Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.10.2010, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 2010 Með sól í hjarta langar mig að minnast afa míns með örfáum orðum. Afi Oddur var nefnilega eng- inn venjulegur afi. Hann leit kannski út eins og hefðbundnir afar en þegar betur var að gáð var hann einstakur. Með brosið sitt bjarta, prakkara- skapinn í augunum og hlýjan faðm fyrir alla afleggjarana. Hversu góð- ar voru stundirnar og minningarnar dýrmætar. Það er guðsgjöf að hafa átt svona einstakan afa. Með gleði mun ég ætíð minnast hans. Með sól í hjarta. Sól úti, sól inni. Sól í hjarta, sól í sinni. Sól og gleði í sálu minni. (K.) Margrét Lilja. Elsku Oddur afi og langafi. Í dag kveðjum við þig sem ávallt munt eiga stóran og sérstakan stað í hjarta okkar. Það sem er efst í huga okkar við þessa kveðjustund er þakklæti, að fá að kynnast Oddi afa og alast upp með afa og ömmu í Holtagerðinu sem fastan punkt í tilverunni. Það var alltaf svo gott að koma í Holta- gerðið og síðar á Sléttuveginn, vel tekið á móti manni og notalegt and- rúmsloft. Í æskuminningunum var alltaf gleði og gott veður á sumrin í garð- inum í Holtagerðinu. Afi eitthvað að stússa í garðinum eða sækja eitthvað í bílskúrinn fyrir mann, afi úti í bak- aríi að kaupa eitthvað með kaffinu eða gefa manni ís. Stóri og sterki afi minn sem hægt var að klifra á, sem gat bjargað fallegum steinum ef þeir fóru niður um niðurfallið og var svo gott að kúra hjá í fanginu. Ein af stærstu stundunum hver jól var að fara með afa á jólaball frímúrara og alltaf leið mér eins og í ævintýri að labba með glæsilega afa mínum í Oddur Geirsson ✝ Oddur Geirssonfæddist á Litla- Kálfalæk, Hraun- hreppi, Mýrasýslu 10. maí 1921. Hann lést á hjartadeild Landspít- alans 15. október 2010. Útför Odds var gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. októ- ber 2010. mörgæsafötunum inn í marmarahöllina. Afi var þannig manngerð að maður leit upp til hans og bar virðingu fyrir honum. Alltaf svo virðulegur, en samt svo hlýr og skemmtilegur. Það var gaman að setjast niður með Oddi afa og spjalla um lífið og til- veruna. Hann hafði frá svo mörgu að segja og einstakt að heyra hann lýsa því hvernig lífið var áður fyrr. Afi hafði sterkar skoðanir á svo mörgum málefnum og fylgdist alla tíð vel með því sem var efst á baugi. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá honum. Börnin okkar hafa verið svo lán- söm að kynnast langafa sínum og voru einstaklega hænd að honum. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við þau, lesa fyrir þau og grínast, alltaf tilbúinn að taka þátt í lífi þeirra og síðast en ekki síst, hlusta á hvað þau höfðu að segja. Við hugsum til baka með gleði og þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með Oddi afa. Sigríður Elsa, Þröstur Már, Vilmundur Máni og Birgitta Sóley. Afi elskaði okkur án skilyrða. Hann elskaði okkur bara af því að við erum eins og við erum. Af því að við erum hold hans og blóð. Það er gott að vera elskaður án skilyrða. Okkur leið vel hjá afa. Hjá afa og ömmu. Við sátum og dýfðum fransk- brauði í kakó, töldum sveskjustein- ana úr sveskjugrautnum, hlustuðum á jólaguðspjallið. Alltaf umkringd ástinni, áhuganum, stoltinu og hlýj- unni sem afi átti svo mikið af. Þess- um fjársjóði sem skapaði fjölskyldu- böndin sem halda svo vel í dag. Nú er afi farinn. Amma segir að hann sé ennþá einhversstaðar í kringum okkur. Það er örugglega rétt. Hann brosir örugglega þegar hann sér okkur öll safnast saman. Allt fólkið hans. Stoltið hans. Afi og amma eru í okkar huga miklu meira en tvær manneskjur. Þau mynduðu frekar einhverskonar einingu sem varð stærri en tvær manneskjur. Gat meira, gerði meira og hafði meiri áhrif en tvær mann- eskjur hvor í sínu lagi. Það er góð til- finning að finna að hefðirnar og gild- in sem þau hafa miðlað til okkar eru sönn og heil og standa tímans tönn. Það lifir áfram í okkur. Að því búum við í dag og erum þakklát fyrir. Sumarsins sólhærðu morgna er sál mín alltaf að þrá, sem eyða þokunni þöglir þunglyndum heiðum frá. En sóldögun daggrík á sumri situr þó stutt við völd: Hún breytist í blikandi daginn hún breytist úr degi í kvöld. Ár líða hratt yfir yfir himin og heim, með blæléttum þyt, það slær á þau gullinni slikju, það slær á þau silfurlit. Í minningu dauðlegra manna er margvísleg teikn að sjá: Sum árin, sem liðin eru, þar englavængi fá. Þau daglega í hug þínum halda heilaga bænagerð. Þau stara á þig barnsaugum bláum, þau blessa þig, hvar sem þú ferð. Ár líða hratt. Ég hefi heyrt þeirra vængjaslög út yfir eyðisanda, inn yfir heiðadrög. Sumarsins sólhærði morgunn kom sigrandi í ríkið inn. Hann breyttist úr fjarlægu bliki í bjartasta daginn þinn. Vorgestur minn og vinur, við verðum saman þann dag. – Hvað varða mig vængjaslög tímans? Hvað varðar mig