Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 3
uleik Morgunblaðið/Árni Sæberg aj Inge var góður í lið Hauka í gær. Ljósmynd/Skúli Sigurðsson bergsson lék vörnina af krafti gegn í Ljónagryfjunni í gær. VIÐTAL Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Það er fínt að vera kominn aftur inn í hópinn. Það var óvissuástand hjá mér í sumar en gott að vera núna kominn með sín mál á hreint og vera kominn af stað aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Morg- unblaðið fyrir fyrstu æfingu A- landsliðsins í undirbúningi þess fyr- ir stórleikinn gegn Portúgölum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer á Laugardalsvellinum á þriðjudag. Eiður var ekki valinn í leik- mannahópinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Dönum en á þeim tímapunkti var hann á milli liða en er nú samningsbundinn enska úr- valsdeildarliðinu Stoke City. Nú ert þú búinn að æfa með Stoke í rúman einn mánuð. Ert þú ekki að komast í ágætt form? „Ég er bara í nokkuð góðu standi. Ég hefði viljað vera búinn að spila einn til tvo heila leiki en þeir koma,“ sagði Eiður, sem lék síðast með landsliðinu vináttuleik gegn Liechtenstein um miðjan ágústmán- uð. Hann hefur komið við sögu í tveimur leikjum með Stoke frá því hann gekk í raðir félagsins í byrjun september en í báðum leikjunum kom hann inn á sem varamaður. Hvernig líst þér á þetta verkefni gegn Portúgal? „Við erum að mæta einni sterk- ustu knattspyrnuþjóð heims sem hefur í sínum röðum frábæra knatt- spyrnumenn. Án þess að hafa séð leiki okkar á móti Noregi og Dan- mörku finnst mér súrt að við skul- um ekki vera með stig. Það er gam- an að fólk er spennt fyrir leiknum og það er eðlilegt því hingað er að koma væntanlega einn besti knatt- spyrnumaður heims í dag. Þá er ég tala um mig,“ sagði Eiður og rak upp hlátur á KR-vellinum þar sem landsliðið æfði í gær. Hver er þín skoðun á málefnum A-landsliðsins og U21 ára landsliðs- ins sem hafa verið mjög til umræðu síðustu dagana? „Ég hef mjög sterkar skoðanir á því en ég ætla ekki að tjá mig um þær við fjölmiðla. Þessi leikur hjá U21 ára liðinu er búinn og við höf- um um annað að hugsa. Það breytir engu hvað mér finnst og mikilvæg- ast er að við undirbúum okkur vel fyrir leikinn á þriðjudag. Þetta á ekki að skipta neinu máli. Menn eru valdir í landsliðshóp og ættu að þjappa sér saman sama hvert ástandið er. Það eitt að við séum að spila við Portúgal þar sem uppselt er á leikinn er nóg.“ Ert þú tilbúinn að spila í 90 mín- útur? „Jú, þess vegna er ég kominn í hópinn svo er það undir þjálf- aranum komið hvað hann ákveður. Ég er mættur til að taka þátt í leiknum hvort sem það verður í 90 mínútur, 100 mínútur eða 15 mín- útur. Ég er tilbúinn að fórna mér fyrir liðið,“ sagði Eiður, sem leikur sinn 63. landsleik á þriðjudaginn. Morgunblaðið/Ernir Mættur í slaginn Eiður Smári Guðjohnsen vildi ekki tjá sig um ákvörðun stjórn- ar KSÍ að veita U21 árs landsliðnu forgang á A-landsliðið fyrir leikinn gegn Portúgal á þriðjudag. Eiður hefur sterkar skoðanir á ákvörðun KSÍ. Tilbúinn að fórna mér fyrir liðið  Létt yfir Eiði Smára Guðjohnsen á fyrstu æfingu A-landsliðsins geysilega skemmtilegur leikmaður, frábær í sókn og lék góða vörn á móti Sean Borton. Magni Hafsteinsson sýndi „gamla“ takta og átti flottan leik og Ben Stywall á örugglega eftir að nýtast liðinu vel í vetur, lætur kannski ekki mikið yfir sér en skilar sínu og er bæði duglegur og óeigingjarn. Hjá Snæfelli var Ryan Amoroso, sem sást vart í úrslitaleik Lengjubik- arsins á dögunum, mjög sterkur og þeir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Jón Ólafur Jónsson skiluðu sínu að vanda. eyrt“ aliðs Snæfells tap 102:97 Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ef að líkum lætur kemur það í hlut Indriða Sig- urðssonar að þurfa að kljást við Cristiano Ro- naldo þegar Íslendingar mæta Portúgölum í und- ankeppni EM á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn. Ronaldo og samherjar hans koma til landsins annað