvíkingar taka á móti nýliðum Fjölnis en danski leikmaðurinn Ida Tryggedsson er farin frá Grindvíkingum eftir skamma dvöld þar á bæ. Ham- ar, sem lék til úrslita gegn KR um titilinn sl. vor, tekur á móti Snæfelli úr Stykkishólmi. Í Njarðvík verður sannkallaður Suðurnesjaslagur þar sem Keflavík kemur í heimsókn í „Ljónagryfju“ Njarðvíkinga. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19.30. seth@mbl.is KR sækir Hauka heim Svo getur farið að Guðjón Þórðarson verði ráðinn næsti þjálfari karlaliðs KA í knattspyrnu. Bjarni Áskelsson, formaður knattspyrnudeildar KA, segir á vef KA að félagið hafi átt við- ræður við Guðjón og áhugi sé fyrir hendi hjá knattspyrnudeildinni að ráða hann til starfa. Englending- urinn Dean Martin hefur stýrt Ak- ureyrarliðinu undanfarin ár en ákveðið var að fram- lengja ekki samn- inginn við hann. Guðjón gerði KA- menn að Íslands- meisturum árið 1989 en það er í eina skipti sem KA hefur hampað titlinum eft- irsótta. gummih@mbl.is Guðjón Þórðarson KA í viðræðum við Guðjón Dagur Sigurðsson skrifaði í gær undir nýjan samning um að þjálfa þýska handknattleiksliðið Füchse Berlín fram á mitt árið 2013. Dagur tók við þjálfun liðsins í fyrrasumar og náði athyglisverðum árangri á síðustu leiktíð. Á nýhaf- inni leiktíð hefur allt leikið í lyndi hjá Degi og Füchse-liðinu. Það er hið eina taplausa í deildinni þegar sex umferðir eru að baki. Með Berlínarlið- inu leikur landsliðs- maðurinn Alexander Petersson en hann kom til liðsins frá Flensburg í sumar og hefur styrkt það verulega. iben@mbl.is Dagur Sigurðsson Dagur samdi við Füchse Berlín

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.