Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 28.10.2010, Síða 22
22 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Í ljósi vitneskju okkur um óheil- brigði þess að nota mikinn syk- ur að staðaldri þurfum við að fara að gera meiri kröfur til umhverfisins. Það er staðfest að rétt fæðuval hefur allt að segja varðandi líðan okkar. Rangt mataræði ásamt lítilli hreyfingu er óheilsusamlegt og leiðir til vanlíð- anar og jafnvel offitu sem aftur hef- ur ýmis afar erfið vandamál í för með sér. Matvöruverslanir eru yfirfullar af gosi og sælgæti. Er það eðlilegt miðað við þær upplýsingar sem liggja nú fyrir? Seinni part dags eftir vinnu for- eldra og dagvist barnanna okkar förum við í matvöruverslanir að kaupa vistir fyrir heimilið. Er það eðlilegt að barn þurfi að standa í biðröð við búðarkassa með for- eldrum sínum og horfa allan tímann á fulla rekka af sælgæti? Ég líki þessu við að alkóhólisti þurfi nokkr- um sinnum í viku að standa við bar fullan af áfengi en megi að sjálf- sögðu ekki kaupa sér neitt. Inni í versluninni er hlutfallslega mjög stórt pláss fyrir sælgæti og gos. Til að þróa rétt mataræði og að það verði til frambúðar og gera það að heilbrigðum og eðlilegum lífsstíl fyrir alla þurfa matvöruverslanir að vera í samræmi við það og reyndar fleiri staðir. Eðlilegt er að það sé afmarkað pláss fyrir gos og sælgæti í versl- unum. Ef sælgæti og gos er út um alla búðina eru helmingi meiri líkur á að það sé keypt. Og alls ekki að hafa sælgæti við búðarkassana þar sem viðverutími viðskiptavinanna er lengstur og áhrifamestur. Þar ættu frekar að vera ávextir til að grípa til. Börnin eru mjög oft svöng á þessum tíma dagsins og ávöxtur er frábær lausn á því vandamáli þar til heim er komið. Það er algjör þversögn að segja alltaf við börnin; borða hollt og ekk- ert sælgæti nema um helgar en svo þegar þau trítla inn í matvöruversl- anir blasir við þeim óhollustan. Við þeim á að blasa það sem ætlast er til að þau borði, þannig verður smátt og smátt heilbrigt mataræði að þeirra lífsstíl. Svo þarf nauðsynlega að taka út sælgæti á ýmsum stöðum svo sem pósthúsum, apótekum og hinum ólíklegustu stöðum. Ef við ætlum í alvöru að snúa mataræði okkar til betri vegar eigum við að taka það alvarlega. Hvernig líf viljum við að börnin okkar eigi þegar þau verða fullorðin? Þetta er spurning um lífs- gæði þeirra og heilsu. Það er siðferðilega rangt að ota endalaust sykri og gosi að börnum en segja þeim svo að borða það ekki. LÁRA BERGLIND HELGADÓTTIR, eigandi Skólahreysti. Vöknum foreldrar – gos og sælgæti er út um allt Frá Láru Berglindi Helgadóttur Lára Berglind Helgadóttir Ég sendi þessar hugleiðingar um stjórnarskrá frá mér til íhugunar þjóðfund- arfulltrúum, þing- mönnum stjórn- lagaþings og öðrum Íslend- ingum. Æskilegt er að stjórnarskráin sé ekki lengri en svo og ekki torræðari en svo að hún henti sem leskafli í kennslubókum nemenda grunnskóla. Hér er hugmynd að slíkri stjórn- arskrá: „Ísland er frjálst og fullvalda lýð- veldi frjálsra og fullvalda Íslendinga. Alþingi fer með löggjafarvald sam- kvæmt lögum um alþingi Íslendinga. Ráðherrar fara með fram- kvæmdavald samkvæmt lögum um stjórnarráð Íslands. Dómstólar fara með dómsvald sam- kvæmt lögum um dómstóla á Íslandi. Íslendingur telst hver sá sem hefur íslenskan ríkisborgararétt sam- kvæmt lögum um íslenskan ríkis- borgararétt. Íslendingar skulu njóta almennra mannréttinda, jafnréttis, trúfrelsis, tjáningarfrelsis, athafnafrelsis, frels- is