sólarlag? (Guðmundur Böðvarsson) Margrét (Magga) og Snorri. Elsku afi minn, það er með djúp- um söknuði að komið er að hinstu kveðjustund. En þá er gott að geta huggað sig við allar þær góðu minn- ingar sem þú gafst mér. Ómetanlegt er að hafa átt örugga höfn, hvort sem var í logni eða stormi lífs míns, heima hjá ykkur ömmu. Þar átti ég alltaf mitt annað heimili ásamt mömmu og Jóni bróður. Ástúð þín, hjartahlýja og lífsviska hefur verið mér mikils virði í lífinu. Öllum þeim stundum sem við hjálpuðumst að við að rækta garðinn ykkar ömmu, tím- anum sem ég fékk að fylgja þér og aðstoða í vinnunni og þeim stuðningi sem þú veittir mér alla tíð mun ég alltaf búa að. Kveðjan er einnig frá Eydísi minni, sem frá byrjun okkar sambands hefur notið þess að hitta þig og ömmu og eiga með ykkur góð- ar stundir. Erna okkar fann fljótt hvaða góða mann þú hafðir að geyma og fannst notalegt að kúra á öxl langafa. Við kveðjum þig núna en minning þín mun lifa í hjörtum okk- ar. Oddur, Eydís og Erna. Langafi var góður maður. Hann var alltaf góður og blíður við okkur krakkana. Við munum best eftir langafa í Holtagerðinu. Við tíndum rifsber í garðinum, við fengum ís í eldhúsinu og langafi og langamma héldu frábærar veislur. Þar hitti maður alla í fjölskyldunni. Langafi sagði okkur stundum sögur af því hvernig lífið var í gamla daga. Eins og þegar hann setti toppinn á turn Stýrimannaskólans. Það er flott saga. Við eigum öll eftir að sakna lang- afa. Við elskuðum hann öll og hann verður okkur alltaf kær í minning- unni. Við sendum Möggu langömmu og afa Einari og öllum í fjölskyld- unni okkar samúðarkveðjur. Við vilj- um kveðja langafa með þessari fal- legu vögguvísu. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Ástarkveðja, Sturla, Egill og Vala. ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður, mágs og frænda, SIGURÐAR REYNIS BJÖRGVINSSONAR, Lyngholti 12, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Björgvinsdóttir, Viðar Pétursson, Þóranna Björgvinsdóttir, Brynja Björgvinsdóttir, Friðbjörg Sveinbjörnsdóttir og frændsystkini. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, HELGI JÓNSSON húsasmíðameistari frá Vopnafirði, lést mánudaginn 25. október á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Jón Ragnar Helgason, Teresa Maria Wenglarz, Helgi Rafn Helgason, Kristján Gunnar Helgason, Auður Ösp Helgadóttir, Bragi Fannar Sigurðsson, Vigdís Rós Helgadóttir, Thor Óskar Fitzgerald og barnabörn. Margrét Jónsdóttir, Ástrós Auður Jónsdóttir, Ólafur Þór Jónsson. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS VON ANCKEN, Víðigerði 8, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 24. október. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 29. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líknarsjóð Grindavíkurkirkju, kt. 410272-1489, banki 143, hb. 15, reikningur 370883. Diana von Ancken, Grétar Þorgeirsson, Bryndís Gwenny, John Friðrik, Sigurboði, Bjartur Lúkas og Grétar Anton. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLFRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR, Grænási 3a, Reykjanesbæ, lést laugardaginn 23. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Karl G. Sævar, Kristinn Rúnar Karlsson, Svanlaug Halldórsdóttir, Einar Ólafur Karlsson, Jófríður Leifsdóttir, Ingólfur Karlsson, Helena R. Guðjónsdóttir, Bjarni Þór Karlsson, Heba Friðriksdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFNKELL HELGASON fv. yfirlæknir á Vífilsstöðum, Móaflöt 23, Garðabæ, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 19. október, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 29. október kl. 15.00. Sigrún Aspelund, Helgi Hrafnkelsson, Anna Kristín Gunnlaugsdóttir, Stella Stefanía Hrafnkelsdóttir, Einar Sigurgeirsson, Hrefna Lovísa Hrafnkelsdóttir, Gunnar Karl Guðmundsson, Ríkarður Már Ríkarðsson, Lilja Þorsteinsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU DAGMAR MAGNÚSDÓTTUR, Víkurbraut 32D, Höfn, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. nóvem- ber kl. 15.00. Minningarathöfn um hina látnu verður í Hafnar- kirkju föstudaginn 29. október kl. 14.00. Magnús Richardson Lane, Stephen Gunnar Lane, Helga Fríða Tómasdóttir, Sigríður Hafdís Benediktsdóttir og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MARÍA STEFANÍA BJÖRNSDÓTTIR, Lækjasmára 2, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 25. október. Útförin verður auglýst síðar. Aðalsteinn Guðlaugsson, Sigurveig Helga Hafsteinsdóttir, Bjarni Ragnarsson, Eiríksína Kr. Hafsteinsdóttir, Óskar Sverrisson, Guðný Hafsteinsdóttir, Jóhann Sveinsson, Sigurður Hafsteinsson, Svava Aldís Viggósdóttir, Júlíus Geir Hafsteinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Þröstur Hafsteinsson, Hrafnhildur Karlsdóttir, Sólveig Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.