Morgunblaðið - 28.10.2010, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010
Réttur almennings til nýtingar
lands og gæða er afgangsstærð í
réttarkerfinu þar sem sú regla
gildir að almenningur getur ekki
haldið uppi rétti sínum til landnýt-
ingar nema lög mæli skýrt fyrir
um þann rétt. Með flesta þjóð-
garða hefur beini eignarrétturinn
verið hjá ríkinu, en innan Vatna-
jökulsþjóðgarðs (VJÞ) eru einnig
svæði sem eru í eigu sveitarfélaga
og einkaaðila. Tilgangur þjóðgarða
er skv. markmiðum í lögum um
stofnun þeirra að tryggja almenn-
ingi umgengnisrétt og nýtingarrétt
eftir atvikum.
Í lögum og reglugerð um VJÞ er
stjórn og svæðisráðum skylt að
hafa samráð við Umhverfisstofnun
og Náttúruverndarráð við gerð
verndaráætlunar. Í sömu ákvæðum
laganna er einnig kveðið á um að
hafa eigi samráð við eigendur
lands, sveitarstjórnir og aðra hags-
munaaðila svæðisins. Ekki er nán-
ar útskýrt hverjir þessir hags-
munaaðilar geti verið en í
athugasemdum við lagafrumvarpið
er fjallað jöfnum höndum um al-
menning og aðra hagsmunaaðila.
Það sem felst í þessu samráði er
einungis að auglýsa þá tillögu til
verndaráætlunar sem stjórn og
svæðisráð hafa unnið og veita al-
menningi og hagsmunaaðilum,
þ.m.t. veiðimönnum kost á að koma
með athugasemdir við tillöguna.
Hvergi er mælt fyrir um skyldu til
að taka tillögurnar til sérstakrar
málsmeðferðar né að svara þeim
með röksemdum ef hafnað er.
Þar sem almenningur og fé-
lagasamtök hafa almennt ekki
kærurétt til verndar nýtingu á
sviði almannaréttar er stjórnvöld-
um að jafnaði í sjálfvald sett
hvernig þau takmarka almannarétt
eða afnema innan tiltekinna svæða
sem heyra undir þjóðgarða, þjóð-
lendur og friðlýst svæði. Þarf oft-
ast ekki meira en stjórnsýslufyr-
irmæli ráðherra til að þrengja
þennan rétt enda veita nátt-
úruverndarlög og veiðilög um-
hverfisráðherra víðtækar og óheft-
ar heimildir til að undanskilja
landssvæði og þrengja rétt al-
mennings innan þeirra.
Því þarf að vekja athygli á því
hvernig stjórnvöld bera sig að í að
þrengja almannarétt undir merkj-
um svokallaðrar „náttúruverndar“
og jafnframt hvernig löggjafinn
hefur búið um hnútanna til að veita
stjórnvöldum frjálsar heimildir og
almennt óheft sjálfsvald til að ráða
þessum málum án nokkurra raun-
verulegra takmarkana af hálfu al-
mennings og frjálsra félagasam-
taka.
Undir þessum kringumstæðum
er því lágmarkskrafa að stjórnvöld
sýni almenningi þá virðingu að
taka athugasemdum sem borist
hafa til efnislegrar meðhöndlunar
og líta á þær sem hluta af öllu ferl-
inu, enda er margt að athuga við
framkomnar tillögur. Ef ekki er
vilji til samstarfs af hálfu stjórn-
valda, þá er kannski ástæða til að
minna á stjórnsýslulögin, sem eiga
að tryggja aðkomu almennings, en
þar er að finna nokkur mikilvæg
ákvæði, sem stjórnvöldum ber að
fara eftir.
7. gr. Leiðbeiningarskylda.
Stjórnvald skal veita þeim sem
til þess leita nauðsynlega aðstoð og
leiðbeiningar varðandi þau mál
sem snerta starfssvið þess.
12. gr. Meðalhófsreglan.
Stjórnvald skal því aðeins taka
íþyngjandi ákvörðun þegar lög-
mætu markmiði, sem að er stefnt,
verður ekki náð með öðru og væg-
ara móti. Skal þess þá gætt að ekki
sé farið strangar í sakirnar en
nauðsyn ber til.