til menntunar og félagafrelsis sam- kvæmt lögum um mannréttindi. Íslendingar skulu njóta friðhelgi eignarréttar, einkalífs, heimilis og fjölskyldna samkvæmt lögum um mannréttindi. Íslendingum sem standa höllum fæti skulu tryggðar tekjur til fram- færslu samkvæmt lögum um al- mannatryggingar og lögum um at- vinnuleysisbætur. Íslendingum skal tryggð heilbrigð- isþjónusta. Íslendingar skulu greiða skatta og skyldur til ríkis og sveitarfélaga sam- kvæmt lögum um tekjur ríkissjóðs og lögum um tekjur sveitarfélaga. Breytingar á stjórnarskrá þessari, svo og lögum eða lagabálkum sem eru sérstaklega nefndir í henni, skulu hljóta samþykki alþingis Íslendinga og öðlast gildi þegar breytingin hefur verið samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu. Önnur lög skulu hljóta samþykki alþingis Íslendinga og öðlast gildi þegar forseti alþingis hefur undir- ritað þau. Þó má skjóta þeim í dóm þjóðarinnar samkvæmt lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Það er síðan seinni tíma mál að ákveða hvað skal standa í lögum sem eru hliðsett við stjórnarskrána sam- kvæmt ofanrituðu. Sennilega er rétt að hafa ákvæði til bráðabirgða um að núgildandi lög um slík málefni haldi gildi sínu þar til ný lög hafa verið sett á viðkomandi sviði. Ég tel að ráð- herrar eigi að vera þjóðkjörnir. Það er ekki ofverk skólabarna (né fullorðinna) að læra svona stjórnar- skrá utanbókar og komast þannig hjá því að fara hjá sér þegar er spurt um innihald stjórnarskrárinnar. Það yrði síðan í höndum kennara að skýra ým- is hugtök stjórnarskrárinnar og fræða um helstu þætti tengdrar lög- gjafar. Munum að ný stjórnarskrá leysir ekki núverandi fjárhagsvanda heim- ilanna. SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON, lífeyrisþegi og verkfræðingur. Ný stjórnarskrá Frá Sigurbirni Guðmundssyni Sigurbjörn Guðmundsson Í grein sem Björn Gíslason, slökkviliðsmaður og fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Mannréttindaráði Reykjavíkur, skrifar í Morg- unblaðið laugardaginn 25.10. 2010 kemur fram listi í fimm liðum um tillögur meirihluta ráðsins um kirkjuferðir barna, bænahald, sálmasöng og drefingu trúarrita í skólum borgarinnar. Satt best að segja fór hrollur um mann við lest- urinn og minnti upptalningin óhugnanlega á tilskipanir Napóle- ons og félaga í sögu George Orwells „Félagi Napóleon“ (Animal Farm). Munurinn er hins vegar sá að saga Orwells er skáldskapur byggður á reynslu af stjórnsömum, eiginhags- munasinnuðum og sjálfhverfum stjórnmálamönnum og tilheyrandi spillingu þeirra. Hugmyndir meiri- hluta Mannréttindaráðs Reykjavík- ur eru hins vegar settar fram í aug- ljósum pólitískum rétttrúnaði og framkvæmdaanda svínanna í fyrr- nefndri sögu Orwells. Talandi hins vegar um Goerge Orwell kemur önnur saga hans í huga í þessu sambandi, en það er sagan um stóra bróður í „Nítján hundruð áttatíu og fjögur“. Sagan er okkur stöðug áminnig um að hleypa stjórnvöldum ekki of langt í afskiptum sínum af persónulegum grundvallarréttindum okkar, fjöl- skyldum, heimili, félagasamtökum, stjórnmálaskoðunum, trúarskoð- unum og almennu félagsneti. Við verðum að vera á stöðugu varð- bergi til að tryggja félaga-, ein- staklings-, tjáningar- og trúfrelsi okkar. Stóri bróðir dagsins í dag er kannski ekki alveg í þeirri mynd sem Orwell gerði ráð fyrir að yrði á árinu 1984 (en saga hans kom út á árinu 1951). Hins vegar birtist stóri bróðir í ýmsum myndum og ein þeirra er þegar stjórnmálamenn og