Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 2

Hamar - 24.12.1949, Blaðsíða 2
2 HAMAR Ég man það eins og það hefði skeð í gær og þó eru nær 60 ár síðan. Til Sviðs hafði verið róið dag eftir dag, en lítið aflazt og var helzt kennt um að beita væri ekki sú, er fiskurinn girndist. Sjómenn þóttust sjá á ýmsu, að fiskur væri undir. Þetta var um haust, en af því langsótt var, þá var róið á stærri skipunum — sexmannaförum og áttæringum. Faðir minn taldi víst að ef fjörumaðkur eða önnur tálbeita næðist, mundi fiskast. Þetta varð til þess að bræður mínir, Jón og Vilhjálmur, er voru það eldri en ég, að þeir voru farnir að róa, fóru eftir morgunverð á föstudegi inn á Voga, til að leita að maðki. Þeir höfðu með sér poka með smákassa í. Villi bar einnig byssu. Það átti að reyna að ná maðk inum og róa með hann, svo aðr- ir vissu ekki um það. Var því látið í veðri vaka að bræðurnir ætluðu til Reykjavíkur, en hefðu byssuna með til að skjóta, ef þeir sæju fugl á vogunum. Meðan þeir voru fjarverandi, lét faðir minn hina hásetana bera lóðirnar heim og stokka þær upp, svo út liti sem ekki ætti að róa næsta dag. í rökkurbyrjun komu bræð- urnir aftur og með mikið af maðki. Ekki átti að beita lóð- ina fyrr en seint um kvöldið og róa svo strax að því loknu. Feðgarnir lögðu sig fyrir á vökunni. Ég, sem svaf hjá pabba gat ekki háttað, nema gjöra hon- LÖNG NÓTT um ónæði. Vakti ég því með kvenfólkinu. A tólfta tímanum voru þeir vaktir, og var nú tekið til að beita lóðina. Var það gjört við ljós, inni í eldhúsi. Mundi þetta nú ekki þykja fínt, en á þeim árum gat annað eins komið fyrir og þurfti alls ekki að valda nein um sóðaskap. Strax var róið er búið var að beita. Þá var ég fyrir löngu hátt aður og sofnaður. Morguninn eftir var veður gott og sjóveður dágott. Hæg suð- suðaustan gola en fremur þykkt loft. Sex skip höfðu róið úr firðinum um nóttina. Um það leyti, er hægt var að vonast eftir þeim fyrstu að landi, var talsvert farið að vinda og rigna. Rétt fyrir rökkrið sjást 4 skip vera að slaga inn fjörðinn, en rétt í því skellur á ofsa land- synningsrok með hellirigningu. Særok var svo mikið, að alla útsýn tók af. Þó sögðu þeir, er bezt þóttust sjá, að skipið, sem næst var hefði fellt seglin út af Hvaleyrarhöfða, og væri að reyna að komast á árum inn fyrir höfðann. En nú var komið þannig veð- ur að börn og kvenfólk héldust Hvenær var& jólasveinninn til ? Framhald af 1. síðu. með hluti, sem voru algjöx* ný- lunda fyrir Englendinga. Á ríkisstjórnarárum Viktoríu drottningar varð mikil endur- vakning á jólasiðum í Englandi, og er það að miklu leyti rakið til manns hennar, sem kenndi börn- um sínum ýmsa jólasiði, sem viðhafðir höfðu verið á bernsku- árum hans í Þýzkalandi. Jólakort komu fyrst fram árið 1846 og almenn geta þau kall- azt 1862. Og skógur af jólatrjám hóf nú innreið sína fyrst í hús- in og síðan í kirkju og á opin svæði um líkt leyti. Jólatréð er nú orðið svo samgróið jólahátíð flestra þjóða, að það er erfitt að gera sér grein fyrir hversu ný- lega það er tilkomið á Englandi. „The kissin-Bough“ (þ. e. kyss- andi greinin) var fyrirrennari þess. Það var kúla, sem hékk niður úr loftinu skreytt rauðum eplum, pappírsskrauti, kertaljós- um og gjöfum, sem hengu niður úr henni í allavega htum borð- um. Þessi skemmtilega kúla hef- ir nú svo gjörsamlega þokað fyr- ir jólatrénu, að nútímafólk hefir eigi skýra hugmynd um hvernig hún var. Samt hékk hún í hverju húsi í Englandi og jólatré sást þar ekki fyrr en 1821. Það ár var jólatré á barnaskemmtun hjá Caroline drottningu, og átta árum seinna var þremur trjám komið upp á Paushanger af Lie- ven