Morgunblaðið - 28.10.2010, Side 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010
✝ Grétar Hall-dórsson fæddist á
Víðivöllum fremri í
Fljótsdal 9. október
1933. Hann lést 18.
október 2010.
Foreldrar hans
voru Halldór Vil-
hjálmsson, f. á Þur-
íðarstöðum í Fljóts-
dal 11. janúar 1896,
d. 21. júlí 1959 og
Sigríður Björnsdóttir
frá Steinum, Austur-
Eyjafjöllum, f. 9.
september 1905, d. 2.
nóvember 1997. Systkini hans:
Björn, f. 1931, Vilhjálmur, f. 1932,
maki I Nengah Daníel Darna, þau
eiga 4 börn. 3) Kolbrún Berglind,
f. 1972, maki Ágúst Valgarð Ólafs-
son, þau eiga 3 börn. 4) og 5) tví-
burastúlkur, f. og d. 24. júní 1974.
6) Björn Eðvarð, f. 1976, maki Ni
Nyoman Wija Ariyani, þau eiga
einn son.
Grétar ólst upp að Efri-Sýrlæk í
Villingaholtshreppi en þangað
fluttu foreldrar hans er hann var
fimm ára að aldri. Hann fluttist
síðan með þeim að Selfossi 1954,
stundaði bifreiðaviðgerðir hjá K.Á.
á Selfossi og einnig hjá Agli Vil-
hjálmsyni í Reykjavík, en 1966 hóf
hann bifreiðaakstur hjá verktaka-
fyrirtækinu Fosskraft síðar Ístak
og vann hjá því samfleytt í 34 ár.
Útför Grétars fer fram frá Vill-
ingaholtskirkju í dag, 28. október
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
d. 11. júlí 1995 og
Þórhildur, f. 1935.
Grétar giftist 9.
október 1960 Mar-
gréti Sigurgeirs-
dóttur, f. 1. sept-
ember 1936.
Foreldrar hennar:
Sigurgeir Björnsson
frá Gafli í Vill-
ingaholtshrepp og
Fanney Jónsdóttir
frá Bræðraborg á
Seyðisfirði. Börn
þeirra hjóna eru: 1)
Halldór, f. 1960,
maki Halldóra Heiðarsdóttir, þau
eiga 3 börn. 2) Fanney, f. 1962,
Mikið óskaplega verða orð tóm og
fátækleg þegar lýsa þarf hinu ólýs-
anlega – ást lítillar stúlku til föður
sem eitt sinn átti hlýja og þykka
hönd sem gott var að stinga lítilli
hendi í.
Þegar ég var smástelpa man ég
hvað mér þótti treilerinn hans
pabba alltaf tignarlegur. Á morgn-
ana varð ég sorgmædd þegar ég
heyrði hann keyra burt og hljóðið
deyja út smátt og smátt og á kvöldin
var ég ekki sein á mér að stökkva í
skó og hlaupa út til pabba þegar
treilerinn birtist. Svo beið ég við bíl-
inn þar til flotti pabbinn minn stökk
út svo ég gæti stungið hendinni
minni í hans og leitt hann heim.
Útilegurnar allar eru mér minnis-
stæðar. Við lögðum yfirleitt seint af
stað á föstudagskvöldi upp að
Eyrarvatni eða í Skorradalinn og
alltaf var pabbi til í að drífa sig af
stað þó hann væri nýkominn úr
langri keyrslu eftir langan vinnudag
og hlökkuðum við krakkarnir til að
fá smurðar flatkökur með hnaus-
þykkum hangikjötssneiðum á þegar
á áfangastað var komið. Sem ung-
lingur þótti mér útilegulífið með
mömmu og pabba margfalt meira
spennandi en það helgarlíf sem
hefðbundnir unglingar fengust við
og minningarnar eru óendanlega
dýrmætar í dag.