kvöld en þessi einn af bestu fót- boltamönnum heimsins er aftur kominn í sitt besta form eftir að hafa náð sér af meiðslum. „Ég óttast ekkert að mæta Ronaldo. Hann er mannlegur eins og allir aðrir en ég er svona að reyna að spá ekkert of mikið í þetta núna. Ég tek bara á því þegar að því kemur. Ronaldo er vissu- lega frábær leikmaður og þeir eru það margir í portúgalska liðinu. Það þarf að taka vel á mönnum eins og Ronaldo og menn mega ekki hræðast hann. Ef þú réttir honum litla puttann þá tekur hann alla höndina en ég býst við að fá góða hjálp til að eiga við hann,“ sagði Indriði við Morgunblaðið á æfingu landsliðsins á KR-vellinum í gær. Yrðir þú sáttur að fá eitt stig út úr þessum leik? „Það er erfitt að segja og fer eftir því hvernig leikurinn þróast. Ég tel ósanngjarnt að við skul- „Óttast ekkert að mæta Cristiano Ronaldo“ Indriði Sigurðsson um ekki vera komnir með nein stig miðað við spilamennsku okkar í tveimur fyrstu leikjunum en vissulega munum við reyna að taka þrjú stig gegn Portúgölunum þó að um topplið sé að ræða.“ Nú hafa orðið mikil aföll úr hópnum frá síðustu leikjum en treystir þú þessum hópi til að standa uppi í hárinu á Portúgölum? „Það er stutt síðan þessir strákar úr 21 árs lið- inu komu inn í A-landsliðshópinn og þeir stóðu sig frábærlega gegn Skotunum. Í þessum hópi okkar í dag eru leikmenn sem hafa spilað lengur saman og það kemur maður í manns stað. Þetta er fínn hópur sem við höfum og ég veit að við munum þjappa okkur vel saman í þetta erfiða verkefni,“ sagði Indriði. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Edwin vander Sar, markvörður Manchester United, vísar þeim fregnum á bug að hann sé líklegur til að leggja hanskana á hilluna næsta sumar. Hollendingurinn verður fer- tugur síðar í mánuðinum en hann hefur staðið á milli stanganna hjá United frá árinu 2005. ,,Þetta er al- gjör vitleysa. Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir komu,“ sagði van der Saar við hollenska netmiðilinn Sportpromotion.    Ein viðureign í 32-liða úrslitumbikarkeppni HSÍ, Eimskips- bikarnum, verður á milli liða úr úr- valsdeild karla. Þá mætast HK og Akureyri í Digranesi. Dregið var til 32-liða úrslita keppninnar í hádeg- inu í gær en leikir fara fram 17. og 18. október. Bikarmeistarar Hauka og silfurliðið, Valur, sitja yfir í þess- ari umferð. Leikir 32-liða úrslitanna verða eftirfarandi: Hamrarnir - Fjölnir, Árborg - ÍR2, Hörður - Stjarnan, Grótta2 - Grótta, Aftur- elding2 - Víkingur, Haukar - HKR, ÍBV - ÍR, ÍBV2 - Spyrnir, Völsung- ur2 - Selfoss, KS - Fram, HK - Ak- ureyri, Stjarnan2 - Afturelding, Völ- sungur - FH, FH2 - Valur2.    Tap á rekstrienska knatt- spyrnufélagsins Manchester United nam 83,6 milljónum punda á síðustu leiktíð, jafnvirði nærri 14,6 milljarða króna. Mikil um- skipti hafa orðið á rekstri félagsins frá árinu á undan en þá nam hagn- aðurinn 25,5 milljónum punda, að- allega vegna sölunnar á Christiano Ronaldo til spænska liðsins Real Madrid fyrir 80 milljónir punda.    Íslensk knattspyrnufélög sem lékuí efstu deild í sumar fá um 40 milljónir króna í sinn hlut frá Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA, til eflingar barna- og unglingastarfs, en um er ræða hluta af tekjum UEFA af Meistaradeild Evrópu í knatt- spyrnu leiktíðina 2009-2010. Að við- bættu framlagi Knattspyrnu- sambands Íslands renna nú um 90 miilljónir króna til knattspyrnu- félaga víðsvegar um landið. Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja til um 50 milljónir króna til viðbótar sem skiptast á milli aðildarfélaga í öðrum deildum en skipting á framlagi til barna- og unglingastarfs verður þá með þeim hætti að félög úr Pepsi- deild fá 3.400.000 kr. sem er framlag UEFA, félög úr 1. deild fá 1.600.000 kr., félög í 2. deild karla fá 1.100.000 kr. hvert, önnur félög í deildar- keppni 800.000 kr. og félög utan deildarkeppni 250.000 kr. Úthlutun er háð því að félög haldi úti starf- semi í yngri flokkum. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.