13. gr. Andmælaréttur.
Aðili máls skal eiga þess kost að
tjá sig um efni máls áður en stjórn-
vald tekur ákvörðun í því, enda
liggi ekki fyrir í gögnum málsins
afstaða hans og rök fyrir henni eða
slíkt sé augljóslega óþarft.
14. gr. Tilkynning um meðferð
máls.
Eigi aðili máls rétt á að tjá sig
um efni þess skv. 13. gr. skal
stjórnvald, svo fljótt sem því verð-
ur við komið, vekja athygli aðila á
því að mál hans sé til meðferðar,
nema ljóst sé að hann hafi fengið
vitneskju um það fyrir fram.
15. gr. Upplýsingaréttur.
Aðili máls á rétt á því að kynna
sér skjöl og önnur gögn er málið
varða. Fari aðili fram á að fá afrit
eða ljósrit af málsskjölum skal orð-
ið við þeirri beiðni nema skjölin
séu þess eðlis eða fjöldi þeirra svo
mikill að það sé verulegum vand-
kvæðum bundið.
20. til 22. gr. fjalla síðan um rök-
stuðning með stjórnvaldsákvörð-
unum og hvenær stjórnvaldi er
skylt að veita hann. Ákvörðun
stjórnvalds skal almennt fylgja
rökstuðningur, en ef hann hefur
ekki fylgt er stjórnvaldi skylt að
veita hann. Þar sem verndaráætl-
unin inniheldur rökstuðning fyrir
tillögum stjórnarinnar, þá mætti
telja að það uppfylli skilyrðið um
rökstuðning. Engu að síður er unnt
að koma á framfæri andmælum um
efni rökstuðnings skv. 13. gr
stjórnsýslulaga ef hann er fengin á
hæpnum forsendum. Ef slík and-
mæli eru höfð uppi ber stjórnvaldi
að svara því með rökstuðningi.
Þegar þessar greinar eru settar í
samhengi við atburðarásina, þá
sést greinilega að réttur almenn-
ings til þátttöku í ferlinu hefur ver-
ið fótum troðinn, athugasemdum
beint að hæpnum forsendum
stjórnar þjóðgarðsins hefur ekki
verið svarað efnislega. Jafnvel má
ganga svo langt að telja að ýmsar
tillögur í verndaráætluninni brjóti
beinlínis í bága við meðalhófsregl-
una þar sem strangari úrræðum er
beitt en nauðsyn ber til.
Er aðkoma almennings sem
hagsmunaaðila raunveruleg?
Eftir Kristján Sturlaugsson,
Arne Sólmundsson og Kjartan
Þór Ragnarsson
» Tilgangur þjóðgarða
er skv. markmiðum í
lögum um stofnun
þeirra að tryggja al-
menningi umgengn-
isrétt og nýtingarrétt
eftir atvikum.
Kristján
Sturlaugsson
Kristján og Arne eru verkfræðingar
og Kjartan er meistaranemi í lög-
fræði. Höfundar eru veiðimenn.
Arne
Sólmundsson
Kjartan Þór
Ragnarsson
Kostnaður íslenskra banka og
ríkisins við erlendar lántökur frá
feb. 2005 til okt. 2008. Þessi kostn-
aður er kallaður skuldatrygg-
ingarálag eða „CDS“ á ensku.
Álagið er hér í prósentum og þýðir
hversu mikill kostnaður leggst ofan
á venjulega millibankavexti á al-
þjóðlegum markaði. Dæmi: banki
tekur lán á 5% vöxtum, svo bætir
þú við álaginu t.d. 5% sem þýðir að
bankinn er að fá lánað á 10% vöxt-
um. Bankinn þarf síðan að lána féð
út á hærri en 10% vöxtum annars
tapar hann. Líklegast voru ekki
mörg erlend fyrirtæki sem vildu
lán íslensku bankanna á þeim ok-
urvöxtum. Íslensku bankarnir voru
í mun meiri við-
skiptum erlendis en á
Íslandi og þá þarf nú
ekki að spyrja að
leikslokum.
1) Janúar 2006: FL
verður annar stærsti
hluthafinn í Glitni.
2) 10. okt. 2006: Ice-
save stofnað í Bret-
landi.