Eftir að ég komst á fullorðinsár
og flutti austur á land kom pabbi
alltaf á Reykjavíkuflugvöll til að
sækja mig og börnin þegar ég kom
suður. Ennþá var ég spennt eins og
smástelpa að hlaupa upp um hálsinn
á honum og knúsa hann ásamt börn-
unum mínum. Pabbi var einstaklega
þolinmóður að keyra mig í búðaráp í
Reykjavík og gat beðið endalaust í
bílnum þar til mér þóknaðist að fara
í næstu búð. Mér er minnisstæð ein
slík ferð þar sem við enduðum á
kaffihúsi og ræddum allt milli him-
ins og jarðar. Við ræddum stundum
hvað ég væri að fást við í tónlist-
arkennslunni og ég fann að hann var
stoltur af mér fyrir það sem ég hafði
lært og gert að ævistarfi mínu þó
hann þekkti ekki neitt til þess. Sjálf-
ur var pabbi snillingur í öllu sem
laut að viðgerðum og svo laghentur
að ekki skipti máli hvort þurfti að
smíða varahluti í bíla, laga lítið háls-
men, koma dúkku til að skæla á ný –
mér til mikillar gleði, eða að baka
fullkomnar lagtertur þegar mamma
hafði gert deigið tilbúið. Pabbi var
vandvirkur og gat einfaldlega lagað
allt og komið í gang tækjum og tól-
um sem aðrir höfðu úrskurðað ónýt.
Pabbi var hjartahlýr maður og
þoldi illa óréttlæti og mismunun.
Hann hafði sérstakt dálæti á ung-
börnum og var svo heppinn að fá að
eignast 15 slík, sín eigin og okkar
systkinanna. Hann elskaði líka
tengdabörnin sín á einstakan hátt
og var alltaf boðinn og búinn að
hjálpa þeim eins og um hans eigin
börn væri að ræða.
Það er gott að finna samheldni og
samtakamátt fjölskyldunnar á tím-
um sem þessum og smátt og smátt
lærum við að lifa með söknuðinum.
Þó hlýja höndin hans pabba sé nú
farin er hún dregin fram úr fjársjóði
minninganna og mun ylja um
ókomna tíð.
Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið
mér besta pabba í heimi og tímann
með honum seinustu dagana sem
hann lifði.
Elsku fjölskyldan mín: Við syrgj-
um vegna þess að við elskum og það
er gott að elska.
Kolbrún Berglind Grétarsdóttir.
Elsku pabbi minn.
Við leiðarlok fara í gegnum huga
manns svo ótalmargar minningar.
Minningar um föður sem ég upplifði
alla tíð að gæti leyst allar þrautir og
verkefni og ekki væri það til sem
ekki væri til lausn á. Föður sem allt-
af var hægt að leita til, til að fá leið-
beiningar eða aðstoð. Þekking hans
á bílum og bílaviðgerðum, rafmót-
orum og raftækjum hvers konar var
einstök. Oft var það þannig að væru
ekki til varahlutir í eitthvað sem
verið var að laga þá var breytt sam-
svarandi hlut eða hreinlega smíðaðir
þeir hlutir frá grunni. Framan af
ævinni vann hann við bíla og rafmót-
oraviðgerðir hjá KÁ og Agli Vil-
hjálmssyni. Ekki gerði hann það þó
að sínu ævistarfi, heldur gerðist bif-
reiðarstjóri þegar Búrfellsvirkjun
var í byggingu. Mínar minningar um
útilegur uppi í Þjórsárdal þar sem
starfsmennirnir við virkjunina höfðu
útbúið sér stóra sundlaug eru
ógleymanlegar. Þar vörðum við
löngum stundum og lærðum líklega
bæði að synda, Fanney systir og ég.
Pabbi vann lengst af á dráttarbíl-
um sem í þá daga voru kallaðir trai-
lerar og voru ekki til margir slíkir.
Ég man þegar ég sá þennan risa-
trukk sem hann var á, í fyrsta skipt-
ið. Í mínum augum var þetta örugg-
lega stærsti bíll í heimi og pabbi
minn náttúrlega langflottastur. Á
svona Volvo-húddara var hann í
ferðum víða um land á vegum Fos-
skrafts eða Ístaks, við aðstæður og
á vegum sem voru illfærir oft á tíð-
um. Reyndi þá oft á að vera fyr-
irhyggjusamur og úrræðagóður.