prinsessu. En það var tré Alberts prins 1841, sem setti varanlega mynd í huga fólksins, af þessum fall- egu uppljómuðu, eðalgrænu greinum norrænna skóga, sem ávallt munu verða uppáhalds- tré allra þjóða. Á meðan hafði jólasveinninn aftur orðið vera, sem reið um himinhvolfin og kom niður úr reykháfinum og fyllti sokka, sem hengdir voru á arinhilluna í trú og von, sem börnum einum er eiginleg. „Gráskeggjaði öldungurinn" var kominn aftur og til allrar hamingju þá er hann enn þann dag í dag hinn glaðværi, hjarta- góði og leyndardómsfulli þáttur í jólasiðum alha kristinna þjóða. (Þýtt og endursagt) „S veinki" Það væri vel, ef einhver af okkar fræðimönnum gæfi okkur kost á að kynnast uppliafi jólasiða vorra frá öndverðu og komu jólasveinsins, sem við öll dáðum á bernzkuárunum. S. Sigurjón Gwmarsson ekki við úti, enda var og myrkur komið og því ekkert hægt að sjá til sjávar. Héldu sig því allir inni í bæjunum. Ljós voru kveikt, en það var eins og enginn gæti komið sér til að snerta á verki. Allir voru kvíðandi og eirðar- lausir og vart talað nema í hálf- um hljóðum. Óveðrið lagðist sem farg á hugi manna, við hugs unina um afkomu þeirra, er á sjónum voru. Ég var ekkert hræddur um pabba, þó veðrið væri vont. Ég hef máske ekki haft fullt vit um hættuna, eða mér hefur verið líkt farið og börnum yfirleitt, að álykta að öllu væri óhætt, þar sem pabbi var með. En þó hafði það ónota áhrif á mig, hvað allir voru fátalaðir og al- varlegir, þvert á móti því, sem vant var að vera. Auðheyrt var á því hvað hrikti í bænum, að veðrið fór frekar versnandi. Það var eins og öllum hnykkti við, við hverja hrinuna, og að þögnin yrði enn meiri á eftir. Af og til um kvöldið voru nágrannakonurnar — sem einnig áttu sína nánustu á sjónum — að koma til okkar og vita hvort við hefðum frétt nokkuð. Eins vorum við að skjótast út í sömu erindum, gæta í Brúar- hraunsvör og leita frétta. Á tólfta tímanum um kvöldið hafði frést af 4 skipum. Það, sem sást fella seglin við höfðann, náði með naumindum Hvaleyri á ár- um. Hin þrjú er komin voru inn í fjarðarmynnið, er veðrið skall á, fengu við ekkert ráðið og urðu að hleypa undan. Lentu 2 þeirra í Hraununum en 1 á Hliði á Álftanesi. Þegar útséð var að ekki kæm- ust þeir heim á skipumim um kvöldið, gengu ýmist allir heim, eða sendu 1 eða 2 menn til að láta vita af sér. Tvö skip vantaði enn. Á öðru þeirra var maður, sem var til húsa hjá okkur. Hitt var skip föður míns. Eins og venja var til, eftir að farið var að kveikja á haustin, var hugvekja lesin og síðan far- ið að hátta. Ekki var neitt óvanalegt á þessum árum, meðan róðrar voru fast sóttir á opnum bátum, að skip næðu ekki sinni heima- lendingu að kveldi. En nú var veðrið með afbr. vont og að sögn þeirra, er landi liöfðu náð, eitt hið versta er þeir hefðu komið á sjó í *— reglulegt mann- drápsveður —. Þá var ástæða til að óttast um þá er við það þurftu að berjast. En þó þóttist ég ekki enn vera hræddur um pabba. En einhver órói eða kvíði hef- ur samt verið í mér, því ég vakti lengi og gat ekki sofnað. Eins heyrði ég að ástatt var með fólkið í hinum rúmunum. Þó sofnaði ég að lokum. Klukkan á fimmta tímanum á sunnudagsmorgun er barið á glugga hjá okkur og kallað inn að skipið, sem leigjandinn væri á, hefði lent á Vatnsleysu og nokkrir þaðan gengið heim um nóttina. Ekkert vissi þessi maður frek- ar en hinir um pabba. Ég vaknaði með andfælum, er barið var, en eftir að ég hafði jafnað mig heyrði ég að veðrið var ekki til líka eins vont og þegar ég sofnaði. Þar sem ég lá þarna vakandi, hugsandi um pabba, fannst mér ekki ólíklegt, að þar sem þetta skip hefði ekki náð