Hamar - 06.07.1953, Blaðsíða 3

Hamar - 06.07.1953, Blaðsíða 3
HAMAR 3 - Kvöldvakan (Framhald af bls. 1) framfaratímabil í sögu bæjar- ins, hægt væri að vinna að efl- ingu bæjarfélagsins til blessun- ar fyrir bæjarbúa hvar í fJokki sem þeir stæðu. Fólk yrði ekki látið gjalda sinna pólitísku skoðana, heldur fengju allir að njóta sín til framtaks og fram- fara. Næstir töluðu þeir ráðherr- arnir, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson og ræddu þeir kosningaúrslitin í heild og sér- staklega hér í bæ. Að lokum talaði hinn nýkjörni þingmaður Hafnfirðinga, Ingólf- ur Flygenring og flutti fólkinu þakkir fyrir ötula vinnu í síðustu kosningum, það væri ekki hann, sem hefði unnið þessar kosning- ar heldur væru það hinir fjöl- mörgu, sem hefðu lagt hönd á plóginn til eflingar Sjálfstæðis- flokknum hér í bæ og hvatti hann fólk til að vinna ekki síður ötullega að því að vinna fullan sigur í bæjarstjórnarkosningun- um, sem fram ættu að fara í jan- úar n. k. undir því væri velferð og framtíð bæjarins komin. Var ræðumönnunum öllum frábærlega vel tekið af áheyr- endum. Að ræðunum loknum skemmtu þeir Alfreð Andrésson, Haraldur A Sigurðsson og Karl Billich við ágætar undirtektir á- heyrenda. Var þá lokið þeim hluta kvöldvökunnar, sem fram fór í bíóinu, að öðru en því, að sýndar voru 2 stuttar kvikmynd- ir fyrir þá, sem vildu, en megin hluti fólksins fór í danshúsin til að skemmta sér þar. Geysilegur fólksf jöldi sótti kvöldvöku þessa og mun hafa verið í bíóinu um eða yfir 600 manns og danshúsin voru bæði yfirfull. Skemmti fólk sér hið bezta og var það hið ánægðasta. Matthías Á. Mathiesen stjórn- aði kvöldvökunni. 8 HF. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. FLEST TIL Hci'pinótavetða Reknetlaveiða AUKAFUNDUR Með því að aðalfundur félagsins h. 6. þ. m. var eigi lög- mætur til þess að taka endanlega ákvörðun um tillögú félagsstjórnarinnar varðandi innköllun og endurmat hluta- bréfa félagsins, er hér með boðað til aukafundar í h.f. Eimskipafélagi íslands, er haldinn verður í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, fimmtudaginn 12. nóvember 1953, kl. 1,30 e. h. DAGSKRÁ: Tekin endanleg ákvörðun um innköllun og end- urmat hlutabréfa félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa dagana 9. til 11. nóv. næstk. á skrifstofu félagsins í Reykjavík. Athygli hluthafa skal vakin á því, að á meðan ekki hef- ur verið tekin endanleg ákvörðun varðandi þetta mál, er ekki hægt að taka á móti hlutabréfum til þess að fá þeim skipt fyrir ný hlutabréf. Reykjavík, 19. júní 1953. STJÓRNIN. HÚSGAGNAVINNUSTOFAN Skólabraut 2 — Sími 9982 ........................................................................................E3IIIIIIIIIII Verzlun O. EMiiigsen h.f. — Elzta og stærsta veiðarfæraverzlun landsins — Bifreidaeigendur! - Hefur ekkert að óttast (Framhald af bls. 2) meirihluta í bæjarstjórn skal ó- sagt látið. En það verður ekki annað sagt, en að þeir sem slíka iðju stunda, sýna hreina ma'nn- vonsku gagnvart aldraða fólk- inu með því að vera að hræða það með slíkum ósannindum, er enga stoð eiga í veruleikanum. Er slíkt vítavert og sýnir vel, að þeir menn eiga ekki hreint mjöl í pokanum, sem svo svívirðilega iðju stunda. Aldraða fólkinu skal því sagt það, að það fær ellilífeyrinn sinn eftir sem áður, þó að Ingólfur væri kosinn á þing og það fær ellilífeyrinn sinn, þó að Sjálf- stæðismenn komist í meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. — Allt annað, sem sagt er í þess- um efnum eru hrein ósannindi. í akstri við mikið álag — notið SHELL X-100. Fyrir hreyfla er vinna við háan hita, er fram kemur við stöðuga notkun, verður að gera sérstakar kröfur til hæfni smurnigsolíunnar. Shell X-100 veitir viðnám gegn sýringu, myndar sam- fellda olíuhimnu á öllum slit- flötum hreyfilsins og hinir hreinsandi eiginleikar henn- ar halda smurningskerfinu hreinu. Hún bindur í sér öll óhreinindi þannig að þau ná ekki að setjast til í hreyflin- um, en renna burt um leið og skipt er um olíu. Veftið lirevkliniiiii örngga vernd allt áriö! Margir bifreiðaeigendur álíta, að áhrif hinar „köldu tæringar“ gæti aðeins yfir vetrar- mánuðina, og þvi sé ekki ástæða tif að óttast áhrif hennar yfir sumarið. ÞETTA ER EKKI RÉTTl Þegar hreyfillinn gengur kaldur þéttist vatnseimur í strokknum og kemst niður í sveifarhúsið. Auk þess berast niður ýmsar sýrur frá strokkunum, svo sem brennisteins- sambönd, sem mynda brennisteinssýrling, er þau blandast vatni. Efni þessi eru mjög skaðleg og hafa tærandi áhrif á slitfleti hreyfilisins. Álitið er að þau orsaki um 90% af sliti á hreyflinum, og þeirra gætir þar til hann hefur náð að hitna, en það tekur að jafnaði 10—15 mínútur eftir að hreyfillinn er ræstur. Af þessu sézt, að „kaldrar tæringar“ verður vart á öllum árstíðum og án tillits til loftshitastigs hverju sinni. Hreyflinum er því nauðsynlega sérstök vemd, er einungis úrvals smurningsolía veitir. Notið því SHELL X-100 og verndið hreyfilinn örugglega allt árið. Ef þér noti5 ekki þegar Shell X-100, ættuS þér að skipta um olíu nú þegar. Tæmið gömlu olíuna af hreyflinum, skolið hann vel með skololíu og fyllið að nýju með Shell X-100, er ein getur komið í veg íyrir áhrif hinnar „köldu tæringar". SHELL MOTOR OIL Hamar kemur ekki út fyrst | um sinn vegna sumarleyfa. ? IÍIIII1II1IE3I1II1IIÍ1IIIE]IIIIIIIIIIIIE3IIIIII1I1IIIC]I!IIIIIIIIIIE3IIIIIIIIIIIIE]IIIIIII1IIIIE3IIIIIIIIIIIIC]IIIIIIIIIIIID1C3IIIIIIIIIIIIE]I1IIIIIIIIIIE]IIIIIIIIIIIIE31II1IIIIIII1E3IIIIIIIIIIIIE]IIIIIIIIIIIIE3III[IIIIIIIIC]III1IIIII1IIC3IIÍ1III[IIIIE3IIIIII11IIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIE3II1IIIIIIIIIE»>

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/800

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.