Hef ég heyrt margar sögur af hon-
um þar sem hann tókst á við brekk-
ur og ófærð sem aðrir treystu sér
ekki til að fara í.
Þótt pabbi væri oft lengi í burtu
vegna vinnu er þó eins og alltaf hafi
verið hægt að fara í útilegur er hann
var heima við á sumrin. Okkar stað-
ur var við Eyrarvatn í Svínadal. Þar
vorum við iðulega við vatnið ásamt
öðrum og kenndi hann mér það sem
til þurfti til að veiða og margt annað.
Á seinni árum fengu pabbi og
mamma sér húsbíl sem þau ferð-
uðust á víða um landið. Síðastliðið
sumar fór hann í sitt síðasta ferða-
lag og var það á æskuslóðir austur á
Héraði. Þar var farið víða um og
rifjaðar upp sögur af honum og fólk-
inu hans. Fórum við á skógardaginn
mikla og áttum margar góðar stund-
ir með góðu fólki. Síðustu ár varð
það að föstum sið að koma ásamt
mömmu til að pakka Sunnlenska
fréttablaðinu á miðvikudögum með
fjölskyldunni og mátti það ekki
bregðast. Gaman var líka að sjá
hann upplifa það ásamt Bjössa,
bróður sínum, að ná í bíla, jafnt
gamlar drossíur sem nýja bíla í toll-
inn fyrir Ingimar hjá IB. Það var
honum ómetanleg upplifun.
Barnelskur var hann og áttu
barnabörnin í honum hverja taug.
Ekkert lyfti honum upp eins og
knús og samvera með þeim. Sögu-
maður var hann og hafði gaman af
að segja frá ýmsu sem hann hafði
upplifað um ævina. Gantaðist og
gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér
fram á síðustu stundu. Að leiðarlok-
um upplifði hann gamlar stundir og
sá fugla og fiðrildi allt um kring í
draumum sínum. Náttúrubarn af
guðs náð. Með þessum orðum kveð
ég þig, minn einstaki og elskaði fað-
ir.
Þinn sonur,
Halldór.
Grétar Halldórsson
Ungu foreldrarnir brosandi. Vor-
ið í lífi þeirra að hefjast. Sól í aug-
um, sól í sinni. Lítill ljósgeisli hafði
skotið rótum. Tilhlökkun, eftir-
vænting. Svo skaust hún í heiminn
svo fullkomin – litla stúlkan.
Himnasæng yfir vöggunni. Mjúkir
bangsar – vagn til að trítla um göt-
ur borgarinnar. Þau þrjú saman svo
glöð og kát. Búið að panta prestinn
og undirbúa skírnarveisluna. Litla
stúlkan horfir í augu afans – tvær
djúpar glitrandi tjarnir – leyndar-
dómur guðs.
Svo einn daginn er hún hrifin frá
okkur. Ljós augnanna slokkna.
Unga parið orðvana. Hvar er hinn
miskunnsami guð?
En svo kviknar lítil stjarna á
himni og afinn og amman brosa
gegnum tárin. Gefðu góði guð að
þetta ljós – nái að skína í hjörtum
unga parsins.
Ólafur afi og Þórdís amma.
Elsku engillinn okkar. Hvernig
getur lífið verið svona óréttlátt, að
láta átta daga fullfríska stúlku sem
dafnar eins og rós hverfa af lífsins
braut á óskiljanlegan hátt? Það er
jafn óréttlátt og óskiljanlegt eins og
það lítur út fyrir að vera.
Elsku Álfrún Emma, þú varst
okkur náðargjöf, þú fylltir hjartað
okkar af stolti, hamingju, ást og
umhyggju. Þegar þú opnaðir stóru
björtu augun þín var eins og þú
værir að reyna að segja okkur eitt-
hvað stórmerkilegt sem þú ein viss-
ir. Örugglega var þér ætlað eitt-
hvað stærra og meira með lífið en
að vera hér hjá okkur.
