Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 4

Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 4
Baldur Arnarson baldura@mbl.is Víðtækrar aðlögunar á íslensku stjórnkerfi er þörf áður en aðild Ís- lands að Evrópusambandinu (ESB) kemur til greina. Þá skal Ísland taka upp evru að uppfylltum skilyrðum í kjölfar ákvörðunar leiðtogaráðs sambandsins þar að lútandi. Þetta kemur fram í greinargerð sem lögð var fram um afstöðu ráð- herrafundar á ríkjaráðstefnu vegna opnunar viðræðna um hugsanlega aðild Íslands að sambandinu 27. júlí sl. Þá er sleginn svipaður tónn í skjöl- um sameiginlegrar þingmanna- nefndar ESB og Íslands sem lögð voru fyrir Alþingi og Evrópuþingið fyrr í þessum mánuði. Taki upp nýjan gjaldmiðil Þannig segir orðrétt í greinargerð ráðstefnunnar, sem haldin var í Brussel, að „Ísland mun taka þátt í Efnahags- og myntbandalaginu frá aðild sem aðildarríki með undan- þágu og skal taka upp evru sem inn- lendan gjaldmiðil í kjölfar ákvörðun- ar ráðsins þar að lútandi á grundvelli mats á því hvort það uppfylli nauð- synleg skilyrði“. Athygli vekur að rætt er um að- lögunarfyrirkomulag í samhengi umsóknarferlisins en sérstaklega er vikið að þeim breytingum sem þurfi að gera á íslensku stjórnkerfi: „Á öllum sviðum regluverksins verður Ísland að tryggja að stofn- anir þess, stjórnunargeta og stjórn- sýslu- og dómskerfi hafi verið eflt nægilega til þess að hrinda reglu- verkinu í framkvæmd á skilvirkan hátt eða, eftir því sem við á, geti framkvæmt það með skilvirkum hætti með góðum fyrirvara áður en til aðildar kemur. Almennt kallar þetta á vel starfrækta og stöðuga op- inbera stjórnsýslu, sem er byggð á skilvirkri og óhlutdrægri opinberri þjónustu, og óháð og skilvirkt dóms- kerfi. Nánar tiltekið kallar þetta á nauðsynlega getu og skipulag fyrir trausta stjórnun ESB-sjóða og skil- virkt eftirlit með þeim í samræmi við regluverkið.“ Verða að uppfylla kröfurnar Ofangreind skilyrði eru sett í sam- hengi við hraða umsóknarferlisins. „Samningaviðræðurnar munu grundvallast á stöðu Íslands og mun hraði þeirri ráðast af því hve vel Ís- landi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar. Formennskuríkið eða fram- kvæmdastjórnin, eftir því sem við á, mun jafnóðum upplýsa ráðið svo það geti endurskoðað stöðuna reglulega. Evrópusambandið mun fyrir sitt leyti ákveða, þegar þar að kemur, hvort skilyrðum fyrir lokum samn- ingavið- ræðn- anna hafi ver- ið full- nægt.“  Leiðtogaráð ESB myndi ákveða hvort Ísland tekur upp gjaldmiðilinn  Gerð krafa um aðlögun stjórnkerfisins Ísland skuli taka upp evruna 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Alls fengu rösklega 1.100 heimili að- stoð í gær hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands og voru bið- raðirnar langar. Vegna kuldans var tjaldi með hitalömpum slegið upp við bækistöð Mæðrastyrksnefndar til að halda hita á fólkinu meðan það beið eftir úthlutun. Fjölskylduhjálpin var hins vegar með að láni gamlan stræt- isvagn handa þeim sem vildu hlýja sér. Þá var einnig boðið upp á heitan mat og heilsuráðgjöf. Hægt verður að fá fría jólaklippingu á laugardög- um hjá hjálparsamtökunum. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálparinnar í Eskihlíð, sagði að biðröðin hefði náð niður á Miklubraut. „Þetta voru um 650 fjölskyldur í dag, fyrir viku voru hér 595. Það er alls ekki verið að misnota þessa að- stoð, hingað koma þeir sem sýna til- skilda pappíra, sýna að þeir séu at- vinnulausir, öryrkjar, eldri borgarar eða einstæðir foreldrar. Eftir hrun kemur hingað líka fólk sem er búið að missa allt sitt, venjulegt milli- stéttarfólk sem áður hefur séð um sig en stendur núna frammi fyrir því að það á ekkert að borða.“ Fjöldi þeirra sem þurfa matarað- stoð frá Mæðrastyrksnefnd, hefur tvöfaldast á síðustu mánuðum, 598 heimili fengu aðstoð í gær, að sögn Ragnhildar Guðmundsdóttur, for- manns nefndarinnar. „Fólk á erfitt, endarnir ná ekki saman og þá er eina ráðið að fara til hjálparsamtaka. Þörfin er mikil. Gagnrýna má hvort það á að hafa þetta form eða nota eitthvað annað, ég er ekki með neina hugmyndafræði í þeim efnum. En það blasir við okkur að fólkið þarf á þessari aðstoð að halda núna, það skiptir mestu máli í okkar huga. Og ég blæs á að fólk sé að misnota sér þetta eða sé búið að koma sér sjálft í einhverja vitleysu. Ég er ekkert að spá í það. Hér er- um við í dag, þessi þörf er fyrir hendi og það þarf að sinna henni. Og gleymum ekki að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Það þarf lausn núna!