Morgunblaðið - 06.10.2010, Page 4

Morgunblaðið - 06.10.2010, Page 4
VIÐTAL Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Jú, það er rétt, ég er langelstur í þessu liði, þrátt fyrir að vera „að- eins“ 29 ára gamall. Svona er þetta bara en ég er nokkuð bjartsýnn á að veturinn verði ekki eins slæmur og margir hafa spáð. Það hafa fáir trú á okkur en heimavöllurinn verður áfram okkar sterkasta vígi,“ segir hinn þaulreyndi bakvörður Tinda- stóls, Friðrik Hrein Hreinsson. Tindastóll endaði í 7. sæti deild- arinnar í fyrra en tapaði í 1. umferð gegn Keflavík í úrslitakeppninni. „Við erum í svipaðri stöðu núna og í fyrra, leikmannahópurinn er nán- ast nýr, og það voru engir íslenskir leikmenn sem vildu koma á Sauð- árkrók til þess að spila. Við erum því með fjóra erlenda leikmenn og við því er ekkert að gera. Maður hefur auðvitað heyrt að liðið okkar sé ein- göngu skipað útlendingum en fyrir okkur skiptir það engu máli. Íslend- ingar eða útlendingar, ef þeir kunna að spila körfubolta og eru góðir liðs- félagar þá erum við sáttir,“ sagði Friðrik sem starfar sem lög- regluþjónn á Sauðárkróki. Nóg að gera Hvernig fer það saman að vera í vaktavinnu og stunda körfuboltaæf- ingar? „Ég er með sem betur fer frábæra samstarfsfélaga og yfirmann. Við látum þetta ganga upp og ég er þakklátur fyrir það. Ég er einnig að starfa sem einkaþjálfari samhliða lögreglustarfinu og það er því nóg að gera.“ Eins og áður segir verða fjórir er- lendir leikmenn í Tindastóls liðinu og tveir þeirra mættu á svæðið á mánudag á fyrstu æfinguna. „Þetta er í raun mjög eðlilegt ástand fyrir okkur sem lið. Svona hefur þetta verið undanfarin haust. Útlendingarnir koma seint og við verðum eflaust að slípa leik okkar fram eftir vetri.“ Ánægður með þjálfarann Makedóníumaðurinn Borce Ili- veski er þjálfari Tindastóls en hann tekur við af Karli Jónssyni sem þjálfað liðið í eitt tímabil. Karl og Borce eiga það báðir sameiginlegt að hafa báðir þjálfað KFÍ á Ísafirði. Borce kom KFÍ upp í efstu deild sl. vor og var kjörinn þjálfari ársins í 1. deild á lokahófi KKÍ. Friðrik segir að Borce Iliveski hafi komið með nýjar áherslur í leik Tindastóls. „Ég held ég geti fullyrt að hann er mjög skipulagður og veit hvað hann ætlar að gera. Leikstíll okkar verður án efa mun agaðri en áður ég fæ eflaust ekki að dúndra ein- hverjum þriggja stiga skotum úr vonlausum færum,“ sagði Friðrik og hló. „Mér líst ljómandi vel á Borce. Hann hefur mikla reynslu og hann er einnig að stýra barna- og ung- lingastarfinu hjá okkur. Það er horft til framtíðar með ráðningu hans. Samningur til þriggja ára og ég á ekki von á öðru en að þetta eigi eftir að ganga vel í vetur.“ „Langelstur í liðinu“  Lögreglumaðurinn Friðrik Hreinn Hreinsson blæs á alla spádóma og telur að Tindastóll verði áfram í hópi bestu liða landsins  Miklar breytingar á liðinu Ljósmynd/Hjalti Árnason Elstur Friðrik Hreinn Hreinsson, lögreglumaður á Sauðárkróki, getur ekki neitað þeirri staðreynd að hann er elsti leikmaðurinn í liði Tindastóls. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2010 Sigurður Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Stuðningsmenn Tindastóls á Sauðárkróki þurfa enn og aftur að læra helling af nýjum nöfnum í upphafi keppnistímabilsins. Stál- minni og góð „sveifla“ er reyndar eitt af helstu einkennum Skagfirðinga og þeir kippa sér eflaust ekki mikið upp við að sjö leikmenn eru horfnir á braut úr liðinu sem náði 7. sætinu á síðustu leiktíð. Það vita fáir hvar Tindastólsliðið stendur í samanburði við önnur lið. Ástæðan er ein- föld. Liðið hefur ekki verið fullskipað á undirbúningstímabilinu og ágústmánuður hefur eflaust verið erfiður fyrir Borce Ilievski, þjálfara liðsin,s og þá fáu leik- menn sem eru búsettir á Sauðárkróki. Hinsvegar gæti allt gengið liðinu í hag ef það nær að stilla saman strengi sína þegar líður á