3) Maí 2007: Bjarni
Ármannsson rekinn
frá Glitni og Lárus
Welding tekur við
bankastjórastöðunni.
Þorsteinn M. Jónsson
verður stjórnarformaður.
4) veðkall frá Morgan Stanley v/
Glitnis hlutabréfa Þáttar ehf.
5) 7. feb. 2008: Davíð Oddsson
skýrir ríkisstjórn Geirs H. Haarde
frá alvöru ástands bankakerfisins
og fyrirsjáanlegu hruni ef ekkert
verði að gert.
6) Íslenskir bankar og stjórnvöld
hefja stórsókn erlendis í „PR“ fegr-
unaraðgerðum og tala upp gengi ís-
lensku bankanna.
7) Maí 2008: Icesave í Hollandi
stofnað.
8) 15. maí 2008: Gjaldeyrisskipta-
samningar gerðir við Norð-
urlandaþjóðirnar og loforð um að
minnka bankakerfið gefnar af
stjórnvöldum ásamt að koma bönd-
um á Íbúðarlánasjóð.
9) Byrjun júlí 2008 spáir Bert
Heemskerk, bankastjóri Rado
Bank, gjaldþroti
Landsbanka Íslands.
Nokkrir þingmenn
hafa að undarförnu
verið iðnir við að koma
tveimur alhæfingum á
framfæri við kjós-
endur 1) að enginn
hafi séð hrunið fyrir
og 2) að ekki hafi ver-
ið hægt að gera neitt
til þess að bregðast
við hruninu í tæka tíð.
Báðar þessar alhæf-
ingar eru rangar.
Undirritaður fylgdist
með hruni íslenska bankakerfisins
erlendis frá. Ég hafði engan sér-
stakan aðgang að upplýsingum inn-
an úr kerfinu og notaði því skulda-
tryggingaálag bankanna sem
mælistiku á framgang þeirra og
efnahagslíf landsins. Skuldatrygg-
ingaálagið, þ.e. kostnaður bankanna
við að taka erlend lán, er opinbert
og flestum var í lófa lagið að nálg-
ast upplýsingar þar um á netinu.
Það var öllum erlendum bönkum,
lánastofnunum og öðrum áhuga-
sömum deginum ljósara að íslenska
bankakerfið var komið í veruleg
vandræði þegar skuldatrygg-
ingaálagið „CDS“ fór yfir 100
punkta eða 1% í janúar 2006.
Ágætlega gekk þó að kveða niður
hrundrauginn næstu 18 mánuði en
svo gerðist eitthvað fyrir mitt ár
2007. Eftir mitt ár 2007 var hrunið
óumflýjanlegt. Það þýðir samt ekki
að það hafi ekki verið hægt að gera
neitt. Miklu hefði mátt bjarga. Lík-
legast hefði verið hægt að bjarga
þúsundum milljarða ef varnaðarorð
Seðlabankans hefðu verið tekin al-
varlega í febrúar 2008. Veðkall
Morgan Stanley vegna Glitnis
bréfa Þáttar ehf. vegur mjög
þungt. Ef veðkallið hefði farið rétta
braut og bréfin seld á markaði eins
og hefði verið æskilegt þegar veð-
kallið kom hefði hrunið komið í
mars 2008 en ekki október sama
ár.
Hjálmar Gíslason hjá Data Mar-
ket útbjó þetta graf og á því má
finna skuldatryggingaálag Glitnis,
Landsbankans, Kaupþings og ís-
lenska ríkisins. Þetta er í rauninni
mynd af íslenska bankahruninu og
er mjög gott að nota með lestri
Rannsóknarskýrslu Alþingis.
Bankahrun í mars 2008?
Eftir Guðmund F. Jónsson
»Eftir mitt ár 2007
var hrunið óumflýj-
anlegt. Það þýðir samt
ekki að það hefði ekki
verið hægt að gera neitt.
Miklu hefði mátt bjarga.
Guðmundur Franklín
Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur og
formaður Hægri grænna.