“ „Það þarf lausn núna“  Nær 600 heimili fengu matarhjálp hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í gær  Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin segja mjög lítið um misnotkun Og ég blæs á að fólk sé að misnota sér þetta eða sé búið að koma sér sjálft í einhverja vitleysu. Ragnhildur Guðmundsdóttur „Í rauninni vissum við ekkert hvað við vorum að fara út í, en verkefnið gekk ótrúlega vel og hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur. Ég hefði ekki viljað missa af þessu,“ sagði Einar Valsson, skipherra á Ægi, sem kom heim í gærkvöldi, en skipið hefur síðustu sex mánuði verið við eftirlit við Senegal og í Miðjarðahafi. Einar sagði að Ægir hefði fundið nokkra báta með flóttafólki sem var að reyna að komast til Spánar. Þetta hefðu mest verið gúmmíbátar sem ekki væru gerðir fyrir vond veður. Það væri allra veðra von í Miðjarðahafinu þegar liði á haustið. „Þetta er 100 mílna leið sem fólk er að fara. Bátarnir geta bilað og ef fólk lendir í vondu veðri er það í lífshættu. Fólkið hefur ekkert til að láta vita af sér ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Einar sagði að Ægir hefði staðið sig mjög vel allan tímann. „Það eru auðvitað talsvert aðrar aðstæður en hér heima. Helstu vandamálin sem við vorum að fást við voru hitavandamál. Skipið er auðvitað ekki byggt fyrir þetta hafsvæði.“ „Hefði ekki viljað missa af þessu“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ægir Einari Valssyni skipherra á Ægi var vel fagnað af fjölskyldu og samstarfsmönnum. Georg Lárusson forstjóri tók á móti Ægi í gærkvöldi. Tuttugu og níu starfsmönnum Símans var sagt upp í gær, bæði stjórnendum og almennum starfsmönnum, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Síman- um. Þá var ell- efu starfsmönnum Skipta, móður- félags Símans, einnig sagt upp í gær um leið og tilkynnt var um skipulagsbreytingar. Í tilkynningu frá Símanum kem- ur fram að forsvarsmenn Símans hafi kynnt nýtt skipulag fyrirtæk- isins á fundi með starfsfólki. Deild- ir verða sameinaðar og stjórn- endum og starfsfólki fækkað. „Einkaneysla hefur minnkað og fá teikn eru á lofti um að það sé að breytast. Þá hefur markaðs- hlutdeild Símans dregist saman eins og kunnugt er,“ segir í til- kynningunni. Þá er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra Símans, að markmið breytinganna sé að ná fram hagræði í rekstrinum en áhersla verði lögð á að þjónusta við viðskiptavini skerðist ekki. Alls hefur 42 starfsmönnum Símans verið sagt upp frá því í ársbyrjun 2008. jonasmargeir@mbl.is Tuttugu og níu starfsmönnum Símans sagt upp Sævar Freyr Þráinsson Í greinargerðinni um almenna afstöðu ESB er vísað til 18. liðar þar sem Kaupmannahafnarvið- miðin, eða kröfur vegna aðildar, eru tilgreind, þar með talið sú krafa að farið sé að EES- samningnum. „Efndum Íslands á skuldbind- ingum sínum samkvæmt sam- ningnum um Evrópska efnahags- svæðið, að teknu fullu tilliti til m.a. niðurstaðna leiðtogaráðsins frá 17. júní 2010 […].“ Vekur þetta athygli í ljósi þess að sérstaklega er kveðið á um Icesave-deiluna í drögum þing- mannanefndarinnar sem lögð voru fyrir Alþingi og Evrópuþingið 5. október. Eru Íslend- ingar, Hollend- ingar og Bretar þar hvattir til að komast að „nýju samkomulagi“ í deilunni og er umræddur liður undir millifyrirsögninni „Um hin- ar efnahagslegu forsendur Evr- ópusambandsaðildar“. Verður þetta vart skilið öðruvísi en á þann veg að lausn deilunnar sé skilyrði fyrir ESB-aðild Íslands. Aðra vísbendingu um að sam- bandið líti svo á að aðildarferlið, Icesave-deilan og EES-samning- urinn séu samhangandi þættir í umsóknarferlinu er að finna í sama skjali undir millifyrirsögn- inni „Geta Íslands til að takast á hendur skuldbindingar Evrópu- sambandsaðildar“ en þar er ís- lenskum stjórnvöldum boðið að styrkja skipulag eftirlitskerfis með fjármálastarfsemi, ásamt því sem vikið er að tilskipun um innistæðutryggingar, sem deilan snýst um. Icesave-deilan verði leyst HINAR EFNAHAGSLEGU FORSENDUR AÐILDAR Bygging Evrópuþingsins í Strassborg Krafist var bættra sam- gangna á sunnanverðum Vestfjörðum á fundi um at- vinnumál á Pat- reksfirði í gær- kvöld. Um 300 manns mættu á fundinn, að sögn Ásthildar Sturlu- dóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar. Á mælendaskrá fundarins voru fulltrúar atvinnulífsins og opin- berra stofnana á svæðinu auk þing- manna kjördæmisins. Þá kom fram skýr krafa um að óvissu í sjávarútvegi yrði eytt. Auk þess var mótmælt hástöfum nið- urskurði bæði í heilbrigðisþjónustu og á sýsluskrifstofunni. Krefjast að sam- göngur verði bættar Ásthildur Sturludóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.