tímabilið. Tveir erlendir leikmenn komu til landsins í byrjun vikunnar og þeir fá ekki mikinn tíma til þess að aðlagast fyrir fyrsta leikinn gegn nýliðum KFÍ á Ísafirði. Samkvæmt þeim samtölum sem ég hef átt við forsvarsmenn Tindastóls er ljóst að það heillar ekki marga Íslendinga að leika í efstu deild á Sauðárkróki. Forsvars- menn liðsins ræddu við nánast alla leik- stjórnendur landsins sem geta dripplað tvisvar í röð með vinstri – en niðurstaðan var eins og oft áður. Það hafði enginn áhuga. Vandamálið er því leyst með því að fá erlenda leikmenn í þær stöður sem þarf að fylla. Og þessa hringekju hafa Tinda- stólsmenn oft farið í á undanförnum árum. Í Tindastólsliðinu eru nokkrir burðarásar sem kunna sitt fag og hafa reynslu. Má þar nefna Friðrik Hreinsson, Helga Rafn Viggósson og nafna hans Frey Margeirs- son. Eins og oft áður veltur gengi Tindastóls á getu þeirra erlendu leikmanna sem komu í haust. Og eru þeir eins og svo margt ann- að á Íslandi – óskrifað blað. Ljósmynd/Hjalti Árnason Þjálfarinn Borce Iliveski er þaulreyndur þjálfari en hann var áður hjá KFÍ. Nánast allt nýtt á hverju hausti Alls hafa 7leikmenn úr 15 manna æf- ingahóp Tinda- stóls horfið á braut. Einn reyndasti leik- maður liðsins, Ax- el Kárason, fór til Danmerkur í nám í dýralækningum. Og enn reyndari leikmaður, Svavar Birg- isson, er hættur. Svavar skoraði rúmlega 16 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og Axel var einn sterkasti varnarmaður liðsins.    Sigmar Logi Björnsson, efnilegurleikstjórnandi liðsins, gekk í raðir Keflvíkinga. Sveinbjörn Skúla- son verður ekki með liðinu í vetur.    Einn besti bandaríski leikmað-urinn sem leikið hefur á Ís- landi, Cedric Isom, lék með Tinda- stól í 11 síðustu leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Hann skoraði 26,4 stig a meðaltali og tók að auki 7 frá- köst í leik og gaf 8 stoðsendingar. Isom skilur eftir sig skarð sem verð- ur vandfyllt.    Í liði Tindastólseru fjórir er- lendir leikmenn. Bandaríkjamað- urinn Josh Ri- vers verður leik- stjórnandi liðsins en hann er ný- kominn til lands- ins. Um helgina fengu Tindastóls- menn miðherja frá Búlgaríu, Rados- lav Kolev, en hann er um 2 metrar og sterklega byggður. Serbinn Dra- goljub Kitanovic er enn hærri en Kolav, eða 2.05 metrar. Dimitar Pet- rushev er 21 árs gamall bakvörður en hann kemur líkt og þjálfarinn frá Makedóníu.    Besti árangur Tindastóls í úrvals-deild er 2. sætið en liðið tapaði gegn Njarðvík, 3:1, í úrslitum Ís- landsmótsins árið 2001. Valur Ingi- mundarson var þjálfari Tindastóls á þeim tíma. Tindastóll komst í undan- úrslit árið 2003 en liðið tapaði 3:2 gegn Grindavík. Kristinn Frið- riksson var þjálfari Tindastóls á þeim tíma.    Borce Iliveski er aðeins níundiþjálfarinn hjá Tindastól í efstu deild. Borce er fjórði erlendi þjálf- arinn og sá fyrsti frá árinu 1996- 1997. Hinir þrír eru Milan Rozanek (1990-1991), Petar Jelic (1993-1994), Agoston Nagy (1996-1997). Valur Ingimundarson, Kári Marísson, Páll Kolbeinsson, Kristinn Friðriksson og Karl Jónsson hafa einnig þjálfað liðið. Josh Rivers (Bandar.) 23 ára Bakvörður (1,86 m) Dragoljub Kitanovic (Serb.) 25 ára Miðherji (2,05 m) Dimitar Petrushev (Maked.) 21 árs Bakvörður (1,89 m) Friðrik Hreinn Hreinsson 29 ára Bakvörður (1,85 m) Hreinn Gunnar Birgisson 21 árs Framherji (1,90 m) Halldór Halldórsson 21 árs Bakvörður (1,87 m) Helgi Freyr Margeirsson 28 ára Bakvörður (1,90 m) Pálmi Geir Jónsson 17 ára Framherrji (1,95 m) Guðmundur Guðmundsson 17 ára Bakvörður (1,87 m) Loftur Páll Eiríksson 18 ára Bakvörður (1,85 m) Einar Bjarni Einarsson 18 ára Bakvörður (1,87 m) Helgi Rafn Viggósson 27 ára Miðherji (1,92 m) Þorbergur Ólafsson 18 ára Bakvörður (1,80 m) Radoslav Kolev (Búlgaría) 26 ára Miðherji (2,00 m) Leikmannahópurinn TINDASTÓLL VETURINN 2010-2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.