skósveinar þeirra vilja hafa vit fyrir okkur hinum í anda pólitísks rétt- trúnaðar og gefa út tilskipun (stefnumótun) í þeim anda sem meirihluti Mannréttindaráðs Reykjavíkur hefur lagt til og nefnd er hér að framan. Umræðan hér á landi og víðar hefur á undanförnum árum og jafn- vel áratugum einkennst af alls kon- ar pólitískum rétttrúnaði með til- heyrandi þöggun. Ef eitthvað er fer þessi þöggun vaxandi og versnandi. Þetta er smátt og smátt að koma í ljós með alvarlegum afleiðingum, bæði hér á landi og erlendis. Í því sambandi og þessu tengd er t.d. umræðan um fjölmenningarsam- félagið, sem Angela Merkel, kansl- ari Þýskalands, neyddist til að játa að hefði mistekist í sínu heimalandi (og þ.m. undir hennar stjórn). Þá rísa rétttrúnaðarmennirnir og segja hana lýðskrumara og reyna þar með að þagga málið í hel. Væri ekki betra og vænlegra til árangurs að leyfa gagnrýninni að koma fram og hlusta á hana? Það gæti vel verið að gagnrýnendur hefðu eitthvað til síns máls og menn gætu þá fært misheppnaða framkvæmd til betri vegar, því hugmyndin um fjölmenn- ingarsamfélag er bæði góð og göf- ug. Eitt að lokum: Finnst engum sér- kennilegt að eitthvert fyrirbæri sem kennir sig við mannréttindi skuli leggja megináherslu á að banna hitt og þetta sem hefur eng- ar meiðandi afleiðingar í för með sér? ANNA MARÍA ÞÓRÐARDÓTTIR, hjúkrunarfræðingur, móðir og amma. Mannréttindi meirihluta Mannréttindaráðs Reykjavíkur Frá Önnu Maríu Þórðardóttur Í lok árs 2006 gerði Garðabær samning við Klasa vegna uppbygg- ingar á miðbæ Garða- bæjar. Þessar tillögur voru kynntar Garðbæ- ingum og litu þær einkar fallega út. Muna sjálfsagt margir eftir teiknaðri útgáfu af miðbæjarskipulag- inu með íbúana í kringum jólatré. Þessir samningar voru gerðir þegar Íslendingar trúðu því enn að fasteignafélög yrðu einn af hornsteinum samfélagsins. Þeim mætti treysta í einu og öllu og óhætt væri að skrifa undir nánast hvað sem er gegn því að njóta aðkomu þeirra að byggingum og skipulagi í bæjarfélögum. Þeir voru hins vegar fáir sem fengu að lesa samningana sem lágu að baki hinum aðlaðandi myndum sem kynntar voru og var undirrituð ein þeirra sem fengu ekki aðgang að þeim þrátt fyrir að vera varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins á þeim tíma. Eftir að ég tók sæti í bæjarstjórn sem fulltrúi Fólksins í bænum var lögð fram fyrirspurn til Garðabæjar þar sem óskað var upplýsinga um samninga bæjarins og Klasa. Hér á eftir vitna ég til þess sem kom fram í svörum Garðabæjar til Fólksins í bænum: 1) Á rúmu ári (júní-ágúst 2010) greiddi Garðabær Klasa rúmar 62,5 millj. kr. í leigugreiðslur vegna gamla Hagkaupshússins. 2) Garðabær keypti þess utan húsnæði af Klasa á torginu, þar sem nú er þjónustuver Garðabæjar, fyrir 19,8 millj. kr. 3) Einu tekjurnar sem Garðabær hefur upp í leigukostnað eru af hús- næðinu sem hýsir Hönnunarsafn Ís- lands (12 millj. kr. á ári) og hið grát- broslega er að Garðabær er sjálfur leigjandi húsnæðisins fyrir Hönn- unarsafnið. Þar að auki lagði Garða- bær í kostnað við húsnæðið fyrir um 25 millj. kr. sl. vor. 4) Klasi greiddi Garðabæ ekkert fyrir byggingarrétt í miðbænum, þar með talinn byggingarrétturinn á lóðinni þar sem nú stendur nýja Hagkaupsverslunin að Litlatúni (v/ Hafnarfjarðarveg). Samkvæmt samningi Garðabæjar og Klasa átti greiðsla fyrir byggingarréttinn, sem metinn var á tæpa 1,3 milljarða, að koma í formi þess að Klasi keypti upp eignir á Garðatorgi sem ekki voru í eigu bæjarins. Þegar til þess kom að öllum framkvæmdum á Garðatorgi var frestað var staðan því sú að bærinn þurfti að leigja húsnæðið af Klasa fyrir stórfé ella hótaði Klasi að rífa bygginguna. 