Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Viðamikil rannsókn á lífríki í 15 lækj-
um í Miðdal við Hengil á m.a. að
varpa ljósi á hvaða áhrif hlýnandi
loftslag hefur á
lífríki jarðar.
Lækirnir eru
kjörlendi fyrir
slíka rannsókn
því hitastigið í
þeim er afar mis-
munandi. Erlend-
is eru slíkar rann-
sóknir gerðar á
rannsóknarstof-
um en í Miðdal er
það náttúran sjálf sem er rannsókn-
arstofan.
Alþjóðlegt teymi vaskra vísinda-
manna vinnur að rannsókninni sem
hefur hlotið 1,2 milljóna dollara styrk
frá bandarísku vísindastofnuninni
National Science Foundation, sem
rekin er af bandarísku ríkisstjórn-
inni.
Þetta er ekki fyrsta verkefnið sem
stofnunin styrkir hér á landi, hún
hefur meðal annars styrkt ýmis jarð-
vísindaverkefni. Auk Íslendinga eru
líffræðingar frá Bandaríkjunum og
Svíþjóð í teyminu. Nú starfa átta vís-
indamenn að verkefninu og til stend-
ur að fjölga þeim.
„Rannsóknirnar byrjuðu með úti-
vinnu í sumar og svo fóru þær af stað
með doktorsnemum og nýdoktorum í
fyrradag. Í gær og í fyrradag vorum
við að setja upp mæla, nema og ým-
islegt annað. Tilraunirnar sem við
gerum núna byggjast á Evrópuverk-
efni sem við tókum þátt í,“ segir Gísli
Már Gíslason, prófessor í vatnalíf-
fræði við Háskóla Íslands og einn
þeirra sem standa að rannsókninni.
Verkefnið stendur til ársins 2014.
Auk þess að rannsaka áhrif hita-
stigs rannsaka vísindamennirnir
áhrif áburðar á lífríkið í lækjunum.
„Við erum að breyta hitanum í
lækjunum og setja áburð í þá til að
sjá hver áhrifin eru á lífríkið,“ segir
Gísli. „Svæðið hentar einkar vel til
þessara rannsókna, en hitastig lækj-
anna er frá 5 og upp í 45 gráður. Slík
fjölbreytni finnst hvergi annars stað-
ar á jafn litlu landsvæði.“ Ástæðan
fyrir þessum mikla hitamun er hiti í
berglögum svæðisins og getur mun-
urinn verið afar mikill. Tveir glitr-
andi lækir, sem liðast nánast sam-
hliða um dalinn eru ekki allir þar sem
þeir eru séðir. Á milli þeirra er rúm-
ur metri, en annar þeirra er 6 gráða
heitur og hinn rúmar 20 gráður.
Líkja eftir áhrifum
landbúnaðar
Nú þegar hafa vísindamennirnir
komist að ýmsum niðurstöðum. „Hiti
er afgerandi þáttur varðandi upp-
byggingu samfélaga í vötnum. En við
sjáum líka að áburður hefur mikil
áhrif. Við höfum verið að bæta áburði
út í vötnin, en það hefur valdið
breytingum. Með þessu erum við að
líkja eftir þeim áhrifum sem land-
búnaður getur valdið,“ segir Gísli.
Elísabet Ragna Hannesdóttir,
doktorsnemi í líffræði við Háskóla
Íslands, er ein þeirra sem vinna að
rannsókninni. Hún segir að í lækj-
unum sé fjölbreytt lífríki.
„Tegundasamsetningin er mis-
munandi eftir því hvað lækirnir eru
heitir,“ segir Elísabet og segir ýms-
ar dýrategundir dafna í lækjunum í
Miðdal, sem að öllu jöfnu þrífast
ekki í svo mikilli hæð, en Miðdalur
er í um 400 metra hæð. Meðal þeirra
eru hveraflugur og bitmý.
Hnattræn hlýnun snertir alla
Dr. Wyatt Cross frá háskólanum í
Montana, sem er í rannsóknarhópn-
um, segir að um afar þarfar rann-
sóknir sé að ræða, hnattræn hlýnun
komi okkur öllum við. „Áhrifanna
gætir einna helst á köldum svæðum,
eins og á Íslandi. Þau hafa gerst
mjög hratt. Hitastig er sá þáttur
sem er mest afgerandi í þróun lífs.