innar en að Vatnsleysu, að þá hefði pabbi máske verið dýpra, og því ekki náð lengra en í Vogana og því ekki óeðlilegt, að ekki væru komin boð um það enn. Ég var látinn halda minni skoðun óáreyttur, en af öllu lát- bragði og hljóðskrafi kvenfólks- ins, þóttist ég sjá og skilja að þær töldu skipið farið með öllu. Hefði svo verið, hefði nærri mér verið höggvið, þar á skip- inu var faðir minn, sem var for- maðurinn og 2 bræður. Þar sem ég lá nú vakandi í rúminu, hugsandi og hlustandi eftir hverri vindkviðu, skall allt í einu á haglél og af því hvern- ig kornin buldu á glugganum, vissi ég að vindur var orðinn vestlægur, talsvert mikill í élj- unum, en lygnari á milli. Enginn sofnaði eftir þetta, en lítið var talað, en hver og einn hefur sjálfsagt hugsað sitt og sízt gleðilegt. Strax og búið var að opna bæ- inn fóru nágrannarnir að koma og vita hvort ekkert hefði frétzt. Mér var hálf illa við þetta, því nú fyrst heyrði ég orð töl- uð ónærgætnislega. Þar allir héldu mig sofandi, því ég lá hreyfingarlaus og sneri upp — var ekki höfð nóg varkámi. Ég heyrði eina nágranna- konuna segja við ráðskonuna — lágt þó og í klökkum róm: „Það má alveg telja víst að þeir séu farnir, þó að vísu guði sé ekk- ert ómögulegt. Mikil skelfing er annars að hugsa til þess að feðg- ar — og það nú eins og hér — faðir og 2 synir, skulu vera á sama skipi. Skarðið er svo stórt ef illa tekst til. Kvöldið og nóttin hafði orðið mér löng, en dagurinn fram- undan var kvíðvænlegur. Iiérna var allt hljótt og al- varlegt. Ég fékk að vera sjálf- ráður ferða minna. En þó var ég ámynntur um, að vera ekki í neinum ærslum eða áflogum og með enga óknytti. En þessar áminningar þurfti ég ekki með þennan dag. Ég var eirðarlaus, ýmist inni eða úti og starði þá löngunarfullum vonaraugum út á sjóinn, er nú var grásköllóttur af vestanátt- inni. Ég vildi helzt vera einn með hugsanir mínar og áhyggjur. En þó sá ég og fann, að allir, sem á vegi mínum urðu, vildu vera mér góðir og mörg konan klapp- aði þann dag með hrjúfri hendi á kollinn á mér, eða strauk blíð- Iega um kinnina. Þegar ég hafði borðað mið- degisverð fékk ég einn bezta leikbróðir minn með mér vestur að Fiskakletti, er þá var talsvert stærri en hann er nú, því síðan þá hefur tímans tönn, með að- stoð brims og manna, nagað duglega úr honum. Framan í klettinum var stall- ur, er stór drangi hafði fallið úr. Þar gátu sem bezt 2 drengir setið og haft skjól í flestum átt- um, enda sat ég þar oft og ein- hver leikbróðirinn, er skipin í Iandsynningi voru að slaga inn fjörðinn. Við vorum fljótir, af ýmsu sérkennilegu, að þekkja skipin í sundur og metnaður var talsverður í okkur, þegar kann- ske feður okkar, sinn á hvoru skipi, voru að slaga inn. Hjá hverjum tæki nú betur? Hver yrði fljótari að landi? Okkar mesta yndi var að horfa á sigl- ingu þeirra. Hvað þau gátu ver- ið fljót yfir fjörðinn og hvað þau gátu hallast mikið, án þess að fara af kjölnum. Var ekki laust við að okkur þætti stund- um nóg um siglinguna og hallann, en gaman var að sjá er þau ventu undan Klettinum, hvað öll handtök voru ákveðin, snögg og viss, er formaður kall- aði: „Viðbúnir! venda,“ og þrátt fyrir óróann innifyrir, hefðum við þá stundina ekkert frekar kosið, en að við værum orðnir það miklir menn að við fengj- um að vera með á sömu sigl- ingu. Við komum okkur fyrir þarna á stallinum utan á klettinum, mösuðum óvanalega lítið sam- an, en störðum því meira út á úfinn og brimsollinn sjóinn. „Var nú pabbi minn og bræð- ur og þeir allir einhversstaðar, sem liðin lík að byltast í þess- Framh. á hls. 3

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.