5) Að auki felldi Garðabær niður lóðarleigu af eignum Klasa á Garða- torgi og greiðir sjálfur fast- eignagjöld vegna eignanna en lögum skv. er það hlutverk Klasa. Garða- bær greiðir einnig kostnað við rekstur lóðar, bílastæða og gang- stétta á Garðatorgi sem eru í eigu Klasa. Garðabær útskýrði niðurfell- ingu fasteignagjalda á eftirfarandi hátt: „Af hálfu Garðabæjar var talið hagkvæmt fyrir bæinn að gefa eftir kröfu vegna fasteignagjalda til að tryggja sátt um þá tímabundnu lausn sem felst í frestun fram- kvæmda“. Framangreind skýring er ótrúleg í ljósi þess að það var Klasi en ekki Garðabær sem frestaði framkvæmdum og engin ástæða til annars en að nýta allar tekjuleiðir á krefjandi tímum. 6) Garðabær fyr- irframgreiddi Klasa rúmar 400 millj. kr. vegna væntanlegra bílastæða við Garða- torg. Garðabær fékk þessa upphæð síðan endurgreidda ári síðar enda höfðu engar fram- kvæmdir farið í gang hjá Klasa. Hins vegar hélt Klasi eftir tæplega 40 millj. kr. vaxtatekjum af greiðslunni þrátt fyrir að hafa ekki staðið við gerða samninga og hafið framkvæmdir. Að auki skuldbindur Garðabær sig til framtíðar til að greiða umræddar 400 milljónir til Klasa þegar og ef framkvæmdir hefjast og er upp- hæðin vísitölubundin miðað við 1.3. 2009. Í svari Garðabæjar segir um þennan lið: „Niðurstaðan er…á- sættanleg fyrir báða aðila og í hvor- ugu tilvikinu er litið svo á að um gjöf sé að ræða. Þegar tveir deila og vilja ná lausn um niðurstöðu verða báðir aðilar að ná fram ávinningi ef sátt á að nást“. Ég spyr: Hver er ávinn- ingur Garðabæjar og hvað koma væntanleg bílastæði til með að kosta Garðbæinga þegar og ef af fram- kvæmdum verður? 7) Í viðaukasamningi sem Garða- bær gerði við Klasa samþykkir bær- inn að ekki skuli reka mat- vöruverslun á Garðatorgi. Ljóst er að hér er verið að fórna hagsmunum íbúa, sérstaklega eldri borgara sem búa nálægt Garðatorgi. Þetta er enn eitt dæmið um hagsmunagæslu Garðabæjar fyrir Klasa. Klasi bauð þó náðarsamlegast upp á að leyfa bakarí á torginu. Fyrirspurn um þetta atriði svaraði Garðabær á eft- irfarandi hátt:„Klasi sem samnings- aðili og eigandi húsnæðis að Litla- túni 3 þar sem rekin er matvöruverslun hefur augljósa hagsmuni af því að tryggja að rekst- ur þar gangi vel [og að banna mat- vöruverslun á Garðatorgi]. Segja má að það fari líka saman við hagsmuni Garðabæjar og íbúa bæjarins“. Af framangreindum upplýsingum sem Garðabær hefur staðfest við Fólkið í bænum má sjá að gefið hef- ur verið eftir á nánast öllum sviðum við gerð samningsins og hagur Klasa settur ofar hagsmunum Garðabæjar. Bæjarstjóri svaraði því til um framangreindar staðreyndir að viðkomandi leiðir hefðu verið farnar til að fá lausn í málum gagn- vart Klasa og til að koma í veg fyrir að leysa ágreining Klasa og Garða- bæjar fyrir dómstólum. Einhvern veginn virðist klasasprengju nú hafa verið kastað inn í fallegu myndina af Garðbæingum í kringum jólatréð í nýja Klasamiðbænum. Klasasprengja í Garðabæ Eftir Ragný Þóru Guðjohnsen Ragný Þóra Guðjohnsen » Af upplýsingum Garðabæjar við Fólkið í bænum sést að gefið hefur verið eftir á nær öllum sviðum í samningum Garðabæjar og Klasa um miðbæ Garðabæjar. Höfundur er lögfræðingur og bæj- arfulltrúi í Garðabæ fyrir Fólkið í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.