Ef það breytist, þá breytist allt,“
segir Cross.
„Þetta svæði er magnað, við erum
með náttúrulega rannsóknarstofu,
sem er auðvitað einstakt. Vísinda-
menn, sem eru að rannsaka svipaða
hluti, útbúa þessar aðstæður á rann-
sóknarstofum, en hérna hefur nátt-
úran séð um þetta fyrir okkur.“
Breytist hitinn þá breytist allt
Átta vísindamenn kanna áhrif hitastigs á lífríki í lækjum í Miðdal við Hengilinn
Fengu yfir milljón dollara styrk frá Bandaríkjunum Hitastig frá 5-45°C
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rannsóknarstofa Á einum stað í dalnum er 14 stiga munur á hitastigi lækja. Í öðrum þeirra er vatnið 6°C en í hinum er það rúmlega 20°C.
Gísli Már Gíslason
Aðeins einn af
hverjum sex
fulltrúum launa-
fólks í stjórnum
lífeyrissjóða er
kona.
Nokkru fleiri
konur eru hins
vegar fulltrúar
atvinnurekenda í
stjórnum sjóðanna. Þar er skipt-
ingin 67% karlar og 33% konur.
Þetta kemur fram í kynjabókhaldi
ASÍ sem birt var á ársfundi sam-
bandsins á dögunum.
Kynjahlutfall fulltrúa stéttar-
félaganna í stjórnum lífeyrissjóða
hefur verið óbreytt frá 2008 og er
engin kona í stjórn fyrir hönd
launafólks í fimm af níu sjóðum.
Umhugsunarverð þróun
Kynjabókhald ASÍ sýnir að hlut-
ur kvenna í stjórnum og ráðum á
vegum launþegasamtakanna hefur
lítið aukist á umliðnum árum. Kon-
ur voru 40% fulltrúa í miðstjórn á
árunum 2008-2009 en fækkaði nið-
ur í 33% á síðsta starfstímabili.
„Þróun þátttöku kvenna í stjórn-
um félaga og deilda aðildarfélaga
ASÍ er einnig umhugsunarverð.
Árið 2007 er hlutfall kvenna í
stjórnum félaga og deilda 35%,
hlutfallið er 32% á árunum 2008 og
2009 og er komið niður í 31% í ár,“
segir í skýringum kynjabókhalds
ASÍ.
omfr@mbl.is
Færri konur fulltrúar
ASÍ en SA í stjórn-
um lífeyrissjóða
Ragnar Að-
alsteinsson, verj-
andi níumenn-
inganna
svokölluðu sem
ákærðir voru
fyrir árás á Al-
þingi, segir að
það muni ekki
koma sér á óvart
ef málið endar
fyrir Mannrétt-
indadómstól Evrópu.
„Ég verð að segja eins og er að
málsmeðferðin hefur ekki verið til
fyrirmyndar að mínu áliti. Ég hygg
að það hafi ekki verið gætt nægi-
lega að réttarstöðu sakborning-
anna í málinu. Þess vegna hefur
öllu verið haldið til haga. Það er bú-
ið að krefjast frávísunar af hinum
og þessum ástæðum,“ segir Ragnar
en öruggara þykir að loka öllum
mögulegum frávísunarleiðum sem
Mannréttindadómstóllinn gæti
fundið á grundvelli þess að málið
hafi ekki verið nógu þétt ofið hér
heima.
„Málsgögnin verða að bera með
sér nákvæmlega hvernig máls-
meðferðin var eins og hægt er.“
jonasmargeir@mbl.is
Níumenningar gætu
endað í Strassborg
Ragnar
Aðalsteinsson
Tveimur mönnum
var hótað með bar-
efli og bíl þeirra
stolið í austurborg
Reykjavíkur í
fyrrinótt. Þjóf-
urinn var hand-
samaður fyrir há-
degi í gær og er bíllinn kominn í
leitirnar.