0
5
10
15
20
25
30
35
40
45
%
3 4
5
6
7 8
9
2005 2006 2007 2008
0
%
0,5
1,0
1,5
1 2
2005 2006 2007
Glitnir
Kaupthing
Landsbankinn
IcelandHeimild: CMA Datavision
Laugardaginn 25.
september birtist um-
fjöllun í sjónvarpinu
um verkefnið „Litróf
íslenskra kvenna“. Þar
var vakin athygli á
stöðu konunnar, jafn-
rétti og baráttunni
gegn kynbundnu of-
beldi. Fréttamaðurinn
spurði í lok umfjöll-
unarinnar hvort þörf
væri á svona baráttu
þar sem nú væri forsætisráðherra
kona, kona hefði verið forseti, konur
væru áberandi í viðskiptalífi o.s.frv.
Svarið var skýrt og gefið af festu en
spurningin vék ekki frá mér. Er þörf
á þessari baráttu?
Undanfarna daga höfum við feng-
ið fréttir af því að Frakkland logi í
mótmælum. Frakkar hafa síðan í
frönsku byltingunni 1789 gætt þess
að gleyma ekki lýðræðislegum rétti
sínum til að segja sína skoðun, mót-
mæla og hafa áhrif á ákvarðanatöku
í landinu. Kynslóð tekur við af kyn-
slóð í þessari baráttu og hver Frakki
og umheimurinn minntur á mik-
ilvægi þess að láta í sér heyra því að
manninum virðist vera tamt að
gleyma.
Sögu síðari heimsstyrjaldarinnar
og vörnum gegn nasisma er stöð-
uglega haldið á lofti í menntakerfi
Þýskalands. Þar talar ungt fólk um
að því sé bannað að gleyma – öllum
brögðum sé beitt til að afstýra því að
sagan endurtaki sig.
Í lok 19. aldar og í upphafi þeirrar
20. voru umbrotatímar í íslenskum
stjórnmálum. Réttindabarátta
kvenna var hafin. Þar voru þó karl-
menn fremstir í flokki og sögðu rétt
eins og var – það var ekki réttlátt að
helmingur landsmanna hefði hvorki
kjörgengi né kosningarétt. Smám
saman vænkaðist hagur kvenna og
þá helst á árunum 1907-1911. Ein-
hverjum mönnum fannst breytingin
ganga of hratt í gegn – eða að þeir
sáu fram á að missa atkvæði – og úr
varð að kynjamisrétti var bundið í
stjórnarskrá 1915 með
skertum kosningarétti
kvenna. Konum var
komið úr valdastöðum
svo að á árunum 1922-
1928 sat engin kona í
bæjarstjórn Reykja-
víkur (Svanur Krist-
jánsson 2008). Þarna
var greinilega enn þörf
á baráttu.
Í dag er sagan önnur
og við þekkjum það öll
að konur hafa bæði
kosningarétt og kjör-
gengi. Við höfum átt kvenforseta,
kvenforsætisráðherra, kvenutanrík-
isráðherra og svo mætti lengi telja.
Hinn 12. október birtist meira að
segja frétt um að kannanir sýndu að
jafnrétti kynjanna væri mest hér á
landi. Ástæðan fyrir þessu er ein-
mitt sú að baráttunni hefur verið
haldið á lofti. Það er eina leiðin til að
ná árangri og halda velli.
Manninum virðist vera tamt að
gleyma – þess vegna er þörf á bar-
áttu fyrir réttindum kvenna. Á með-
an ungir menn í dag telja það eðli-
legan hlut að konur hafi lægri laun
fyrir sömu vinnu þá er þörf á bar-
áttu. Á meðan feður taka síður
feðraorlof vegna skerðingar á
tekjum þá er þörf á baráttu. Á með-
an andlegt, líkamlegt og kynferð-
islegt ofbeldi á sér stað þá er þörf á
baráttu. Á meðan það finnst mark-
aður á Íslandi fyrir mansal þá er
þörf á baráttu. Við þurfum að kenna
komandi kynslóðum, bæði drengjum
og stúlkum, um mikilvægi þess að
læra og muna. Því manninum virðist
jú vera tamt að gleyma.
Manninum virðist
vera tamt að gleyma
Eftir Önnu Sigríði
Snorradóttur
Anna Sigríður
Snorradóttir
»Er þörf á þessari
baráttu? Manninum
virðist vera tamt að
gleyma – þess vegna er
þörf á baráttu fyrir rétt-
indum kvenna.
Höfundur er nemi.