Við amma og afi vorum komin
með draumsýnir um hvað við ætl-
uðum að gera með þér, litla engl-
inum okkar. Við vorum búin að tala
um að taka þig með í sveitina okk-
Álfrún Emma
Guðbjartsdóttir
✝ Álfrún EmmaGuðbjartsdóttir
fæddist í Reykjavík
10. október 2010. Hún
lést á vökudeild
Barnaspítalans 18.
október 2010.
Foreldrar hennar
eru Hugrún Hörn
Guðbergsdóttir, f. 3.
janúar 1984, og Guð-
bjartur Ólafsson, f.
16. nóvember 1980.
Útför Álfrúnar
Emmu fer fram frá
Garðakirkju í dag, 28.
október 2010, og hefst athöfnin kl.
15.
ar, eins oft og mamma
og pabbi leyfðu og
jafnvel oftar. Við ætl-
uðum að láta þig finna
hvað gott væri að eiga
afa og ömmu sem þú
gætir stólað á, treyst
og ávallt leitað til. Nú
er sú draumsýn horfin
eins og dögg fyrir
sólu.
Elsku Hörn og
Bjartur, ef við gætum
linað þjáningar ykkar
við fráfall Álfrúnar
Emmu værum við
tilbúin til að taka á okkur allar þær
byrðar og það strax. En það er bara
því miður ekki hægt, hversu órétt-
látt sem það virðist vera. Við biðj-
um til Guðs að þið fáið styrk í ykkar
sorg.
Elsku Álfrún Emma, við erum
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og kveðjum þig með
sárum söknuði. Hvíl í friði elsku
engillinn okkar og við sjáumst aft-
ur.
Mamma, ekki gráta mig, ég veit þú
saknar mín.
Mig langar að vera hjá þér og þerra
tárin þín.
Ég fékk aldrei að sjá þig og blíðu
brosin þín,
Guð vantaði lítinn engil og kallaði
mig til sín.
Segðu pabba að ég elsk’ann því
pabbi á líka bágt,
faðmaðu hann fyrir mig og hvíslaðu
ofurlágt.
Segð’onum frá stjörnunni sem á
himnum skærast skín,
kennd’onum að þekkja hana því hún
er stjarnan mín.
Núna áttu lítinn engil sem vakir
yfir þér,
ég passa líka pabba, segðu honum
það frá mér.
Það eru hér svo margir sem þykir
vænt um mig,
fjöldi fallegra engla sem gæta mín
fyrir þig.
Tendraðu lítið kertaljós til að lýsa þér
til mín,
láttu á leiðið mitt hvíta rós, það
læknar sárin þín.
Þegar sorgarinnar skuggi dvín, þá
muntu minnast mín
og tár þín verða gleðitár því ég verð
ávallt þín.
(Höf. ók.)
Ástar- og saknaðarkveðja,
Sigrún amma og Guðberg afi.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma og
langamma,
VIGDÍS DAGMAR FILIPPUSDÓTTIR,
Bjarmalandi 14,
Sandgerði,
lést á heimili okkar mánudaginn 25. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Karl Þorbergsson.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN E. BJÖRNSSON,
Árbraut 17,
Blönduósi,
lést á heimili sínu sunnudaginn 24. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Sigurvaldi Sigurjónsson, Guðbjörg Þorleifsdóttir,
Kristín B. Sigurjónsdóttir, Guðbergur Björnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
EYBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Hagamel 30,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 26. október.
Útför auglýst síðar.
Þorvaldur Geirsson,
Helga Guðjónsdóttir,
Lovísa Geirsdóttir,
Valgerður Geirsdóttir, Viktor A. Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR,
Brekatúni 3,
Akureyri,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn
1. nóvember kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minning-
arsjóð Heimahlynningar á Akureyri.
Guðmundur Stefán Svanlaugsson,
Birgir Haraldsson, Inga Benetyté,
Guðmundur Guðmundsson, Sæunn Valdís Kristinsdóttir,
Anna Freyja Guðmundsdóttir,
Sigríður Kristín Benetyté, María Elvira Benetyté,
Ragnar Ólafur og Kapítóla Kristín.