Að sögn lögreglunnar átti at-
burðurinn sér stað laust eftir klukk-
an fimm. Maður með barefli hótaði
þá tveimur mönnum á bíl. Stal hann
því næst bílnum. Hófst þá mikil leit
en út frá lýsingum taldi lögregla sig
hafa góða hugmynd um hver hefði
verið að verki. Var maðurinn kom-
inn í fangageymslur fyrir hádegi í
gær og var hann yfirheyrður.
Maðurinn hefur komið við sögu
lögreglunnar áður.
Hótaði tveimur
mönnum með bar-
efli og stal bílnum
„Við höfum gert atlögur að þessu
launamisrétti,“ segir Árni Stefán
Jónasson, formaður SFR.
Niðurstöður kannana sem bera
saman sambærileg störf eru ekki
stærsta vandamálið sem við er að
eiga, heldur blasir við, að sögn hans,
mikill launamunur á milli dæmi-
gerðra karla- og kvennahópa á
vinnumarkaði, sem eru sambæri-
legir hvað varðar menntun og álag í
starfi. Þar megi oft sjá hróplegt
ósamræmi í launum.
Launakönnun sem gerð var meðal
félagsmanna SFR sýnir að dregið
hefur úr þeim óútskýrða mun sem
hefur verið á launum karla og
kvenna, þ.e. eftir að tekið hefur verið
tillit til mismunandi starfa, mennt-
unar, starfaldurs o.fl. Bilið er eftir
sem áður enn 9,9%.
Árni Stefán rifjar upp að í fram-
haldi af kjarasamningum fyrir
nokkrum árum var ráðist í sam-
starfsverkefni með fjármálaráðu-
neytinu þar sem farið var í saumana
á þessum málum í stofnunum. „Það
kom heldur lítið út úr því. Einhverra
hluta vegna virðist vera mjög erfitt
að höndla þetta,“ segir hann. Ráð-
herra hafi skipað starfshópa en stétt-
arfélagið lagt áherslu á að menn
færu að aðhafast eitthvað. „Við sögð-
um að okkur fyndist komið nóg af
nefndum og starfshópum. Það þyrfti
ekki að skilgreina þetta öllu frekar
heldur að finna út hvernig væri hægt
að taka á þessu.“
Þarf að útrýma þessum mun
Kristinn Örn Jóhannesson, for-
maður VR, segir að útrýma þurfi öll-
um óútskýrðum launamun. Kristinn
segist hafa skoðað hvort hægt sé að
finna leiðir svo stéttarfélagið gæti
sjálft vaktað þetta á vinnustöðum og
óskað eftir skýringum á þessum mun
þar sem hann er til staðar. Rétt sé að
taka það upp við endurnýjun kjara-
samninga. Í dag hefur félagið mögu-
leika á að skoða þetta með ónákvæm-
um hætti að sögn hans. ,,Við munum
efla það en það væri áhugavert að
komast í þetta svona.“ omfr@mbl.is
Gera árangurslitlar atlögur
Oft má sjá hróplegt ósamræmi launa á milli kvennahópa og karlahópa að mati
formanns SFR Formaður VR vill koma á vöktun til að tryggja launajafnrétti
Upp á samningaborðið
» Formaður SFR segir kröfuna
um að tekið verði á launamis-
rétti koma til kasta við endur-
nýjun kjarasamninga.
» Kannanir sýna óútskýrðan
launamun milli kynjanna í sam-
bærilegum störfum en þær eru
umdeildar.
» Forystumenn búast við mjög
erfiðri kjarasamningsgerð á
næstu vikum og mánuðum.
Hengilssvæðið er háhitasvæði. Þau eru talin vera rúmlega tuttugu á
landinu öllu. Flest háhitasvæðin eru á hálendinu innan virku gosbelt-
anna. Háhitasvæðin eru mjög mismunandi að stærð, allt frá því að vera
um 1 km² upp í 140 km².
Stærstu háhitasvæðin eru Torfajökulssvæðið og Hengilssvæðið.
Jón Sigurður Ólafsson vatnalíffræðingur er í rannsóknarhópnum.
Hann segir að háhitasvæðin séu ómetanleg til rannsókna. „Þetta þarf
að hafa í huga þegar verið er að tala um virkjun á Þeistareykjum og slík-
um svæðum.“
Ómetanlegt svæði
HÁHITI Á HENGLI